Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 62
46 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Gallerí Fold heldur uppboð á mánudags- kvöldið kemur í hús- næði sínu við Rauðar- árstíg og hefst það kl. 18. Fjöldi verka verða boðin upp að venju og þar á meðal fjölmörg verka gömlu meistar- anna en einnig eftir nokkra af samtíma- listamönnum okkar. Síðasta listmunaupp- boð sem haldið var í fyrsta skipti í húsa- kynnum Gallerís Foldar við Rauðarár- stíg gekk vonum framar. Húsfyllir var og þurftu þó nokkrir að standa. Því benda uppboðshaldarar gest- um á að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti. Hægt er að bjóða í gegnum síma og gera forboð í verkin ef áhugasamir eiga ekki heimangengt. Verkin verða til sýnis um helgina í Galleríi Fold og einnig má skoða þau frá laugardags- morgni á vef upp- boðshússins: www. myndlist.is. Tveimur sýningum í Galleríi Fold lýkur nú um helgina. Ann- ars vegar sýnir Hauk- ur Dór málverk í For- sal gallerísins og hins vegar sýnir Hulda Vilhjálmsdóttir mál- verk í Hliðarsalnum. Báðir listamennirnir taka á móti gestum á sunnudaginn á milli 14 og 16 og spjalla um verkin og sýningu sína. Þetta er tilvalið tækifæri til að komast í kynni við listamennina og fá innsýn í hugarheim þeirra. - pbb Uppboð í Fold TRYGGVI PÁLL FRIÐRIKSSON listmunasali í Galleríi Fold. Kl. 13 Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Elísabet Waage hörpuleikari leika Sónötu í E-dúr eftir J.S. Bach og tónlist eftir Gluck, Fauré, Ravel, Andrés, Tournier og Ibert á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 13 í dag. Tónleikarnir eru þeir fyrstu þennan veturinn í tónleika- röð kennara Tónlistarskóla Kópavogs og Kópavogsbæjar, TKTK. Miðaverð er 1.500 kr. > Ekki missa af … sýningu Haraldar Jónssonar í sýningarrýminu Suðsuð- vestur í Reykjanesbæ, en henni lýkur nú um helgina. Sýningin nefnist Glætan og er unnin út frá nánasta umhverfi staðarins; Miðnesheiðin og Keflavík eru staðsett á svæði sem tengist millibilsástandi og bið. Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Keflavík og er opið laugardaga og sunnu- daga á milli kl. 13 og 17. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 08. nóvember ➜ Tónleikar 15.00 Hljómsveitin Slugs spilar í Smekkleysu plötubúð, Laugavegi 28. 21.00 Tónlistamaðurinn Rain verður með útgáfu- tónleika á Kaffi Cultura, Laugavegi 37. 21.00 Johnny And The Rest verður með útgáfu- tónleika á neðri hæð Domo, Þingholtsstræti 5. E.T. Tumason hita upp. 22.00 Hvanndalsbræður verða með órafmagnaða tónleika á Græna hattin- um. Færeyskt og rússneskt þema verður allsráðandi. Húsið opnar kl. 21. ➜ Tónlist 20.00 Söngbók jazzins Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Kjartan Valde- marsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari flytja dagskrá með tónlist Irving Berlin. ➜ Bækur 15.00 Sögur útgáfa stendur fyrir útgáfugleði í Eymundsson, Austurstræti 18. Rithöfundar árita bækur og djangó- djassbandið Hrafnaspark leikur fyrir gesti. ➜ Síðustu Forvöð Glætan Sýning Haraldar Jónssonar í Suðsuðvestur, Hafnargötu 22, Reykja- nesbæ lýkur á sunnudag. Opið 13-17. Tveir módernistar Sýningu á verkum Þorvaldar Skúlasonar og Sigurjóns Ólafs- sonar lýkur á sunnudag. Opið 11-17, Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Þorsteinn H. Ingibergsson og Bragi J. Ingibergsson sýna ljósmyndir í Frímúr- arahúsinu að Ljósatröð 2, Hafnarfirði. Sýningin er opin 14.00-17.00 og lýkur í dag. ➜ Opið Hús A-5000 Vinnustofur listamanna SÍM að Seljavegi 32 verða opnar kl. 13-15. Verkum í stærðinni A5 verður komið fyrir í sameiginlegu rými á jarðhæðinni sem fólki býðst að kaupa á kreppuverði, 5.000,- kr. Allir velkomnir. ➜ Hönnun 15.00 Norsk hönnun í Norræna hús- inu Halldór Gíslason flytur fyrirlestur en að honum loknum verður opnuð sýning á prjónafatnaði frá norska hönnunarfyr- irtækinu DUODU. Aðgangur ókeypis. ➜ Fræðsla 14.00 Leirár - Beitistaðaprent Bóka- safn Akraness og Snorrastofa bjóða upp á dagskrá í Tónbergi, sal Tónlistaskóla Akraness, Dalbraut 1. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Myndlist Myndverk án titils Ólafur Lárusson sýnir í verslun og veitingastofu Þjóð- menningarhússins, Hverfisgötu 15. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11.00- 17.00. Gylfi Gíslason Í Listasafni ASÍ stendur yfir yfirlitssýning. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ➜ Safnahelgi Safnahelgi á Suðurlandi 7.-9. nóv. Söfn um allt Suðurland og í Vestmanna- eyjum bjóða upp á fjölbreytta menning- ardagskrá um helgina. Dagskrá og frek- ari upplýsingar www.sofnasudurlandi.is. ➜ Listahátíð Unglist Listahátíð ungs fólks stendur yfir 7.-11. nóv. Ókeypis er á alla viðburði Nánari upplýsingar á www.unglist.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Um helgina hefjast sýn- ingar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Áhugamönnum um dans gefst um helgina í Borgarleikhúsinu tæki- færi á að sjá Dans-anda, vinsæla og verðlaunaða sýningu sem var á fjölunum í fyrra. Dans-andi er yfir- skrift yfir tvö frábær en gjörólík verk eftir tvo af mest spennandi danshöfundum Norðurlanda, Jo Strömgren og Alexander Ekman. Í Kvart eftir Jo Strömgren, konung dansleikhússins, dansa dansararnir hvor fyrir annan. Ákafur og fagur dans við magn- aða tónlist eftir finnska tónskáld- ið Kimmo Pohjonen sem hefur meðal annars unnið með Sigur Rós og Múm. Búningar eru eftir Steinunni Sigurðardóttir, einn fremsta fatahönnuð okkar. Höf- undur Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valinn besti dansarinn fyrir frammi- stöðu sína í verkinu. Hitt verkið er Endastöð eftir Alexander Ekman en ef Ström- gren er kóngurinn í norrænu dansleikhúsi þá er Ekman krón- prinsinn. Í Endastöð fer saman látbragð og dans þar sem við fylgjumst með hópi gamalmenna í leit þeirra að æskunni. Verkið er leikrænt, létt, fyndið og róman- tískt. Sýningin fékk í alla staði frá- bæra dóma og það komust færri að en vildu. Hér í blaðinu fékk hún þessi ummæli: „Flott sýning og skemmtileg“. „Þessa sýningu gæti ég vel hugsað mér að sjá aftur“. Fólki gefst því nú annað tækifæri að sjá þessa skemmtilegu sýningu. pbb@frettabladid.is Dansandi aftur á svið LEIKLIST Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valin besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu. MYND ÍD Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur mikið að gera þessa dagana. Á einni viku kemur hann að þremur sýningum í Reykjavík. Í dag á hann verk á sam- sýningu í Kling og Bang gallerí á Hverf- isgötu, á þriðjudeginum 11. nóvember opnar hann einkasýningu á Gallerí Vegg hjá Helga Þorgilssyni myndlistarmanni og á föstudeginum 14. nóvember opnar hann einkasýningu í Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti. Þá hefur Snorri sett upp nýja heimasíðu: http://flotakona.com. Mikið að gera hjá Snorra Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 9/11 sýningum að ljúka Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning sun. 9/11 örfá sæti laus, sýningum að ljúka www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað Örfá sæti laus í nóvember Sá ljóti Marius von Mayenburg Örfá sæti laus í nóvember Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV Ath. snarpan sýningatíma Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason lau. 8/11, troðuppselt, síðasta sýning! EB, FBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.