Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 72
56 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðskonan Hólm- fríður Magnúsdóttir hefur náð munnlegu samkomulagi við sænska félagið Kristianstad, þar sem Elísabet Gunnarsdótt- ir er tekin við þjálfun, en hún hefur verið einn allra besti leikmað- ur Landsbanka- deildar kvenna með KR undan- farin ár. „Það var mjög erf- itt að yfirgefa KR eftir svona mörg og góð ár hjá félaginu en ég er gríðarlega sátt við mína ákvörðun að ganga til liðs við Kristian- stad og hlakka mikið til að fara út,“ segir Hólmfríður. Hólmfríður segir að það hafi vissulega auð- veldað ákvörðun sína að þekkja Elísabetu, þjálf- ara Kristianstad. „Ég þekki vel til Betu og veit til þess að hún er metnaðarfullur og frábær þjálfari þannig að ég veit að hverju ég geng. Hún er líka búin að gera mér grein fyrir því að ég geti enn þá bætt mig mikið sem leikmaður og ég ætla mér að sjálfsögðu að gera það,“ segir Hólmfríður ákveðin. Hólmfríður við- urkennir þó að eitt atriði sem varðar félaga- skiptin sé að valda sér hug- arangri. „Það er að vísu eitt nei- kvætt við þetta allt saman en það er sú staðreynd að liðið spilar í rauðu. Það finnst mér verst,“ segir Hólmfríður á léttum nótum en getur þó hugg- að sig við það að vara- búningar Kristianstad eru svartir og hvít- ir. - óþ Hólmfríður Magnúsdóttir til liðs við Kristianstad: Verst að liðið spilar í rauðum treyjum HÓLMFRÍÐUR Hrellir varnarmenn í sænsku úrvalsdeildinni næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EHF-bikarinn Gummersbach-Fram 38-27 (16-14) Markahæstir hjá Gummersbach: Vedran Zrnic 11, Róbert Gunnarsson 8. Möbelringen-bikarinn Noregur-Ísland 36-15 (18-5) Mörk Íslands: Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Hann G. Stefánsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Dagný Skúladóttir 1, Hrafnhildur Skúladóttir 1. Subway-bikarinn Hamar-Fjölnir 83-85 (38-47) Stig Hamars: Jason Pryor 26, Marvin Valdimars- son 23, Svavar Pálsson 13, A. Gunnarsson 11, Bragi Bjarnason 6, Ragnar Nathanaelsson 4. Stig Fjölnis: Haukur Pálsson 22, Patrick Oliver 18, Arnþór Guðmundsson 16, A. Steinarsson 9, Sverrir Karlsson 7, Sindri Kárason 5, Brynjar Kristófersson 4, Tryggvi Pálsson 4. KFÍ-Tindastóll 87-92 (38-51) Stig KFÍ: Craig Schoen 32, Pance Ilievski 18, Daniel Kalov 15, Birgir Pétursson 14, Aleksandar Davitkov 8. Stig Tindastóls: Soren Flæng 26, Svavar Birgisson 24, Allan Fall 16, Hreinn Birgisson 8, Ísak Einarsson 8, Helgi Viggósson 7, Halldór Halldórsson 3. Mostri-Stjarnan 49-103 (16-55) Stig Mostra: B. Björgvinsson 14, G. Gunnarsson 13, R. Jörgensen 8, B. Björnsson 5, A. Ásgeirsson 4, O. Hjartarson 3, G. Ásgeirsson 2. Stig Stjörnunnar: Fannar Helgason 22, Hjörleifur Sumarliðason 17, Justin Shouse 16, Kjartan Kjartansson 13, Birkir Guðlaugsson 13, Jovan Zdravevski 5, Guðjón Lárusson 3, Ólafur J. Sigurðsson 2, Hafþór Ö. Þórarinsson 2. ÚRSLIT > HK og FH mætast í Digranesi Einn leikur fer fram í N1-deild karla í handbolta í dag þar sem spútniklið FH mætir HK í Digranesi og hefst leikurinn kl. 14.10. FH á harma að hefna gegn HK en Kópavogsliðið vann fyrri viðureign liðanna í Kaplakrika, 33-36, í hörkuleik. Með sigri geta FH-ingar orðið jafnir Akureyringum í öðru sæti deildarinnar en HK getur með sigri skotist upp að hlið Hafnfirðinga í þriðja sætinu. Fólk er hvatt til þess að fjölmenna í Digranesið til þess að sjá frábæran handbolta. SUND Sarah Blake Bateman, 18 ára sundkona úr Ægi, bætti í gær fimm ára Íslandsmet Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur í 50 metra baksundi þegar hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni í 3. hluta Íslandsmeistaramótsins í 25 m laug í Laugardalslauginni. Sarah hafði skömmu áður tryggt sér sigur í 100 metra skriðsundi eftir hörkukeppni við Sigrúnu Brá Sverrisdóttur sem tryggði sér sigur í 200 metra flugsundi í næsta sundi. Sarah var í gullstuði í gær því hún var einnig í boðsveit Ægis sem vann 200 metra boðsund á nýju Íslandsmeti. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr ÍBR og Hrafnhildur Luthers- dóttir úr SH urðu líka tvöfaldir Íslandsmeistarar í gær eins og Sarah. Hrafnhildur vann 100 metra fjórsund og 200 metra bringusund. Hún setti nýtt stúlknamet í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:03.27 mínútu. Davíð vann 100 metra skriðsund og 50 metra baksund. - óój Íslandsmót í 25 m laug: Sarah með Ís- landsmet í gær ÞRJÚ GULL Sarah Blake Bateman var í stuði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ókeypis fjármálanámskeið fyrir Kópavogsbúa Hagræðing í heimilishaldi og góð yfirsýn í fjármálum Mánudaginn 24. nóvember og mánudaginn 1. desember, kl. 17.30–19.30 í sjálfboða- miðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins að Hamraborg 11, 2. hæð. Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig – hámark 25 manns á námskeið. Nánari upplýsingar og skráning: í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Kvennalandslið Íslands í handbolta lék í gær sinn fyrsta leik á Möbel- ringen Cup, gríðarsterku fjögurra þjóða æfingamóti sem fram fer í Nor- egi, gegn Evrópu- og Ólympíumeisturum Noregs og tapaði sannfærandi með tuttugu og eins marks mun. Lokatölur urðu 36-15 en staðan í hálfleik var 18-5. Rússland og Danmörk skildu jöfn 27-27 í hinum leik mótsins. Landsliðsþjálfarinn Júlíus Jónasson bjóst vitanlega fyrirfram við erfiðum leik gegn Noregi og það varð svo raunin í Oppsal Arena í gærkvöldi. „Það er óhætt að segja að svona sterkt lið eins og Nor- egur refsar náttúrulega grimmilega fyrir hver einustu mistök hjá mótherjanum og við fengum að kenna á því í þessum leik,“ segir Júlíus. Júlíus var þó talsvert ánægðari með seinni háfleikinn en þann fyrri og hefur fulla trú á því að íslensku stelpurnar læri af því að mæta jafn sterkum mótherjum og Norðmönnum. „Leikurinn var náttúrulega allur mjög erfiður en mér fannst við vera að spila talsvert betur á kafla í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik vorum við að gera allt of mikið af feilum og þær norsku voru að skora mörg auðveld mörk úr hraðaupp- hlaupum. Í hálfleik fórum við yfir stöðu mála og ákváðum að núllstilla leikinn og fórum inn í seinni hálfleik með hugann við að staðan væri bara 0-0 og þá náðum við upp ágætis spilamennsku. Ég var ánægður með fyrstu tuttugu mínúturnar í seinni hálfleik eða þar til í stöðunni 28-14 að kemur aftur slæmur kafli hjá okkur og þær norsku skora sjö mörk í röð. Við verðum bara að halda áfram og ég er sannfærður um að stelpurnar læra mikið af því að mæta þessum sterku þjóðum sem eru á þessu móti og þetta er því góður undirbúningur fyrir framhaldið,“ segir Júlíus að lokum. Í dag kl. 13 bíður ekki síður erfitt verkefni fyrir íslensku stelpurnar þegar þær mæta heimsmeistur- um Rússa. Æfingamótið í Noregi er liður í undirbún- ingi kvennalandsliðs Íslands fyrir undankeppni HM sem fram fer í Póllandi dagana 25.-30. nóvember næstkomandi, en Ísland er þar í riðli ásamt Lett- landi, Póllandi, Slóvakíu og Sviss. JÚLÍUS JÓNASSON: KVENNALANDSLIÐ ÍSLANDS TAPAÐI STÓRT GEGN EVRÓPU- OG ÓLYMPÍUMEISTURUM NOREGS Okkur var refsað grimmilega fyrir hver mistök HANDBOLTI Þýska stórliðið Gum- mersbach vann Fram 38-27 í fyrri leik liðanna í þriðju umferð EHF- bikarsins í gærkvöld en báðir leik- irnir fara fram í Þýskalandi. Stað- an í hálfleik var 16-14 fyrir heimamenn sem skildu svo bar- áttuglaða Framara eftir í seinni hálfleik. Róbert Gunnarsson, línu- maður Gummersbach, reyndist sínum gömlu liðsfélögum í Fram erfiður og skoraði átta mörk. „Framararnir stóðu sig að mínu mati mjög vel og lokatölurnar segja ekkert allt um leikinn, þar sem þetta var barningur nánast allar sextíu mínúturnar. Við þurft- um að hafa virkilega fyrir þessu og ég var búinn að vara menn við því að vanmeta Framarana ekki, en þeir hlustuðu greinilega ekkert á það. Við sigum í raun og veru bara fram úr á síðustu tíu mínút- unum og ég veit ekki hvort að það hafi verið spurning um líkamlegt form eða hvað en þetta hafðist í lokin hjá okkur,“ segir Róbert. Gummersbach er nú að mæta íslensku félagsliði í Evrópukeppn- um en í fyrra var félagið með Val í riðli í Meistaradeildinni og árið þar á undan með Fram í riðli í sömu keppni. „Það er náttúrulega rosalega gaman fyrir mig að mæta þessum íslensku liðum og þá sérstaklega gömlu liðfélögunum mínum í Fram og maður leggur sig alltaf sérstaklega fram í þeim leikjum. Framarar voru að spila skemmti- legan handbolta og talsvert betri en fyrir tveimur árum,“ segir Róbert. Seinni leikur liðanna fer fram á sunnudagskvöld og allt bendir til þess að Gummersbach sé þegar komið áfram í fjórðu umferð keppninnar enda með ellefu marka forskot. Róbert segir Gummers- bach ætla sér stóra hluti í keppn- inni. „Það má helvíti mikið gerast til þess að við klúðrum þessu niður. Þetta hefur annars gengið fínt hjá okkur og við ætlum okkur eins langt í keppninni og við mögulega getum og erum bara bjartsýnir á framhaldið,“ segir Róbert að lokum. omar@frettabladid.is Róbert reyndist erfiður Þýska liðið Gummersbach með silfurmanninn Róbert Gunnarsson í farar- broddi vann ellefu marka sigur á Fram í EHF-bikarnum í gær. Framarar stóðu í Gummersbach lengi vel en Þjóðverjarnir sigldu fram úr seint í síðari hálfleik. ÖFLUGUR Framarar lentu í basli með Róbert Gunnarsson í gærkvöld sem skoraði átta mörk gegn sínum gömlu liðsfélögum í 38-27 sigri Gummersbach. GUMMERSBACH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.