Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 10
10 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 37 650 +0,53% Velta: 153 milljónir MESTA HÆKKUN ÖSSUR +3,56% ATORKA +1,82% EIMSKIP +1,50% MESTA LÆKKUN CENTURY AL. -7,46% BAKKAVÖR -0,68% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,95 +0,00% ... Atorka 0,56 +1,82% ... Bakkavör 4,39 -0,68% ... Eimskipafélagið 1,35 +1,50% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,30 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 76,40 +1,33% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 93,00 +3,56% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 223,04 -0,14 Líklegt er að þýski þróunarbankinn KfW tapi nokkuð á viðskiptum sínum við íslensku bankana, sem ríkið tók yfir í síðasta mánuði. Heildarkrafa KfW á bankana nemur 288 milljónum evra. Á meðal þess eru fyrirtækjalán til gamla Glitnis upp á 150 milljónir evra og kaup á skuldabréfum bankanna þriggja upp á 138 milljónir. KfW hefur nú lagt 98 milljónir evra til hliðar á móti hugsanlegu tapi. Formælandi bankans staðfestir þetta í samtali við fréttastofu Bloomberg en bætir við að stjórn- endur bankans teljir líkur á að fá stærstan hluta krafna til baka. - jab Þjóðverjar tapa á Íslandsdílum HÖFUÐSTÖÐVAR KFW Þjóðverjar áttu kröfu upp á 16 milljarða evra í íslensku bönkunum í júnílok. FRÉTTABLAÐIÐ/KFW Stöður útlendinga í krónunni eru að mestu í ríkis- og innstæðubréfum, segir greiningardeild Kaupþings. Þeir eigi upp undir 450 milljarða króna í íslenskum bréfum. Svo- nefnd krónubréf verða ekki mesta ógnunin við gengið, þegar krónan fer á flot. Óvíst er að menn losi sig úr öllum krónustöðum strax. Greiningardeild Kaupþings ætlar að nokkur þrýstingur geti myndast á sölu á krónum þegar gengið fer á flot. Hins vegar gerir deild- in ráð fyrir að aðeins hluti af krónubréfum og öðrum eignum útlendinga hér á landi fari. Fram kemur í nýju riti deildarinnar, Fleyting krónunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, að heildarfjárhæð sem útlend- ingar eiga í íslensku krónunni sé á bilinu 350 til 450 milljarðar króna. Útistandandi svonefnd krónubréf séu nú um 300 milljarðar króna. Um helmingur þess sé hins vegar ekki ógn við gengi krónunnar, þar sem sá hluti sé fjármagnaður með gjald- miðlaskiptasamningum. Hættan gagnvart genginu sé fólgin í þeim hluta bréfanna sem hafi verið tryggður með kaupum á innstæðu- bréfum Seðlabankans. Helsta ógnunin við gengið séu stórar stöður útlendinga í íslenskum nafnvaxtabréfum og innistæðum. Greiningardeildin metur það svo að þetta nemi í heildina 350 til 450 milljörðum króna; um 120 milljarðar í innstæðubréfum og 200 til 250 milljarðar í ríkisskuldabréfum. Um 150 milljarðar af því eru vegna krónubréf- anna. Ákveði fjárfestar að losa stöður sínar um leið og krónan fer á flot, megi búast við veru- legri gengislækkun á meðan. Hins vegar ætti að vera hægt að mæta þessu með gjaldeyrisforðanum. Færu allir erlendir fjárfestar út á sama tíma og enginn annar gjaldeyrir kæmi inn í landið á sama tíma, megi ætla að tveir til þrír milljarðar evra af gjaldeyrisforðanum gætu farið í þetta. Menn vildu hins vegar síður nota forð- ann til þessara hluta, heldur frekar sem sýni- legan stuðning. Til samanburðar sé þess vænst að Íslendingar hafi sex til átta millarða evra tiltæka í forða. Einnig kynni að fara svo, að til dæmis líf- eyrissjóðir eða aðrir innlendir fjárfestar gætu selt erlend skuldabréf og keypt íslensk. Verði krónan ódýr og verð skuldabréfanna lágt, gætu ákveðin tækifæri verið fólgin í kaupum. Þá sé ekki víst að menn færu út úr stöðum sínum fyrr en á gjalddaga. Þeir séu margir ekki fyrr en á næsta ári. Greiningardeild Kaupþings býst við „veik- ingarskoti“ sem gæti staðið í nokkrar vikur eða mánuði, en eftir það styrkist gengið að nýju og verði sterkara en nú, þótt það verði lágt í sögulegu samhengi. Selji erlendir fjárfestar sig út úr krónunni, stýrist gengi hennar í meira mæli en áður af vöru- og þjónustuviðskiptum. Afgangur af utanríkisviðskiptum sé fyrirsjáanlegur og muni styðja við krónuna. ingimar@markadurinn.is Óvíst að útlendingar felli gengið Krónubréf, ríkisskuldabréf og innstæður erlendra aðila í samanburði við væntanleg- an gjaldeyrisforða Seðlabankans. 7 6 5 4 3 2 1 0 Gjaldeyrisforði (29. september ´08) Ónýttir skiptasamningar Nýttir skiptasamningar Lán frá Noregi og Færeyjum IMF lán? Frekari lán? Lán með veði í FIH Gjaldeyrisuppboð Gjaldeyrisforði á gjalddaga Flótti erlendra aðila? Gjaldeyrir? Gengið á forða? Milljarðar evra „Fjármálaeftirlitið er að fara yfir hvort myndast hafi tilkynn- ingaskylda við þessa athöfn,“ segir Íris Björk Hreinsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjármála- eftirlitsins. Þar vísar hún til samþykktar stjórnar gamla Kaupþings frá 25. september. Þar voru per- sónulegar ábyrgðir starfs- manna af lánum sem þeir höfðu fengið til hlutabréfakaupa felld- ar niður. Hlutabréf í Kaupþingi voru keypt fyrir lán í sama banka. Bréfin voru sett í veð fyrir lánin, en þau urðu verðlaus þegar Kaupþing fór í þrot. Starfsmenn og stjórnendur höfðu fengið tæpa 37 milljarða króna að láni hjá bankan- um. Lögfróðir menn sem Fréttablaðið ræddi við telja að gera hefði átt reglu- verði Kaupþings viðvart um þetta. Menn greinir þó á um þetta. Helgi Sigurðsson, yfir- lögfræðingur bankans, sagði í blaðinu í gær að ákvörðun stjórnarinnar hefði byggst á áliti frá sér og væri á sína ábyrgð. Málið hafi ekki varðað regluvörðinn. Fréttablaðinu hefur einnig verið bent á að ef málið varði ekki tilkynningaskyldu, þá kunni það að varða starfskjara- stefnu bankans. Henni verði ekki breytt nema með samþykki hluthafafundar. Starfsmenn Kaupþings, nýja og gamla, hafa óskað eftir því að stjórnarsamþykktin verði ógilt. Þeir fara fram á að lánin verði innheimt í samræmi við almennar reglur bankans. - ikh FME rannsakar stjórnarsamþykkt „Það eru mikil tækifæri í fisk- og kjötiðnaði í Rússlandi,“ segir Hilmar Guðmundsson hjá Prom- ens á Dalvík. Félagið hefur hefur selt eitt þús- und ker til síldarverksmiðju þar. Hilmar segir að samningurinn nemi hátt í tíund af ársveltunni á Dalvík. Þegar sé byrjað að fram- leiða upp í samninginn og hann geri ráð fyrir að því verði lokið í janúar. Hann segir að nú sé fimm ára markaðsstarf í Rússlandi farið að bera árangur. „Markaður eins og Rússland býður upp á gríðarlega möguleika. Ekki síst er þetta mikilvægt á þessum tímum, þegar öll gjaldeyrisöflun skiptir þjóðar- búið verulegu máli.“ - ikh Promens semur við Rússa Færri keyptu bíla í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nemur 15,5 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í gögnum markaðsrannsóknarfyrirtækis- ins J.D. Power Automotive. Samdráttur í einkaneyslu í kjölfar fjármálakreppunnar og erfiðleikar tengdir fjármögnun skýra sölutregðuna, samkvæmt gögnunum. Mjög hefur dregið úr sölu bíla í Þýskalandi, í Bretlandi og Frakklandi en minna á Ítalíu og Spáni. Fyrirtækið reiknar með lítilli sölu út árið og allt að ellefu prósenta samdrætti á næsta ári. - jab Færri kaupa bíla í Evrópu FYRRUM STJÓRNENDUR Fjár- málaeftirlitið skoðar niðurfell- ingu persónulegra ábyrgða á lánum starfsmanna bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.