Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2008, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 21.11.2008, Qupperneq 33
21. nóvember líf unglinga. Hún segir að allar bloggsíðurnar sem hún hafi lesið hafi verið eins og himnasending hvað orðaforða og athafnir varðar. Spurð um næsta skref segir hún það fara svolítið eftir því hvern- ig þessi bók muni gera sig. „Ef vel gengur skrifa ég örugglega meira. Þessa dagana er ég að vinna að kvikmyndahandriti upp úr báðum bókunum með Júlíusi Kemp kvik- myndagerðarmanni. Stefnan er að gera kvikmynd eftir bókunum. Þetta er langt ferli og við erum í raun á byrjunarreit í handrits- vinnunni. Við erum að undirbúa handritsumsókn til Kvikmynda- sjóðs og svo er bara stíf keyrsla í skrifum fram undan.“ Það liggur beinast við að spyrja Ingibjörgu hvaða hlutverk hún ætli að leika í kvikmyndinni. „Ætli ég leiki ekki mömmuna, ef ekki það þá bara flottasta og mest djúsí hlutverk- ið, en þetta eru nú aðallega ungl- ingar,“ segir hún og hlær og bætir við. „Annars finnst mér skemmti- legast að leika krefjandi hlutverk þar sem ég þarf að grafa eftir til- finningum.“ Draumahlutverk? „Nei í raun- inni ekki. Aðallega að vinna í skemmtilegum verkefnum með góðu fólki. Fá að taka þátt og vera með. Það er ekki auðvelt að koma úr námi og hlaupa beint inn í leikhúsin eða inn í kvik- myndaheiminn. Leikarar á Ís- landi þurfa í mörgum tilfellum að sinna öðrum störfum með, þess vegna er hvert tækifæri dýrmætt. Ég er búin að taka leiklistarfer- ilinn í miklum hænuskrefum og það er ekki eins og tækifærin hafi alltaf gargað á mig. Ég hef þurft að hafa fyrir því að koma mér á framfæri. Maður sáir fræjum og þegar öllu er á botninn hvolft er það kannski það fallega við þetta allt, yndislegt að uppskera um síðir,“ segir hún. Líf Ingibjargar er þó ekki bara vinna og aftur vinna og fólk þarf að hafa tíma fyrir ævintýrin í líf- inu. Eitt slíkt átti sér stað í okt- óber þegar Ingibjörg gekk að eiga kærasta sinn til margra ára, Óskar Gunnarsson. „Þetta brúðkaup var svolítið í takt við mig. Ég fékk bónorð í apríl og við ákváðum að gifta okkur í október því þá varð maðurinn minn fertugur. Þetta var svolítið dæmigert fyrir mig en brúðkaupið var eiginlega vikuna eftir að allt fór til andskotans. Það hefur komið fyrir áður að allt sé í hasar og þá er ég í mesta stuðinu. Brúðkaupsveislan heppnaðist vel enda fannst fólki notalegt að geta fengið sér í aðra tána þegar allt var á öðrum endanum.“ Það þarf mjög lítið til að ég fari á innsogið. Ég er næstum óþægilega hrifnæm og verð daglega fyrir miklum áhrifum af öllu mögulegu í umhverfi mínu: Fólki, bókum, bíómyndum, málverkum, leikritum, tónlist, landslagi, fegurð, góðvild ... Þannig mætti lengi telja. Þess vegna hafa áhrifavaldarnir í lífi mínu bæði verið margir og margvíslegir. Þegar ég fer í leikhús eða bíó fylgja hughrifin mér iðulega heim og stundum líða margir klukkutímar þar til ég hef stigið almennilega út úr verkinu. Þetta hefur bæði kosti og galla. Líklega sá ég t.d. kvikmyndina The Sound of Music einum of oft á unglingsárunum og náði ekki nægi- legri raunveruleikatengingu á milli. Auðvitað getur verið ósköp gott að trúa á það góða í manneskjunni og að allt fari vel að lokum en söngvamynd frá Hollywood er kannski ekki besti und- irbúningurinn undir lífið. - mmj SÖNGVASEIÐUR Jónína Leósdóttir rithöfundur ÁHRIFA- valdurinn Ómissandi í nóvember: Myrkrið og jólaljósin í lok mánaðarins. Brakandi snilld!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.