Fréttablaðið - 17.10.2008, Síða 22
Tungumálaskólinn Frú Mínerva
hefur verið starfræktur um
nokkurt skeið en nemendur
hans geta fengið kennarann
heim til sín. Að sögn kennarans
Þuríðar Bjargar Þorgrímsdóttur
er auðveldara að læra tungumál
í smærri hópum.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
spænskukennari stofnaði í árs-
byrjun tungumálaskólann Frú
Mínervu ásamt vinkonu sinni, Sig-
ríði Rögnu Birgisdóttur. Þuríður
Björg býður upp á spænsku-
kennslu og kennir námskeiðin
bæði heima hjá sér og heima hjá
nemendum.
„Ég innréttaði litla kennslustofu
heima hjá mér og held námskeið
þar fyrir litla hópa. Það er gott
fyrir nemendurna að vera í smærri
hópum og auðveldara að læra
tungumál þannig. Síðan býð ég
líka upp á að fara heim til fólks í
vetur. Til dæmis ef fjölskyldan
vill læra spænsku, þá kem ég bara
til þeirra með mínar græjur.“
Vinsælust hafa verið námskeið
sem Þuríður kallar Grúskarann,
sem eru hefðbundin tungumála-
námskeið með áherslu á talþjálfun
og málfræði. Á döfinni er svo að
bjóða upp á námskeið fyrir ferða-
menn.
„Fólk lærir þá eitthvað sem nýt-
ist þeim í fríinu. Svo er ég líka að
skipuleggja námskeið í íslensku
fyrir útlendinga. Námskeiðin hjá
mér eru fimm vikur, þrír klukku-
tímar á viku, eða einn og hálfur
tími tvisvar í viku.“
Þuríður Björg kenndi spænsku í
framhaldsskóla en hafði gengið
með draum í maganum um eigin
námskeið þar sem hún kenndi
þeim sem vildu læra. Heitið Frú
Mínerva sótti hún til gyðju þekk-
ingarinnar og líkir tungumálum
við ólífur.
„Mínerva var líka verndari ólíf-
unnar og það má segja að ólífan sé
eins og tungumál. Annaðhvort
finnst fólki ólífan rosalega vond
eða rosalega góð en það er alltaf
hægt að venjast henni ef maður
pínir hana nógu oft í sig. Það er
eins með tungumálin. Það getur
verið erfitt að læra þau en með því
að pína sig nógu lengi þá kemur
þetta allt í einu.“
Hægt er að skrá sig á námskeið
á heimasíðu skólans, www.frum-
inerva.is. Fólk getur mætt í fyrsta
tímann og ákveðið eftir hann hvort
það vill halda áfram.
heida@frettabladid.is
Tungumálin eru
eins og ólífur
Í tungumálaskólanum Frú Mínervu geta nemendur fengið kennarann heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Margir foreldrar skipuleggja ein-
hverja tilbreytingu í vetrarfríi
barnanna, að sögn Bjarkar Einis-
dóttur, framkvæmdastjóra sam-
takanna Heimila og skóla. „Und-
anfarin ár hefur verið talsvert um
utanlandsferðir og dvöl í bústöð-
um á þessum tíma. En fleira er
hægt að gera skemmtilegt og án
þess að leggja í það mikla peninga.
Það er hægt að fara á söfn, í bíó
eða skoða eitthvað í umhverfinu.
Við foreldrar þurfum að vera vak-
andi fyrir hvað samveran hefur
mikið gildi og að fjölskyldan getur
átt innihaldsríkan tíma saman
innan veggja heimilanna líka,“
segir hún.
Þegar fimm daga vetrarfríin í
skólunum voru lögfest fyrir
nokkrum árum komu þau foreldr-
um í opna skjöldu og þeir lentu í
vandræðum með pössun fyrir
yngri börnin, að sögn Bjarkar. „En
nú er að skapast sátt um fríin,
flestir reikna með þeim og taka
þeim fagnandi,“ segir hún. „Sveit-
arfélögin og skólarnir hafa líka
sums staðar haft þá með í ráðum
þegar fríin eru skipulögð. Jafnvel
komið á kosningum. Einstaka skól-
ar hafa að ósk foreldranna kosið
að sleppa vetrarfríinu og stytta
skólatímann að vorinu sem því
nemur. Það er líka punktur því
spurning er hvort við séum ekki
komin með skólana alltof langt inn
í sumarið.“
Björk kveðst þó fylgjandi því að
vetrarfríið sé tvískipt og tekið
bæði fyrir og eftir jól. „Þegar
kemur fram á veturinn eykst
möguleikinn á skíðaiðkun í vetrar-
fríinu en haustönnin er líka oft
löng, erfið og dimm og börnin hafa
gott af því að fá tilbreytingu,“
segir hún. „Þar sem fríin eru
ákveðin á vordögum er mikilvægt
að upplýsingaflæðið sé þannig
milli skóla og heimila að foreldr-
arnir séu snemma meðvitaðir um
tímasetninguna. Þá geta þeir skil-
ið eftir daga af sumarfríinu sínu
svo þeir geti varið tíma með börn-
unum í vetrarfríinu og þar þarf
auðvitað líka samkomulag við
atvinnurekendur að koma til.“
gun@frettabladid.is
Tilbreyting er til góðs
Vetrarfrí eru fram undan í flestum grunnskólum landsins. Þau brjóta upp hversdaginn hjá börnunum og
ættu að nýtast fjölskyldum til fleiri samverustunda, svo fremi foreldrarnir geti litið upp úr sínu amstri.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
„Við foreldrar þurfum að
vera vakandi fyrir hvað
samveran hefur mikið gildi,“
segir Björk Einisdóttir, fram-
kvæmdastjóri samtakanna
Heimili og skóli.
VERKEFNASTJÓRNUN er tveggja daga námskeið sem Impra, miðstöð upplýs-
inga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands, stendur fyrir 30. og 31. október.
Dvöl
athvarf í Kópavogi
Reynihvammi 43 // Kópavogi // sími 554 1260// dvol@redcross.is // www.redcross.is/dvol
Markmiðið með starfsemi Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr
fordómum, auka lífsgæði, efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan þeirra
sem glíma við geðraskanir. Athvarfið er öllum opið og koma gestir í athvarfið
á eigin forsendum. Fyrir marga hefur það verið mikið gæfuspor að heimsækja Dvöl.
Opið er virka daga kl. 9-16 (10-16 á fimmtudögum)
og kl. 11-14 á laugardögum.
Á laugardögum er gestum boðið upp á léttan hádegisverð þeim að kostnaðarlausu.
Dvöl er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, Kópavogsbæjar
og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi.