Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 4
4 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 12° 12° 11° 10° 13° 13° 10° 10° 11° 24° 14° 17° 27° 4° 14° 19° 9° 5 Á MORGUN 10-15 m/s NV- og SA-til annars 5-10 MÁNUDAGUR 8-15 m/s, hvassast við norðurströndina 2 2 65 HELGIN Í dag verður besta veðrið á norðanverðu landinu. Þar verð- ur þurrt að mestu, hægur vindur og milt. Á morgun snýst þetta við og þá má búast við að Suðurlandið verði best. Þá verður reyndar ttl. stífur vindur af norðaustri en þá verður yfi rleitt nokkuð bjart sunnan til og sæmilega milt eða 5-9 stig. Horfur eru á að á þriðjudag frysti norðanlands. 6 6 5 6 6 8 7 7 7 3 7 6 5 6 4 6 6 5 3 6 5 5 3 5 5 65 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL „Þetta er mikið áfall fyrir mig og ekki síður starfsemi samtakanna hér. Mennirnir voru vopnaðir byssum og auðvitað varð ég hrædd, en mikið af pen- ingunum sem áttu að duga fyrir þennan mánuð eru farnir líka,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir, íslenskur liðsmaður ABC-barna- hjálpar í Nairóbí, höfuðborg Kenía. Vopnað rán var framið á skrifstofu samtakanna í gær. Komust ránsmennirnir á brott með yfir hálfa milljón króna. Sigurrós var ein á neðri hæð skrifstofuhússins þegar ræn- ingjana fjóra bar að. Hún segir greinilegt að ránið hafi verið und- irbúið með fyrirvara. „Einn þeirra kynnti sig sem Kevin og svo drógu þeir upp byssurnar og skipuðu mér að fylgja sér á efri hæðina, þar sem nokkrir starfs- menn búa og peningaskápurinn er geymdur. Þar bundu þeir mig og tvær starfsstúlkur frá Kenía á höndum og fótum, límdu fyrir munninn á okkur og sögðu okkur að leggjast upp í rúm. Þá kom í ljós að þeir voru með lykil að pen- ingaskápnum,“ segir Sigurrós, og bætir við að hún þakki guði fyrir að engum hafi verið gert mein. Þórunn Helgadóttir, samstarfs- maður Sigurrósar í Kenía, segir líklegt að einhverjir ránsmann- anna hafi gert sér erindi á skrif- stofu ABC fyrr í vikunni, en efast um að þeir hafi náð sér í lykil þar. „Lögreglan er núna að rann- saka málið. Þetta er mikið áfall fyrir starfsemi okkar. Heimilið, sem hýsir um 260 börn, er algjör- lega peningalaust. Við hvetjum alla sem eru aflögufærir til að aðstoða okkur með fé svo unnt verði að halda starfseminni, sem yfir 12.000 börn reiða sig á, gang- andi,“ segir Þórunn. - kg Vopnað rán var framið á skrifstofu ABC-barnahjálpar í Nairóbí í Kenía í gær: Ógnað með byssum og kefluð BARNAHJÁLP Þórunn Helgadóttir, sem sést ásamt börnum frá Kenía á mynd- inni, var í næsta húsi þegar ránið átti sér stað. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýknað tvo lögreglumenn frá Selfossi af rúmlega 16 milljóna króna skaðabótakröfu. Hana gerði kona sem fullyrðir að 85 prósent örorku, sem hún hlaut eftir slys árið 2003, megi rekja til svokallaðs „bumbuslags“ lögreglumannanna. Atvikið varð á árshátíð starfs- manna embættis sýslumanns á Selfossi árið 2003. Lögreglumennirnir tveir gerðu sér það að leik að reka bumbur sínar hvor í annan. Konan sagði að annar lögreglumaðurinn hefði rekið bumbu sína í hinn, sem hafi þá skollið á sér með þeim afleiðingum að hún féll og úlnliðsbrotnaði. - jss Milljóna skaðabótakrafa: Löggur í bumbu slag sýknaðar KONGÓ, AP Hermenn frá Angóla hafa gengið til liðs við herinn í Kongó í baráttu við uppreisnar- sveitir Laurents Nkunda. Óttast er að átökin breiðist út til nágranna- landa. Átök eru hafin á ný í nágrenni borgarinnar Goma, sem er höfuðstaður Norður-Kivuhéraðs. Þar í borginni eru nærri 50 þúsund flóttamenn frá átakasvæðunum. Nkunda lýsti einhliða yfir vopna- hléi í síðustu viku, en átök hófust á ný eftir að stjórnvöld urðu ekki við kröfum hans um viðræður. - gb Átökin í Kongó: Óttast að átökin breiðist út EFNAHAGSMÁL Íslenska ríkið á milljarða króna bundna í sendi- ráðsbyggingum og sendiherrabú- stöðum erlendis. Óljóst er um nákvæmt virði eignanna og hvort utanríkisráðuneytið ætli að losa um fjármagn í þeim og færa starfsemina í leiguhúsnæði. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðneytis- ins, segir að á næstu dögum sé að vænta niðurstöðu úr mikilli hag- ræðingarvinnu hjá ráðuneyt- inu. Ekki sé úti- lokað að selja eignir. „Það er verið að skoða hagræðingu. Þar á meðal er möguleg ein- hver sala á eignum,“ segir Urður. Ráða- menn hafa ein- mitt skorað á einstaklinga og fyr- irtæki að færa eignir í útlöndum heim til Íslands til að bæta gjald- eyrisstöðu landsins. Ekki fékkst listi hjá utanríkis- ráðuneytinu yfir fasteignirnar í útlöndum né hvers virði þær séu. Urður segir þó að ríkið eigi lang- flestar byggingarnar sem hýsa sendiráð og sendiherrabústaði. Í öðrum tilfellum sé notast við leiguhúsnæði. Sendiráð og sendiherrabústað- ir eru gjarnan íburðarmikil og gjarnan í dýrustu hverfunum í hverri borg. Erfitt er að geta sér til um verðmæti þessara bygg- inga og Urður segir ekki koma til greina af hálfu ráðuneytisins að reikna núvirði þeirra. „Það er verið að fara í gegnum allan reksturinn með tilliti til hvar má spara og sú vinna gengur fyrir,“ segir hún. Til að gefa mynd af verðmæti umræddra bygginga má nefna að sendiráðið í Japan með búnaði kostaði hátt í einn milljarð króna á árinu 2001. Með tilliti til þróunar fasteignaverðs þar í landi og gengishruns krónunnar má gera ráð fyrir að í þessu eina húsi séu bundnir hátt í tveir milljarðar króna. gar@frettabladid.is Milljarðar króna bundnir í sendiherrabústöðum Engin svör fást hjá utanríkisráðuneytinu um verðmæti fasteigna sendiþjónustunnar í útlöndum og hvort til standi að losa fé úr þessum dýru byggingum til að styrkja gjaldeyrisstöðu landsins í bankakreppunni. SENDIRÁÐIÐ Í BERLÍN Sendiherra Íslands í Þýskalandi hefur aðsetur í þessu glæsilega húsi í Grunewald-hverfinu í Berlín. MYND/WERNER HUTHMACHER SENDIRÁÐ OG SENDIHERRABÚSTAÐUR Í TÓKÝÓ. SENDIHERRABÚSTAÐUR Í KAUPMANNAHÖFN. Kýldi mann í andlitið Karlmaður um tvítugt hefur verið dæmdur í 60 þúsund króna sekt og til greiðslu skaðabóta að upphæð ríflega 113 þúsund krónur fyrir að hafa kýlt annan mann í andlitið á skemmtistað á Akureyri. DÓMSTÓLAR URÐUR GUNNARSDÓTTIR GENGIÐ 07.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,2843 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,38 130,00 204,15 205,15 165,54 166,46 22,231 22,361 18,96 19,072 16,485 16,581 1,3279 1,3357 192,44 193,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.