Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 18
18 17. október 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Deyr fé, deyja frændur Um tíma virtist sem við Íslendingar værum vinalausir. Bandaríkjamenn gáfu okkur puttann, eins og iðnaðar- ráðherra komst að orði, og Bretar bættu svo um betur og skipuðu okkur á bekk með hryðjuverka- mönnum. Viðskipti við Ísland liggja nær öll niðri og menn hugsa um ímynd landsins og segja hana jafnvel komna niður í kjallara eins og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar, komst að orði þegar gestrisni japansks fyrirtækis í garð hljómsveitar- innar hvarf eins og hlutafé í íslensk- um banka. En orðstír deyr aldregi Svo skjótast vinir með vinahót fram á sjónarsviðið. Rússar bjóða lán, Norðurlöndin taka við sér, jafnvel koma fram Bretar sem lýsa yfir vonbrigðum sínum með atgang Gordons Brown í okkar garð og ESB leiðtogar styðja við bakið á okkur. Einnig segir Benedikt Sveinsson, forstjóri Iceland Seafood, að viðskiptavinir þeirra vilji launa þeim góð viðskipti í gegnum árin með því að styðja þá nú þegar á reynir. Við megum greinilega ekki gleyma því að ímyndin tekur stakkaskiptum á einni nóttu en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Vinur er sá er til vamms segir „Og svo er það bara áfam Ísland,“ sagði Geir H. Haarde við þjóðina og fór á landsleikinn gegn Makedóníu. Það er mikil- vægt að stappa þjóðinni saman og ekki var annað að sjá en þar eignuðumst við aðra vinaþjóð því gestirnir stóðust hvað eftir annað þá freistingu að jafna leikinn. En þess skal þó minnst að vinur er sá er til vamms segir. jse@frettabladid.is SPOTTIÐ Kapítalismanum hefur verið spáð dauða í þrjú hundruð ár, enda á hann ófáa andstæðinga. Síðasta spáin mun ekki rætast fremur en hinar fyrri. Við frjáls viðskipti skapast mestu verðmæt- in. Andlátsfregnin af „nýfrjáls- hyggjunni“ er líka röng. Hún gat ekki dáið, af því að hún var aldrei til. Orðið var aðeins enn eitt uppnefnið á hinni klassísku frjáls- hyggju Johns Locke og Adams Smith. Það er söguleg kaldhæðni, sé lánsfjárkreppan 2008 talin sýna að stórauka þurfi ríkisafskipti. Rætur hennar liggja ekki á Wall Street, heldur í Hvíta húsinu. Bandarískir húsnæðislánasjóðir, sem störfuðu við ríkisábyrgð og rýmri reglur en bankar, veittu lán til fólks, sem bersýnilega gat ekki staðið í skilum. Að frumkvæði Robertu Achtenberg, sem var aðstoðarráð- herra í stjórn Clintons forseta um miðjan tíunda áratug, var lána- stofnunum bannað að mismuna minnihlutahópum (til dæmis að lána hlutfallslega meira til hvítra manna en svartra), og skipti þá greiðslugeta litlu máli. Afleiðingin var, að eignasöfn banka fylltust af undirmálslánum, og hver hætti loks að treysta öðrum. Kapítalismi hvílir á trausti. Þegar slíkt traust minnkaði skyndilega, eftir að upp komst um undirmálslán, hættu bankar að veita hver öðrum fyrirgreiðslu, svo að hinir skuldugustu þeirra hrundu. Lánsfjárskorturinn á alþjóðamarkaði bitnaði illa á íslensku bönkunum, sem höfðu vaxið hratt og skulduðu mikið. Sumir þeirra höfðu líka í eigna- söfnum sínum eins konar undir- málslán, sem þeir höfðu veitt áhættukapítalistum eins og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, en hann á sem kunnugt er marga íslensku fjölmiðlana, svo að þaðan var lítt von gagnrýni á umsvif hans. Sjálfum þótti mér til um framtaks- semi Jóns Ásgeirs og viðskipta- félaga hans. Nú er mér ljóst, að Davíð Oddsson, sem varaði ætíð við ævintýramönnum, sá lengra. Ég var þó ekki einn um þessa glámskyggni. Ólafur Ragnar Grímsson og Össur Skarphéðins- son gengu miklu lengra. Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins neituðu fyrir ári að afhenda Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans eignir OR, skrifaði Össur á bloggsíðu sína að „valdarán“ þeirra sex myndi kosta Reykvíkinga milljarðatugi. Ólafur Ragnar var klappstjóri óreiðu- mannanna. Stærstu bönkunum íslensku tókst samt furðu vel að standa af sér lánsfjárkreppuna, uns bresku jafnaðarmennirnir Gordon Brown og Alistair Darling felldu þá með fullkomnu gerræði nú í október. Það er reginhneyksli, að forystu- menn annars ríkis í Atlantshafs- bandalaginu skyldu beita lögum um hryðjuverkavarnir til að gera stærstu íslensku bankana gjald- þrota. Nú reyna þeir Brown og Darling að neyða Íslendinga til að skuldbinda sig langt umfram það, sem þeim ber lagaskylda til. Vonandi mistekst það, þótt úr vöndu sé að ráða fyrir lítið land. Tryggingasjóður bankainnstæðna ber ábyrgð á innstæðum í íslensk- um bönkum samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins, ekki ríkið. Því síður ber ríkið ábyrgð á skuldum einkaþotufólks við íslensku bankana. En ef okkur tekst að losa af herðum okkar skuldaklafa, sem aðrir hafa stofnað til, og höldum síðan rétt á málum, þá er bjart framundan. Hvað gerðist? HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Fjármálakreppan Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins N ú er augljóst að hrun viðskiptabankanna og Seðla- bankans mun hafa margvísleg og víðtæk áhrif á utan- ríkispólitíkina bæði í bráð og lengd. Tvö stór mál eru þegar komin upp á yfirborðið. Fyrra málið er deilan við ríkisstjórn Stóra-Bret- lands. Hana má svo aftur greina í tvennt. Annað atriðið lýtur að þeirri ákvörðun breska forsætisráðherrans að beita hryðjuverka- lögum til þess að fella langsamlega stærsta fyrirtæki Íslands án lögmæts tilefnis. Stóra-Bretland hefur unnið Íslandi meira tjón með þessu eina efnahagslega hryðjuverki en samanlagt með lönd- unarbanninu á sínum tíma og þremur þorskastríðum. Ísland þarf að nota stöðu sína í alþjóðasamfélaginu til þess að upplýsa um þetta hryðjuverk forsætisráðherra Stóra Bretlands. Mikilvægt er að forsætisráðherra Íslands hefur þegar byrjað það starf á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Það þarf einnig að ger- ast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í Evrópuráðinu, Norðurlanda- ráði og innan EES-samstarfsins. Knýja þarf Stóra-Bretland til að bæta tjónið. Eðlilegt er að láta samtímis reyna á dómstólaleiðina. Hitt atriðið sem snýr að ríkisstjórn Stóra-Bretlands er krafa hennar um að skattgreiðendur á Íslandi taki á sig meiri ábyrgð vegna innistæðna í bönkum í íslenskri eigu þar í landi en lög og alþjóðasamningar krefjast. Flest bendir til að þar sé aflsmunar neytt. Æskilegt væri að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til liðsinn- is í þessu efni. Aðild að slíkum alþjóðasamtökum á einmitt að tryggja að voldug ríki misnoti ekki stöðu sína til þess að knýja á um bersýnilega ósanngjarna niðurstöðu í samskiptum við minni ríki. Slík misneyting getur haft afdrifaríkar þjóðfélagspólitískar afleiðingar. Yfirlýsing ráðherraráðs Evrópusambandsins um Ísland sýnir að við eigum bandamenn á þeim vettvangi. Á hinn bóginn gefur hún einnig til kynna að við höfum ekki haft tækifæri til að kynna þar nægjanlega okkar hlið málsins. Það hefur ríkisstjórn Stóra-Bret- lands hagnýtt sér. Af því má draga þann lærdóm að við þurfum fremur að styrkja stöðu okkar í Evrópu en hitt, eigi að vera einhver möguleiki á að ná réttlátri niðurstöðu gagnvart Stóra-Bretlandi. Síðara málið er æfingin með Rússalánið. Hún er um margt skiljanleg. Sú leið gæti hins vegar lokað öðrum leiðum til lausnar á vanda hagkerfisins. Með sama hætti er samstarf við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn líklegt til að opna fleiri leiðir. Æskilegast væri að fella viðræðurnar við Rússa inn í þann ramma sem mun afmarka samstarfið við gjaldeyrissjóðinn. Ákvörðun um það má svo ekki dragast klukkustund lengur. Viðskiptin við Sovétríkin í kjölfar löndunarbannsins í Stóra- Bretlandi röskuðu ekki pólitísku jafnvægi vegna veru varnarliðs- ins og aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu. Nú er varnarliðið farið og bandalagið er aðeins svipur hjá sjón í alþjóðapólitískum skilningi. Einhliða samstarf við Rússland nú myndi leiða til halla á alþjóða- pólitísku vegasalti landsins. Það hlyti því að kalla á hraða umhugs- un um aðild að Evrópusambandinu til þess að tryggja eðlilegt jafn- vægi til lengri framtíðar. Af þessum tveimur málum má ráða að allar ákvarðanir sem nú eru teknar þarf að byggja á skýrri sýn á framtíðarstöðu og hags- muni Íslands í alþjóðasamfélaginu. Áhrif kreppunnar á utanríkispólitíkina: Breytt staða ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.