Fréttablaðið - 21.11.2008, Page 18

Fréttablaðið - 21.11.2008, Page 18
18 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ VIKA 40 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Bréf til forsetans „Naumast þarf að árétta að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum en þó verður að telja að enn gætilegar verði að fara þegar þjóðhöfðinginn sjálfur á hlut að máli.“ ÚR BRÉFI DAVÍÐS ODDSSONAR TIL ÓLAFS RAGNARS GRÍMSSONAR, 31. JÚLÍ 2003. Fréttablaðið 20. nóvember Gamla Svíagrýlan „Svíar virðast ekki elska okk- ur jafnmikið og hinir.“ GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐ- HERRA. Morgunblaðið 20. nóvember „Það er ágætt að gleyma sér bara í bókavertíðinni og sleppa því að hugsa um þjóðfélagsástandið. Afneitun getur verið ágæt, ef hún er ekki í of stórum skömmt- um,“ segir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur, en í síðustu viku kom út bók hennar Ég skal vera Grýla – Margrét Pála Ólafsdóttir í lífsspjalli. „Ferðalagið um ævi og ástir Möggu Pálu var ótrúlega fróðlegt og upplífgandi. Talandi um konu sem fólk ætti að taka sér til fyrirmyndar þegar neikvæðni og bölsýni ætlar allt lifandi að drepa,“ segir Þórunn Hrefna. „Við stöllur erum báðar mjög hamingjusamar með bókina og höfum fengið jákvæð viðbrögð úr öllum áttum. Beiðnir um að lesa upp úr henni fyrir bókaorma eru þónokkrar og við tökum þeim auðvitað ljúfmannlega, enda eru upplestrarnir partur af skemmtuninni.“ Þórunn Hrefna segist ekki kvíða því að bókin rati ekki til sinna þó að kreppa ríki á landinu. „Ég hef heyrt að nú seljist bækur sem aldrei fyrr, enda er mun ódýrara að kaupa sér nokkrar bækur en að fara til Tenerife og borga þúsundkall fyrir kaffibollann. Ýmsir sálnahirðar hafa líka sagt okkur það sem við vissum fyrir; að þegar við sitjum í rústum hins veraldlega þá sé besta ráðið að auðga andann og byggja sjálfan sig upp. Mölur og ryð fá ekki grandað því sem góðar bækur skilja eftir sig.“ „Sjálf er ég á kafi í lestri eins og alltaf á þessum árstíma. Við litla fjölskyldan vorum svo ljón- heppin að fá léðan bústað við Þingvallavatn og þangað ætlum við um helgina. Þó að ég sé áhugamanneskja um svokallaðar sumarbústaðabókmenntir, það er að segja bækur sem skildar eru eftir í bústöðum og geta verið stórbrotinn samtíningur, þá held ég að ég taki með mér góðan stafla af glænýj- um íslenskum.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞÓRUNN HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR Á ferðalagi um ástir og ævi Möggu Pálu „Það má segja að anarkist- inn í mér sé að fullu vakn- aður,“ segir Margrét Kristín Blöndal tónlistarmaður um ástandið í íslensku þjóðfélagi. „Ég opna augun hvern dag og ég trúi því bókstaflega ekki að þessi ríkisstjórn sitji enn. Ég verð að segja að það dettur alveg yfir mann í tíma og ótíma nú um mundir því ég botna bara alls ekki í því hvernig þessi leikaraskapur stjórnvalda getur haldið svona endalaust áfram. Enginn ætlar að taka ábyrgð á þeim ruddakapítal- isma sem hér hefur ríkt, með meira en fullu samþykki yfirvalda, árum saman. Við höfum búið við stjórn manna sem nú hafa algjörlega misst niður um sig buxurnar. Og þeir ætla sér að sitja áfram svona líka buxnalausir! Það sama má segja um fyrrverandi ofurhetjurnar í bönkunum. Að þetta fólk skuli voga sér að ætla að viðhalda þessu kapítalíska kerfi sem er þegar hrunið finnst mér með ólíkindum. Það er algjört akútmál að ríkisstjórnin og seðlabankastjórnin segi af sér. Og það strax. Valdið til fólksins! Lifi hugarfarsbyltingin!“ SJÓNARHÓLL ÁSTANDIÐ Á ÍSLANDI Burt með rudda-kapítalismann MARGRÉT KRISTÍN BLÖNDAL Tónlistar- maður og anarkisti. „Þessa dagana nota ég flest kvöld til að læra,“ segir Algirdas sem stundar fjarnám við Menntaskólann á Ísafirði. „Nám- skeiðið kallast samfélags túlkun og þar lærum við meðal annars samfélagsfræði, stjórnmálafræði og upplýsinga- tækni. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta mjög skemmtilegt en ég er að reyna að bæta íslensku- kunnáttu mína. Annars er nóg að gera í vinn- unni, sem betur fer og þegar ég er ekki að vinna eða læra reyni ég að verja tíma með fjölskyldunni.“ Algirdas Slapikas Stundar fjarnám við MÍ „Um síðustu helgi fór ég á Ekvador- sýninguna í Bóka- safni Kópavogs og sá þar meðal annars þurrkað höfuð af galdramanni, boga og örvar með eituroddum,“ segir Charlotte. „Svo heimsótti ég ömmu- systur mína og eyddi sunnudeginum í að elda súpu og baka brauð. Þar sem ég er búin að selja bílinn minn ákvað ég að kaupa mér strætókort. Ég var glöð að sjá strætó fullan af fólki. Það pirrar mig þó enn hvað það líður langt á milli strætóferða. Annars er ég mjög spennt vegna þess að foreldrar mínir eru búnir að bóka flug til Íslands.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier Seldi bílinn og fékk strætókort „Ég sakna þess að geta ekki fengið hefðbundinn marokkóskan mat,“ segir Rachid. „Marokkó er ekki ríkt land en þar er maturinn mjög góður. Kúskús er til dæmis hefðbundinn marokkósk- ur matur og Ird eru pönnukökur fylltar með kjúklingi og kryddjurtum. Ég veit að það er hægt að fá flest þessi krydd hér á Íslandi en ég kann ekki að búa til réttar kryddblöndur í þessa rétti. Samt erum við hjónin dugleg að elda marokkóskan mat og þá notum við helst marokkóskan tajine-pott þar sem maturinn er eldaður frekar hægt og lengi.“ Rachid Benguella Eldar marokkósk- an mat Ágúst Kvaran ætlar að hlaupa 250 kílómetra á sjö dögum í sandinum í Sah- ara-eyðimörkinni. Hann hleypur með matarbirgðir og útilegugræjur í um og yfir 40 stiga hita í viku og fær aðeins tíu lítra af vatni á dag. Það verður að duga. Frakkar standa fyrir þessu hlaupi og það heitir Sandmaraþonið. Þetta er árlegt hlaup og ég kalla það áfangahlaup því að það er hlaupið í sex áföngum í heila viku. Hlaupið breytist alltaf milli ára, það er aldrei farin sama leiðin. Maður fær ekki vitneskju um hlaupaleiðina fyrr en daginn áður en hlaupið byrjar,“ segir Ágúst Kvaran ofur- hlaupari. Sandmaraþonið fer fram í Sah- ara-eyðimörkinni næsta vor. Fyrstu þrjá dagana eru hlaupnir 30-40 kíló- metrar á dag. Fjórða og fimmta daginn er ofurmaraþon á bilinu 75- 80 kílómetrar að lengd. Fimmta hlaupið er á sjötta degi og þá er hefðbundið maraþon, 42,2 kílómetr- ar. Síðasta daginn hlaupa menn sig niður með því að fara 15-20 kíló- metra. „Samanlagt gerir þetta um 250 kílómetra,“ segir hann, „og hlaupið fer alltaf fram í Sahara-eyðimörk- inni í suðaustur-hluta Marokkó,“ segir þessi 56 ára ofurhlaupari. Þátttakendur þurfa að vera með áttavita en merkingar eru þó á hálfs kílómetra fresti. „Þeir lentu í vandræðum fyrir nokkrum árum þegar einn hlauparinn villtist og var nærri dauða en lífi þegar hann fannst. Þeir hafa verið varkárir síðan.“ Undirlagið er misjafnt. Bæði er hlaupið á dæmigerðum eyði- merkursandi og svo má búast við að undirlagið geti orðið grófara og jafnvel að leiðin liggi um fjall- lendi. Flest hlaupin byrja klukk- an níu á morgnana en lengsta hlaupið nær yfir nótt og þá er leysigeisla beint upp í loftið til þess að hlaupararnir sjái stefn- una. „Stóra málið er að maður ber matarbirgðir með sér allan tím- ann. Maður verður að hlaupa með bakpoka með mat fyrir heila viku og lágmarksbúnað til að elda. Og svo verður maður að bera bak- poka, og dýnu ef maður vill sofa á dýnu, en þeir útvega tjald og vatn enda eins gott. Við fáum tíu lítra af vatni á sólarhring og það verð- ur að duga en við fáum þó viðbót- arvatn á ákveðnum stöðum í sjálfu hlaupinu,“ segir hann. Hlaupið fer fram í lok mars og byrjun apríl. Hlaupararnir skipta hundruðum, flestir frá Frakk- landi og Bretlandi. Ágúst er á kafi í undirbúningi, hleypur um 100 kílómetra á viku, oft með stuðningsmönnum sínum og félögum í Hlaupasamtökum lýð- veldisins, og ætlar að ná hámark- inu mánuði fyrir hlaupið með 120-140 kílómetrum á viku. Mesta málið segir hann hitastigið, það geti farið upp í 46 gráður og niður í sjö stig. Undirbúningurinn felst í því að hlaupa kappklæddur með byrði á bakinu og jafnvel inni. „Sandstormur getur skollið á og þá eru skýr fyrirmæli um að stoppa,“ segir Ágúst. ghs@frettabladid.is Hleypur 250 km í Sahara-eyðimörk MEÐ MATARBIRGÐIRNAR Í BAKPOKA „Stóra málið er að maður ber matarbirgðirnar með sér allan tímann,“ segir Ágúst Kvaran ofurhlaupari sem ætlar að hlaupa 250 kílómetra í um og yfir 40 stiga hita í Sahara-eyðimörkinni í Marokkó. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KAUPTHING FUND Société d'Investissement à Capital Variable Registered office: 14, boulevard Royal, L-2449 Luxembourg R.C.S. Luxembourg B 96 002 NOTICE The shareholders of KAUPTHING FUND are hereby informed that the Board of Directors of the Sicav has decided, with effect on 10 th October 2008, to appoint CONVENTUM ASSET MANAGEMENT as management company of KAUPTHING FUND. The shareholders of KAUPTHING FUND - GLOBAL EQUITIES, KAUPTHING FUND - NORDIC GROWTH and KAUPTHING FUND - SWEDISH GROWTH are further informed that the Board of Directors of the Sicav has decided, with effect on 1 st January 2009, to change the cut- off time for subscriptions/redemptions/conversions of the Sub-Funds KAUPTHING FUND - GLOBAL EQUITIES, KAUPTHING FUND - NORDIC GROWTH and KAUPTHING FUND - SWEDISH GROWTH so that applications for subscriptions/redemptions/conversions of shares received before 12 p.m. on a Valuation Day are treated on the basis of the Net Asset Value as determined on such Valuation Day. The shareholders of KAUPTHING FUND - GLOBAL VALUE are further informed that the Board of Directors of the Sicav has decided, with effect on 15 th October 2008, to close the ISK share class of KAUPTHING FUND - GLOBAL VALUE. This decision was taken due to the recent devaluation of ISK. Payment to shareholders will be effected as soon as the assets will have been realised. Payment to shareholders may be done in one or several tranches. The sums payable in respect of shares not presented for reimbursement at the liquidation of the said share class will be deposited at the custodian bank for a period not exceeding nine months as from the date of liquidation. After this deadline, the assets will be deposited with the "Caisse de Consignation" in Luxembourg for the benefit of the persons entitled thereto. The shareholders of KAUPTHING FUND - US BOND are further informed that the Board of Directors of the Sicav has decided, with effect on 21 st November 2008, to close the sub-fund. This decision was taken due to the small size of the Sub-Fund. Meanwhile, the Board of Directors has decided not to continue accepting redemption orders for the said sub-fund. Payment to shareholders will be effected as soon as the assets will have been realised. Payment to shareholders may be done in one or several tranches. The sums payable in respect of shares not presented for reimbursement at the liquidation of the said sub-fund will be deposited at the custodian bank for a period not exceeding nine months as from the date of liquidation. After this deadline, the assets will be deposited with the "Caisse de Consignation" in Luxembourg for the benefit of the persons entitled thereto. The sums payable in respect of shares may be requested at the following Paying Agents Luxembourg BANQUE DE LUXEMBOURG 14, boulevard Royal L-2449 LUXEMBOURG Iceland Kaupthing Bank hf Borgartún 19 IS-105 Reykjavik Iceland The shareholders of KAUPTHING FUND are further informed that the Board of Directors has decided, with effect on 21 st December 2008, to: appoint KAUPTHING FONDER AB as Investment Manager of KAUPTHING FUND - GLOBAL EQUITIES. amend the investment policy of KAUPTHING FUND - GLOBAL VALUE as follows: The Sub-Fund mainly invests in equity securities of medium and smaller companies worldwide with the aim to outperform its benchmark, the Morgan Stanley Capital International World Index (MSERWI). In addition, when an investment opportunity arises, the Sub-Fund may invest on an ancillary basis in UCITS and / or other UCIs within the limits as described under Chapter 5 of the present prospectus, as well as ETF. From 21 st November 2008 to 20 th December 2008, the shareholders of KAUPTHING FUND - GLOBAL EQUITIES and KAUPTHING FUND - GLOBAL VALUE may ask for the redemption of their shares free of charge. An up-dated prospectus of the KAUPTHING FUND is available at the registered office. The Board of Directors Luxembourg, 21 st November, 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.