Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 53
FÖSTUDAGUR 21. nóvember 2008 33
Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit
Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af
Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju
verður besta hljómsveit landsins með
efnisskrá sem helguð er helstu perlum
barokksins; sum þessara verka eru öllum
kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitar-
svíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt
Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón
Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr
barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas
Kraemer en einsöng syngur Dominique
Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur
um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd
sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í
Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri
sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni
sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór
víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu.
Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega
dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels
og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning
hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðar-
nefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn
í líf sitt.” Nýverið söng hún einsöng í H-moll
messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og
Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-
hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn
Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaun-
in árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni
Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari
sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-
flutningi.
Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni
bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með
yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á
bæ ekki allt ömmu sína.
Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30
og verður húsið opnað klukkustund fyrir
tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb
Barokk-popp í Langholti
TÓNLIST Dominque Labelle, yndisleg söngkona með
einstök tök á söngstíl barokktímans.
Andvari þessa árs er kominn út í ritstjórn Gunnars Stefánssonar.
Þar er haldið áfram þeim sið að birta
viðamiklar ritgerðir um liðna skörunga
og er það Kristinn Kristmundsson
sem fjallar að þessu sinni um Bjarna
Bjarnason sem lengst af var kenndur
við Laugavatn.
Tvær ritgerðir eru
í heftinu um Stein
Steinar, eftir Gunn-
ar Kristjánsson og
Guðmund Andra
Thorsson. Anna
Jóhannsdóttir og
Ástráður Eysteins-
son fjalla um
landslagsmálverkið
í íslenskum stofum, Gunnar Karlsson
kemur fram með nýstárlegan lestur
á Gunnarshólma, Gerður Steinþórs-
dóttir skrifar um Torfhildi Þ. Hólm og
sögulegu skáldsöguna. Tveir ritdómar
birtast í heftinu: um bréfasafn Jóns
Guðmundssonar sem kom út í fyrra
og Kristján B. Jónasson fjallar um
Ljóðhús eftir Þorstein Þorsteinsson.
Ritstjóri minnist Sigurbjarnar Einars-
sonar í pistli.
Hausthefti Skírnis er komið út í ritstjórn Halldórs Guðmundsson-
ar. Heftið geymir Skírnismál þar sem
þeir takast á Hannes Hólmsteinn og
Þorvaldur Gylfason, Þórarinn Eldjárn
á ljóð í heftinu og Gunnar J. Árnason
fjallar um mynd-
listarmanninn Hlyn
Hallsson. Meðal
ritgerða má nefna
umfjöllun Sveins
Einarssonar um
Guðmund Kamb-
an og birt eru tvö
bréf hans til Soffíu
Guðlaugsdóttur
leikkonu. Páll
Bjarnason fjallar
um tengsl Jónasar Hallgrímssonar
og Tómasar Sæmundssonar, Ingunn
Ásdísardóttir ritar um Freyjudýrkun á
Íslandi, Berglind Gunnarsdóttir skrifar
um skáldskap Halldóru B. Björnsson,
Guðni Th. Jóhannesson skrifar um
þorskastríðin og Ármann Jakobsson
og Hanna Björg Sigurðardóttir um
birtingarmyndir fötlunar í Íslend-
ingasögum. Heftið er um 200 síður í
Skírnisbroti. Hið íslenska bókmennta-
félag gefur út.
Síðasta hefti Tímarits Máls og menningar í ritstjórn Silju Aðal-
steinsdóttur er komið út, fjölbreytt
að efni. Þar birta
meðal annars
Vilborg Dagbjarts-
dóttir, Böðvar
Guðmundsson,
Þröstur Haralds-
son, Valgarður
Egilsson, Snærós
Sindradóttir og
Sverrir Norland
ljóð. Þorleifur
Hauksson skrifar grein um samband
Davíðs Stefánssonar og Þóru Vigfús-
dóttur, en ævisaga Davíðs eftir Friðrik
G. Olgeirsson er ritdæmd í heftinu.
Þar birtast einnig yfirlitsgreinar um
ljóðskáldaævir og smásögurit frá í
fyrra. Auk þess er í heftinu margvís-
legt efni um menningarvettvanginn,
stök rit auk texta eftir sagnaskáld.
Heftið er 144 síður.
NÝ TÍMARIT
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is