Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2008, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 17.10.2008, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 17. októb- er 2008 5 „Okkur fannst tímabært fyrir íslenskar konur að klæðast falleg- um nærfötum því þau eru það fyrsta sem maður klæðir sig í á morgnana,“ segir Katrín Jónsdótt- ir, annar eigenda nærfatabúðar- innar Línserí, sem opnaði í Garða- stræti 17 í lok sumars. „Þetta er lúxus undirfatnaður frá La Perla á Ítalíu, og Eres og Chantal Thomass í Frakklandi, en einnig sundfatnaður, sokkabuxur og regnhlífar frá Guy de Jean, sem er síðasti framleiðandi regn- hlífa í Frakklandi. Vörurnar frá Eres eru einfaldar og svo þægileg- ar að þeir sjálfir tala um að fara í aðra húð, en nærfatnaður La Perla er með meiri blúndu og aðeins fínni saumaskap. Bæði merkin eru tákn um mestu finn- anlegu gæði, en La Perla er einn stærsti undirfataframleiðandi í heiminum og hver einasta ítölsk stúlka klæðist brjósta- haldara frá La Perla,“ segir Katrín, sem í sumar flutti heim til Íslands eftir þrjátíu ára búsetu í hátískuborginni París. „Undirföt eru afar mikilvægur þáttur í lífi franskra kvenna og mikið hugsað um að nærföt séu í stíl við annan klæðnað þannig að í hann megi sjást ef klæðst er flegn- um blússum eða kjólum. Hin síð- ari ár finnst mér íslenskar konur við okkur hafa verið mjög ánægð- ar. Enn hefur enginn karlmaður komið inn til að kaupa á elskuna sína fallegan nærfatnað, en senn tökum við inn silkináttföt og und- irkjóla sem ég er löngu búin að kaupa inn á gamla genginu, eins og haustvörurnar sem nú er stillt upp, og fást á betra verði í Líns- érí en annars staðar í Evrópu.“ Opið er alla virka daga en einn- ig á laugardögum frá 11 til 17. Eftir lokun og á sunnudögum er einstaklingsþjónusta. Sjá nánar á www.linseri.is. thordis@frettabladid.is PRJÓNAPEYSUR og aðrar prjónaflíkur er gott að þurrka eftir þvott með því að leggja þær á frottélak sem hefur verið strengt á milli tveggja snúra. Þá þorna þær fljótt og aflagast ekki. Blúndur, slaufur og lín sem sér í Systurnar Katrín, til hægri, og Sif, Jóns- dætur, í nýrri lúxusnærfatabúð sinni á Garðastræti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dulúðlegur kvenleiki, munúð og fágun fæst nú í undirfataparadísinni Línsérí í miðbæ Reykjavíkur. Katrín Jónsdóttir rekur búðina ásamt Sif systur sinni, en Sif á einmitt heiðurinn af nafngift búðarinnar. Steingrá lúxusnærföt frá La Perla. Köflótt og kyn- þokkafullt frá Chantal Thomass. huga betur að undirfötum sem þær klæðast, en betur má ef duga skal,“ segir Katrín, sem deilir rekstri Línsérí með Sif systur sinni, en Sif á einmitt heiðurinn að nafngift búðarinnar. „Línsérí er nýyrði en merking þess leggst svona: „Lín“, sem er þá lín eða hör, eins og áður var, og „sér-í“, sem er það sem sést í. Semsagt: Lín sem sér í,“ segir Katrín brosmild yfir orð- snilli systur sinnar. „Viðtökurnar hafa verið góðar og konurnar sem hafa verslað ÁRSHÁTÍÐARTI LBOÐ Nu-Bra undrabrjósthaldarinn verð 5.500,- Engir hlýrar og ekkert í bakið. Tilvalið undir árshátíðarkjólinn. Samkvæmiskjólar Barnakjólar Brúðarkjólar Herraföt Brúðarkjólaleiga Línu & Lilju Stórhöfða 17 (bakatil) Reykjavík verslunin opin 12 til17 laugard. 11 til 14 tímapantanir alla daga í síma 567-0990 frá kl. 11 til 18 kr. 5.000,- Allir frakkar A l l t þ a r f a ð s e l j a s t f y r i r þ a n n t í m a kr. 5.900,- Jakkaföt frá Allar íþróttatreyjur kr. 3.000,- Allar skyrtur kr. 1.000,- Gallabuxur frá kr. 990,- Opið til kl. 18.00 laugardag P IP A R • S ÍA HERRA HAFNARFJÖRÐUR Á ÞRIÐJUDAG VEGNA BREYTINGA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.