Fréttablaðið - 21.11.2008, Síða 62
42 21. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. nautasteik, 6. í röð, 8. fornafn, 9.
bókstafur, 11. leita að, 12. slagorð,
14. hrópa, 16. pípa, 17. ennþá, 18.
óðagot, 20. tveir eins, 21. svara.
LÓÐRÉTT
1. viðlag, 3. umhverfis, 4. gróðra-
hyggja, 5. af, 7. endurröðun, 10. raus,
13. gerast, 15. sálar, 16. iðka, 19.
sjúkdómur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. buff, 6. tu, 8. mér, 9.
emm, 11. gá, 12. frasi, 14. öskra, 16.
æð, 17. enn, 18. fum, 20. dd, 21.
ansa.
LÓÐRÉTT: 1. stef, 3. um, 4. fégirnd, 5.
frá, 7. umröðun, 10. mas, 13. ske, 15.
anda, 16. æfa, 19. ms.
„Skyndibitastaðurinn er Culia-
can þar sem ég fæ mér yfirleitt
búrrító með kjúklingi, en fínni
staður er Argentína.“
Bergling Richardsdóttir, hár-og förðunar-
meistari og eigandi www.netbud.is.
Íslenska fyrirtækið Caoz kom
að hönnun gervisins sem
Stefán Karl Stefánsson not-
ast við í leiksýningunni How
the Grinch stole Christmas,
eða Hvernig Trölli stal jólun-
um, eftir Dr. Seuss. Sýning-
in er nú sýnd fyrir fullu
húsi í Baltimore. Sýningin
hefur fengið frábæra dóma
en leikarinn líkir umfang-
inu við stórt rokksjóv.
Gagnrýnendur hafa
tekið Stefáni opnum
örmum í stærstu dag-
blöðum Baltimore og
lofsungið frammistöðu
hans. Leikarinn var að
sjálfsögðu himinlifandi
með viðtökurnar. Segir
ánægjulegt hversu vel Bandaríkja-
menn hafi tekið „íslenskum“
Trölla. „Þetta er auðvitað amer-
ísk klassík og fólkið þekkir
verkið mjög vel,“ segir Stefán,
Sýningin er ógnarstór
að umfangi. Stefán segir
að ferðast sé með hana í
ellefu trukkum. Til að
gefa gleggri mynd af
stærðinni er bara starfs-
fólkið ferjað um í tveim-
ur langferðabifreiðum. Áætlaður
kostnaður við þennan „túr“ er sagð-
ur vera fimm milljónir dollara.
Miðað við gengi dollarans í dag eru
það rúmar sjö hundruð milljónir
íslenskra króna.
Sýningu lýkur í Baltimore í
næstu viku og fer þaðan í eitt virt-
asta og stærsta leikhús Boston, Citi
Performing Arts Center. Ferðalag-
inu lýkur síðan, vonandi, á Broad-
way snemma á næsta ári. Stefán
segir þetta mikið puð. Hann sýni
fjórtán til sextán sýningar á viku
og það taki mikið á. „Þetta er eins
og spila tvo fótboltaleiki á dag. Það
er hins vegar hugsað vel um okkur.
Maður er með sinn aðstoðarmann
og síðan er sérstakur kokkur sem
eldar ofan í okkur.“ - fgg
Grinch er eins og stór rokksýning
„Ég hlakka mikið til. Ef maður
fær frítíma reynir maður að skoða
píramídana en það verður bara að
koma í ljós,“ segir sjónvarpskon-
an Ragnhildur Steinunn Jónsdótt-
ir sem er á leiðinni á kvikmynda-
hátíð í Egyptalandi til að kynna
myndina Astrópíu. Flýgur hún í
dag til höfuðborgarinnar Kaíró
þar sem hátíðin fer fram og dvel-
ur þar í fimm daga.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
Ragnhildur kynnir Astrópíu á
erlendri grundu en myndin var
sýnd hér heima í fyrra við miklar
vinsældir. „Þeir eru búnir að fara
út og suður með myndina. Leik-
stjórinn var síðast í Texas og ég
ætlaði að koma með en komst ekki
vegna þess að tökur á þættinum
mínum voru á sama tíma,“ segir
hún og á þar við sjónvarpsþáttinn
Gott kvöld. „Það hitti þannig á að
ég var að klára tökur í gær (mið-
vikudag) og átti nokkra daga eftir
af sumarfríinu sem ég gat nýtt.“
Ragnhildur hefur haft í nógu að
snúast síðustu daga við undirbún-
ing ferðarinnar. Síðast í gær sótti
hún nýjan og stórglæsilegan kjól
sem fatahönnuðurinn Birta
Björnsdóttir saumaði á hana, sem
hún mun klæðast í Kaíró. „Maður
verður að vera í einhverju
íslensku, það þýðir ekkert
annað.“
Þátturinn Gott kvöld verður
sýndur fram að jólum en hættir
þá göngu sinni. Ragnhildur segir
óvíst hvað taki þá við hjá sér.
„Þetta er búið að vera mjög
skemmtilegt en alveg ógeðslega
mikil vinna. Þetta var eins og að
vera búin í stóru prófi þegar við
kláruðum,“ segir Ragnhildur áður
hún heldur á vit ævintýranna. - fb
Ragnhildur Steinunn til Egyptalands
RAGNHILDUR STEINUNN Sjónvarpskonan knáa er á leiðinni til Kaíró, höfuðborgar
Egyptalands, til að kynna myndina Astrópíu.
MIKIÐ GERVI Gervið sem Stefán notast
við í sýningunni er hannað af Gunnari
Karlssyni hjá Caoz.
Í FANTAFORMI Stefán Karl
hefur fengið frábæra dóma
fyrir frammistöðu sína sem
Trölli. Sýningin fer í næstu
viku til Boston, svo Los Angeles
og endar loks á Broadway í
New York ef allt gengur að
óskum.
Björn Blöndal, sérfræðingur
og bassaleikari í Ham, býður til
kokkteilpartís nú um helgina. Er
það í tilefni bókar hans, Spessa
og hjónakornanna Auðar Jóns-
dóttur og Þórarins Leifssonar,
Forstjóri dagsins. Þar verður ýmis-
legt sér til gamans
gert en gestum gefst
færi á að láta mynda
sig með forstjóran-
um, sem er Björn, af
sjálfum Spessa og
fá svo myndina
senda í tölvu-
pósti.
Sænski rithöfundurinn Jens
Lapidus sat kvöldverðar-
boð á Fiskmarkaðnum
í boði Jóhanns Páls
Valdimarssonar
útgefanda og var til
þess tekið hversu vel
fór á með honum
og Einari
Kárasyni sem
er náttúr-
lega öllum
hnútum
kunnugur
í Skandin-
avíu.
Hörður Torfason og Raddir
fólksins boða enn til mótmæla á
Austurvelli á laugardag. Þar verða
ræðumenn, Hjalti Rögnvalds-
son, upplesari Íslands, les baráttu-
ljóð og Lúðrasveit Íslands blæs
ættjarðarlög. Víst er að þolinmæði
margra er að bresta vegna aðgerð-
arleysis yfirvalda – enginn ætlar
að taka ábyrgð. Orðið á götunni er
að nokkrir þeir sem teljast óvenju
harðir í horn að taka
ætli að efna til óeirða
á laugardag og er
mikill viðbúnaður
vegna þess orðróms
innan lögreglu. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fjórða serían af Idol-stjörnuleit
fer í loftið eftir áramót. Að sögn
Pálma Guðmundssonar, sjón-
varpsstjóra Stöðvar 2, verða
áheyrnarpróf haldin í janúar og
er áætlað að sýningar hefjist í
febrúar. Pálmi segir að ákvörð-
unin sé tekin í kjölfar mikils
þrýstings frá áhorfendum stöðv-
arinnar en Idolið hefur legið í
dvala undanfarin tvö ár. „Miðað
við ástandið í þjóðfélaginu er
þetta örugglega eitthvað sem
fólk tekur opnum örmum,“ segir
hann.
Ný dómnefnd mun stjórna leit-
inni að næstu söngstjörnu lands-
ins en Björn Jörundur Frið-
björnsson, söngvari í Ný dönsk,
mun leiða hana. Gömul og kunn-
ugleg andlit úr Idol-seríunum
munu þó líta dagsins ljós. Þeir
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhann-
es Ásbjörnsson munu nefnilega
endurtaka leikinn sem kynnar.
„Við settum það sem skilyrði að
það yrðu framleiddar dúkkur
með okkur,“ segir Jóhannes
þegar Fréttablaðið náði tali
af honum. „Þegar við sett-
umst niður á fund með
Pálma sjónvarpsstjóra
var þetta algjört for-
gangsatriði, dúkkurnar,“
áréttar Jóhannes og tekur
skýrt fram að þeir ætli sér
ekki að dusta rykið af gömlu
bröndurunum sínum.
„Nei, við ætlum að
semja nýja og
leyfa hinum
bara að verða
gleymskunni
að bráð.“
Væntanlega
eiga þó ein-
hverjir
eftir að
sakna raf-
magnaða
andrúms-
loftsins milli þeirra og
Bubba Morthens. Jóhann-
es er þess hins vegar full-
viss að þeir eigi eftir að
ná álíka vel saman með
Birni og þeir gerðu með
Bubba.
„Krakkarnir eiga ekki
eftir að skipta neinu
máli þegar ég
mæti á svæðið,
ber að ofan,“
segir Björn Jörundur þegar
Fréttablaðið náði tali af honum
og er ekkert að skafa utan af hlut-
unum. „Það veltur samt allt á því
hvernig ég kem undan jólahald-
inu. Ef það kemur ekki nógu vel
út kaupi ég mér svona níðþrönga
og flegna boli eins og Simon
Cowell klæðist alltaf,“ bætir
Björn við. Hann segir það löngu
tímabært að gæða Idolið ein-
hverjum kynþokka. „Jafnvel þótt
Einar Bárðar, Bubbi, Þorvaldur
og Páll Óskar yrðu lagðir saman
myndu þeir ekki ná því að verða
myndarlegri en ég,“ bætir Björn
við og býst við skemmtilegum
vetri. „Ég hafði mjög gaman af
Bandinu hans Bubba og býst við
einhverju áþekku. Þetta verður
spennandi.“
freyrgigja@frettabladid.is
BJÖRN JÖRUNDUR: FJÓRÐA ÞÁTTARÖÐ IDOL SÝND EFTIR ÁRAMÓT
Mætir löðrandi af kyn-
þokka í nýja Idol-keppni
SAMEINAÐIR Á NÝ Þeir Simmi og Jói sameinast á skjánum á ný eftir áramót þegar
þeir kynna til leiks fjórðu þáttaröðina af Idol. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KYNTÁKN
IDOLSINS Björn
Jörundur leiðir
nýja dómnefnd
í Idol. Hann
segir tímabært
að gæða
keppnina
einhverjum
kynþokka.
250
ÓKEYPIS
KROSSGÁTUR
NÝ GÁTA
Í HVERRI VIKU
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
Auglýsingasími
– Mest lesið
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Guðmundur Sophusson.
2 Palli fermeter.
3 Diego Armando Maradona.