Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 46
26 17. október 2008 FÖSTUDAGUR
Í kvöld og á morgun býður
Sinfóníuhljómsveit Íslands
öllum sem áhuga hafa
á tónleika í Háskólabíó.
Tónleikarnir í kvöld hefjast
kl. 19.30 en á morgun verða
þeir kl. 17.
Á dagskránni eru sinfóníur eftir
finnska tónjöfurinn Jean Sibelius,
en flutningur þeirra var liður í
undirbúningi hljómsveitarinnar
fyrir tónleikaferð til Japans.
Hljómsveitinni var boðið þangað
en eins og kunnugt er hefur för-
inni austur verið aflýst vegna fjár-
málaástandsins. Ferðin er ein sú
viðamesta sem skipulögð hefur
verið og undirbúningur staðið í
um tvö ár.
Hjá hljómsveitinni ráða menn
nú ráðum sínum hvernig verður
fyllt í það þriggja vikna gat sem
kemur í starfsemi hljómsveitar-
innar. Er hin aflagða ferð mikið
áfall fyrir hljómsveitina og setur
strik í reikning þeirra. Áður en
kom til þess varð hljómsveitin
fyrir öðru áfalli sem voru ógöngur
Stoða sem voru helsti styrktaraðili
hennar. Ofan í kaupið bætist nú
óvssa um stöðu á tónlistarhúsinu
sem er í hættu.
Því er um að gera fyrir alla þá
sem hafa fylgst með Sinfóníunni
undanfarin ár og áratugi að taka
boði hennar um tónleika í kvöld og
á laugardag, en þangað eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir,
og þannig sýna samstöðu með
hljómsveitinni á þessum örlaga-
tímum í sögu hennar. Á fyrri tón-
leikunum verða fluttar sinfóníur
nr. 2 og 4, en á þeim síðari er röðin
komin að þeim síðustu þremur,
númer 5, 6 og 7. Sinfónían hefur á
liðnum áratug hljóðritað allar sin-
fóníur Sibeliusar fyrir Naxos og
eru þær nú fáanlegar í safnútgáfu.
Hefur flutningurinn víða fengið
hrós og er til marks um þann styrk
sem hljómsveitin býr yfir á góðri
stund. Stjórnandi á tónleikunum
er Petri Sakari. pbb@frettabladid.is
Ókeypis sinfóníur í kvöld
TÓNLIST Petri Sakari leiðir Sinfóníuna á tónleikum í kvöld og á morgun. Þangað eru
allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. MYND: SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Listahátíð í Reykjavík verður
haldin í 39. sinn á vori komanda og
er nú hafinn undirbúningur fyrir
hátíðina undir stjórn nýs listræns
stjórnanda, Hrefnu Haraldsdótt-
ur. Hefur hátíðin nú auglýst eftir
umsóknum um tónleikahald í
heimahúsum í Reykjavík í maí
2009. Óskað er eftir tónlistarfólki
á öllum sviðum tónlistar. Fjöldi
flytjenda má vera frá einum til
fimm. Umsóknum fylgi upplýs-
ingar um efnisskrá, flytjendur og
húsnæði sem tekur að lágmarki 25
manns í sæti.
Hugmyndin um stofutónleika á
Listahátíð 2009 felur í sér að fá
framúrskarandi tónlistarmenn til
þess að bjóða gestum heim í stofu
til sín. Þannig fá áheyrendur ein-
stakt tækifæri til að njóta tónlist-
ar í nálægð við listamennina. Til
stendur að tónleikarnir fari fram
á tveggja tíma fresti víðs vegar
um borgina sunnudaginn 24. maí.
Áætlað er að hverjir tónleikar
verði 30 til 40 mínútna langir.
Valið verður úr innsendum
umsóknum og öllum umsækjend-
um svarað. Valnefndina skipa full-
trúar Listahátíðar í Reykjavík,
Félags íslenskra tónlistarmanna
(FÍT) og Félags íslenskra hljóm-
listarmanna (FÍH).
Umsóknir berist eigi síðar en
25. nóvember til Listahátíðar í
Reykjavík, pósthólf 88, 121
Reykjavík, merktar STOFUTÓN-
LEIKAR. Nánar verður greint frá
greiðslu fyrir tónleikahaldið við
afgreiðslu umsókna. - pbb
Listahátíð leggur net fyrir vorið
LISTAHÁTÍÐ Hrefna Haraldsdóttir list-
rænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.
Metsöluskáldsaga um lífið
í bandarískum farandsirkus
í kreppunni miklu.
skáldsagnaverðlaun
cosmopolitan
„Sannkallaður
gimsteinn.“
denver post
1. sætimetsölulisti new york times
s t ór s ag aSkilaboðaskjóðan
Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson
Geysivinsælt ævintýri fyrir alla fjölskylduna!
sun. 19/10 örfá sæti laus
Macbeth
William Shakespeare
Blóð vill blóð...
Ekki missa af ögrandi sýningu
Takmarkaður sýningafjöldi
Klókur ertu, Einar Áskell
Bernd Ogrodnik
Heillandi og krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin
sun. 19/10 tvær sýningar örfá sæti laus
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað
Frumsýning 17. október
Örfá sæti laus á fyrstu átta sýningar
www.leikhusid.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Sá ljóti
Marius von Mayenburg
Nú á leikferð um landið,
sýningar í Reykjavík
í nóvember
Utan gátta
Sigurður Pálsson
Snarskemmtileg
sýning í Kassanum
Frumsýning 24. október
Ástin er diskó, lífið er pönk
Hallgrímur Helgason
Ekki missa af eldfjörugum söngleik og ekta diskófjöri!
lau. 18/10 uppselt, sýningum lýkur í nóvember
BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR
ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR
„Bryndís og Ilmur eru æði” – Gerður Kristný, Stöð 2
„Músíklega séð: Stórkostleg upplifun…Ég hélt ekki að
það væri nokkur söngkona á Íslandi sem gæti gert þetta.
Ég segi bara: Hallelúja! “ – Halla Sverrisdóttir, RÚV
„Ég gleymdi alveg öllu…frábær söngur
…flott skemmtun! – Þór Elís Pálsson, RÚV
„Stuð í óperunni” – Ingibjörg Þórisdóttir, Mbl.
„Dúndurmúsík!” – Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttabl.
FÖSTUD. 17. OKT. KL.20 – UPPSELT
LAUGARD. 18. OKT. KL.20 – NOKKUR SÆTI LAUS
FÖSTUD. 24. OKT. KL.20 – LAUS SÆTI
LAUGARD. 1. NÓV. KL.20 – LAUS SÆTI
MIÐASALA Á OPERA.IS, MIDI.IS OG Í MIÐASÖLU ÍSLENSKU ÓPERUNNAR. SÍMI MIÐASÖLU: 511 4200.