Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 8
8 17. október 2008 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is1 Hvað heitir framkvæmda- stjóri NATO? 2 Hvað heitir fyrrverandi efna- hagsráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráðherra? 3 Hvað heitir fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 BRUSSEL Í lokaályktun tveggja daga fundar leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í gær lýstu þeir yfir „samstöðu með þeim aðgerðum sem stjórnvöld á Íslandi hafa gripið til“ í þeim efnahagsþrengingum sem landið á nú við að etja. Segja leiðtogarnir Ísland þurfa á stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda og þeir vænti þess jafnframt að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu forsætisráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar frumkvæði að ályktunin um samstöðuna með Íslendingum. Þessi síðustu orð þrettánda liðar lokayfir- lýsingar fundarins enduróma fyrri yfirlýsing- ar breska forsætisráðherrans Gordons Brown og fjármálaráðherrans Alistairs Darling um að íslenskum stjórnvöldum beri að sjá til þess að breskir eigendur innstæðna á reikningum íslenskra banka í Bretlandi fái þær endur- greiddar að fullu. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar sambandsins, sagði á miðvikudag að embættismenn ESB væru allir af vilja gerðir til að hjálpa Íslendingum og „auðvelda samstarf alls staðar þar sem það er unnt“. En hann bauð annars litla áþreifanlega aðstoð og sagði að „vandamál verður að útkljá tvíhliða við hvert aðildarríki sem í hlut á“. Samræming viðbragða ESB-ríkjanna 27 við alþjóðlegu fjármálakreppunni var annars efst á dagskrá leiðtogafundarins, auk deilna um metnaðarfull áform sambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogarnir lögðu blessun sína yfir þær samræmdu ráðstafanir sem stjórnvöld aðildarríkjanna hafa ákveðið að grípa til í því skyni að bjarga fjármálakerfi þeirra frá hruni, en alls á að verja til þess 1.700 milljörðum evra. Leið- togarnir samþykktu jafnframt að hvetja til hnattræns átaks til að endurskoða fjármála- kerfi heimsins svo að koma megi í veg fyrir að önnur eins kollsteypa og nú er að eiga sér stað endurtaki sig. Stjórnir átta ríkja í austanverðu ESB hvöttu til þess að slakað yrði á metnaðinum í loftslagsáætluninni þar sem þær óttuðust að hinar áformuðu aðgerðir til að takmarka losun myndi reynast dragbítur á hagþróun, og við því mættu ríkin ekki á þessum krepputímum sem fram undan væru. Niðurstaðan varð samt sem áður sú að sambandið heldur sig við það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20 prósent fram til ársins 2020. „Það er svo ofurbrýnt að við tökum á loftslagsvandanum að við getum ekki leyft okkur að nota fjármála- og efnahagsvandann sem afsökun fyrir að gera það ekki,“ sagði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sem gegnir formennskunni í ESB þetta misserið. audunn@frettabladid.is Lýsa samstöðu með Íslandi Í ályktun leiðtogafundar ESB er lýst yfir samstöðu með aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn fjármála- kreppunni. Forsætisráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar áttu frumkvæði að ályktuninni. SARKOZY OG BARROSO Forseti leiðtogaráðsins og forseti framkvæmdastjórnarinnar á blaðamannafundi um niður- stöðu fundarins í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Hvolsvelli lagði á miðvikudags- kvöld hald á sextán lamba- skrokka, 300 kíló, á leið til Reykjavíkur til sölu. Heimilt er að slátra dýrum á bóndabýlum en eingöngu til eigin neyslu. Dreifing á heimaslátruðu kjöti hefur hins vegar aukist að mati lögreglunnar á Hvolsvelli. Fjöldi tilkynninga um slíkt hafi aukist og lögreglan farin að fylgjast betur með þeim. Bóndinn sem á í hlut á yfir höfði sér sektir og allt að tveggja ára fangelsi, verði hann fundinn sekur og brot hans talið alvarlegt. - hhs Sala á heimaslátruðu eykst: Lögreglan tók sextán skrokka KINDUR Ólöglegt er að selja heimaslátr- að kjöt. Það hefur þó aukist að mati lögreglunnar á Hvolsvelli. Bílastæðagjald er mishátt á landinu. Líklega er það hæst í skammtímastæð- unum við Leifsstöð. Einn sem lenti heldur betur í því skrifar: „Bíl tengdó, sem við fengum lánaðan á meðan hann fór út, var lagt í skammtímastæði. Bílnum var lagt kl. 6 á laugardags- morgni og fyrir klúður sótti ég hann ekki fyrr en kl. 10 daginn eftir. Fyrir þetta greiddi ég Securitas 5.780 krónur. Þar að auki greiddi ég 500 krónur til Securitas fyrir að geyma bíllyklana í sólarhring. Mér finnst þetta hræðileg blóðtaka, en get sjálfum mér um kennt. Ég vil fyrir alla muni vara fólk við þessu.“ Samkvæmt heimasíðu Securitas er gjaldskráin svona: 100 kr. á hverjar byrjaðar 50 mín. fyrsta sólarhringinn. 2.880 kr. fyrir hvern byrjaðan sólarhring eftir það. Þokkaleg nýting á landi það. --- Þrátt fyrir gríðarhátt gengi dollars og annarra gjaldmiðla borgar sig enn að panta að utan, í sumum tilfellum að minnsta kosti. Sigurgeir Sigurgeirsson hafði samband og sagði sögu sína. „Mig vantaði báða afturdemparana í Buick, svokallaða loft-dempara. Ég hringdi víða og kannaði verðið. Þeir voru á bilinu 300 þúsund og allt niður í 40 þúsund. Ódýrastir voru þeir hjá GS varahlutum. Þeir komu hreint fram og báru fyrir sig hátt gengi dollarans. Ég vildi athuga málið betur og með aðstoð vinar míns sem vinnur á bílaverkstæði pantaði ég demparana hjá Rock Auto í Bandaríkjunum. Þeir kostuðu 98 dali. Sendingarkostnaðurinn var 89 dalir. Tollurinn ellefu þúsund, svo á því gengi sem þá var borgaði ég rétt rúmlega 32 þúsund krónur fyrir þessa dempara. Það er rúmlega tíu prósent af því sem mesta okurbúllan hér bauð.“ --- Nú hefur vefsmokkasalan Smokkur.is verið starfrækt í rúmt ár. Vefsíðan er með Atlas-smokka á útsölu, þrír í pakka á 99 kr., tólf í pakka á 250 kr. Örugg ástarmök hafa aldrei verið jafn ódýr. Neytendur: Nú leggjast allir á eitt að fylgjast með verði á vörum og þjónustu Dýr bílastæði, demparar og ódýrir smokkar 40 kannabisplöntur og þýfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann við húsleit í Breiðholti í fyrra- kvöld 40 kannabisplöntur. Tveir karlmenn voru handteknir vegna málsins. Á sama stað fannst talsvert af verkfærum. Grunur leikur á að þau séu illa fengin. LÖGGÆSLA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.