Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 24
2 föstudagur 17. október núna ✽ game over... Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 augnablikið Ö ll fjölskyldan er meira og minna í tónlist og það hefur verið handhægt fyrir Atla að fá mig í verkefni fyrst það vill svo til að hann á systur sem er söng- kona,“ segir Þórhildur Örvarsdótt- ir, söngkennari á leiklistarbraut Listaháskóla Íslands, sem syng- ur lag í kvikmyndinni Bab- ylon A.D. sem nú er sýnd í Regnboganum. Þórhildur er systir Atla Örvarssonar tón- skálds sem samdi tónlistina í myndinni, en hefur undanfarin ár getið sér gott orð fyrir kvikmynda- tónlist sína og samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir á borð við Pirates of the Caribbean, The Holiday og Vantage Point. „Atli hefur búið í Bandaríkjun- um í fimmtán ár og ég hef búið í Danmörku og á Íslandi, en tækn- in er orðin þannig í dag að það er hægt að búa til tónlist við allar aðstæður. Atli sendir mér tón- listina í tölvupósti ásamt nótum og svo tek ég upp ýmist í stúdíói eða heima og sendi honum svo skrárnar til baka. Það er tekið upp við ýmsar aðstæður, en það hefur verið redding að taka upp heima. Ef ég hef ekki komist inn í stúd- íó með stuttum fyrirvara hef ég bara notað tölvuna og míkrafón og tekið upp í eldhúsinu heima,“ út- skýrir Þórhildur sem lauk nýlega við upptökur á stefi við nýjustu mynd Antonio Banderas, Thick as Thieves. „Mér skilst að stefið sé undir ástarsenu í myndinni. Ég fæ ekki að sjá hana sjálf áður en ég tek upp, heldur fæ ég bara grófa lýs- ingu á því hvað er að gerast,“ segir Þórhildur sem hefur í nógu að snúast, því auk þess að starfa sem söngkennari syngur hún með Kjarnakór íslensku Óperunnar. „Ég vil hafa þetta sem fjölbreyttast á meðan maður kemst upp með að sérhæfa sig ekki of mikið,“ segir Þórhildur að lokum og brosir. - ag Þórhildur Örvarsdóttir syngur í stórmyndinni Babylon A.D. BREYTTI ELDHÚSINU Í ALVÖRU HLJÓÐVER Leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir ákvað að fara til spákonu til að tengjast persónunni Árdísi betur sem hún leikur í leikritinu Hart í bak sem frumsýnt er í Þjóðleikhúsinu í kvöld. „Ég fór einu sinni til spákonu og þá rætt- ist ótrúlega margt af því sem hún sagði. Ég var mjög skept- ísk, en hún las mig samt mjög vel. Hún sagði meðal annars að ég ætti eftir að fara meira út í skrif, sem er eitthvað sem ég hef mjög gaman af, en hef aðallega gert fyrir skúffuna,“ útskýrir Þóra og segir heimsóknina hafa veitt sér innblástur enda hafi hún gaman af andlegum málum. - ag Skellti sér til spákonu Þórhildur Örvarsdótt- ir syngur stef í nýjustu mynd Antonio Banderas, Thick as Thieves. Ef ég hef ekki komist í stúdíó með stuttum fyrirvara hef ég bara notað tölvuna og míkrafón og tekið upp í eldhúsinu heima þetta HELST Jón Gnarr er alsæll með viðbrögðin sem Dagvaktin hefur fengið. „Ég hélt að þetta væri þjóð sem myndi bara hafa gaman af Spaugstof- unni, en Íslendingar eru að verða mjög víðsýn og þroskuð þjóð, með fjölbreyttari húmor. Þegar við gerðum Fóstbræður á sínum tíma varð fólk alveg brjálað. Áskrifendur Stöðvar 2 voru mjög reiðir yfir þáttunum, fannst þeir dónalegir, særandi og ekki fyndnir.“ Aðspurð- ur segir hann ekki standa til að framleiða fleiri sjónvarpsþætti eftir Dagvaktina. „Við ætlum ekki að framleiða fleiri þætti, en við höfum íhugað að gera bíómynd byggða á þeim. Það er allt í vinnslu, en svoleiðis kostar pening og peningar liggja einhvern veginn ekki á lausu í dag.“ - ag Dagvaktarmenn íhuga gerð bíómyndar Langar í bíó Georg Bjarnfreðarson Það verða ekki framleiddir fleiri þættir þegar Dagvaktinni lýkur, en Jón Gnarr segir að til standi að framleiða jafnvel bíómynd. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON hefur rýrnað um heilan helling síðan góðærið leið undir lok. Kreppan er kannski ekki alslæm? PÉTUR ÖRN GUÐMUNDSSON TÓNLISTARMAÐUR Á föstudagskvöldið er ég að spila á tónleikum á Selfossi með hljómsveitinni Dúndurfréttum. Á laugardaginn ætla ég að heimsækja foreldra mína og yngstu systur í Hveragerði, en um kvöldið verður tekið nördakvöld og horft á aðra seríu af Battlestar Galactica. Á sunnudaginn ætla ég að vera í sloppnum allan daginn. helgin MÍN Egill hámar í sig ham- borgara Í vikunni greindi DV frá því að sjónvarpsmað- urinn Egill Helgason væri kom- inn í átak, hann væri hættur að borða óhollan mat og farinn að æfa stíft í ræktinni. Daginn áður en blaðið kom út sást hins vegar til Egils á Hamborgarabúllu Tómasar. Þegar Föstudagur hafði samband við Egil var hann sakleysið uppmál- að. „Ég fékk mér bara einn ham- borgara, engar franskar eða kokk- teilsósu, þannig að þetta var í rauninni allt í lagi,“ sagði Egill og tók það sérstak- lega fram að hann hefði borðað heil- an poka af radís- um daginn eftir og væri því í toppmál- um. Tískuslys Síðustu ár hafa aldrei verið fleiri Range Rover-bílar á göt- unum. Nú bregður hins vegar við nýjan tón því bílarnir eru einhvern veginn orðnir táknmynd liðins tíma og kvarta Range Rover-eigendur yfir því að svo mikið sé glápt inn í bílana að eigendurnir hálfskammist sín fyrir bílakostinn. Það er spurning hvort Steini í Kók, Þór Sigfússon í Sjóvá, Magnús Ármann fjárfestir, Björgólfur Guðmundsson, Lilja í Cosmo og Svava Johansen þurfi ekki bara að fá sér hauspoka þegar þau fara á rúntinn? Örvandi ástarráð Frábær ráð til að örva, tæla og erta. Ljúfir ástarleikir Lostafullir leikir sem efla sjálfsöryggi elskenda. Fáanlegar á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.