Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 17. októb- er 2008 5 „Okkur fannst tímabært fyrir íslenskar konur að klæðast falleg- um nærfötum því þau eru það fyrsta sem maður klæðir sig í á morgnana,“ segir Katrín Jónsdótt- ir, annar eigenda nærfatabúðar- innar Línserí, sem opnaði í Garða- stræti 17 í lok sumars. „Þetta er lúxus undirfatnaður frá La Perla á Ítalíu, og Eres og Chantal Thomass í Frakklandi, en einnig sundfatnaður, sokkabuxur og regnhlífar frá Guy de Jean, sem er síðasti framleiðandi regn- hlífa í Frakklandi. Vörurnar frá Eres eru einfaldar og svo þægileg- ar að þeir sjálfir tala um að fara í aðra húð, en nærfatnaður La Perla er með meiri blúndu og aðeins fínni saumaskap. Bæði merkin eru tákn um mestu finn- anlegu gæði, en La Perla er einn stærsti undirfataframleiðandi í heiminum og hver einasta ítölsk stúlka klæðist brjósta- haldara frá La Perla,“ segir Katrín, sem í sumar flutti heim til Íslands eftir þrjátíu ára búsetu í hátískuborginni París. „Undirföt eru afar mikilvægur þáttur í lífi franskra kvenna og mikið hugsað um að nærföt séu í stíl við annan klæðnað þannig að í hann megi sjást ef klæðst er flegn- um blússum eða kjólum. Hin síð- ari ár finnst mér íslenskar konur við okkur hafa verið mjög ánægð- ar. Enn hefur enginn karlmaður komið inn til að kaupa á elskuna sína fallegan nærfatnað, en senn tökum við inn silkináttföt og und- irkjóla sem ég er löngu búin að kaupa inn á gamla genginu, eins og haustvörurnar sem nú er stillt upp, og fást á betra verði í Líns- érí en annars staðar í Evrópu.“ Opið er alla virka daga en einn- ig á laugardögum frá 11 til 17. Eftir lokun og á sunnudögum er einstaklingsþjónusta. Sjá nánar á www.linseri.is. thordis@frettabladid.is PRJÓNAPEYSUR og aðrar prjónaflíkur er gott að þurrka eftir þvott með því að leggja þær á frottélak sem hefur verið strengt á milli tveggja snúra. Þá þorna þær fljótt og aflagast ekki. Blúndur, slaufur og lín sem sér í Systurnar Katrín, til hægri, og Sif, Jóns- dætur, í nýrri lúxusnærfatabúð sinni á Garðastræti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dulúðlegur kvenleiki, munúð og fágun fæst nú í undirfataparadísinni Línsérí í miðbæ Reykjavíkur. Katrín Jónsdóttir rekur búðina ásamt Sif systur sinni, en Sif á einmitt heiðurinn af nafngift búðarinnar. Steingrá lúxusnærföt frá La Perla. Köflótt og kyn- þokkafullt frá Chantal Thomass. huga betur að undirfötum sem þær klæðast, en betur má ef duga skal,“ segir Katrín, sem deilir rekstri Línsérí með Sif systur sinni, en Sif á einmitt heiðurinn að nafngift búðarinnar. „Línsérí er nýyrði en merking þess leggst svona: „Lín“, sem er þá lín eða hör, eins og áður var, og „sér-í“, sem er það sem sést í. Semsagt: Lín sem sér í,“ segir Katrín brosmild yfir orð- snilli systur sinnar. „Viðtökurnar hafa verið góðar og konurnar sem hafa verslað ÁRSHÁTÍÐARTI LBOÐ Nu-Bra undrabrjósthaldarinn verð 5.500,- Engir hlýrar og ekkert í bakið. Tilvalið undir árshátíðarkjólinn. Samkvæmiskjólar Barnakjólar Brúðarkjólar Herraföt Brúðarkjólaleiga Línu & Lilju Stórhöfða 17 (bakatil) Reykjavík verslunin opin 12 til17 laugard. 11 til 14 tímapantanir alla daga í síma 567-0990 frá kl. 11 til 18 kr. 5.000,- Allir frakkar A l l t þ a r f a ð s e l j a s t f y r i r þ a n n t í m a kr. 5.900,- Jakkaföt frá Allar íþróttatreyjur kr. 3.000,- Allar skyrtur kr. 1.000,- Gallabuxur frá kr. 990,- Opið til kl. 18.00 laugardag P IP A R • S ÍA HERRA HAFNARFJÖRÐUR Á ÞRIÐJUDAG VEGNA BREYTINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.