Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 2
2 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Ingólfur, voru kassarnir svo tómir í þokkabót? „Nei, það er tóm vitleysa. Þeir voru á Lækjarbakka fullir af fólki. Þessir eru í tómum banka.“ Hljómsveitin Þokkabót hefur samið nýjan texta við lagið Litlir kassar í tilefni kreppunnar. Það heitir nú Tómir kassar. Ingólfur Steinsson er í Þokkabót. BORGARMÁL „Ekið var á klukkuna í sumar og stungið af,“ segir Sigurbergur Baldursson, fjölmiðlafulltrúi Kiwanis- klúbbsins Kötlu. „Síðan hefur hún staðið þarna eins og skakki turninn í Piza. Þess vegna tókum við hana nú niður á mánudagsmorguninn og fórum með hana í viðgerð.“ Þessi orð ættu að sefa áhyggjur vegfarenda um Lækjartorg sem undrast hafa hvarf klukkunnar. Ekki vita allir að klukkan á Lækjartorgi hefur verið ein helsta fjáröflunarleið Kiwanis-klúbbsins Kötlu í hátt í þrjátíu ár. Félagar í klúbbnum sjá um rekstur og við- hald klukkunnar og selja í staðinn auglýsingar á allar fjórar hliðar hennar. Ágóðinn rennur til ýmissa góðgerðarmála. Kötlufélagar sinna klukkunni af mikilli alúð. Á hverjum einasta degi fer einhver þeirra um torgið og gætir að því hvort þessi tíma- vörður borgarinnar gangi rétt og sýni réttan tíma. Um tíma óttuðust félagar Kötlu að klukkan væri að renna þeim úr greipum. Hafði þeim borist til eyrna kvittur um að klukkuna ætti að fjarlægja. Hún væri skökk og skæld og borginni til ósóma. Í bréfi til borgarstjóra lýstu þeir áhyggjum sínum af afdrifum torg- klukkunnar sinnar. „Við fengum svo svar fyrir um tveimur mánuð- um,“ segir Sigurbergur. „Hann sagði að tvennt yrði aldrei fjar- lægt úr miðbænum - klukkan okkar og pylsuvagninn. Þá gátum við andað léttar.“ Klukkan á Lækjartorgi sló sinn fyrsta takt á fyrstu mínútu ársins 1930. Það var stórkaupmaðurinn Magnús Kjaran sem fékk leyfi til að setja klukkuna upp þar og bar kostnað af viðhaldi hennar. Hún gekk lengi vel undir nafninu Per- sil-klukkan í daglegu tali þar sem Magnús var umboðsmaður þvotta- efnisins og auglýsti það á hliðum klukkunnar. Klukkan hefur lent í ýmsum hremmingum á sinni löngu ævi. Hún missti taktinn um tíma þegar stórbruninn varð í Austurstræti vorið 2007. Hún var tengd við móðurklukku á annarri hæð horn- hússins við Lækjargötu og Aust- urstræti sem brann þar inni. Eftir það varð klukkan á Lækjartorgi fyrst tölvudrifin en fyrirtækið Smith & Norland gaf klúbbnum nýja tölvustýringu. Vonir standa til að klukkan á Lækjartorgi verði komin aftur á sinn stall fyrir næstu helgi. holmfridur@frettabladid.is Tímavörðurinn á Lækjartorgi í pásu Klukkan sem staðið hefur á Lækjartorgi í nær áttatíu ár er nú hvergi sjáanleg. Hún er í viðgerð. „Hún kemur vonandi aftur fyrir næstu helgi,“ segir aðili í klukkunefnd Kiwanisklúbbsins Kötlu sem séð hefur um reksturinn í þrjátíu ár. Í VIÐGERÐ HJÁ HJÁLMARI Hjálmar Hlöðversson hjá Vélsmiðjunni Harka er að lappa upp á klukkuna svo hún geti staðið teinrétt og slegið taktinn áfram fyrir vegfarendur um götur Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR KLUKKULAUST LÆKJARTORG Tómlegt er um að litast á Lækjartorgi þegar klukk- una vantar, sem þar hefur staðið í nær áttatíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI n á t t ú r u l e g a Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ebba Guðný Námskeið með Ebbu Guðnýju í hvernig útbúa á einfaldan og næringar- ríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Hvaða fæðutegundum er gott að byrja og hvenær? Námskeiðið nýtist einnig þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir fylgja og verða nokkrir réttir útbúnir á staðnum. Að auki verður bókin Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? seld með 10% afslætti á námskeiðinu. Námskeiðið kostar aðeins 3500 kr. Upplýsingar og skráning fer fram í síma 694 6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi & Akureyri Námskeið miðvikud. 12. nóv. eða þriðjud. 25. nóv. kl: 20 -22 í Heilsuhúsinu, Lágmúla DÓMSTÓLAR Tæplega þrítugur maður, Sævar Sævarsson, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á annan mann á Hverfisgötu 1. ágúst síðastliðinn og stakk hann með hnífi í bak vinstra megin og vinstri framhandlegg. Fórnarlambið hlaut stungusár inn í brjósthol, inn í lungað með loftbrjósti og blæðingu í brjóstholi. Einnig stungusár á vinstri framhandlegg fyrir neðan olnboga sem olli áverka á ölnartaug. Áráasarmaðurinn kannaðist í fyrstu lítið við málið hjá lögreglu, en játaði svo. Hann sagði árásina hafa atvikast með þeim hætti að hann hefði verið með félögum sínum á Laugavegi og staðið við bifreið sem vinur þeirra ætti. Þá hefði fórnarlambið gengið þar inn í hópinn og rekist utan í hann og jafnframt skemmt bílinn. Hann hefði því hlaupið á eftir mannin- um og stungið hann með vasahnífi, sem hann hafi síðan hent í rusla- tunnu. Fórnarlambið þurfti í læknisað- gerðir, meðal annars vegna djúps stungusárs. Í dómnum kemur fram að hann hafi, auk meiðsl- anna, þurft að glíma við miklar andlegar afleiðingar í kjölfar árásarinnar, upplifa mikinn kvíða og öryggisleysi. Árásarmaðurinn var dæmdur til að greiða honum tæpar 830 þúsund krónur í skaða- bætur. - jss Tæplega þrítugur karlmaður dæmdur í hnífaárásarmálinu á Hverfisgötu: Dæmdur í fimm ára fangelsi GÆSLUVARÐHALD Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2008. GEORGÍA Stríðið í Georgíu í sumar hófst með árásum Georgíuhers á Tskhinvali, höfuðstað héraðsins Suður-Ossetíu, þann 7. ágúst síðastliðinn. Árásirnar voru ómarkvissar og stofnuðu bæði rússneskum friðargæsluliðum og almennum borgurum í hættu. Þetta fullyrða eftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, að því er bandaríska dagblaðið New York Times skýrir frá. Þetta stangast hins vegar á við fullyrðingar stjórnvalda í Georgíu, sem jafnan hafa haldið því fram að árásirnar hafi verið markvissar og nákvæmar. Rússar brugðust hart við, beittu fullu herafli og notuðu tækifærið til að lýsa yfir sjálf- stæði bæði Norður-Ossetíu og Abkasíu. - gb Stríðið í Georgíu: Efi um fullyrð- ingar Georgíu MÓTMÆLI Í GEORGÍU Í gær var í fyrsta sinn síðan í sumar efnt til fjöldamót- mæla gegn Mikhaíl Saakashvili forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ekki nýtt Ísland „Lettland er ekki nýtt Ísland,“ sagði Ilmar Rimsevics, seðlabankastjóri í Lettlandi, nýlega í heimsókn í Lundúnum og bar til baka fréttir um að Lettar hefðu óskað eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óttast er að bankakreppa geti skollið á í Eystrasaltslöndunum með líkum hætti og gerðist á Íslandi. LETTLAND FÓLK Stóraukin eftirspurn er nú eftir norsku- og sænskunám- skeiðum hjá Mími símenntun. „Yfirleitt byrjum við með tungumálanámskeiðin í septemb- er en upp á síðkastið hafa verið margar fyrirspurnir um norsku- námskeið, þannig að við auglýst- um og viðtökur voru mjög góðar,“ segir Rósa S. Jónsdóttir, deildarstjóri fjölmenningar og frístunda hjá Mími en hún er ekki frá því að núverandi aðstæður í þjóðlífinu hafi þarna áhrif. Auk þess er stefnt á að bæta við sænskunámskeiði vegna aukinnar eftirspurnar. -hs/sjá allt Fjölbreytt námskeið hjá Mími: Námskeið í norsku eftirsótt EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnarflokk- arnir náðu samkomulagi í gær við formenn stjórnarandstöðflokkanna um að skipuð verði nefnd til að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. „Við munum ekki líða það að lögbrot sem framin kunna að hafa verið í bankakerfinu verði órannsökuð. Við viljum tryggja það að slíkt verði rannsakað ofan í kjölinn og heitum því að láta jafnt yfir alla ganga og að enginn fái neina sérmeðferð,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra í gær. Búist væri við að nefndinni yrði markaður rammi með þingsályktun eða lögum frá Alþingi. Að auki verður gerð allsherjar úttekt á umhverfi bankanna og fjármálaeftirlit og lögregla rannsaka aðra þætti. - gar Hrun bankakerfisins: Hugsanleg brot öll rannsökuð BLAÐAMANNAFUNDUR Forsætisráð- herra og viðskiptaráðherra á blaða- mannafundi í gær. EFNAHAGSMÁL „Þetta er hugsað sem samstöðuvottur Pólverja með Íslendingum,” segir Michal Sikorski, aðalræðismaður Pól- lands á Íslandi, um ákvörðun pólsku ríkisstjórnarinnar að leggja fram 200 milljónir Banda- ríkjadala í fjölþjóðlegan lána- pakka til Íslands. Sikorski staðfestir aðspurður að hann hafi lagt sitt af mörkum til að vekja athygli pólskra stjórnvalda á vanda Íslendinga og mælt með því að þau legðu sitt af mörkum til að hjálpa við lausn hans. Það væri líka í þágu hagsmuna þeirra mörgu Pólverja sem byggju á Íslandi. „Þetta er drengskaparbragð af hálfu Pólverja,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra eftir að staðfesting barst á því í gær að pólska ríkisstjórnin hefði að eigin frumkvæði afráðið að lána Íslendingum áðurnefnda upp- hæð sem er jafnvirði 25 millj- arða króna. „Pólski fjármálaráðherrann sagði okkar fjármálaráðherra í dag að þetta vildu þeir gera meðal annars vegna þess að þeir hefðu sjálfir lent í þessum erfið- leikum fyrir tuttugu árum og fengið aðstoð eins og við þurfum, en líka vegna þess að þeir hefðu mikil og góð tengsl við Ísland í gegnum allan þann fjölda manna frá Póllandi sem hér hefur starf- að,“ sagði forsætisráðherra. - aa , - gar Forsætisráðherra segir 25 milljarða króna lán frá Póllandi drengskaparbragð: Ræðismaður Póllands beitti áhrifum sínum í þágu Íslands GEIR HAARDE „Við kunnum þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir þetta vinarbragð,“ sagði forsætisráðherra um lánveitingu Pólverja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sirkus Agora gjaldþrota Sirkus Agora, norski sirkusinn sem var hér á landi í haust, hefur verið lýstur gjaldþrota. Fjármálakreppan á Íslandi gerði það að verkum að ekki tókst að gera upp við sirkusinn og því tókst ekki að greiða skuldir. Hærri eldsneyt- iskostnaður og minni áhugi norskra áhorfenda hafði einnig áhrif. NOREGUR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.