Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.11.2008, Blaðsíða 8
 8. nóvember 2008 LAUGARDAGUR EVRÓPUMÁL Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál Evrópusam- bandsins í framkvæmdastjórn þess í Brussel, staðfestir í viðtali við Fréttablaðið að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum við Ísland „klárlega mun hraðar en við önnur lönd sem ekki hafa jafn- sterk tengsl við ESB.“ Þar með vísar hann til þess að Ísland hefur nú þegar lögleitt stóran hluta af löggjöf ESB í gegnum EES-samninginn, Schengen- vegabréfasamstarfið og annað samstarf við sambandið. „Ég myndi giska á að um tveir þriðju hlutar stefnumála ESB væru nú þegar innleiddir í íslenska löggjöf,“ segir hann spurður hve stóran hluta af þeim 35 efnisflokkum sem aðildar- samningum er skipt upp í hann teldi hægt að „loka“ mjög fljótt eftir að aðildarviðræður hæfust. Spurður nánar að því hve lang- an tíma hann teldi að það tæki að lágmarki að ljúka aðildarsamn- ingum svarar hann: „Ég tek inn- göngu Íslands í ESB of alvarlega til að giska á lengd hugsanlegra aðildarviðræðna.“ Til að leggja ábyrgt mat á það yrði fram- kvæmdastjórnin fyrst að gera úttekt á málinu, og það yrði ekki gert fyrr en aðildarumsókn lægi fyrir. Hann tekur jafnframt fram að það sé komið undir „íbúum og leiðtogum Íslands að ákveða hvort þeir vilja að landið sæki um aðild að ESB.“ Um þann efnisflokk aðildar- viðræðna sem fyrirsjáanlega yrði erfiðastur, fiskveiðimál, segist Rehn vera „þess fullviss að Ísland gæti uppfyllt aðildar- skilyrðin og lagað sig að sameig- inlegri sjávarútvegsstefnu ESB.“ Inntur nánar eftir þessu ítrekar hann að það séu engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu. Hann fái ekki séð „hvers vegna Ísland ætti ekki að geta undir- gengist sameiginlegu sjávarút- vegsstefnuna.“ Hann sé þess fullviss að „hægt sé að finna lausn sem báðir aðilar geti við unað. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ Þar sem einn mesti vandinn sem Ísland á nú við að etja er að lögeyrir landsins og sú peninga- málastefna sem íslensk stjórn- völd hafa fylgt hefur misst trú- verðugleika og traust þá var Rehn líka spurður hvort hann áliti hugsanlegt að Evrópusam- bandið hjálpaði Íslendingum út úr þessum kröggum með því að hleypa krónunni inn í ERM-II- gengiskerfið jafnvel áður en Ísland lyki samningum um inn- göngu í ESB, líkt og Ólafur Ísleifsson hagfræðingur hefur lagt til. Af svari Rehn að dæma er lítill vilji hjá ESB til að sýna slíkan sveigjanleika: „Gengiskerfið (ERM II) er fyrir aðildarríki ESB eingöngu og það eru engin fordæmi fyrir því að umsóknarríki fái aðild að því. Framkvæmdastjórn ESB hefur ítrekað sagt að einhliða evruvæðing samræmdist ekki lagaramma evrópska mynt- bandalagsins og hún væri heldur ekki eftirsóknarverð fyrir Ísland pólitískt, þar sem það á mögu- leika á fullri aðild að samband- inu. Þess í stað ætti Ísland að hafa aðlögun peningamála sinna að evrusvæðinu að langtíma- markmiði og þá aðeins í tengsl- um við fulla aðild að ESB.“ audunn@frettabladid.is OLLI REHN „Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir stækkunarmálastjóri ESB um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. NORDICPHOTOS/AFP Hægt að semja fljótt um inngöngu í ESB Stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins staðfestir að hægt yrði að ljúka aðild- arviðræðum við Ísland „hraðar en við önnur lönd“. Hann segist fullviss um að sátt megi ná um sjávarútvegsmál og ítrekar að evran fáist aðeins með fullri aðild. Njóttu sunnudagsins til fulls. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Fyrrverandi efnahagsráðgja forsætisráðherra um spillingu og horfur framundan Kótilettukarlinn, Fúll á móti og Bjartmar Guðlaugsson í opinskáu viðtali Nú er bruggað í hverju landshorni. Og það löglega. BANDARÍKIN, AP Megináhersla Bar- acks Obama verður á efnahags- málin næstu vikur og mánuði. Hann kallaði í gær á sinn fund sautján manna ráðgjafahóp í efnahagsmálum. „Við erum ekki að byrja á núll- punkti,“ sagði Lawrance Summer, einn ráðgjafanna, sem var fjár- málaráðherra í forsetatíð Bills Clinton. „Í kosningabaráttunni hefur nýkjörinn forseti talað um það sem gera þarf. Við þurfum að setja miðstéttirnar í öndvegi stefnu okkar á þann hátt, sem ekki hefur verið gert á undan- förnum árum.“ Að fundinum loknum boðaði hann til blaðamannafundar í fyrsta sinn frá fræknum sigri sínum í forsetakosningum á þriðjudag. Á fimmtudag ræddu leiðtogar níu ríkja við Obama í síma til að óska honum til hamingju með sig- urinn og ræða frekara samstarf. Þetta voru þau Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, Angela Merk- el Þýskalandskanslari, Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, Taro Aso, forsætisráðherra Japans, Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, Kevin Rudd, for- sætisráðherra Ástralíu, Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Felipe Calderon, forseti Mexíkó og Stephen Harper, forsætisráð- herra Kanada. Obama er jafnframt byrjaður að skipa í lykilstöður stjórnar sinnar og hefur Rahm Emanuel fallist á að verða starfsmanna- stjóri Hvíta hússins. - gb Obama leggur áherslu á stefnumótun í efnahagsmálum: Miðstéttirnar verði í öndvegi MICHELLE OG BARACK OBAMA Verðandi forsetahjón koma af foreldrafundi í skóla dætra þeirra í Chicago í gær. NORDICPHOTOS/AFP BRUSSEL, AP Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 samþykktu á fundi í Brussel í gær að krefjast þess að umbætur á hinu alþjóðlega fjármálakerfi skuli ákveðnar innan 100 daga. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands sem fer með formennskuna í ESB, sagði að fjármálakreppan og efnahagssamdrátturinn af hennar völdum kallaði á tafarlausar aðgerðir. Samkomulag um endurskoðun hins alþjóðlega fjármálakerfis og á eftirliti með því yrði að nást sem allra fyrst á þar til ætluðum leiðtogafundum mestu þungavigtarríkja heims, en fyrsti slíki fundurinn fer fram í Bandaríkjunum í næstu viku. „Það er kreppa. [...] Við verðum að bregðast við og megum engan tíma missa,“ sagði Sarkozy. „Ég mun ekki taka þátt í fundi þar sem bara verður talað í hring um hlutina,“ tjáði hann fréttamönnum eftir fundinn í Brussel. Sarkozy og fleiri Evrópuleiðtogar hafa lýst yfir vilja til að ganga mun lengra í að setja strangari reglur um hinn alþjóðlega fjármálamarkað en bandarískir ráðamenn hafa sagst vilja. - aa SARKOZY FORSETI Þrýstir á að viðræður um kerfisumbætur skili fljótt árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leiðtogafundur Evrópusambandsins um lærdóma af fjármálakreppunni: Umbætur innan hundrað daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.