Fréttablaðið - 17.10.2008, Side 16

Fréttablaðið - 17.10.2008, Side 16
 17. október 2008 FÖSTUDAGUR KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 42 644 -2,24% Velta: 34 milljónir MESTA HÆKKUN NÝHERJI 2,69% MESTA LÆKKUN ALFESCA 11,11% BAKKAVÖR 10,87% ATORKA 10,00% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 -11,11% ... Atorka 0,90 -10,00% ... Bakkavör 5,00 -10,87% ... Eimskipafélagið 0,60 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 14,70 -1,67% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 70,00 +0,00% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 82,70 -2,13% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 199,9 -0,01% Þýðingafyrirtæki í Reykja- vík segir Spron halda tug- þúsundum evra í gíslingu. Forstjóri sparisjóðsins telur málið orka tvímælis. „Í mínum huga stal Spron fjár- munum frá Skjali og gerir því aðför að rekstrinum,“ segir Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri þýðingafyrirtækisins Skjals. Fyrirtækið, sem er með um sex- tíu prósent tekna sinna í erlendri mynt, var með gjaldeyrisreikning hjá SPRON en lokaði honum þegar ljóst var hvert stefndi í gjaldeyr- ismálum hér í síðustu viku. Skjal er með tuttugu manna fyrirtæki hér á landi en með aðskil- ið fyrirtæki í sama rekstri í Portú- gal. Bogi stofnaði reikning þar og beindi viðskiptum fyrirtækisins þangað. Jafnframt fór hann fram á að Spron tæki ekki við innborgun- um frá erlendum aðilum á reikn- inginn hér auk þess sem erlendir viðskiptavinir Skjals voru beðnir um að greiða inn á portúgalska reikninginn. Skjali barst bréf frá Spron í fyrradag. Þar sagði að sparisjóðn- um hefði borist erlend greiðsla og var spurt inn á hvaða reikning ætti að millifæra upphæðina. Tut- tugu þúsund evrur eru nú inni á reikningnum en líkur á að þrjátíu þúsund bætist við innan tíðar. Spron gaf fjárhæðina upp í krón- um. „Við sögðum sparisjóðnum að hann hefði aldrei átt að taka við greiðslunni en flytja ætti upphæð- ina á reikninginn okkar í Portú- gal,“ segir Bogi. Í svari spari- sjóðsins kom fram að ómögulegt væri að millifæra fjárhæðina þar sem gjaldeyrisþurrð sé í landinu. „Þetta er fáránlegt mál,“ segir Bogi og bendir á að Spron haldi fjármununum í gíslingu. Skjal geti ekki ráðstafað þeim í Portúgal og varla flutt þá inn á krónureikning hér vegna rangrar gengisskrán- ingar. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka málum í millilanda- viðskiptum sínum við aðra banka. „Ég get ekki tjáð mig um ein- stök mál,“ segir Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron. Hann telur málið orka tvímælis en bætir við að gjaldeyrisþurrð sé í landinu. jonab@markadurinn.is GUÐMUNDUR HAUKSSON Þýðingafyrir- tækið Skjal segir Spron ekki geta millifært erlendar greiðslur inn á reikning í Portúgal FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Spron sakað um stuld Breska fyrirtækið Equity Special Situations (ESS) hefur fengið lögbann á sölu hlutabréfa í eigu fyrir- tækisins sem liggur inni hjá Landsbankanum í Bret- landi. ESS er til húsa á Guernsey og skráð á AIM-hliðar- markaðinn í bresku kauphöllinni. Fyrirtækið er með langtímalán hjá Landsbankanum og hafði lagt inn bréf sín í eignastýringarfyrirtækinu Syndicate Asset Management sem veð. Þegar Landsbankinn taldi ESS ekki standa við skuldbindingar sínar hóf það sölu á bréfum Syndicate Asset Management með þeim afleiðingum að markaðsverðmæti fyrir- tækisins hrundi. Um svipað leyti fór Landsbankinn í þrot. Í tilkynningu ESS til kauphallarinnar bresku segir að sýnt hafi verið fram á að félagið standi í skilum og sala Landsbankans því ólögmæt. Á mánudag í síðustu viku stóð gengi bréfa í Syndicate Assets Management í 89 pensum á hlut. Það var komið undir tólf pens á hlut í gær. Það jafn- gildir 87 prósenta hruni á viku. - jab Lögbann á sölu bréfa Rekstur lyfjafyrirtækisins Acta- vis hefur ekki orðið fyrir barðinu á yfirstandandi hremmingum íslensks efnahagslífs, samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Þá kemur fram að ein- ungis eitt pró- sent af tekjum Actavis verði til hér á landi og eigi fyrir- tækið engar ábyrgðir inni hjá íslensku bönkunum. Þá gerir félagið upp í evrum og er því sagt varið gegn falli krón- unnar. Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarfor- manns Actavis, keypti meirihluta bréfa í fyrirtækinu í fyrrasumar fyrir 182 milljarða króna. - jab Actavis í vari BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Eignarhaldsfélagið Fons á enn 29,26 prósenta hlut í Ticket Travel Group samkvæmt áréttingu sem Ticket sendi frá sér í gær. Hluturinn var keyptur af Northern Tra- vel Holding í ágúst síðast- liðnum. Félagið sendi frá sér tilkynninguna til að bregðast við rangfærsl- um sem borið hefur á í fréttum. Ticket er ein af stærstu ferða- skrifstofum á Norðurlöndunum með um 470 starfsmenn og árlega veltu upp á um 76 milljarða króna. - óká MATTHÍAS IMSLAND Matthias er stjórnar- formaður Ticket. Fons á enn 29 prósent í Ticket Umsjón: nánar á visir.is DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, vinnur að viða- mikilli endurskipulagningu með sölu eigna og fleiri breytingum. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, í tilkynningu að horft sé til þess að minnka umfang DeCode og breyta áherslum í rekstrinum. Hann gat ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. Breytingarnar munu ekki langt á veg komnar. Uppsagnir 60 starfs- manna í byrjun árs og sala á dótt- urfyrirtækinu Encode í sumar eru liður í endurskipulagningunni. Fjallað verður nánar um skipu- lagsbreytingarnar á uppgjörs- fundi DeCode 6. nóvember næst- komandi. DeCode tapaði 45 milljónum dala á fyrri hluta árs sem er tæp- lega sextán prósenta aukning á milli ára. Á móti tvöfölduðust tekjurnar. Þá gerir félagið upp í Bandaríkjadölum en greiðir um helmingi starfsmanna sinna laun í íslenskum krónum. Handbært fé DeCode nam 49,4 milljónum dala í lok júní sem er um 50 prósenta lækkun frá ára- mótum. - jab STARFSMAÐUR ÍE DeCode vinnur nú að því að selja eignir og minnka umfang rekstursins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DeCode stokkað upp Kaupþing hefur ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Grundberg Mocatta Rakison til að kanna grundvöll fyrir lögsókn bankans á hendur breska ríkinu vegna hugs- anlegrar aðfarar yfirvalda þar gegn Kaupþingi í Bretlandi fyrir viku. Þá hefur lögmaðurinn John Jar- vis, sem er einn helsti sérfræðing- ur í bankalöggjöf Bretlands, verið ráðinn sem ráðgjafi. Lögfræðistofan mun meðal ann- ars kanna eignafærslu Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, til breska bankans ING Direct. ING hefur flaggað því að það ætli að kaupa breska sparir- eikninginn Kaupthing Edge og Heritable Bank, sem var í eigu Landsbankans. Bresku lögfræðingarnir munu vinna að málinu ásamt Lögmönn- um Reykjavíkur og ráðgjafar- fyrirtækinu Reykjavík Economics ehf. Ekki náðist í bresku lögfræðing- ana sem funduðu um málið hér í fyrradag þegar eftir því var leitað í gær. - jab KAUPÞING Breskir lögmenn kanna grundvöll lögsóknar Kaupþings gegn breskum yfirvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kaupþing skoðar lög- sókn á hendur Bretum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.