Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 58
38 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Harðjaxlinn Heiðar Helguson var enn á Möltu, þar sem hann
skoraði eina mark Íslands í vináttulandsleik í fyrradag, þegar
Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann hefur ákveðið
að ganga í raðir Coca Cola Championship-deildarfélagsins
QPR á lánsamningi frá úrvalsdeildarfélaginu Bolton til
loka janúar. Heiðar hefur til þessa ekki fengið mörg
tækifæri til að spreyta sig undir stjórn Gary Megson
hjá Bolton og hefur stöðugt verið orðaður við félög
á borð við Charlton, Watford, Sheffield United,
Nottingham Forest en QPR varð á endanum fyrir
valinu.
„Ég var hættur að taka eftir því að verið væri
að orða mig við hin og þessi félög þar sem
þetta var orðinn nánast daglegur viðburður.
Þetta dæmi með QPR kom fyrst upp fyrir
svona hálfum mánuði síðan en svo kom
eitthvað bakslag í þetta fyrir viku eða svo og
þá leit út fyrir að ekkert yrði af þessu. Þetta
var svo allt í einu komið aftur á í gær og ég er
bara ánægður með það. Fyrst stóð til að þeir ætluðu að kaupa
mig en þar sem ég hef ekki spilað reglulega í nokkuð langan
tíma þá vildu þeir til að byrja með fá mig á láni og svo kemur
bara í ljós hvað verður í janúar. Það fer bara eftir því hvernig
maður stendur sig,“ segir Heiðar.
Heiðar viðurkennir að hann geti varla beðið eftir því að fara að
spila reglulega á ný eftir að hafa þurft að verma tréverkið löngum
stundum hjá Bolton.
„Það þýðir ekki að sitja bara á afturendanum og horfa á aðra
spila fótbolta hvern einasta laugardag. Það er ekkert varið í
það. Ég er því gríðarlega spenntur yfir þessu tækifæri og vonast
náttúrulega til þess að fá að spila sem mest. Ég hef spilað mikið
í þessari deild með Watford og átti frábæran tíma þar og ég veit
alveg út á hvað þetta gengur. Það verður ekkert sem kemur
mér á óvart þar en deildin er reyndar alltaf að verða sterkari
og sterkari,“ segir Heiðar sem verður að öllum líkindum
í leikmannahópi QPR gegn sínum gömlu félögum
í Watford á laugardaginn.
HEIÐAR HELGUSON: Á LÁNI TIL QPR TIL LOKA JANÚAR MEÐ MÖGULEIKA UM AÐ GANGA Í RAÐIR FÉLAGSINS EFTIR ÞAÐ
Það þýðir ekkert að sitja bara á afturendanum
Subwaybikar karla í körfub.
Snæfell-KR 73-79 (43-49)
Stig Snæfells: Sigurður Á Þorvaldsson 26, Jón
Ólafur Jónsson 16, Hlynur Bæringsson 14 (14
frák.), Slobodan Subasic 10, Atli Rafn Hreinsson
3, Magni Hafsteinsson 2, Gunnlaugur Smárason
2.
Stig KR: Jakob Örn Sigurðarson 27, Jón Arnór
Stefánsson 22 (5 frák. 4 stoðs.), Fannar Ólafsson
10 (9 frák.), Helgi Már Magnússon 6, Darri Hilm-
arsson 4, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 3, Baldur Ólafsson 2, Jason
Dourisseau 2.
FSu-Þór Ak. 55-63 (34-34)
N1-deild karla í handbolta
Valur-Stjarnan 28-22 (14-11)
Mörk Vals (skot): Arnór Gunnarsson 8/5 (12/5),
Elvar Friðriksson 7 (13), Sigurður Eggertsson 6
(7), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Heimir Örn Árnason
2 (4), Ingvar Árnason 1 (1), Sigfús Sigfússon 1
(3), Gunnar Harðarson (1)
Varin skot: Ólafur Gíslason 2 (7/1) 22%, Pálmar
Pétursson 16/1 (31/1) 52%
Hraðaupphlaup: 1 (Sigurður)
Fiskuð víti: 5 (Sigurður 3, Elvar, Orri)
Utan vallar: 10 mín
Mörk Stjörnunnar (skot): Fannar Friðgeirsson
6/1 (11/2), Hermann Björnsson 5 (7), Guðmund-
ur Guðmundsson 3 (9/1),Ragnar Helgason 2 (2),
Kristján Kristjánsson 2 (3), Fannar Þorbjörnsson
1 (3), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Daníel Ein-
arsson 1 (1), Gunnar Jóhannsson 1 (1), Jón Arnar
Jónsson (2), Hrafn Ingvarsson (1)
Varin skot : Styrmir Sigurðsson 9 (27/4) 33%,
Árni Þorvarðarson 4 (14/1) 28%
Hraðaupphlaup : 2 (Kristján, Jón Heiðar)
Fiskuð víti : 3 (Fannar 3)
Utan vallar : 2 mín
Dómarar : Arnar Sigurjónsson og Svavar Ó.
Pétursson. Voru sæmilegir
ÚRSLIT
HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn
Arnór Atlason mun leggjast undir
hnífinn næsta þriðjudag vegna
þrálátra meiðsla í hné.
Það er liðþófinn sem er að
trufla Arnór en hann meiddist á
sama liðþófa fyrir ári síðan.
„Meiðslin uppgötvuðust eftir
Makedóníuleikina í sumar en það
var eðlilega ekkert gert út af
Ólympíuleikunum. Ég hef nú
ekkert verið sárþjáður en síðustu
tvær vikur hafa verið erfiðar og
ég verð því að láta laga þetta,“
sagði Arnór sem stefnir að því að
vera kominn aftur í slaginn 7.
febrúar er lið hans, FCK, mætir
GOG í dönsku deildinni.
Arnór verður því ekki með
íslenska landsliðinu gegn
Þjóðverjum í lok mánaðarins og
getur heldur ekki tekið þátt í
landsliðsverkefnunum í janúar.
- hbg
Meiðsli hrjá landsliðsmenn:
Arnór á leið
undir hnífinn
ARNÓR Einn margra landsliðsmanna
sem eru meiddir þessa dagana.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Gunnar
Kristjánsson hefur ákveðið að
ganga á ný í raðir uppeldisfélags
síns, KR, eftir að verða laus allra
mála hjá Vikingi þar sem hann
hefur verið undanfarin tvö ár.
Gunnar skrifaði undir samning
við KR út leiktíðina árið 2010.
Hinn tuttugu og eins árs gamli
Gunnar hefur leikið með öllum
yngri landsliðum Íslands og vann
sér jafnframt sæti í landsliðshópi
Eyjólfs Sverrissonar fyrir leikina
gegn Liechtenstein og Svíþjóð í
undankeppni EM 2008. - óþ
Gunnar Kristjánsson:
Kominn aftur
í herbúðir KR
KOMINN HEIM Gunnar Kristjánsson
skrifaði undir samning við KR í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Norskir fjölmiðlar
greindu frá því í gærkvöld að
ellefu af fjórtán félögum í norsku
úrvalsdeildinni hafi brotið reglur
um skráningu á í það minnsta
tuttugu leikmönnum í leyfiskerfi
norska knattspyrnusambandsins
á nýafstöðnu keppnistímabili.
Noregsmeistarar Stabæk eru
þar sagðir ekki hafa staðið sig við
skráningu á fjórum leikmönnum
og er Pálmi Rafn Pálmason einn
þeirra. Annar Íslendingur er
einnig á listanum en það er Birkir
Már Sævarsson hjá Brann.
Málið er allt hið skrýtnasta og
verður að teljast ólíklegt að
eitthvað verði frekar aðhafst í því
þar sem svo mörg félög hafi ekki
farið að settum reglum - óþ
Leyfiskerfavandræði í Noregi:
Birkir og Pálmi
voru ólöglegir
> ÍM í sundi hófst í gærkvöld
Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í
Laugardalslaug í gærkvöld en mótið stendur fram á
sunnudag. Þarna er samankomið flest af okkar besta
sundfólki sem mun reyna við Íslandsmet sem og reyna
að ná lágmörkum fyrir Evrópumeistara-
mótið í 25 metra laug. Mótið hófst í gær
á 800 metra skriðsundi kvenna þar sem
Ólympíufarinn Sigrún Brá Sverrisdóttir úr
Sunddeild Fjölnis fór með sigur úr býtum
á tímanum 8 mínútur 58,57 sekúnd-
ur. Tími Sigrúnar nægði þó ekki til
þess að slá Íslandsmet Ingibjargar
Arnardóttur úr Sundfélaginu Ægi,
8 mínútur 53,83 sekúndur, sem
sett var árið 1992.
KÖRFUBOLTI KR-ingar héldu sigur-
göngu sinni áfram og eru komnir
áfram í 16 liða úrslit Subway-bik-
ars karla eftir að hafa slegið bik-
armeistarana út á þeirra eigin
heimavelli í Stykkishólmi í gær.
KR vann 79-73 í spennandi leik
þar sem KR-liðið var með frum-
kvæðið stærsta hluta leiksins en
Snæfellingar voru með í leiknum
allt til enda.
„Þetta var erfiður sigur því
Snæfell er með gott lið. Þeir eru
með stórt lið og það reyndist okkur
erfitt í vörninni. Við hefðum vissu-
lega getað spilað betur en þetta er
bikarkeppni og þar er sigurinn
það eina sem skiptir máli,“ sagði
KR-ingurinn Jón Arnór Stefáns-
son eftir leik. Hann og Jakob
þurftu að taka af skarið í þessum
leik og voru bestu menn liðsins.
„Þetta var kannski svolítið ein-
hæft um tíma en við reyndum bara
að keyra á körfuna og vera leið-
togar og stýra þessu liði til sig-
urs,“ sagði Jón Arnór.
Snæfellingar byrjuðu mjög vel
og þetta leit ekkert alltof vel út
fyrir KR í upphafi þegar þeir voru
komnir fimm stigum undir, Jason
Dourisseau var kominn útaf með
þrjár villur og KR-bekkurinn
komin með tæknivillu fyrir mót-
mæli. Jón Ólafur Jónsson skoraði
9 fyrstu stig Hólmara sem voru í
fínum gír. Jakob Örn Sigurðarson
og Jón Arnór Stefánsson sýndu þá
hversu þeir eru magnaðir og komu
KR hreinlega aftur inn í leikinn,
fyrst Jakob með 12 stigum á fyrstu
sjö mínútum fyrsta leikhluta og
svo Jón Arnór með því að skora 7
stig á einni mínútu. Það var hins
vegar Darri sem kom KR yfir í lok
fyrsta leikhluta með sóknarfrá-
kasti og laglegri körfu um leið og
leiktíminn rann út. KR var komið í
gang, hafði tökin í öðrum leikhluta
og leiddi með sex stigum í hálf-
leik, 43-49.
Snæfellingar voru ekki á því að
gefast upp og það tók þá aðeins
tvær og hálfa mínútu að jafna leik-
inn í seinni hálfleik. KR-ingar
voru áfram aðeins á undan en
heimamenn gáfu ekki eftir og
allur seinni hálfleikurinn var mjög
spennandi. Jón Arnór Stefánsson
var mjög áræðinn í lokaleikhlut-
anum og kom hlutunum á hreyf-
ingu í lokaleikhlutanum með því
að fara sterkt á körfuna. Afmælis-
barnið Fannar Ólafsson skoraði
líka sex mikilvæg stig á þessum
tíma og átti góðan leik.
KR-ingar voru sterkari á loka-
sprettinum og lönduðu sigrinum
þrátt fyrir að leyfa sér að klikka á
fjórum vítum á lokamínútunni.
„Þetta spilaðist eins og við vild-
um en við náðum bara ekki að
klára þetta í lokin. Mér fannst ekk-
ert að vörninni en Jón og Jakob
voru að hitta þvílíkt vel í fyrri
hálfleik og þeir eru erfiðir. Við
áttum möguleika á að vinna leik-
inn og við töluðum um það fyrir
leikinn að þar vildum við vera,“
sagði Sigurður Þorvaldsson, annar
þjálfara Snæfells og besti maður
liðsins, með 26 stig. Sigurður sér
framfarir hjá sínum mönnum.
„Liðið er á réttri leið og það er allt
annað að sjá sóknina hjá okkur
eftir að hún var búin að vera mjög
stirð framan af vetri. Við erum
samt ekki alveg nógu klárir í að
klára leikina í vetur og þá sérstak-
lega hérna á heimavelli,“ sagði
Sigurður að lokum. Hlynur Bær-
ingsson var einnig sterkur að
vanda en Slobodan Subasic, sem
lék sinn fyrsta leik í gær, er ekki í
leikæfingu og þarf tíma til þess að
hjálpa liðinu meira en hann gerði í
gær. ooj@frettabladid.is
Jón og Jakob voru erfiðir
KR-ingar slógu bikarmeistara Snæfells út úr bikarkeppninni í Stykkishólmi í
gær og eru komnir áfram í sextán liða úrslit eftir 73-79 sigur í spennandi leik.
HART BARIST Snæfellingar veittu KR-ingum harða keppni í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í
gærkvöld en bikarmeistararnir urðu að lokum að sætta sig við 73-79 tap og KR er því
komið áfram í 16 liða úrslit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Það var vel mætt í Vod-
afonehöllina að Hlíðarenda í gær-
kvöldi þegar Valur og Stjarnan
mættust í N1-deild karla. Leikur-
inn var jafn og spennandi í fyrri
hálfleik en í þeim síðari stungu
Valsmenn af og unnu að lokum
öruggan sigur gegn fremur lán-
lausum Stjörnumönnum.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
jafn eins og áður segir. Stjörnu-
menn byrjuðu betur og náðu
tveggja marka forystu en þá lok-
uðu Valsmenn vörninni, skoruðu
sex mörk í röð og sóknarleikur
Stjörnunnar virtist frekar ráða-
laus. Valsmenn náðu þó ekki að
hrista Stjörnuna alveg af sér og
var munurinn þrjú mörk í hálf-
leik 14-11.
Í upphafi síðari hálfleiks virtist
sem Stjörnumenn ætluðu að halda
í við Valsmenn en þegar Pálmar
Pétursson fór í gang í marki Vals-
manna héldu þeim engin bönd og
þeir náðu góðu forskoti sem þeir
héldu allt til enda. Stjörnumenn
voru í stökustu vandræðum í
sínum sóknarleik allan leikinn og
helst fyrrum Valsmaðurinn
Fann ar Friðgeirsson sem ógnaði
af viti.Mestur varð munurinn átta
mörk en lokatölur voru 28-22.
„Pálmar kom sterkur inn í
markið í dag og vörnin var allt í
lagi. Við höfum ekki verið að fá á
okkur mjög mikið af mörkum
sem er jákvætt, sérstaklega þar
sem við eigum Sigfús Sigurðsson
inni. Það vantaði kannski aðeins
upp á hraðann hjá okkur, en það
var margt jákvætt í dag,“ sagði
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, og bætti við:
„Við eigum tvo erfiða leiki eftir
í deildinni fram að jólum og svo
einn bikarleik. Umgjörðin í dag
var frábær, mig langar að hrósa
stjórninni og Valsmönnum fyrir
það. Við erum enn ósigraðir á
heimavelli í vetur og það er auð-
vitað gott mál,“ sagði Óskar
Bjarni að lokum. - sjj
Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með Stjörnuna í N1-deild karla í handbolta í gærkvöld:
Valsmenn komnir á toppinn í deildinni
ÖFLUGUR Elvar Friðriksson átti fínan leik
fyrir Valsmenn í gærkvöld og skoraði
sjö mörk í 28-22 sigri heimamanna í
Vodafonehöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI