Fréttablaðið - 21.11.2008, Side 16
16 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Óvissa um gengið
Mörg fyrirtæki bregðast við kreppunni og meina
vel. Margt er þó að varast. Móðir skrifar: „Veitinga-
staðurinn American Style auglýsir nú að 10 ára og
yngri borði frítt þegar forráðamaður kaupir máltíð.
Við fórum fjölskyldan, keyptum hamborgaramáltíð
handa stráknum og báðum um ost aukalega. Þegar
við fengum reikninginn áttuðum við okkur á því að
fyrir ostsneiðina á borgara barnsins vorum við
rukkuð um 235 krónur! Samkvæmt heimasíðu
staðarins áttum við reyndar „bara“ að borga 195 kr.,
en þetta var slegið svona vitlaust inn. Sem sé, gott
framtak hjá American Style, en passið ykkur bara á
að biðja ekki um neitt aukalega!“
En að allt öðru. Sunneva Guðjónsdóttir fór í Bláa
lónið. „Það kostar heilar 2.800 krónur í Bláa lónið og
mér finnst það algjört okur!“ skrifar hún, gráti næst.
Börn yngri en ellefu ára fá reyndar frítt í dýrðina. Í
byrjun sumars auglýsti lónið sérstakt „sumarverð“,
2.300 kr., sem átti að gilda út ágúst. Fyrir „sumar-
verðið“ kostaði 1.800 kr. ofan í. Það er nokkuð ljóst
eftir þessa nýjustu hækkun að Bláa lónið er ekki
staður fyrir venjulegan íslenskan meðaljón.
Neytendur: Tvö ólík mál á föstudegi
Aukaostur og okurlón
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
ENN HÆKKAR OFAN Í BLÁA LÓNIÐ Nú kostar 2.800 kr. á manninn. Í alvöru!
Óvíst er hvernig krónunni
verður fleytt en bent er á
að álkrónan gamla flaut á
vatni. Gengi á að ráðast á
markaði, en höft verða á
fjármagnsflæði og nota á
gjaldeyrisforða sem feng-
inn er að láni.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur
samþykkt beiðni Íslands um
aðstoð. Umtalsverð lán felast í
henni, alls 4,6 milljarðar Banda-
ríkjadala, sem nemur um 644 millj-
örðum króna. Þetta er háð skilyrð-
um sem koma fram í þingsályktun
um fjárhagslega fyrirgreiðslu
sjóðsins. Þar er í nítjánda lið, af 27,
rætt um væntanlegar aðgerðir
Seðlabankans.
Sjóðurinn og stjórnvöld segja
gjaldeyrismarkaðinn brýnasta
verkefnið; krónan á flot, varin af
háum vöxtum, höftum og inngrip-
um. John Lipsky, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri sjóðsins, segir í til-
kynningu, mikilvægast að fá
stöðugt gengi. Reka verði stífa
peningastefnu og reyna að hefta
útflæði fjármagns til skemmri
tíma litið.
Hundruð milljarða bíða
Ætla má að hundruð milljarða
króna séu erlent fé í íslenskum
krónum. Þetta fé er falið í svo-
nefndum krónu eða jöklabréfum,
en líka ríkisskuldabréfum og
innistæðum. Þetta fé hafa menn
bundið í íslenskum krónum til að
græða á vaxtamun, þar sem vext-
ir erlendis hafa verið mjög lágir
undanfarin ár, en með allra hæsta
móti hjá okkur. Bankarnir hrundu
og gjaldmiðillinn nýtur lítils
trausts annars staðar og er óttast
að krónukaupmenn flýi héðan.
Íslendingar hafa líka verið í
krónuviðskiptum, eignarhaldsfé-
lög sem voru á bak við bankana,
svo dæmi sé tekið. Óvíst er um
umfang þess. Skilanefndir þegja
þunnu hljóði.
Gengið gæti orðið of hátt
„Versta niðurstaðan væri að Seðla-
bankinn reyndi að halda gengi
krónunnar of háu og sóaði í það
stórum hluta nýfengins gjaldeyr-
isforða og síðan félli krónan engu
að síður.“ Þetta segir Gylfi Magn-
ússon, dósent við Háskóla Íslands.
Hann bendir einnig á að flotið
geti tekist vel. Gjaldeyristekjur
skiluðu sér til landsins, fé færi
ekki út í of miklum mæli og eitt-
hvað kæmi hingað til lands, því
fjárfestar sjái kauptækifæri. „Þá
gæti krónan jafnvel styrkst eitt-
hvað frá því sem nú er og samt
verið afgangur á viðskiptajöfn-
uði,“ segir Gylfi. Hann bætir því
við að enda þótt besta niðurstaðan
næðist ekki, ætti að vera hægt að
koma á „þokkalega virkum gjald-
eyrismarkaði, halda útflutningsat-
vinnuvegum gangandi og tryggja
nauðsynlegan innflutning til lands-
ins. Gjaldeyrisforðinn dugar vel
til þess, jafnvel þótt eitthvað verði
um fjárflótta frá landinu og að
útflytjendur flytji ekki allar sínar
gjaldeyristekjur til landsins.“
Takmörk á takmörk ofan
Daði Már Kristófersson hjá Hag-
fræðistofnun, Jón Daníelsson,
dósent við LSE, og Ragnar Árna-
son, prófessor, segja í Morgun-
blaðsgrein, að margar krónur
bíði þess að verða breytt í erlenda
mynt. Ætli Seðlabankinn að halda
uppi eða „jafnvel hækka“ gengið,
þá leiði það bara til þess að þeir
sem flytja út fé selji það við
hærra verði en annars. Geri
bankinn það sé hann í raun að
niðurgreiða gjaldeyri „til þeirra
sem hyggjast flýja Ísland með
sitt fjármagn.“ Reynslan sýni að
þar sem forðinn fari í stuðning
við gjaldmiðil hverfi þorri hans í
vasa spákaupmanna.
Poul Thomsen hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum sagði á síma-
fundi með fréttamönnum í gær,
að Seðlabankanum væru takmörk
sett um hversu mikið af láninu
frá sjóðnum mætti nota í þetta.
Hann vildi hins vegar ekki upp-
lýsa hversu mikið mætti nota.
Friðrik Már Baldursson, próf-
essor og ráðgjafi ríkisstjórnar-
innar í samstarfinu við sjóðinn,
segir heldur ekki markmiðið að
eyða forðanum með þessum
hætti. „Heldur er ætlunin að láta
krónuna fljóta, en jafnframt að
beita ákveðnum inngripum.“
Óvissa um gengi
Gengið sem hefur myndast á upp-
boðsmarkaði Seðlabankans hefur
smám saman verið að lækka.
Tíunda þessa mánaðar kostaði
evran 166 krónur, samkvæmt
miðgengi. Í gær kostaði hún hins
vegar 176 krónur. Evrópski seðla-
bankinn skráði gengi krónunnar
á 240 gagnvart evru í gær.
Heimildarmenn Fréttablaðsins
hafa nefnt að flotgengið geti
orðið þarna á milli.
Gengisvísitala Mentis fór upp
undir 300 í fyrradag, og aftur
niður í gær. Ekki fást opinberar
skýringar á þessu. Hvorki hjá
Seðlabanka né eftirlifandi grein-
ingardeildum. Einn viðmælandi
Fréttablaðsins nefndi raunar sem
skýringu að Deutsche Bank, sem
ekki hefur skipt með krónur um
nokkra hríð, hefði opnað fyrir
viðskipti. Lækkunin er óskýrð.
Þeir fara hvernig sem fer
Lars Christensen, forstöðumaður
greiningar Danske Bank, segist
reikna með að evran kosti yfir 250
krónur þegar krónan verður sett á
flot aftur. Samkvæmt því færi
gengisvísitalan yfir 330 stig. Beat
Siegenthaler sérfræðingur hjá TD
Securities segir að væntingar
Seðlabankans um hvar krónan
muni ná stöðugleika séu af bjart-
sýnasta toga.
Thomsen sagðist á símafundin-
um gera ráð fyrir að jafnvægis-
gengi krónunnar yrði náð á svipuð-
um slóðum og það er nú. Það þýðir
að evran eigi eftir að kosta yfir 170
krónur enn um sinn.
Friðjón Þórðarsson, sem sinnir
markaðsviðskiptum hjá Virðingu,
óttast að þegar ýmsir erlendir
bankar, eins og UBS, Citygroup og
fleiri hefja viðskipti með krónuna
á ný, þá fallið gengið í áttina að því
sem nú tíðkast utan Íslands og
jafnvel neðar, vegna veðkalla.
„Krónurnar eiga eftir að rjúka út
og þeim verður sama hvert gengið
verður.“
Erfitt fram undan
Lipsky segir í fréttatilkynningu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að
Íslendingar eigi erfiða leið fyrir
höndum. Efnahagsáætlunin sé
háð óvenju mikilli óvissu og mikil
áhætta sé jafnframt í henni fólg-
in. Þetta endurspegli fordæmis-
laust hrun heils bankakerfis af
þeirri stærðargráðu sem hið
íslenska var.
Lilja Mósesdóttir, doktor í hag-
fræði við Háskóla Íslands, segir
á smugan.is að gengisfall, vaxta-
hækkun og niðurskurður í ríkis-
fjármálum neyði Íslendinga til að
veita öðrum löndum aðgang að
náttúruauðlindum landsins og
vinnuafli á útsöluverði.
Þögn í Seðlabanka
Skylt er að geta þess að leitað var
svara í Seðlabankanum um hvern-
ig krónunni verður fleytt. Þaðan
fékkst ekkert um framhaldið.
Viðmælandi Fréttablaðsins í
stjórnkerfinu sem ekki vildi láta
nafns síns getið sagði að endingu
að álkrónan gamla hefði nú víst
flotið.
Álkrónan gat víst flotið
SMÁ Í SAMANBURÐI Búast má við gengisfalli þegar krónan fer á flot. Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn væntir þess að gengið verði um 176 krónur á evru þegar frá líður.
Venjulegt fólk vöknar í úðanum við niðurstreymið en má sín lítils upp við fossinn.
GENGIÐ HÉR OG ÞAR
Gengi evrunnar gagnvart krónunni
samkvæmt gengisskráningu Seðla-
bankans er ólíkt því sem annars
staðar tíðkast:
Seðlabankinn 176 kr.
Evrópski Seðlabankinn 240 kr.
Greining Danske bank 250 kr.*
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 176 kr.*
Gengið 1. janúar 2008 91,2 kr.
* Spá þegar gengið fer á flot.
■ Að hækka stýrivexti í 18%. Við
erum tilbúin til að hækka stýrivext-
ina enn frekar, en erum meðvituð
um að hækkun stýrivaxta nægir
ekki ein og sér til að koma í veg
fyrir fjármagnsútflæði undir núver-
andi kringumstæðum sem eru
mjög sérstakar.
■ Að beita miklu aðhaldi í aðgangi
bankanna að lánum frá Seðlabank-
anum. Við hyggjumst herða á regl-
um um lausafjárstýringu, sérstak-
lega aðgang að lausu fé í því skyni
að Seðlabankinn geti haft meira
frumkvæði við stjórnun grunnfjár;
og við höfum hækkað vaxtamun á
lausafjáraðgangi til að koma í veg
fyrir að dregið verði um of á mikið
lausafé eftir þessum farvegi. Við
höfum þrengt skilgreiningu á þeim
tryggingum sem Seðlabankinn
tekur gildar – nýútgefin ótryggð
bankabréf verða ekki lengur tekin
gild. Reynist það nauðsynlegt
erum við reiðubúin til að aðlaga
reglur um stjórnun grunnfjár enn
frekar, svo sem með því að breyta
grunnviðmiðum fyrir meðaltal
gjaldeyrisforða og veðviðmið. Til
að byrja með munum við leyfa litla
sem enga aukningu í lánum frá
Seðlabanka.
■ Við erum reiðubúin til að nota
gjaldeyrisforðann til að koma í veg
fyrir of miklar sveiflur í gengi krón-
unnar. [...] og erum því reiðubúin
til að nýta gjaldeyrisforðann til að
styðja við markaðinn ef þörf krefur.
Geta okkar til þess hefur aukist
við það að gjaldeyrisforðinn hefur
verið styrktur, [...].
■ Við erum reiðubúin að beita
tímabundnum gjaldeyrishöftum
á fjármagnsviðskipti. Við gerum
okkur ljóst að slík höft hafa tals-
verð neikvæð áhrif og hyggjumst
afnema þau svo fljótt sem auðið
er. [...].
* Úr þingsályktunartillögu um
aðstoð Alþjóðagjaldeyrisjóðsins.
MARKMIÐ OG LEIÐIR SEÐLABANKANS*
FRÉTTASKÝRING
INGIMAR KARL HELGASON
ingimar@markadurinn.is
VÍSINDI, AP Vísindamenn í Banda-
ríkjunum hafa skrásett allt
erfðaefni loðfíls, útdauðrar
dýrategundar sem átti sitt
blómaskeið á síðustu ísöld.
Nú, þegar erfðaefnið er þekkt,
opnast jafnframt sá möguleiki að
endurskapa þessa lífveru.
„Spurningin er bara sú, hvort
rétt væri að endurskapa lífveruna,
jafnvel þótt við værum fær um
það,“ segir Stephan Schuster,
prófessor við Penn State-háskól-
ann. Schuster er annar tveggja
höfunda rannsóknarinnar, og
fullyrðir að möguleikinn sé fyrir
hendi: „Ég væri hissa ef það tæki
meira en tíu eða tuttugu ár.“
- gb
Vísindamenn skrá erfðaefni ísaldarskepnu:
Unnt að endurskapa loðfíla
Á LEIÐ ÚT ÚR ÍSNUM Loðfílar sagðir eiga
möguleika enn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP