Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 62
46 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Gallerí Fold heldur
uppboð á mánudags-
kvöldið kemur í hús-
næði sínu við Rauðar-
árstíg og hefst það kl.
18. Fjöldi verka verða
boðin upp að venju og
þar á meðal fjölmörg
verka gömlu meistar-
anna en einnig eftir
nokkra af samtíma-
listamönnum okkar.
Síðasta listmunaupp-
boð sem haldið var í
fyrsta skipti í húsa-
kynnum Gallerís
Foldar við Rauðarár-
stíg gekk vonum
framar. Húsfyllir var
og þurftu þó nokkrir að standa.
Því benda uppboðshaldarar gest-
um á að mæta tímanlega til að
tryggja sér sæti. Hægt er að bjóða
í gegnum síma og gera forboð í
verkin ef áhugasamir eiga ekki
heimangengt. Verkin
verða til sýnis um
helgina í Galleríi Fold
og einnig má skoða
þau frá laugardags-
morgni á vef upp-
boðshússins: www.
myndlist.is.
Tveimur sýningum
í Galleríi Fold lýkur
nú um helgina. Ann-
ars vegar sýnir Hauk-
ur Dór málverk í For-
sal gallerísins og hins
vegar sýnir Hulda
Vilhjálmsdóttir mál-
verk í Hliðarsalnum.
Báðir listamennirnir
taka á móti gestum á
sunnudaginn á milli 14 og 16 og
spjalla um verkin og sýningu sína.
Þetta er tilvalið tækifæri til að
komast í kynni við listamennina
og fá innsýn í hugarheim þeirra.
- pbb
Uppboð í Fold
TRYGGVI PÁLL FRIÐRIKSSON
listmunasali í Galleríi Fold.
Kl. 13
Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og
Elísabet Waage hörpuleikari leika
Sónötu í E-dúr eftir J.S. Bach og tónlist
eftir Gluck, Fauré, Ravel, Andrés,
Tournier og Ibert á tónleikum í Salnum í
Kópavogi kl. 13 í dag. Tónleikarnir eru
þeir fyrstu þennan veturinn í tónleika-
röð kennara Tónlistarskóla Kópavogs og
Kópavogsbæjar, TKTK. Miðaverð er
1.500 kr.
> Ekki missa af …
sýningu Haraldar Jónssonar
í sýningarrýminu Suðsuð-
vestur í Reykjanesbæ, en
henni lýkur nú um helgina.
Sýningin nefnist Glætan og er
unnin út frá nánasta umhverfi
staðarins; Miðnesheiðin og
Keflavík eru staðsett á svæði
sem tengist millibilsástandi og
bið. Suðsuðvestur er til húsa á
Hafnargötu 22 í Keflavík og er
opið laugardaga og sunnu-
daga á milli kl. 13 og 17.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 08. nóvember
➜ Tónleikar
15.00 Hljómsveitin Slugs spilar í
Smekkleysu plötubúð, Laugavegi 28.
21.00 Tónlistamaðurinn
Rain verður með útgáfu-
tónleika á Kaffi Cultura,
Laugavegi 37.
21.00 Johnny And The
Rest verður með útgáfu-
tónleika á neðri hæð
Domo, Þingholtsstræti 5.
E.T. Tumason hita upp.
22.00 Hvanndalsbræður verða með
órafmagnaða tónleika á Græna hattin-
um. Færeyskt og rússneskt þema verður
allsráðandi. Húsið opnar kl. 21.
➜ Tónlist
20.00 Söngbók jazzins Kristjana
Stefánsdóttir söngkona, Kjartan Valde-
marsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson
kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson
trommuleikari flytja dagskrá með tónlist
Irving Berlin.
➜ Bækur
15.00 Sögur útgáfa stendur fyrir
útgáfugleði í Eymundsson, Austurstræti
18. Rithöfundar árita bækur og djangó-
djassbandið Hrafnaspark leikur fyrir gesti.
➜ Síðustu Forvöð
Glætan Sýning Haraldar Jónssonar í
Suðsuðvestur, Hafnargötu 22, Reykja-
nesbæ lýkur á sunnudag. Opið 13-17.
Tveir módernistar Sýningu á verkum
Þorvaldar Skúlasonar og Sigurjóns Ólafs-
sonar lýkur á sunnudag. Opið 11-17,
Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði.
Þorsteinn H. Ingibergsson og Bragi J.
Ingibergsson sýna ljósmyndir í Frímúr-
arahúsinu að Ljósatröð 2, Hafnarfirði.
Sýningin er opin 14.00-17.00 og lýkur
í dag.
➜ Opið Hús
A-5000 Vinnustofur listamanna SÍM
að Seljavegi 32 verða opnar kl. 13-15.
Verkum í stærðinni A5 verður komið
fyrir í sameiginlegu rými á jarðhæðinni
sem fólki býðst að kaupa á kreppuverði,
5.000,- kr. Allir velkomnir.
➜ Hönnun
15.00 Norsk hönnun í Norræna hús-
inu Halldór Gíslason flytur fyrirlestur en
að honum loknum verður opnuð sýning
á prjónafatnaði frá norska hönnunarfyr-
irtækinu DUODU. Aðgangur ókeypis.
➜ Fræðsla
14.00 Leirár - Beitistaðaprent Bóka-
safn Akraness og Snorrastofa bjóða upp
á dagskrá í Tónbergi, sal Tónlistaskóla
Akraness, Dalbraut 1. Aðgangur ókeypis
og allir velkomnir.
➜ Myndlist
Myndverk án titils Ólafur Lárusson
sýnir í verslun og veitingastofu Þjóð-
menningarhússins, Hverfisgötu 15.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 11.00-
17.00.
Gylfi Gíslason Í Listasafni ASÍ stendur
yfir yfirlitssýning. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 11-17.
➜ Safnahelgi
Safnahelgi á Suðurlandi 7.-9. nóv.
Söfn um allt Suðurland og í Vestmanna-
eyjum bjóða upp á fjölbreytta menning-
ardagskrá um helgina. Dagskrá og frek-
ari upplýsingar www.sofnasudurlandi.is.
➜ Listahátíð
Unglist Listahátíð ungs fólks stendur
yfir 7.-11. nóv. Ókeypis er á alla viðburði
Nánari upplýsingar á www.unglist.is.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Um helgina hefjast sýn-
ingar í Borgarleikhúsinu á
nóvemberverkum Íslenska
dansflokksins og verða
sýningar á þeim næstu
sunnudaga.
Áhugamönnum um dans gefst um
helgina í Borgarleikhúsinu tæki-
færi á að sjá Dans-anda, vinsæla
og verðlaunaða sýningu sem var á
fjölunum í fyrra. Dans-andi er yfir-
skrift yfir tvö frábær en gjörólík
verk eftir tvo af mest spennandi
danshöfundum Norðurlanda, Jo
Strömgren og Alexander Ekman.
Í Kvart eftir Jo Strömgren,
konung dansleikhússins, dansa
dansararnir hvor fyrir annan.
Ákafur og fagur dans við magn-
aða tónlist eftir finnska tónskáld-
ið Kimmo Pohjonen sem hefur
meðal annars unnið með Sigur
Rós og Múm. Búningar eru eftir
Steinunni Sigurðardóttir, einn
fremsta fatahönnuð okkar. Höf-
undur Kvart Jo Strömgren hlaut
Grímuverðlaunin 2008 sem besti
danshöfundurinn fyrir Kvart og
Emilía Gísladóttir var valinn
besti dansarinn fyrir frammi-
stöðu sína í verkinu.
Hitt verkið er Endastöð eftir
Alexander Ekman en ef Ström-
gren er kóngurinn í norrænu
dansleikhúsi þá er Ekman krón-
prinsinn. Í Endastöð fer saman
látbragð og dans þar sem við
fylgjumst með hópi gamalmenna
í leit þeirra að æskunni. Verkið er
leikrænt, létt, fyndið og róman-
tískt.
Sýningin fékk í alla staði frá-
bæra dóma og það komust færri
að en vildu. Hér í blaðinu fékk
hún þessi ummæli: „Flott sýning
og skemmtileg“.
„Þessa sýningu gæti ég vel
hugsað mér að sjá aftur“. Fólki
gefst því nú annað tækifæri að
sjá þessa skemmtilegu sýningu.
pbb@frettabladid.is
Dansandi aftur á svið
LEIKLIST Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valin
besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu. MYND ÍD
Snorri Ásmundsson myndlistarmaður
hefur mikið að gera þessa dagana. Á einni
viku kemur hann að þremur sýningum
í Reykjavík. Í dag á hann verk á sam-
sýningu í Kling og Bang gallerí á Hverf-
isgötu, á þriðjudeginum 11. nóvember
opnar hann einkasýningu á Gallerí Vegg
hjá Helga Þorgilssyni myndlistarmanni
og á föstudeginum 14. nóvember opnar
hann einkasýningu í Gallerí Turpentine í
Ingólfsstræti. Þá hefur Snorri sett upp nýja
heimasíðu: http://flotakona.com.
Mikið að gera hjá Snorra
Skilaboðaskjóðan
Þorvaldur Þorsteinsson
og Jóhann G. Jóhannsson
sun. 9/11 sýningum að ljúka
Klókur ertu,
Einar Áskell
Bernd Ogrodnik
Heillandi og krúttleg brúðusýning
sun. 9/11 örfá sæti laus,
sýningum að ljúka
www.leikhusid.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þjóðleikhúsið
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Hart í bak
Jökull Jakobsson
Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað
Örfá sæti laus í nóvember
Sá ljóti
Marius von Mayenburg
Örfá sæti laus í
nóvember
Utan gátta
Sigurður Pálsson
Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV
Ath. snarpan sýningatíma
Ástin er diskó,
lífið er pönk
Hallgrímur Helgason
lau. 8/11, troðuppselt,
síðasta sýning!
EB, FBL