Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 30
4 föstudagur 21. nóvember núna ✽ hvar fær maður svona gardínur? FLOTTUSTU STÍGVÉL Í HEIMI Þessi æðislegu lakkstígvél fást hjá Þráni skóara á Grettisgötunni. Það góða við skóna hjá Þráni er að fólk getur gengið að gæðunum vísum og svo er verðinu stillt í hóf. Það þarf því hvorki að gefa hand- legg eða nýra fyrir þessa! E dduverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðastliðið sunnudagskvöld. Þótt verð- launin væru örlítið smærri í sniðum en venjulega spillti það ekki gleðinni sem ríkti á hátíðinni. - mmj EDDUGESTIR VORU PRÚÐBÚNIR OG ELEGANT Glæsileg Rithöfundurinn Gerð- ur Kristný skartaði kjól frá Diane von Furstenberg en taskan er frá hinni ít- ölsku Prödu. MYNDIR/VALLI Hafnarfjarðartískan er appelsínugul Pacas og Beggi tóku sig vel út með Þorgerði Katrínu. Þau þrjú eiga það sameig- inlegt að búa öll í Hafnarfirði og því má velta fyrir sér hvort appelsínugulur sé nýi bæjarliturinn? Myndarlegt kærustupar Ilmur Kristjánsdóttir leikkona mætti með kærastanum, Magnúsi Viðari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Saga Film, á Edduna. Ilmur klæddist kjól og húfu frá hönnuð- inum Steinunni Sigurðardóttur en hún er einmitt systir Magnúsar Viðars. Allt í gríni Baggalúturinn Karl Sigurðsson mætti með Kastljósdrottningunni Elsu Maríu Jakobsdóttur sem skartaði flottustu sokkum norðan Alpafjalla. Hljómsveitarskvísur Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona er hér ásamt Ragnhildi Gísladóttur og Birki Kristinssyni. Þær stöllur eru saman í gamansveitinni Heimilistónum en lögin þeirra fá fólk til að brosa hringinn. Smarta fólkið Hin undurfagra Nadia Banine er hér með tvo stæðilega menn, Sigfús Sigurðs- son og Arnar Gauta Sverr- isson. Athafnamaðurinn Einar Bárðarson lætur ekki deigan síga þótt það kreppi að. Í síðasta mánuði skipti hann á íbúð sinni fyrir draumahúsið við Erlutjörn í Njarðvík. Þegar Einar er spurður að því hvort húsakaupin hafi ekki verið glap- ræði á tímum sem þessum segir hann í gríni að hann sé að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. „Þessi kaup voru búin að vera lengi í burðarliðnum, fólkið sem við keyptum af tók íbúðina okkar upp í. Í fyrra seld- um við hæð sem við áttum í Vesturbænum í Reykjavík og keyptum okkur íbúð sem við ætl- uðum bara að búa í í smá tíma. Núna vildum við taka skrefið til fulls,“ segir Einar og bætir því við að á Reykjanesinu fái fólk meira fyrir peninginn og Njarðvík sé í raun eins og úthverfi frá Reykjavík. „Við skoðuðum mikið af húsum víðs vegar hérna á svæðinu. Okkur leist svo vel á þetta hús því hér var allt tilbúið og við þurftum ekki að fara út í neinar æfing- ar. Það hentar vel þegar maður er að passa upp á þann litla aur sem maður á eftir í buddunni,“ segir Einar, alsæll í Njarðvík. Einar Bárðarson er fluttur í framtíðarhúsnæðið Heldur hjólum atvinnulífsins gangandi Erlutjörn Einar segir að í Njarðvík fái fólk mikið fyrir peninginn og það sé örstutt að fara í bæinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.