Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 17. október 2008 19
UMRÆÐAN
Richard Portes skrifar um
fjármálakreppuna
Ákvörðun bandarískra stjórn-valda að láta Lehman-banka
gossa verður harðlega gagnrýnd af
hagsögufræðingum framtíðarinn-
ar. Sú ákvörðun hratt af stað hinni
snörpu fjármálakreppu sem við
erum nú í.
Þegar fjárfestingarbankinn Bear
Stearns var gerður upp sáu banda-
rísk stjórnvöld til þess að hagsmun-
ir allra mótaðila bankans í flóknum
viðskiptum með ýmiss konar afleið-
ur og skuldvafninga væru tryggðir.
Stjórnvöld ábyrgðust áhættusöm-
ustu verðbréfagjörninga Bear
Stearns um leið og bankinn var
seldur til JP Morgan Chase. Eftir
hrun Lehman, sem var látinn verða
gjaldþrota, án þess að hagsmunir
viðskiptamanna hans væru tryggð-
ir, hefur gagnkvæmt traust hins
vegar horfið. Peningamarkaðir og
millibankalán frusu gjörsamlega.
Skuldtryggingarálög fjármála-
stofnana ruku upp úr öllu valdi,
sem var til vitnis um bæði nagandi
ótta og bullandi spákaupmennsku.
Meðal þeirra fyrstu til að falla
var Glitnir á Íslandi. Íslensku bank-
arnir voru fastir í einum af mörg-
um vítahringjum kreppunnar: þeir
þóttu of áhættusamir því Seðla-
bankinn var ekki álitinn trúverðug-
ur bakhjarl ef í nauðir ræki, en rík-
isstjórnin og Seðlabankinn þóttu
aftur á móti ekki trúverðug þar
sem þau gætu þurft að taka yfir
bankana.
Markaðurinn skall fyrst á Glitni.
Líkt og hinir íslensku bankarnir,
Landsbankinn og Kaupþing, stóð
Glitnir í skilum. Allir skiluðu þeir
góðu uppgjöri á fyrri árshelmingi,
eiginfjárhlutfall þeirra var traust
og þeir voru ekki í meiri þörf fyrir
markaðsfjármögnun en aðrir bank-
ar af svipaðri stærð. Enginn þeirra
hafði fjárfest í verðlausum undir-
lánsbréfum. Þessum bönkum hafði
verið vel stýrt frá því í „smákrís-
unni“, á fyrri hluta ársins 2006.
Allt kom þó fyrir ekki. Þegar
erlendar lánalínur lokuðu varð
Glitnir að sækja um skammtímalán
hjá Seðlabankanum, en var synjað.
Í stað þess að veita Glitni greiðslu-
stöðvun, þjóðnýtti Seðlabankinn
hann með tilvísan í lög. Formaður
bankaráðs Seðlabankans, Davíð
Oddsson, var forsætis- og utanrík-
isráðherra í þrettán ár áður en hann
varð seðlabankastjóri árið 2005.
Ákvörðun hans endurspeglar pólit-
ík, tæknilegt vanhæfi og fálæti
gagnvart mörkuðum. Athugasemd-
ir sem hann lét falla í kjölfar þjóð-
nýtingarinnar grófu enn frekar
undan stöðugleika.
Þetta varð til þess að lánshæfis-
mat ríkisins lækkaði og krónan féll
enn frekar. Skammtímafjármögn-
un Glitnis og Landsbankans gufaði
upp, Evrópski seðlabankinn krafð-
ist nýrra trygginga og ákvæði í
lánasamningum tóku gildi út af
lækkuðu lánshæfismati. Þar sem
bankarnir gátu ekki staðið við
skuldbindingar sína veittu stjórn-
völd þeim greiðslustöðvun.
Kaupþing virtist enn eiga
möguleika. En á þriðjudaginn í
síðustu viku lét Davíð Oddsson orð
falla sem voru túlkuð á þann veg að
Ísland myndi ekki standa við
skuldbindingar sínar gagnvart
sparifjáreigendum í Bretlandi.
Þetta var pólitík til heimabrúks.
Það sama má segja um viðbrögð
breskra stjórnvalda, sem tóku þá
illa ígrunduðu ákvörðun að sölsa
undir sig eignir bæði Landsbankans
og Kaupþings í Bretlandi með
vísan í hryðjuverkalög. Herskáar
yfirlýsingar Gordons Brown verða
ekki taldar til hans skynsamlegustu
aðgerða í fjármálakreppunni.
Gjaldþrot Kaupþings var fórnar-
kostnaður. Yfirtaka breskra stjórn-
valda á dótturfyrirtækjunum Sin-
ger og Friedlander keyrðu bankann
um koll, eftir að ákvæði í lánasamn-
ingum tóku gildi. Bretland og Ísland
virðast nú hafa komist að sam-
komulagi um að koma til móts við
sparifjáreigendur, en alltof seint
fyrir Kaupþing. Það væri hins
vegar flónska af breskum stjórn-
völdum að reyna að skaða eignir
Kaupþings enn frekar.
Um leið náði gengi
krónunnar fáránlegum
lægðum í viðskiptum
utan landsteinanna, en
innanlands stöðvuðust
viðskipti með krónuna.
Seðlabankinn gerði þá
tvenn ótrúleg mistök til
viðbótar. Seðlabankinn
hafði farið óhönduglega
með stýrivaxtastefnu
sína og gjaldeyrismark-
aði síðan í ársbyrjun 2008. Í byrjun
síðustu viku tilkynnti hann fast-
bundið gengi, sem var vel yfir
markaðsgengi. Án skilvirkra stjórn-
tækja reyndist hins vegar ekki unnt
að festa gengið og frá því var horf-
ið daginn eftir. Þá gaf Seðlabankinn
út ótímabæra yfirlýsingu um að lán
upp á fjóra milljarða evra frá
Rússum væri í höfn, en í
ljós kom að samninga-
viðræður myndu ekki hefj-
ast fyrr en í þessari viku.
Aðgerðir sem áttu að end-
urreisa tiltrú höfðu þver-
öfug áhrif.
Íslensku bankarnir voru
afar áhrifamiklir og stórir
í samanburði við íslenskan
efnahag. Sömu sögu er að
segja með banka í Bret-
landi og Sviss. Enginn þeirra hefur
reynst ónæmur fyrir eyðileggjandi
áhrifum kreppunnar. Og Ísland
gæti reynst örlagarík smitleið til
landa sem eru viðkvæm fyrir við-
snúningi á fjármagnsflæði.
Við getum lært fleiri lexíur af
þessu. Stjórnmálamenn ættu ekki
að verða seðlabankastjórar. Davíð
Oddsson er hluti af vandanum en
ekki einni einustu lausn og ætti að
segja af sér umsvifalaust. Að
hleypa af stað „evruvæðingu“ að
hluta til var uppskrift að óstöðug-
leika. Og Ísland reyndist ófært, eða
óviljugt, að semja við önnur ríki
um aðstoð strax í upphafi og vildi
heldur ekki leita til Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins.
Ísland gæti nú samið við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn um lán gegn skil-
málum. En ef íslenska krónan verð-
ur áfram á fljótandi gengi gæti það
haft hörmulegar afleiðingar, þrátt
fyrir (eða kannski vegna) miklu
hærri stýrivexti. Yfirvöld gætu
haldið genginu stöðugu með gjald-
eyrisstýringu. Eða þau gætu til-
kynnt aðildarviðræður við Evrópu-
sambandið, með tilheyrandi
inngöngu í myntbandalagið. Geri
þau það ættu yfirvöld ESB-ríkj-
anna að samþykkja ásættanlega
gengistengingu gjaldmiðlanna.
Hrunið er afleiðing þess að menn
gerðu sér ekki grein fyrir alvar-
leika kreppunnar og skelfilegra
mistaka í stefnu stjórnvalda. En
Ísland býr yfir framúrskarandi
stofnunum og mannauði, sem og
þróaðri fjármálaþjónustu. Íslenska
þjóðin horfir fram á tímabundna
skerðingu á annars góðum lífskjör-
um. Bankarnir verða endurreistir
sem miklu minni stofnanir, en með
hæfa stjórnendur eftir sem áður.
Ísland mun að lokum blómstra að
nýju.
Höfundur er prófessor í hagfræði
við London Business School.
Skelfileg mistök í hruninu á Íslandi
RICHARD PORTES
www.hanspetersen.is Opnunartími:
Laugavegur 178
105 Reykjavík
Sími 412 1840
Föstudagur: 10:00 -18:00
Laugardagur: 10:00 -17:00
Sunnudagur: 12:00 -17:00
30 stk. til á lager
Fullt verð 2.990 kr.
Lomography pop 9 myndavél
Tilboðsverð 1.990 kr.
12 stk. til á lager
Fullt verð 2.190 kr.
Lenco eldhúsklukka
Tilboðsverð 990 kr.
12 stk. til á lager
Fullt verð 27.900 kr.
Nokia 6300
Tilboðsverð 19.990 kr.
13 stk. til á lager
Fullt verð 39.900 kr.
Motorola V3i–Dolce Gabbana
Tilboðsverð 19.990 kr.
7 stk. til á lager
Fullt verð 38.490 kr.
Ricoh R30
Tilboðsverð 19.990 kr.
12 stk. til á lager
Fullt verð 17.590 kr.
Samsung S85
Tilboðsverð 9.990 kr.
16 stk. til á lager
Fullt verð 9.890 kr.
Kodak series 3 prentstöð
Tilboðsverð 5.990 kr.
200 stk. til á lager
Fullt verð 1.310 kr.
Kodak inkjet 10x15 pappír
Tilboðsverð 690 kr.
25 stk. til á lager
Fullt verð 4.390 kr.
Nokia bluetooth BH-100
Tilboðsverð 1.990 kr.
Líttu á verðið
Mikið til á lager
Leðurtöskur fyrir Nokia
Tilboðsverð 150 kr.
Útsölumarkaður
Útsölumarkaður um helgina. Allt að 80% afsláttur
mikið úrval
BílahleðslutækiHleðslutækiHeadsetfyrir flestar gerðir GSM síma”