Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 32
10 föstudagur 17. október Á dögunum var haldin glæsileg hárgreiðslu- sýning á vegum Halldórs Jónssonar sem flytur inn Vidal Sassoon-vörurnar. Vidal Sassoon var fyrsti hárgreiðslu- maðurinn sem var nefndur í kvik- myndum en hann klippti Miu Farrow í kvikmyndinni Rosem- ary‘s baby. Þess má geta að hún var fyrsta leikkonan sem kom fram stuttklippt. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag framleiðir fyrirtækið hárvör- ur sem innihalda engin límkennd efni og vörurnar verja hárið gegn út- fjólubláum geislum sólarinnar. Eins og sést á myndunum er málið að hafa hárið vel klippt og formað í vetur. - mmj DÍANA MIST tíðin ✽ á einhver bland? Fimmtudagur 9. október: Janis í stuði Ákvað að gera vel við mig og upplifa sannkallaða hippa- tíma og kíkti á Janis Joplin-sýninguna í Íslensku óper- unni. Þar var stútfullur salur og aðdáendur Janis létu sig ekki vanta en þeir voru flestir um fimmtugt fyrir utan nokkur frávik. Helga Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðing- ur og eiginkona Bjarna Ármannssonar, var á landinu og slappaði af undir tónum Janis. Með henni var Margrét Jónasdóttir kvikmyndagerðarkona hjá Sagafilm. Þar var líka myndarlegi rit- höfundurinn Gerður Kristný í rauðri kápu … Föstudagur 10. október: Landasvall í kreppu … Þrátt fyrir fögur fyrirheit um áfengis- lausa helgi fór þetta allt út í sandinn þegar vinkona mín grátbað mig um að koma með sér í partí. Ef ég hefði vitað að landabolla væri á boðstól- um (með fljótandi kokkteilberjum í) þá hefði ég líklega afþakkað boðið og haldið áfram að horfa á Sex and the city undir sæng. Fyrst ég var mætt á staðinn píndi ég í mig einum drykk til að móðga ekki gestgjafann. Þegar ég var búin að torga einum hellti ég í mig öðrum og svo var ég alveg hætt að finna hræðilega bragðið og smjattaði á kokkteilberj- unum. Eftir að sumir voru komnir á trúnó fannst mér vera kominn tími á að fara í bæinn enda allt morandi í pörum í þessu teiti. Á b5 var allt á fullsving. Bella og skvísurnar hjá TM voru mjög hressar, Ari Edwald, forstjóri 365, var líka mættur ásamt Steina í Kók, kærustuparið Stefán Hilmar Hilmarsson, aðstoðarfor- stjóri Baugs, og Friðrika Hjördís Geirsdóttir litu inn og Jón Ólafsson vatnskóngur mætti með dökkhærðri fegurðardís. Eftir nokkur spor og svolítið stuð var ferðinn heitið á Ölstofuna. Hefði betur látið dansinn duna á b5 þar sem ég lenti inni í miðri jarðarför 24 stunda og þar með áttaði ég mig á því í allri landavímunni að það væri komin kreppa! Laugardagur 11. október: Skot í myrkri Þegar maður er búinn að eyðileggja helgina í timburmönnum er ekkert annað í stöðunni en að fá sér bara bjór og halda áfram. Kíkti á tónleika Villa Vill og náði að gleyma öllu leiðinlegu á meðan. Kom við á Boston, en þann bar skil ég ekki. Svo bjánalega hannaður og þegar ég var búin að bíða í hálftíma eftir að komast á klósettið þá fór ég, enda bara einhverjir lúserar á staðnum og engir sætir gæjar. Labbaði sjálfkrafa á b5. Þar var Egill Einarsson eða stóri G, Sigurjón Ragnar ljósmyndari, Kjartan Sturluson og bræðurnir á Búllunni, Öddi og Nonni, í góðum fíling. Þar voru líka Hreggviður Steinar Magnússon, Markús Máni, Pétur Marteinsson í KR, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður á LEX, og Svana Friðriksdóttir hjá Baugi. Á tímabili var ekki líft inni á staðnum vegna fjölmennis en í allri mannmergðinni sá ég hvar Kittý Johansen og Garðar Hólm leiddust í myrkrinu en síðast þegar ég vissi voru þau hætt saman! Þegar ég varð vitni að þessu fór um mig svo mikil ástarvíma að ég sendi kórfélaganum að vestan sms, þótt ég væri ekkert spennt fyrir honum. Hann sagðist vera á leið í bæinn í vikunni og vildi ólmur hitta mig … Fokk, hvað er ég búin að koma mér út í? P oppsöngkonan Birgitta Hauk-dal gekk að eiga lögmanninn Benedikt Einarsson við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni síðastlið- inn laugardag. Birgitta Haukdal bar af sem brúður en hún klædd- ist sérsaumuðum kjól sem var út- búinn í tískuborginni París. Bene- dikt var eins og sannur rokkari í svörtu frá toppi til táar. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson gaf brúðhjón- in saman en að lokinni athöfn var haldin heljarinnar veisla í Turnin- um þar sem Ragnhildur Steinunn sá um veislustjórn. Birgitta Haukdal og Benedikt Einarsson geisluðu á brúðkaupsdaginn STJÖRNUBRÚÐKAUP Engin smákerra Brúðarbíllinn var svolítið í anda sveitastúlkunnar frá Húsavík. Rokkstargaurinn Magni Ásgeirsson mætti í brúðkaupið ásamt sinni heittelskuðu Eyrúnu. Mikið skrafað Stuðmaðurinn Jakob Frímann mætti í brúðkaupið ásamt unnustu sinni, Birnu Rún Gísladóttur. Glæsileg Birgitta og Benedikt geisluðu þegar þau gengu út úr kirkjunni. MYNDIR/ARN- Vidal Sassoon sýnir það nýjasta í hári Villt hárgeiðsla Stutt hár er greinilega málið. EKKI MISSA AF AIRWAVES-HÁTÍÐINNI Tónlistarhátíðin er haldin í tíunda skipti í miðborg Reykjavíkur. Hljómsveitirnar verða ekki af verri endanum eins og Boys in a Band, Cruel Black Dove, Final Fantasy ásamt aragrúa af íslenskum hljómsveitum. FÓLKIÐ Í BLOKKINNI Leikritið var frumsýnt um síðustu helgi og ættu allir sem hafa gaman af léttri skemmtun að skella sér enda er þetta frábært tækifæri til að fá að sitja á snúningssviðinu sjálfu. Lögin eru falleg og Halldóra Geirharðsdóttir er yndisleg í hlutverki Pólverja. Þungur toppur og flott litapalletta. Stjörnuþingmaðurinn Þóra Margrét Baldvinsdótt- ir hönnuður mætti með eig- inmanni sínum, Bjarna Benediktssyni. Þess má geta að Bjarni og Benedikt eru bræðra- synir. Er kominn yfir á 101 HÁRHÖNNUN Skólavörðus g 8. Allir velkomnir S 551 3130 S. Sandra Olgeirsdó r Litafræðingur Klippari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.