Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 21
Músagildran er eitt þekktasta leik- rit Agöthu Christie og hefur verið sett upp víða um heim frá því að það var fyrst frumsýnt í Lundún- um árið 1952, en þar hefur það verið sýnt samfellt síðan. Í upp- setningu Leikfélags Akureyrar er verkið flutt inn í íslenskan nútíma; í því kynnumst við hópi fólks sem veðurteppist í afskekktum skíða- skála. Fólkinu hafa borist fregnir af morði í Reykjavík og smám saman grípur um sig óhugur í hópnum vegna gruns um að morð- inginn kunni að leynast á meðal þeirra. Þór Tulinius er leikstjóri sýning- arinnar. Hann segir hana ekki aðeins spennandi heldur einnig skemmtilega. „Músagildran er náttúrulega sígilt glæpaleikrit sem snýst um að finna morðingjann. En verkið er einnig afar skemmtilegt og áhugaverð mannlífsstúdía. Í því fáum við að kynnast hópi ólíkra einstaklinga sem þurfa að eyða tíma innilokuð saman og við það skapast óhjákvæmilega spenna. Það er ekki síður gaman að fylgjast með þessum persónum en að velta fyrir sér hver morðinginn er.“ Vinsældir leikritsins eru miklar; ber langur óslitinn sýningartími þess í Lundúnum þeim glöggt vitni. Þór telur að vinsældir leikritsins helgist af nokkru leyti af vinsæld- um höfundar þess. „Agatha Christie er elskuð og dáð um heim allan, þannig að ég dreg ekki í efa að það hafi eitthvað að gera með vinsæld- ir þessa verks, þó að það sé líka skrambi vel skrifað. Að auki fá áhorfendur að taka þátt í því á viss- an hátt því þeir þurfa að sverja þess eið að uppljóstra ekki nafni morðingjans að sýningu lokinni.“ Átta leikarar taka þátt í sýning- unni; þeirra á meðal eru Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, en hún fagnar 30 ára leikafmæli sínu á þessu ári, og nýliðinn Sindri Birgisson sem þreytir frumraun sína á sviði atvinnuleikhúss. „Þetta er afar skemmtilegur leikhópur og allt æfingaferlið hefur gengið mjög vel,“ segir Þór. „Það er góður andi í hópnum og hér í bænum. Við höfum til að mynda haft gaman af því að fylgjast með andnefjunum hér á Pollinum; þær skemmtu okkur þegar æfingarnar voru að hefjast. Þær eru reyndar farnar núna, en kannski að þær komi aftur og kíki á frumsýninguna.“ vigdis@frettabladid.is Áhorfendur sverja eið Glæpaleikritið Músagildran eftir Agöthu Christie verður frumsýnt í húsnæði Leikfélags Akureyrar annað kvöld. Leikritið sameinar spennu, skemmtun og mannlífsstúdíu. Leikfélag Akureyrar er fyrsta atvinnuleikhúsið á Íslandi sem setur upp Músagildruna eftir Agöthu Christie. MYND/LEIKFÉLAG AKUREYRAR SEQUENCES-LISTAHÁTÍÐINNI lýkur í dag. Opnuð verður videó-myndlistarsýning í Gallerí Dvergi, framinn tarot- og henna tattoo-gjörningur á háaloftinu í Iðnó og haldnir þrennir tónleikar. G ra fís ka v in nu st of an e hf . H H 08 -0 12 8 Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöl lur | s : +354 487 8050 | fax: +354 487 8058 | hotelhvolsvol lur@simnet. is | www.hotelhvolsvol lur . is 18. Október SVIÐAMESSA Veislustjóri: Árni Johnsen Gisting, matur, skemmtiatriði og ball Verð: 8.900 kr. á mann - 5% = 8.455 kr. Án gistingar: 4.500 kr. á mann -5% = 4.275 kr. 1. nóvember VILLIBRÁÐARKVÖLD Gisting, Villibráð, Lifandi tónlist og ball Verð: 10.900 kr. á mann. Verð án gistingar 5.900 kr. á mann 8. nóvember / fullt Villibráð / Jólahlaðborð Frá 14.11.2008 til 20.12.2008 Bjóðum við uppá skemmti legar og matarmiklar helgar með Villi- bráðarhlaðborði föstudaga og Jólahlaðborði laugardaga. Einnig er lifandi tónlist og ball báða dagana. Verð fyrir alla helgina 15.900 kr. Verð föstudag m/gistingu 10.900 kr á mann. Verð án gistingar 5.900 kr. Verð laugardag m/gistingu 9.900 kr. Verð án gistingar 4.900 kr. 25. Október FRANSKT KVÖLD Gisting, 4 rétta matseðill og vín Lifandi tónlist og ball Verð: 11.500 kr. á mann. -5% = 10.925 kr. án gistingar 6.500 kr -5% = 6.175 kr. LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 10-16 Ljósadagar 20-50% afsláttur af öllum ljósum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.