Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 21. nóvember 2008 — 319. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef alltaf gert tilraunir með mat og ég notaði mikið jurtir sem ég fann uppi í fjalli meðan ég var bóndi uppi í Jökuldal,“ segir Ragnhildur Benediktsdóttir en hún matreiddi hreindýralifrar- pylsu fyrir Fréttablaðið.Í lifrarpylsuna notar Ragnhild- ur íslenskt byggmjöl sem e kað fy i Ragnhildur vill alls ekki gefa upp hvaða matur er í uppáhaldi hjá henni, segir hann svo óhollan að hún geti ekki gert það opin- bert. Hún er hrifin af lambakjöti og nýjum fiski og segist dugleg að elda. „Ég á fjög b hverju ári upp á Jökuldalsheiði. Hún segir misjafnt bragð af jurt- unum eftir árstíma og hún hafi lært á þær með því að smakka sig áfram. „Að sumu leyti hef ég holl- ustuna bak við eyr ðk Eldsúrt hreindýrasláturRagnhildur Benediktsdóttir er tilraunaglöð í eldamennskunni og notar íslenskar jurtir og grös. Hrein- dýralifrarpylsa með íslensku byggi og fjallagrösum er einn af hennar sérréttum. Ragnhildur Benediktsdóttir notar íslenskar jurtir í matargerð og útbýr lifrarpylsu úr hreindýralifur og fjallagrösum. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL Verð 7.250 kr. JólahlaðborðPerlunnar20. nóvember - 30. desemberLifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónssonalla föstudaga og laugardaga. 23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettándastemm i ! Fl ld Gjafabréf Perlunnar Gefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! ENSK JÓLAKAKA er nokkuð sem þarf að huga að tímanlega. Sérfræðingar vilja meina að kökuna sé best að vökva reglulega með rommi í að minnsta kosti mánuð svo það fer hver að verða síðastur að byrja. VEÐRIÐ Í DAG RAGNHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR Hreindýralifrarpylsa með fjallagrösum • matur • nám Í MIÐJU BLAÐSINS INGIBJÖRG REYNISDÓTTIR Veit að þeir fiska sem róa FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 21. nóvember 2008 BÍÐUR EKKI EFTIR TÆKIFÆRUNUM Ingibjörg Reyn-isdóttir leik- kona og rithöf- undur er búin að skrifa sína aðra bók. Hún veit að þeir RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR Í íslenskum kjól í Kaíró Kynnir Astrópíu í Egyptalandi FÓLK 42 Óvænt ferðalag Högni Egilsson og félagar í Hjaltalín hita upp fyrir Cold War Kids í Evróputúr. FÓLK 34 Suður-grænlenskir dagar Íslendingar geta kynnt sér hvað Suður- Grænland hefur upp á að bjóða á morgun í Norræna húsinu. TÍMAMÓT 26 Stjarnfræðilegt vanhæfi „Það er þess vegna ekki verið að persónugera vandann þegar kallað er eftir breytingum í Seðlabankan- um“, skrifar Helgi Hjörvar. UMRÆÐAN 24 HEILBRIGÐISMÁL Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru svartsýnir á að tíu prósenta niðurskurður sé möguleg- ur án þjónustuskerðingar, eins og er markmið heilbrigðisráðherra. Lokun deilda og fjöldauppsagnir eru taldar óumflýjanlegar eigi slíkt markmið að nást. Fjármálaráðuneytið hefur látið þau boð út ganga að öll ráðuneyti reyni að skera niður kostnað um tíu prósent af ársveltu miðað við fjárlög 2009. Í tilfelli heilbrigðisráðuneytisins þarf að skera niður um tólf milljarða króna. Uppi eru ólík sjónarmið um hvort verið sé að biðja um flatan niðurskurð eða kanna hvernig nýta megi mannafla og aðstöðu með sem allra hagkvæmustum hætti, sem kæmi misjafnlega hart niður á einstökum heilbrigðisstofnunum. Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir að sparnaðarhugmyndir frá LSH nái ekki tíu prósentum af starfsfé spítalans en miklir möguleikar séu fyrir hendi. Hún telur helstu tækifærin liggja í fækkun legudaga með skipulagsbreytingum. Launa- kostnaður verði minnkaður en laun starfsfólks verði ekki lækkuð. Hún kallar jafnframt eftir samstarfi einstakra stofnana. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Austurlands, segir að umbeðnum niðurskurði ráðuneytisins verði aldrei náð án verulega skertrar þjónustu og fjöldauppsagna. Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, er sammála. Hann segir þó lengi mögulegt að hagræða. Allar tillögur um sparnað áttu að hafa borist ráðuneytinu í gær. - shá / sjá síðu 4 Telja þjónustuskerð- ingu óumflýjanlega Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana telja útilokað að draga saman útgjöld um tíund án þjónustuskerðingar. Lokun deilda og fjöldauppsagnir óumflýjanlegar. FROST Í dag verður norðan 5-10 allra austast annars hæg breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaust- an til annars þurrt og bjart með köflum. Snjómugga eða slydda allra vestast seint í kvöld eða nótt. VEÐUR 4 -3 -4 -6 -5-1 Bikarmeistar- arnir úr leik KR sló Snæfell út úr 32 liða úrslit- um Subway- bikars karla í körfubolta. ÍÞRÓTTIR 38 FÓLK Austurbæjarskóli sigraði í hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, Skrekk 2008, á þriðjudagskvöld við gríðarlegan fögnuð nema og aðstandenda. Er þetta í annað sinn sem skólinn vinnur en fyrst var það fyrir þremur árum. Að sögn tveggja félaga í leikhóp Austurbæjarskóla, þeirra Loka Rúnarssonar og Tryggva Geirs Torfasonar, hlupu nokkrir þeirra kviknaktir í kringum Hallgríms- kirkju í fagnaðarskyni eftir keppni. Sú hefð hefur skapast innan skólans að gera svo þegar mikið liggur við. Aðspurðir hvað feður þeirra, Rúnar Guðbrandsson leikstjóri og Torfi Geirmundsson hárskeri, segðu við slíkum látum sögðu drengirnir þá ekki vita neitt um þessa venju – fyrr en nú. - jbg Austurbæjarskóli vann Skrekk: Fögnuðu sigri á Adamsklæðum STJÓRNMÁL Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna á Alþingi hafa ræðst við um að bera fram sam- eiginlega vantrauststillögu á rík- isstjórnina. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, og Valgerður Sverris- dóttir, formaður Framsóknar- flokksins, staðfestu öll við Frétta- blaðið í gærkvöldi að málið hefði verið rætt. Steingrímur segir að í ljósi aðstæðna í samfélaginu þurfi ekki að koma á óvart þótt stjórnarand- staðan lýsi vantrausti á ríkis- stjórnina. Málið hafi verið hug- leitt og rætt um nokkurt skeið en ekkert ákveðið. „En ríkisstjórnin á auðvitað ekki annað skilið en að slík tillaga sé borin fram.“ Stein- grímur segir að viðkvæm staða sem uppi var vegna samkomulags- ins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafi haldið aftur af mönnum en eftir gærdaginn þurfi í raun ekk- ert að koma í veg fyrir að tillagan verði borin upp. - bþs Forystumenn stjórnarandstöðunnar íhuga að bera upp vantraust á ríkisstjórnina: Vantrauststillaga til umræðu SIGRI FAGNAÐ Loki Rúnarsson og Tryggvi Geir Torfason ásamt leikfélögum sínum fagna sigri í hæfileikakeppni grunnskólanna eins og Austurbæingum einum er lagið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.