Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 70
54 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Axl Rose, forsprakki Guns ´N´ Roses, hefur hætt við að nota framlag Brians May, gítarleikara Queen, til plötunnar Chinese Democracy. May var aðalgítar- leikari í laginu Catcher N´ The Rye en á endanum var framlagi hans hent í ruslið. „Þetta er synd því ég lagði mikla vinnu í þetta og var stoltur af minni þátttöku,“ sagði May. „En ég get alveg skilið ef Axl vill gefa út plötu sem endurspeglar verk þeirra sem eru í hljómsveitinni hans í dag.“ Chinese Democracy er væntanleg 23. nóvember. Platan hefur verið í fjórtán ár í vinnslu og talið er að hún hafi kostað Axl Rose tvær milljónir dollara. Framlag May í ruslið BRIAN MAY Framlagi Brians May til plötu Guns ´N´ Roses var hent í ruslið. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur tryggt sér sýningarréttinn á nýrri heimildarmynd um Barack Obama, næsta forseta Bandaríkjanna. Fyrirtæki leikarans Edwards Norton, Class 5 Films, framleiðir myndina, en tökum lýkur ekki fyrr en Obama hefur svarið embættiseið sinn á næsta ári. Tökulið hefur fylgt Obama hvert fótspor frá árinu 2006, til að mynda er hann ferðaðist til Afríku og þegar hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Einnig hefur verið rætt við fjölskyldu Obama, vini og starfsfólk hans. „Við teljum að þessi mynd muni fanga mikinn vendipunkt í sögu Bandaríkjanna, þegar ný kynslóð leiðtoga steig fram á sjónarsviðið og gömul og úrelt gildi liðu undir lok,“ sagði Norton. Gerir mynd um Obama EDWARD NORTON Myndatökulið á vegum Norton hefur fylgt Obama eins og skugginn síðastliðin tvö ár. Leikrit Sigtryggs Magnasonar, Herjólfur er hættur að elska, verð- ur leiklesið á alþjóðlegri leiklist- arhátíð sem verður haldin 15. til 16. nóvember í New York. „Það var haft samband við mig í sumar og ég spurður hvort ég ætti verk sem hefðu verið þýdd á ensku,“ segir Sigtryggur. „Ég sendi þeim síðasta verkið mitt Yfirvofandi og líka Herjólfur er hættur að elska og þau vildu fá að setja það upp.“ Sigtryggur flýgur til New York í næstu viku til að vera viðstaddur hátíðina, þar sem leikritið verður flutt á besta tíma, eða klukkan 20 á laugardagskvöldi. Eftir leiklestur- inn mun hann svo taka þátt í pall- borðsumræðum. Sigtryggur játar að um mikinn heiður sé að ræða fyrir sig. „Mér finnst það afskaplega mikill heið- ur að fá svona tækifæri til að heyra þetta lesið á sviði í New York. Þetta er bara gaman og líka gott tækifæri að heyra og sjá verk- ið á útlensku.“ Herjólfur er hættur að elska var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2003 við góðar undirtektir. Verkið Yfir- vofandi var síðan sýnt á Listahátíð í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það var Sigtryggur tilnefndur til Grímuverðlaunanna sem leikskáld ársins. Upptökur eru einmitt að hefjast í Útvarpsleikhúsinu á Yfirvofandi þar sem Edda Arnljótsdóttir, Ingv- ar E. Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson fara með aðalhlut- verkin. - fb Verk Sigtryggs í New York SIGTRYGGUR MAGNASON Verk Sigtryggs, Herjólfur er hættur að elska, verður leiklesið á sviði í New York fimmtánda nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rokkhljómsveitin Noise ætlar að stinga hausnum í kjaft breska ljónsins og spila þar á fimm tón- leikum. Túrinn hefst í kvöld í Donchester. „Við erum nú bara að pæla í að kynna okkur sem band frá Finnlandi,“ segir Stefán Vil- berg, bassaleikari Noise. „Þetta eru víst svaðalegar skítabúllur, til dæmis sú í Grimsby. Maður tekur engar óþarfa áhættur.“ Hljómsveitin spilaði blöndu gruggs og sígilds rokks á fyrstu plötu sinni sem kom út árið 2006. Sveitin er nú langt komin með nýja plötu og ætlar að gefa hana út á næsta ári. „Þar verður nútíma- legra rokk myndi ég segja,“ segir Stefán, „eins konar bland af metal og poppi.“ Stefán á ekki von á miklu lúxus- lífi á túrnum. „Það er spurning hvernig gengur að redda sér gjald- eyri, en það verður eldað fyrir okkur á öllum stöðunum sem við spilum á. Súpa eða eitthvað. Við ættum alla vega ekki að svelta.“ - drg Segjast vera finnskir ÆTLA AÐ SEGJAST FINNSKIR Noise blanda saman poppi og metal á næstu plötu. Skífan Laugavegi 26 · Skífan Kringlunni · Skífan Leifstöð · www.skifan.is Nýtt upphaf NÝJAR DVD MYNDIR Í SKÍFUNNI MESTA ÚRVAL LANDSINS AF SKEMMTUN ÞÚ FÆRÐ ALLAR VINSÆLUSTU DVD MYNDIRNAR Í SKÍFUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.