Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 10
 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Njóttu sunnudagsins til fulls. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Ítarleg fréttaskýring Agnesar Bragadóttur Systur og vinkonur, söngkonan og magadansmærin Ást og hatur á hinni ófyrirsjáanlegu krónu Búast má við miklum um- ræðum á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar í dag. Formaður flokksins segir ekki tímabært að ræða kosningar, á sama tíma og tveir ráðherrar flokksins taka undir með fjölda flokksmanna og tala fyrir kosningum í vor. Umræða um kosningar í vor er ekki tímabær, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Hún sagði ekki rétt að skipta um stjórn í slysavarnarfélagi í miðj- um björgunarleiðangri. Þannig brást hún við því að tveir ráðherrar Samfylkingar- innar, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Björgvin G. Sigurðsson, tóku undir kröfu fjölda félagsmanna um að boðað verði til þingkosn- inga í vor. Með þessu er Ingibjörg ekki að útiloka að kosningum verði flýtt, enda má líta svo á að mesta björg- unarleiðangrinum verði lokið í vor, segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands. Þess vegna er ekki hægt að segja að hún sé í mótsögn við þá sem vilja kosningar. Lok björgunarleiðangursins Undir þetta taka viðmælendur Fréttablaðsins úr hópi áhrifa- fólks í Samfylkingunni. Einn orð- aði það svo að stóra spurningin sé hvenær Ingibjörg Sólrún vilji meina að björgunarleiðangrinum ljúki. Þrátt fyrir það er það eðlileg krafa að kosið verði í vor, enda gjörbreyttar aðstæður í samfé- laginu frá því stjórnarflokkarnir fengu sitt umboð, segir Einar. Sér í lagi verði það gjörbreytt staða ákveði Sjálfstæðisflokkurinn að setja stefnuna á aðildarviðræður að Evrópusambandinu á lands- fundi í lok janúar. Einar segir þó Ingibjörgu sennilega lesa stöðuna rétt. Óheppilegt væri að gefa það út nú að kosið verði í vor, enda myndi slíkt koma flokkunum í ákveðinn kosningaham. Þá myndi það veikja stjórnina verulega. Vandsetið í ríkisstjórn Líta má á kröfu Björgvins og Þór- unnar um kosningar sem svo að með því séu þau að lýsa því yfir að þau styðji ekki sitjandi ríkis- stjórn. Staða þeirra verður í það minnsta afar veik ef ríkisstjórnin ákveður ekki að halda kosningar í vor. Einar segir að vandséð sé að þau geti setið áfram í ríkis- stjórninni verði það niðurstaðan. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði að loknum ríkisstjórn- arfundi í gær að allir væru frjáls- ir sinna skoðana, og hann teldi ekki að Björgvin og Þórunn þurfi að víkja. Skilja má þau orð hans svo að geri ráðherrarnir tveir ekkert til að krefjast kosninga skipti ummæli þeirra ekki máli. Á endanum skiptir mestu hvað fólk gerir, ekki hvað það segir. Þingmenn og annað áhrifafólk í Samfylkingunni sem rætt var við í gær sögðu það heilbrigðis- merki á Samfylkingunni að ólík- ar skoðanir fái að heyrast. Engu að síður er ekki útséð með að harðar umræður verði á fundin- um í dag, þótt líkur séu á því. Fjögur félög Samfylkingarinnar hafa ályktað mjög harðort um kosningar og stjórn Seðlabank- ans. Komist umræður um það á flug gæti forysta flokksins lent í erfiðri umræðu. Einar Mar segir afar litlar líkur á því að umræðan í dag verði Ingi- björgu Sólrúnu jafnerfið og umræða á sambærilegum fundi var fyrir forystu Framsóknar- flokksins. Enn ólíklegra, og nær útilokað, sé að hún hrökklist frá í kjölfarið, eins og Guðni Ágústs- son, fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins. Undir það tekur samfylkingar- fólk sem rætt var við. Flokks- stjórnarfundir flokksins eru sjaldnast átakafundir og meira hugsaðir sem samráðsfundir við grasrótina. Bent er á að Ingibjörg Sólrún geti valið þann kost að slá á óánægjuraddir með harðorðri yfirlýsingu í ræðu sinni. Líklegra sé þó að hún fari yfir stöðu mála og opni svo fyrir umræður fundarmanna. Óvenjulangur tími er ætlaður undir umræður á fund- inum, sem þýðir að líklegt er að ætlunin sé að leyfa flokksmönn- um að hreinsa andrúmsloftið. Telja má víst að það að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur að nokkru leyti opnað á möguleika á aðild að Evrópusambandinu, með því að setja á laggirnar Evrópunefnd, hafi róað marga í grasrótinni gagnvart stjórnarsamstarfinu. Armar flokksins takast á Krafan um að Davíð Oddsson víki sem formaður bankastjórn- ar Seðlabankans er þó orðin býsna hávær og vandfundinn sá samfylkingarmaður sem ekki vill skipta bankastjórninni út. Viðhorf áhrifafólks í flokknum var yfirgnæfandi það að þolin- mæðin gagnvart Davíð sé á þrot- um og Ingibjörg Sólrún verði að sýna styrk sinn með því að taka af skarið með seðlabankastjór- ann. Sumir benda þó á að Davíð sjálfum þyki ekki leiðinlegt að vera átakapunktur í samstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks og Ingibjörg Sólrún eigi erfitt með að setja þrýsting á samstarfsflokkinn vegna hans. Viðmælendur telja flestir ólík- legt að stórra tíðinda sé að vænta af flokksstjórnarfundinum í dag. Einhverjir telja sig þó sjá gamal- kunnar undiröldur í flokknum, þar sem armar Ingibjargar Sól- rúnar annars vegar, og Össurar Skarphéðinssonar hins vegar, takist á. UMRÆÐUR Líklegt er talið að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari yfir stöðu mála í ræðu sinni á flokksfundinum í dag og opni svo fyrir umræður. Óvenjulangur tími er ætlaður í umræður á fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Átök í Samfylkingunni Hávær krafa um kosningar eðlileg en líklega ótímabær LÖGREGLUMÁL Karlmaður um þrítugt hálsbrotnaði í hópslagsmálum í Breiðholti í fyrrinótt. Hann fékk áverka og sprungu í hálslið. Áverkinn var þó ekki alvarlegri en svo að hann fékk að fara heim af sjúkrahúsi eftir að gert hafði verið að meiðslum hans í gærdag. Hann mun sleppa með skrekkinn og er talið að hann muni ná sér að fullu eftir einhvern tíma. Upphaf þessa máls er það, að fimm mönnum laust saman utan dyra í Breiðholtinu í fyrrinótt. Lögregla var kölluð á staðinn. Hún lagði hald á sleggju og golfkylfu. Tildrög átakanna voru ekki með öllu ljós í gærkvöld. Mennirnir þekktust frá fyrri tíð. Talið er að einhvers konar uppgjör hafi átt sér stað, en það mun vera angi af eldra máli, þar sem peningar komu, ásamt fleiru, við sögu. Lögregla handtók þrjá menn, sem sættu yfir- heyrslum í gær. Ekki hafði verið ákveðið síðdegis í gær hvort farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þeim eða þeim sleppt. Allir mennirnir hafa komið við sögu lögreglu áður, misjafnlega mikið. Þeir eru í kringum þrítugt. - jss Þrír menn í yfirheyrslum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu: Hálsbrotinn eftir hópslagsmál BREIÐHOLT Slagsmálin áttu sér stað í Breiðholti. M YN D IN ER Ú R SA FN I.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.