Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 49

Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 49
FÖSTUDAGUR 17. október 2008 29 Rottweilerhundar eru ósátt- ir við lýðskrum Gordons Brown, forsætisráðherra Breta. Þeir láta skoðanir sínar í ljós á stutterma- bolum. „Skilaboðin eru einföld. Í sínu lýðskrumi ræðst Gordon Brown á dvergríkið Ísland. Maðurinn hljómar eins og hann sé með skoska blóðpylsu, vel mörbland- aða, á heilaberkinum,“ segir Erpur Eyvindarson forsprakki rappsveitarinnar Rottweiler- hunda. Þeir Rottweiler-drengir hafa nú látið framleiða fyrir sig boli þar sem má sjá Gordon Brown for- sætisráðherra Englands og áletr- unina: „This is your brain on haggis!“ Haggis er skoskt slátur en Brown á ættir að rekja til Skot- lands. Erpur segir áletrunina vísun til frægrar auglýsingar gegn eiturlyfjum. Þar sem segir: „This is your brain on drugs!“ og með er mynd af eggi sem er að steikjast á pönnu. „Við erum samviska þjóðarinn- ar, menn fólksins og raunsæis- menn. Við sjúgum í okkur áhrifin. Og kvittum upp á það sem við erum sammála. Af nógu er að taka,“ segir Erpur. Þó að Brown sé í skotlínu hinna samfélagslegu Rottweiler-hunda þýðir það ekki að ráðamenn íslenskir séu ein- hverjir augnakarlar í herbúðum rapparanna nema síður sé. Erpur fordæmir sofandahátt þeirra í aðdraganda hruns á fjármála- markaði sem og í samskiptum þeirra við Breta. „Það eru algjör- ir sauðir sem stjórna landinu. Á bullandi slátri. Það er mör á heila- berki þeirra. Ég keypti slátur í gær og sá þá eitthvað ægilegt mördrasl. Og það fyrsta sem mér datt í hug voru þeir Geir Haarde og Davíð. Í alvöru,“ segir Erpur rappari. jakob@frettabladid.is Brown fær á bauk- inn hjá Rottweiler ROTTWEILER-HUNDAR Á NÝJUM BOLUM Rappararnir segja Gordon Brown mann sem hljóti að vera með vel mörblandaðan haggis á heilaberkinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Forsala á nýjustu James Bond- myndina, Quantum of Solace, er hafin hér á landi á heimasíðunni midi.is. Myndin verður frumsýnd 7. nóvember og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Alls sáu 55 þúsund Íslendingar síðustu Bond-mynd, Casino Royale. Quantum of Solace er beint framhald af Casino Royale og er þetta í fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á hjá framleiðendum seríunnar. Hefst myndin örfáum mínútum eftir að Casino Royale lýkur, með yfirheyrslu Bond og M á Mr. White. - fb Forsala hafin á James BondHljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schu- eppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe. Myndbandið hafði verið valið ásamt öðrum íslenskum mynd- böndum til að vera sýnt í þættin- um 120 minutes á MTV en féll á svokölluðu Harding-prófi sem ætlað er til að vernda flogaveika frá því að skaðast af sjónvarps- efni. Leikstjórinn hreifst af hljóm- sveitinni og bauðst til að vinna að myndbandinu frítt. Hann kom því til Íslands á seinasta ári og tók myndbandið við Þingvalla- vatn. Singapore Sling spilar svo á Nasa kl. 21.30 á laugardagskvöld- ið. - drg Sling veldur flogaveiki FLOGAVEIKT ROKK Meðlimir Singapore Sling kynna nýja plötu sína í dag. Sveitin spilar á Airwaves á laugardagskvöldið. Alþjóðleg glæpasaga með sögumiðju í sjálfu Reykholti í Borgarfirði. „Óviðjafnanlegt ævintýri, spennusaga þar sem farið er út fyrir ystu mörk.“ denver post hvað faldi snorri á þingvöllu m? Fyrsta afrek dagsins er góður morgunverður Til að eiga möguleika á góðum árangri, jafnt í námi sem íþróttum, verð ég ávallt að hefja daginn með næringarríkum morgunverði. Ég ætla mér að halda áfram að keppa að góðum árangri. Þess vegna fæ ég mér Kellogg’s Special K í morgunverð til að tryggja að ég fái orku, góða næringu og auðvitað lífsnauðsynleg vítamín og steinefni. Ég mæli með því að þú gerir það líka. Ég hlakka til … …haustsins þegar lífið kemst í fastar skorður á ný. Ég sest á skólabekk og nýr kafli tekur við hjá mér. En eitt breytist ekki – ég fæ mér alltaf Kellogg’s Special K á morgnana. Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 specialk.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.