Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 54
34 17. október 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. bauti, 6. munni, 8. sægur, 9. eyða, 11. óreiða, 12. flatfótur, 14. kvk nafn, 16. skóli, 17. dýrafita, 18. andi, 20. tveir eins, 21. staðarnafn. LÓÐRÉTT 1. spil, 3. umhverfis, 4. forskot, 5. húsfreyja, 7. ríki, 10. flýtir, 13. angan, 15. illgresi, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. op, 8. mor, 9. sóa, 11. rú, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17. mör, 18. önd, 20. ff, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. gosi, 3. um, 4. forgjöf, 5. frú, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15. arfi, 16. möo, 19. dd. „Hann bauð upp á heilsute og svo rússneska köku,“ segir Geir Ólafs- son söngvari. Geir og útgefandi hans, Óttar Felix Hauksson, áttu góðan fund í gær með rússneska sendiherran- um, hr. Victori Tatarintsev, á heim- ili þess síðastnefnda. Fyrirhugað er að nýja plata Geirs, „Meira“, komi út í Moskvu. „Viktor er vinur minn. Við vorum þarna í klukku- tíma. Hugmyndin er að koma plöt- unni á framfæri í Rússlandi og þá er ómetanlegt að eiga mann eins og Viktor að.“ Geir kynntist rússneska sendi- herranum í tengslum við för sem hann fór til Rússlands fyrir um ári, en þá tók hann söngtíma í Moskvu. Og ætlunin nú er að slá tvær flugur í einu höggi: Fylgja plötunni eftir í Rússlandi og taka söngnámskeið í Rússlandi. Rússneska útgáfan af Meira verður þannig að allar upp- lýsingar verða á rússnesku en þó ekki söngurinn. „Það er mikill heið- ur að hafa fengið að kynnast Vikt- ori sem er alþýðlegur og hjálpsam- ur.“ Aðspurður segist Geir ekki vilja taka svo stórt upp í sig að segja herra Tatarintsev aðdáanda sinn. Þeir séu fyrst og fremst vinir. Í sama streng tekur útgefandi Geirs, Óttar Felix, sem segir rúss- neska sendiherrann einstaklega viðkunnanlegan og skemmtilegan en Óttar var að hitta Tatarintsev í fyrsta skipti. „Hlýlegur, léttur og skemmtilegur. Hann fór á leikinn Ísland–Makedónía og ég hafði gaman af því að ræða við hann um fótbolta. Hann hefur vit á fótbolta og er líklega gömul fótboltastjarna – samanrekinn köggull. Þá var gaman að koma á hans fallega heimili, allt mjög rússneskt og stórkostleg listaverk á veggjum.“ Mikla athygli hefur vakið að Rússar hafa boðið fram aðstoð sína vegna fjárhagsvanda Íslands og hefur sendinefnd frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu átt viðræður við fulltrúa fjármála- ráðuneytis Rússlands um mögu- lega lánveitingu til Íslands sem ætlað er að bæta erlenda lausafjár- stöðu Íslands. Óttari er engin laun- ung á því að vendingar í alþjóða- málum virðast ætla að opna ýmsa möguleika. „En við vorum nú ekki að ræða þau mál heldur menning- arsamskiptin. Ég held að Rússar séu okkur vinveittir. Ég hef átt í viðskiptum við Rússa meðal ann- ars í tengslum við útgáfu á söngv- aranum Róbertínó. Nú er að koma Geir á framfæri í Moskvu. Þetta er mikill og stór markaður. Og Rúss- ar, sem eru söngelskir, hafa gaman af mönnum eins og Geir,“ segir Óttar Felix. jakob@frettabladid.is ÓTTAR FELIX: AUKIN VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Í AUSTURVEGI Geir Ólafs til Rússlands SLEGIÐ Á LÉTTA STRENGI Það fór vel á með þeim félögum, Geir, Óttari og Viktori Tatarintsev, á fundi í bústað rússneska sendiherr- ans við Túngötu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Jaap de Hoop Scheffer. 2 Tryggvi Þór Herbertsson. 3 Hermann Hreiðarsson. „Það er veitingahúsið Gló við Engjateig. Þarna er heilsusam- legur matur, úrvals hráefni og mjög góður andi. Eftir að ég er búin í Rope Yoga fæ ég mér heilsubitann minn þarna.“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. „Ég, eins og aðrir Íslendingar, er í áfalli yfir vegna þeirra atburða sem riðið hafa yfir og ekki síður skorti á viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við því að bandalags- þjóð okkar í Nató noti á okkur hryðjuverkalöggjöf. Og síðan með ummælum, sem eru að mínu viti glæpsamleg, hafið áhlaup á Kaup- þing, langstærsta fyrirtæki lands- ins, sem í kjölfarið riðar til falls,“ segir Eiríkur Bergmann stjórn- málafræðingur. Eiríkur sendi greinar til bresku blaðanna Guardian og Daily Mail. Þrjár hafa birst og viðbrögðin eru mikil. Ein greinanna – „Frozen out“ – trónir á toppi yfir mest lesnu viðhorfsgreinarnar á netútgáfu Guardian og athuga- semdir við hana nálgast sjö hundruð. Eiríkur furðar sig á sofandahætti íslenskra stjórnvalda – skollin var á „PR- árás“. „...sem við svörum ekki. Og steinliggjum í Bret- landi.“ Eiríkur reyndi framan af að fylgjast með athugasemdum en gafst upp þegar þær voru orðnar um fjögur hundr- uð. „Þetta skiptist mjög í tvö horn. Marg- ir eru brjál- aðir út í íslensku bankamennina en um leið kemur fram sú skoðun að aðgerðir Gordons Brown séu ófyrirgefanlegar.“ Íslenskir stjórnmálamenn væla gjarnan undan íslenskum fjölmiðl- um en þeir eru sem barnaskóli í samanburði við bresku pressuna. „Bresk umræðuhefð er allt önnur en hér. Þar þýðir ekkert að væla undan hvössum ummælum heldur svara,“ segir Eiríkur. Honum kom á óvart hversu mjög Bretarnir hlutuðust til um skrif hans og rit- stýrðu greinum hans. „Vildu að ég legði áherslu á þetta en ekki hitt. Og breyttu fyrirsögnum án þess að spyrja mig. Þetta er þeirra blað og þeir ákveða er þar. Þvílík hol- skefla lesendabréfa sem þeim ber- ast. Ég komst þarna inn því þetta er svo heitt mál,“ segir Eiríkur en ritstjórarnir bresku vilja að hann leggi til fleiri greinar. - jbg Mikil viðbrögð við grein Eiríks í Guardian EIRÍKUR BERGAMANN Furðaði sig á sofandahætti íslenskra stjórnvalda og ákvað að gera eitthvað í málunum. Athugasemdir við viðhorfsgrein hans í Guardian nálgast sjö hundruð. „Sigmundur sagði við mig á sínum tíma að þetta væri skipun frá yfir- boðurum hans. Ég veit að Sig- mundur var mjög ánægður með mig og lauk lofsyrðum á pistla mína,“ segir rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson. Í viðtali við færeyska sjónvarpið nýverið lýsti Einar því yfir að hann hefði verið rekinn sem pistlahöfundur úr þættinum Mannamál á Stöð 2 vegna skoðana sinna á íslensku útrásinni og „fjár- málafurstunum“ eins og hann kallar þá. Einar segist þó ekki líta á sig sem eitthvert fórnarlamb eða ofsóttan mann heldur túlki hann þetta bara svona í ljósi atburða. „Við Íslendingar höfum ekki fengið neinar upplýsingar um ástandið. Og af hverju? Af því að ritfrelsi snýst ekki bara um það sem er skrifað heldur líka um það sem er ekki skrifað,“ útskýrir Einar sem tekur þó fram að hann hafi ekki horn í síðu Sigmundar vegna málsins. „Það getur engum verið illa við Sigmund,“ segir hann. Þáttastjórnandinn Sigmundur Ernir Rúnarsson kom af fjöllum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sagði að á mannamáli kölluðust yfirlýsingar Einars þvætt- ingur. „Þetta var alfarið mín ákvörðun en ekki ein- hverra yfirboðara. Þátt- urinn fór í frí og þegar hann sneri aftur var ákveðið að stokka aðeins upp og meðal ann- ars tekin sú ákvörðun að gefa Ein- ari frí. En það hafði ekkert með skoðanir hans að gera,“ heldur Sigmundur áfram og bendir á að Einar Kárason hafi nú þótt ögn „grófari“ í ádeilu sínum á auðkýf- inga lands- ins. - fgg Grafarvogsskáld í hár saman SKÁLDIN DEILA Einar Már Guð- mundsson telur brottrekstur sinn úr Mannamáli tengjast yfirboður- um Sigmundar Ernis Rúnarsson- ar. Sigmundur vísar því á bug og segir ákvörðunina alfarið hafa verið sína. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju Ingva Hrafns Jónssonar sjón- varspstjóra ÍNN með Egil Helgason og viðtal hans við Jón Ásgeir Jóhannesson í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Jón Ásgeir hefur þekkst boð Ingva um að koma í þátt hans Hrafnaþing og verður það viðtal næsta mánudagskvöld. Þá ætlar Ingvi að ræða tæpitungulaust við Jón Ásgeir og jafnframt kenna Agli hvernig á að taka viðtöl. Einar Már Guðmundsson rithöf- undur fer mikinn þessa dagana og vakti löng grein hans í Mogganum í gær athygli. Þar hefur Einar Auð- magn Karls Marx fyrir sér, heggur á báða bóga og talar um svikamyllur og fjármálafursta, lúxusíbúð- ir á Manhattan og snekkj- ur í Flórída. Ein setningin vekur sérstaka athygli að teknu tilliti til þröngrar rithöfundakreðsu en þar talar Einar um að ýmsir lista- menn hafi gerst hirðskáld útrásarvíkinganna - og málarar. Er um það rætt á Lauga- veginum að þar hljóti Einar að vísa til Hallgríms Helgasonar kollega síns og verður fróðlegt að sjá hvort Hallgrímur svarar sneiðinni. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarps- tjóri á Sögu, sér fram á að nú sé að renna upp tími útvarpsins. En þar er ódýrara að auglýsa og framleiða auglýsingar. Saga er í sókn og ein helsta stjarna útvarpsstöðvarinnar, Torfi Geirmundsson hárskeri, er að byrja með nýjan þátt sem heitir Fegurð og heilsa og verður á dagskrá á fimmtudög- um. Torfi hefur slegið í gegn með þátt sinn og Sirrí spá og færir nú út kvíarnar. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.