Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 32
32 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR F jórum dögum fyrir forsetakosn- ingarnar árið 1968 tók Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, viðtal við þáver- andi forsætisráðherra Bjarna Benediktsson þar sem þeir ræddu ýmis álitamál varðandi forsetaembættið. Þyngst á metunum í spjalli þeirra var þegar Matthí- as spurði ráðherra um synjunarvald forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar. Niðurstaða hans var skýr. Forseti á ekki að beita þessu ákvæði. Um langt skeið var horft til þessa mats Bjarna sem lokadóms, sérstaklega þar sem annar virtur lögspek- ingur sem gegndi forsætisráðherraembætti, Ólafur Jóhannesson, var sama sinnis og renndi frekari stoðum undir niðurstöðu hans í ræðu og riti. Lengi fjölluðu fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar takmarkað um efnið eða þangað til á reyndi með ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að synja fjöl- miðlafrumvarpinu svokallaða staðfestingar. Það liggur einnig fyrir að Vigdís Finnboga- dóttir glímdi við áleitnar spurningar þegar lögin um samning um Evrópska efnahags- svæðið komu til samþykktar hennar. Þrátt fyrir ólíka niðurstöðu tveggja forseta virð- ist sem þau hafi bæði metið stöðuna í samfé- laginu rétt og niðurstaða þeirra verið í sam- ræmi við það sem gömlu lögspekingarnir héldu fram áratugum fyrr. Takmörk raunverulegs valds „Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um lagafrumvörp með því að synja frumvarpinu staðfestingar. Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um, hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því, þar sem þingræði er viðhaft. Forseti verður bæði að kunna skil á tak- mörkum síns raunverulega valds og hafa hæfileika til þess að beita því rétt, þegar á reynir,“ sagði Bjarni í viðtalinu við Matthías árið 1968 og bætti við að sér væri ekki kunn- ugt um „að forseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í löggjafastarfi þess.“ Það er að segja stjórnarkreppu. Þess má geta að vitn- að var til þessara orða hans á Alþingi í umræðum um fjölmiðlafrumvarpið árið 2004. Víða er hægt að finna þessari skoðun Bjarna stað en hvergi lýsir hann henni á eins afdráttarlausan hátt. Sigurður Líndal lagaprófessor segir skýrt hafa komið fram að Bjarni hafi talið að forseti ætti ekki að beita synjunarvaldi sínu enda þýddi það stjórnarkreppu og upp- lausn. Árekstrar við ráðherra Ólafur Jóhannesson lýsti afdráttarlausri skoðun sinni á því hvernig túlka bæri ákvæði 26. greinar um synjunarvald forseta í riti sínu Stjórnskipun Íslands, sem kom fyrst út árið 1960. Ágreiningurinn snerist í aðalat- riðum um það hvort forsetinn hafi persónu- legt synjunarvald gagnvart lögum án þess að atbeini ráðherra þurfi að koma til, eins og gildir um aðrar stjórnarskrárráðstafanir hans. Það er að segja þangað til Ólafur Ragn- ar ákvað að nýta sér þessa heimild. Sagði Ólafur í bók sinni engan vafa leika á því að forseta sé formlega heimilt að neita að stað- festa lög. Hann segir þó jafnframt að „hins vegar gætu slíkar synjanir hans leitt til árekstra við ráðherra og orðið til þess að ráðherra segði af sér. Gæti þá svo farið að forseti yrði í vandræðum með myndun þing- ræðislegrar ríkisstjórnar ef meirihluti þings stæði með ráðherra sem gera mætti ráð fyrir.“ Ólafur sá líka stjórnarkreppu í spil- unum. Vigdís og EES-samningurinn Bjarni sagði í viðtalinu við Matthías árið 1968 að forseta Íslands hefði aldrei dottið í hug, svo hann vissi til, „að stofna til þess glundroða“ sem af því hlytist að beita synjunarvaldinu. Þetta breyttist árið 1993 í kringum lagasetningu um Evrópska efna- hagssvæðið eins og Vigdís Finnbogadóttir lýsti fyrst í yfirlýsingu sem hún las upp á ríkisráðsfundi þar sem hún staðfesti hin umdeildu lög. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, fjallar um afstöðu Vigdísar til lagasetningarinnar í nýútkominni bók, Uppbrot hugmyndakerfis, á nákvæmari hátt en áður hefur verið gert, en hún hafði verulegar efasemdir um EES- samninginn vegna þess fullveldisafsals sem í honum fólst. Í viðtölum Baldurs við Vigdísi lýsir hún á opinskáan hátt hversu þungt það reyndist henni að taka ákvörðun um hvort hún beitti synjunarvaldinu, eins og hún helst vildi, eða skrifaði undir og virti vilja meirihluta Alþingis og ríkisstjórnarinnar, eins og venja var til. Það má geta sér til um að á þeirri vegferð hafi hún kynnt sér í þaula mat lög- spekinga og þeirra á meðal Ólafs og Bjarna. Hún sá vandamálið í sama ljósi og þeir eins og kemur fram í grein Baldurs. „Vigdís mat stöðuna þannig að neitaði hún að skrifa undir samninginn yrði þjóðarat- kvæðagreiðsla. Ríkisstjórnin myndi líklega segja af sér og sú staða hefði getað komið upp að á sama tíma hefðu verið haldnar alþingiskosningar og þjóðaratkvæða- greiðsla. Það hefði leitt til upplausnar í innri stjórnmálum landsins,“ skrifar Baldur. Í viðtölum höfundar við Jón Baldvin Hanni- balsson, þáverandi utanríkisráðherra, kemur fram að hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, mátu stöðuna á sama hátt. Forsætisráðherra myndi rjúfa þing og efna til kosninga sem að meira eða minna leyti myndi snúast um EES-samn- inginn. Tilfinning Davíðs var að nýr þing- meirihluti myndi staðfesta samninginn að nýju og spurði Vigdísi (á sérstökum fundi formanna stjórnarflokkanna með henni) hvað forsetinn myndi þá taka til bragðs. Annaðhvort forsetinn eða þingmeirihlut- inn þyrfti að víkja. Vigdís greindi Baldri frá því að hún hafi gert sér fulla grein fyrir þýðingu ákvörðunar sinnar og afleiðingum henn- ar. Í stuttu máli sá hún fyrir sér algera upplausn ef hún neitaði að skrifa undir, eins og lögspekingarnir Ólafur og Bjarni. Mat hennar virðist hárrétt enda hafði ríkisstjórnin fullt vald á málinu bæði á Alþingi og meðal þjóðarinnar. Hvað breyttist? Árið 2004 lagði ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks fram frum- varp til laga um takmarkanir á eignar- haldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Fjölmiðlafrumvarpið svokallaða olli, eins og samningurinn um Evrópska efnahagssvæð- ið fyrr, gífurlegum deilum í sölum Alþingis og í þjóðfélaginu í heild. Reyndar eru þetta umdeildustu mál sem komið hafa til kasta Alþingis á síðari tímum, ef tímalengd umræðna á þingi er marktækur mæli- kvarði. Þrátt fyrir mikla andstöðu innan þingsins var frumvarpið engu að síður samþykkt en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þótti sú ákvörðun umdeild í meira lagi og vakti upp rökræðu um forsetaembættið; hlutverk for- setans í stjórnskipun landsins og þá ekki síst um synjunarvald hans sem í fyrsta skipti hafði verið beitt. Ekki kom til þjóðarat- kvæðagreiðslu þar sem ríkisstjórnin fékk samþykkt annað frumvarp sem nam hið fyrra úr gildi. Ólafur Ragnar hafði brotið blað í stjórnskipun Íslands með því að synja lagafrumvarpi samþykktu af Alþingi stað- festingar með vísun í 26. grein stjórnar- skrárinnar. En engin varð stjórnarkreppan eða upp- lausnin í innri stjórnmálum landsins, eins og Vigdís óttaðist. Höfðu lagaspekingarnir rangt fyrir sér? Eða hafði eitthvað breyst? Í Morgunblaðsviðtali 2. ágúst síðastliðinn var Ólafur Ragnar spurður hvort hann teldi það hafa verið rétta ákvörðun að beita neit- unarvaldinu á fjölmiðlalögin. Svar forsetans tekur af allan vafa um að stjórnarkreppa hafi aldrei verið álitamál þegar hann gerði upp hug sinn: „Ég er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt ákvörðun. Þær hrakspár, sem margir settu fram, þar á meðal virðuleg blöð í ritstjórnargreinum, um að óáran yrði í stjórnskipan landsins við þá ákvörðun, hafa reynst rangar. Hugsun höfunda stjórnarskrárinnar var að forsetinn væri öryggisventill sem gæti vísað umdeild- um málum í dóm þjóðarinnar. Þegar ég beitti þessu ákvæði leiddi það ekki til neinnar upp- lausnar. Málið var úr sögunni, stjórnkerfið hélt áfram að starfa á þeim grundvelli sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir, samband þings og þjóðar féll í eðlilegan farveg og samskipti forseta við þing og stjórnvöld voru með sama hætti og fyrr.“ Í Fréttablaðsviðtali við forsetann sama dag glittir í ástæðu þess að forsetinn óttað- ist ekki að til stjórnarkreppu kæmi. „Hér er stjórnskipun þar sem forsetinn ákveður sjálfur hvað hann segir og gerir. Hann hefur sjálfstæðan málflutningsrétt og það er ekki í verkahring hans að túlka afstöðu ríkis- stjórnarinnar. Hins vegar er mikilvægt að forsetinn hafi jafnan í huga hver er ráðandi vilji þings og þjóðar. Það getur verið erfitt fyrir forseta að fara á svig við eða beinlínis tala í andstöðu við ríkjandi vilja þings en ef aftur á móti hann telur brýnt að gera það þá tel ég að hann eigi að gera það en ekki leyna þjóðina þeirri afstöðu sinni.“ Hans mat var einfaldlega að ríkisstjórnin hefði ekki nauð- synlegt bakland á þingi eða í samfélaginu til að sennilegasta afleiðing við beitingu synj- unarvaldsins kæmi, að mati þeirra fræði- manna sem um efnið höfðu fjallað. Rétt stöðumat „Forseti verður bæði að kunna skil á tak- mörkum síns raunverulega valds og hafa hæfileika til þess að beita því rétt, þegar á reynir,“ var mat Bjarna Benediktssonar. Svo virðist sem Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafi bæði uppfyllt þessi skilyrði sem Bjarni taldi nauðsynlegt að ein- kenndu forseta lýðveldisins. Glundroðakenning og veruleiki Tveir fyrrum forsætisráðherrar Íslands og lögspekingar, Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson, gengu fyrstir manna fram fyrir skjöldu og greindu hvað það myndi þýða ef forseti Íslands beitti synjunarákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar. Þeirra niðurstaða var að beiting synjunarvaldsins þýddi stjórnarkreppu. Tveir forsetar lýðveldisins hafa staðið frammi fyrir því að beita þessu umdeilda valdi þjóðhöfðingjans, en með ólíkri niðurstöðu. Svavar Hávarðsson kynnti sér málið. ➜ MERKILEGT SKJAL Forsætisráðherra gerir tillögu til forseta Íslands um afgreiðslu mála í ríkisráði. Tillaga Davíðs Oddssonar um að Ólafur Ragnar Grímsson beiti synjunarvaldi sínu á fjölmiðlafrumvarpið er einstakt í sögunni og sérstakt þar sem frumvarpið var hugarfóstur Davíðs fyrst og fremst. BROTIÐ BLAÐ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greinir fjölmiðlum frá ákvörðun sinni um að synja lagafrumvarpi samþykktu af Alþingi staðfestingar með vísan til heimildar í 26. grein stjórnarskrárinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJARNI BENEDIKTS- SON Forsætisráðherra 1961 og 1963-1970. Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1930 og framhaldsnám í stjórnlagafræði 1930-1932. Prófessor í lögum við HÍ 1932- 1940. ÓLAFUR JÓHANNES- SON Forsætisráðherra og dóms- og kirkju- málaráðherra 1971- 1974 og 1978-1979. Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1939. Hæstaréttarlögmaður 1942. Framhalds- nám í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn 1945-1946. Prófessor við laga- og viðskipta- deild, síðar lagadeild Háskóla Íslands 1947- 1978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.