Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 40
● heimili&hönnun Jón bóndi kemur til dyra og býður í bæinn. Emil hendist inn stuttu seinna. „Ég var að skila dæmum,“ segir hann móður og másandi og snýr sér svo að Jóni. „Hvað, ertu ekki búinn að taka til?“ Heimsókn- ina ber upp á kosningadag í Banda- ríkjunum og í ljós kemur að þeir ætla að halda kosningavöku um kvöldið. Emil og Jón útskrifuðust frá MR í vor og stunda nú nám við Háskóla Íslands, Emil í eðlisfræði og Jón í lögfræði. Þeir fengu góða íbúð á Garði þar sem þeir hafa hvor sitt herbergið og eitt auka fyrir gesti. Þeir segjast lítið hafa átt til búsins þegar þeir byrjuðu hokrið en úr því hafi ræst furðu fljótt því frændur og vinir hafi gaukað ýmsu að þeim. Afraksturinn sé meðal annars full- ir skápar af bjórglösum og rósótt- um ömmudiskum. „Fyrst var bara rúm í herberg- inu mínu en svo fékk ég mynd frá vinkonu minni sem gerbreytti stöðunni,“ upplýsir Jón og bendir á afskaplega netta mynd á vegg. Þeir upplýsa að stefnan sé að hengja einungis upp myndir eftir fólk sem þeir þekki en Tinnaplak- atið hans Emils er þó undantekn- ing. „Ég kem úr Tinna-sjúkri fjöl- skyldu,“ segir hann afsakandi. „Hann er rauður þessi,“ segir blaðamaður og bendir á lampa sem lýsir upp eina hilluna í her- bergi Emils og hann viðurkennir að þetta sé eins og í rauða hverf- inu á kvöldin. Spurður hvort þeir hafi grætt á því svarar hann að bragði: „Já, það hafa komið hérna bæði kynin.“ Þó að Emil eigi sjónvarpið á heimilinu er það á borðinu hjá Jóni. „Annars horfi ég of mikið á það,“ útskýrir Emil. „Jón varð meira að segja að taka netsnúruna úr tölvunni minni líka,“ segir hann hlæjandi og kveðst vera undir aga og ströngu eftirliti. „Ef gestir eru hjá mér þá bankar Jón stundum og spyr: „Jæja, er nú ekki kominn tími til að þú farir að sofa, Emil?“, rekur fólkið út eða býður því gist- ingu í gestaherberginu. Hann er mamman.“ - gun Afaklukka og ömmustell ● Hvernig búa stúdentar á Garði? Eru pitsukassar aðalinnanstokksmunirnir? Litið var inn til tveggja gaura sem leigja saman, Emils Harðarsonar og Jóns Arnar Árnasonar. „Eiga að vera straumar á milli okkar?“ spyrja Jón og Emil ljósmyndarann sem ákveð- ur að mynda þá við uppvaskið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Klukkan frá langafa Emils er uppi á eldhússkáp. Þegar hún slær er heilög stund hjá Jóni. Borðið hans Emils er búið til úr stórri trjárót. Það er frá afa hans sem var flugmaður og kom með það frá Alaska. Kannabis í glugg- anum? Nei, tómatplanta, vaxin upp af fræi sem fór í mold í júlí. Borðið hans Jóns er úr gamla Verslunarbankan- um. „Frændi minn þurfti að losna við það og mig vantaði borð. Það er með skúffur báðum megin og sparar mér skáp,“ segir hann. Klukkan hans Emils gefur frá sér óhljóð á miðnætti sem líkjast því að lest bruni gegnum herbergið. Forstofan er heimilisleg. Takið eftir Fréttablaðs- töskunni. hönnun „Þrír vinir okkar máluðu þessa mynd og gáfu okkur í innflutn- ingsgjöf. Við ljúgum því að hún sé ein af fyrstu myndum Errós.“ ● HANDSKORNAR GLASAMOTTUR Glasamottur eru tilval- in jólagjöf handa þeim sem eiga allt. Glasamottur eru nauðsynlegar til að smeygja undir heita og kalda drykki svo ekki komi rakahringir á borðin. Hitaþolnar glasamottur frá Images d´Orient eru fallega hand- skornar úr gúmmíi en bæði litirnir og munstrin minna á austurlensk form. Hugmyndin að baki hönnuninni er að byggja á fornum menn- ingarheimum við að skapa eitthvað nýtt. Glasamotturnar eiga að gefa borðinu bæði yfirbragð gamalla tíma og framtíðar. Motturnar fást í ýmsum litum og eru einfaldar í þrifum en þeim má einfaldlega henda í uppþvotta- vélina. Þær fást fjórar saman í pakka á 2.150 krónur í Búsáhöldum í Kringlunni. Í sömu línu er hægt að fá stærri diskamottur og hitaplatta, einnig úr handskornu gúmmíi, en plattinn kostar 2.995 krónur. GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Amerískir GE kæliskápar GE svartur kæliskápur verð frá kr.: 249.000 8. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.