Fréttablaðið - 21.11.2008, Page 24

Fréttablaðið - 21.11.2008, Page 24
MUSIK.IS er vefur þar sem hægt er að finna upplýsingar um fjölda tónlistar- skóla á Íslandi sem og í öðrum löndum. Á vefnum má einnig finna námsefni, söngtexta, gítargrip og upplýsingar um stök námskeið. Um áramótin mun Endurmennt- un Háskóla Íslands taka inn nýnema á sjö námsbrautir, þar af tvær nýjar. Endurmenntun HÍ býður sem fyrr fjölda námsbrauta sem sniðnar eru að þörfum þeirra sem sinna fullu starfi en vilja bæta við sig hagnýtu námi á háskólastigi. Námsbrautin Verkefnastjórnun – Leiðtogaþjálfun hefur notið gífur- legra vinsælda undanfarin ár og hefst á ný á vormisseri. Sama er að segja um námsbrautirnar rekstrar- og viðskiptanám og mannauðsstjórnun sem allar verða í boði í fjarnámi. Tvær nýjar námsbrautir hefjast einnig á vor- misseri en það eru breytinga- stjórnun og kostnaðarstjórnun- og greining. Jafnframt verða teknir inn nýnemar í Þjónustustjórnun og Gæðastjórnun. Tekið er við umsóknum til 24. nóvember. - þlg Nýjar námsbrautir hjá Endurmenntun Endurmenntun Háskóla Íslands býður spennandi námsleiðir fyrir þá sem kjósa hag- nýtt háskólanám með fullu starfi. Streitulosandi og bjartsýnisgef- andi öndunartækni er nú kennd á námskeiði í Varmárskóla. Art of Living-samtökin standa fyrir öndunarnámskeiði í Varmár- skóla í Mosfellsbæ dagana 20. til 25. nóvember. Öndunartæknin hefur gefið góða raun sem áfalla- hjálp, meðal annars í flóðunum í Asíu fyrir nokkrum árum og eftir hörmungarnar í stríðinu í Kosovo. Námskeiðið er kennt frá klukk- an 19 til 22 á virku dögunum, en frá 10 til 16 um helgina. Það eina sem hafa þarf meðferðis er jóga- motta, teppi, þægilegur klæðnað- ur og vatnsflaska. Verð á námskeiðið er lækkað vegna ástandsins í þjóðfélaginu og fólk hvatt til að mæta. - þlg Andað af bjartsýni Margir þjást nú af streitu í íslenskum veruleika, en nota má öndunartækni til að losa um streitu og auka bjartsýni. Tæknimenntaskólinn • Almenn námsbraut • Náttúrufræðistúdent - Flugtækni • Náttúrufræðistúdent - Skipstækni • Náttúrufræðistúdent - Raftækni • Náttúrufræðistúdent - Véltækni • Stúdentspróf af list- og starfsnámsbrautum • Tæknistúdentspróf (frumgreinanám) Byggingatækniskólinn • Veggfóðrunar- og dúklagningabraut • Tækniteiknun • Múrsmíðabraut • Málarabraut • Húsgagnasmíðabraut • Húsgagnabólstrun • Húsasmíðabraut • Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Ný t Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.