Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 22
22 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Ingimundur Friðriksson skrifar um stjórn Seðla- banka Íslands Í grein í Fréttablaðinu 21. nóvember 2008 rekur Helgi Hjörvar alþingismaður 23 atriði sem hann telur sýna fram á stjarnfræðilegt vanhæfi yfirstjórnar Seðlabankans. Hér skal aðeins í örstuttu máli brugðist við athuga- semdum Helga í sömu töluröð og þær voru í grein hans. 1. Seðlabankinn er ekki gjald- þrota. Líkt og margir aðrir er lík- legt að Seðlabankinn verði fyrir tjóni vegna hruns bankanna en stærð þess liggur ekki fyrir. Seðla- bankinn bauð innlendum bönkum upp á áþekka fyrirgreiðslu og seðlabankar í öðrum löndum og tók að veði hliðstæð verðbréf og aðrir seðlabankar, þ.m.t. skulda- bréf útgefin af bönkum. Hið sama gerði t.d. Seðlabanki Evrópu. Hægt hefði verið að búa svo um hnúta að veð Seðlabankans hefðu verið tryggð í uppskiptingu bank- anna í október. Kosið var að fara þá leið sem farin var til þess að kröfuhafar sætu allir við sama borð og að ekki yrði sköpuð tilefni til málssóknar af hálfu erlendra kröfuhafa vegna mismununar. 2. Seðlabankinn hefur rækilega gert grein fyrir gjaldeyris- forða sínum í ritum sínum og annars staðar. Í minnisblaði sem birt var á heimasíðu bank- ans 9. október sl. var gerð grein fyrir við- leitni hans til þess að stækka forðann í ár. Gagnrýni Helga er hafnað. 3. Ekki er rétt að bankanum hafi staðið til boða lán frá JP Morgan á góðum kjörum sl. vor, hvað þá í þeirri fjárhæð sem Helgi gefur í skyn. 4. Það er rangt að bankinn átti sig ekki á hlutverki sínu í fjár- málastöðugleika. Hann hefur kappkostað að sinna því hlutverki af kostgæfni eins og endurspegl- ast m.a. í ritum hans. Þá hefur hann beitt reglum um gjaldeyris- jöfnuð og lausafjárkvöð og vakað yfir hvoru tveggja. Lækkun bindi- skyldu árið 2003 var síðasti áfang- inn í að skapa innlendum fjármála- fyrirtækjum sömu rekstrarskilyrði og fjármálafyrir- tæki bjuggu við á evrópska efna- hagssvæðinu. Það var í samræmi við stefnu sem mótuð var á árinu 1998. Frá árinu 2003 voru bindi- skyldureglur Seðlabanka Íslands nánast samhljóða reglum Seðla- banka Evrópu. 5. Seðlabanki Íslands náði verð- bólgumarkmiði sínu á fyrri hluta verðbólgumarkmiðsskeiðsins. Rækilega hefur verið gerð grein fyrir því hvers vegna erfitt var að ná markmiðinu á síðustu misser- um og fer því fjarri að þar sé við Seðlabankann einan að sakast. Framvinda opinberra fjármála, skattabreytingar, fyrirkomulag húsnæðislána, opinberra og ann- arra, stórðiðjufjárfestingar, mikl- ar launahækkanir o.fl. urðu þess valdandi að þensla varð meiri en ráðið var við með stjórntækjum peningamála einum. 6. Svar við 5. lið á að nokkru leyti við í 6. lið. Kynnt var undir neyslu og fjárfestingargleði með ónógu aðhaldi á öðrum sviðum efnahagslífs en peningamála. 7. Þessi liður er tæpast svara- verður. Gjaldeyrisforði þjóðarinn- ar er ávaxtaður samkvæmt regl- um sem um það gilda, í traustum skuldabréfum og á innlánsreikn- ingum í alþjóðlega viðurkenndum og traustum fjármálafyrirtækj- um. 8. Seðlabankinn hafði ágæta mynd af stöðu bankanna á fyrri hluta þessa árs eins og endranær. Það sem kristallaðist fyrr á þessu ári var mat alþjóðlegra fyrirtækja á hve langvinn alþjóðlega fjár- málakreppan yrði og hversu erfið hún gæti orðið bönkum sem reiddu sig í þeim mæli sem íslenskir bankar gerðu á fjármögnun á alþjóðlegum lánamörkuðum. 9. Lækkun bindiskyldu á erlend- um útibúum íslenskra banka fyrr á þessu ári fól í sér að bindiskyldu- reglurnar voru lagaðar að því sem gildir í Seðlabanka Evrópu. Í regluverki hans eru innstæður í útibúum evrópskra banka á Evr- ópusvæðinu en utan heimalands ekki háðar bindiskyldu. 10. Því er alfarið hafnað að fjár- málastöðugleikaskýrslan frá því í maí sl. feli í sér villandi upplýs- ingagjöf. Þar er framvindan rakin ítarlega og gerð grein fyrir veik- leikum í stöðunni. Skýrslan talar best sínu máli, rétt eins og fyrri skýrslur bankans um fjármála- stöðugleika. Einnig má vitna til umsagna annarra, svo sem mats- fyrirtækja og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins fyrr á þessu ári. Rétt er að minna á að hamfarir riðu yfir alþjóðlega fjármálamarkaði eftir að skýrslan var gefin út í maí sl., einkum nú á haustmánuðum. 11. Viðbragðsáætlanir höfðu verið gerðar í Seðlabankanum. 12. Um vaxtabreytingar í októb- er var fjallað í fréttatilkynningu bankans og Peningamálum nú í nóvember og engu við að bæta. 13. Seðlabankinn keppti ekki við viðskiptabankana um fjármagn með skuldabréfaútgáfu og lánalín- um. Hann samdi fyrir hönd ríkis- sjóðs um lán með milligöngu þýsks banka í ágúst sl. Í þeim viðræðum kom aldrei fram og var aldrei nefnt að lánveiting til ríkissjóðs myndi hafa áhrif á önnur viðskipti þeirra banka á Íslandi. Annað kom á daginn og kom öllum á óvart. 14. Bankinn hefur áður svarað því af hverju hann átti ekki aðild að samningum norrænna seðla- banka við bandaríska seðlabank- ann. Bankinn átti viðræður við bandaríska seðlabankann. Ekki var unnt að greina frá þeim á meðan þær stóðu yfir. Fráleitt er að halda því fram að þar hafði verið um viðvaningshátt að ræða. Aftur er vitnað til minnisblaðs bankans frá 9. október sl. 15. Það var ríkisstjórnin sem ákvað að taka yfir Glitni. Ákvörð- unin var ekki stórslys. Um aðra kosti var ekki að velja eins og málum var þá komið. 16. Um miðjan október fetaði Seðlabankinn og önnur stjórnvöld sig inn í nýtt umhverfi eftir hrun bankanna. Gengi krónunnar var ekki fest heldur var um milliá- fanga að ræða þar til það fyrir- komulag var valið sem fylgt hefur verið í meginatriðum síðan. Aðstæður kröfðust óvenjulegra en eins skipulegra viðbragða og unnt var. 17. Kastljóssviðtal við formann bankastjórnar hafði ekkert með fall Kaupþings að gera. 18. Tilkynning um lán rúss- neskra stjórnvalda var byggð á upplýsingum sem bankanum bár- ust á þeim tíma og ekki var ástæða að ætla annað en að þær væru full- komlega áreiðanlegar. 19. Það er mat hvers og eins hvort ummæli af því tagi sem vitn- að er til í 19. tölulið hafa sérstök áhrif á trúverðugleika íslensks fjármálakerfis. Ýmsir hafa tjáð sig í erlendum fjölmiðlum um íslenskt fjármálakerfi og ekki víst að það hafi allt verið hjálplegt. 20. Liðir 20. til 22. vísa til ræðu formanns bankastjórnar á dögun- um og tengdra hluta og mun hann skýra þau sjálfur að því marki sem hann telur tilefni til. 23. Ég kannast ekki við að seðla- bankastjóri hafi veitt seðlabanka- stjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum. Dylgjur um að Seðlabankastjórn muni verja lánum frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum á óeðlilegan máta eru ósmekklegar svo vægt sé til orða tekið og ekki svaraverð- ar. Er líklegt að lánveitendur, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og aðrir, myndu veita lánin ef ástæða væri til að efast um að þeim yrði skynsamlega varið? Óskandi væri að umræður um Seðlabankann og verk hans yrðu málefnalegri og mótuðust ekki af sjónarmiðum sem í engu snerta það mikilvæga viðfangsefni bank- ans að taka þátt í endurreisn þjóð- arbúskaparins eftir áföll hausts- ins. Höfundur er bankastjóri Seðla- banka Íslands. INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON Athugasemdir við grein Helga Hjörvars UMRÆÐAN Sighvatur Björgvins- son skrifar um stjórn- málaumræðu Í hartnær fjóra áratugi hef ég fylgst náið með störfum Alþingis og umfjöllun um Alþingi og alþingismenn í fjölmiðl- um og orðræðum þar um meðal fólks. Stundum sem áhorfandi. Oftar sem þátttak- andi. Á þeim árum hef ég átt sam- skipti og samleið með fjöldanum öllum af konum og körlum, sem starfað hafa á Alþingi, komið þar og farið. Ég man þó ekki eftir öðru en sú skoðun hafi ávallt verið mjög ein- dregin; jafnvel ríkjandi; að alltaf hafi á þessu tímabili valist til setu á þjóðþinginu vont fólk, vanhæft og spillt og á allt of háum launum. Þannig hefur a.m.k. umræðan verið Þó fólk af þessu tagi hafi jafnan horfið á braut í talsverðum hópum ekki síðar en á fjögurra ára fresti hefur aldrei neitt skárra fólk komið í staðinn. Í heil fjörutíu ár. Merkileg sú þjóð sem aldrei getur valið sér nema vont fólk til starfa á löggjafarsamkomu sinni. Eins og sagt er þó að mikið sé til af hæfu og góðu fólki sem sé miklu betur til starfans fallið en það fólk, sem þjóðin hefur valið. Meira að segja sá stóri hópur fjölmiðla- fólks, sem setið hefur á Alþingi, hefur ekkert reynst vera skárra fólk en aðrir. Slík er ógæfa þjóðarinnar að meira að segja úr hópi mestu gagnrýnendanna hefur aldrei tek- ist að velja nema versta fólkið. Meira en tímabært að spurt sé hvort ekki sé rétt að menn hætti að velja sér löggjafarsamkomu með þessum hætti. Hvort ekki muni gefa miklu betri raun að þjóðþingið sé einfaldlega skipað þeim, sem skipa sig bara sjálfir? Er ekki orðið fullreynt að brúka kosningar? Þær skila engu nema vondu fólki. Ólánssöm er sú þjóð sem sjálf getur aldrei valið sér nema vont fólk til forystu. Bönnum rotnu og spilltu flokkana! Þá er það flokkakerfið. Það hefur nú alltaf verið rotið og gegnumspillt. Þó hefur þjóðin alltaf af og til verið að reyna að stofna nýja flokka. Ég man í svipinn eftir Lýð- ræðisflokknum, Þjóðvarnar- flokknum, Borgaraflokknum, Bandalagi jafnaðarmanna, 0- flokknum og Þjóðvaka; nýjum flokkum sem þjóðin hafnaði. Gömlu flokkunum langlífu; Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi; sem nú eru dauðir. Íslandshreyf- ingunni, sem engu náði fylgi. Af fimm stjórnmálaflokkum, sem nú sitja á Alþingi, er einn á tánings- aldri; Frjálslyndi flokkurinn; og tveir á barnsaldri; Samfylkingin og Vinstri grænir. Þrátt fyrir allar þessar tilraunir til þess að virkja félagafrelsið til þess að stofna nýja stjórnmálaflokka hafa þeir alltaf reynst vera rotnir og gegn- umspilltir. Er ekki orðið fullreynt? Er ekki kominn tími til þess hrein- lega að banna þessa flokkastarf- semi? Og þá að sjálfsögðu í nafni lýðræðisins. Það hefur svo sem verið gert bæði fyrr og síðar í öðrum lönd- um. Að banna stjórnmálaflokka. Í nafni lýðræðisins. Burtu með þingræðið! Og ríkisstjórnin! Hafa ekki allar ríkisstjórnir í landinu brugðist? Ekki man ég betur en sú skoðun hafi verið mjög ofarlega; jafnvel efst á baugi og mjög almenn í þessi fjörutíu ár. Þessar ríkis- stjórnir hafa verið sagðar selja sjálfstæði þjóðarinnar a.m.k. fjór- um sinnum í mínu fjörutíu ára pól- itíska minni og geri aðrar ríkis- stjórnir betur! Að minnsta kosti jafnoft hafa þær verið skipaðar einstaklingum, sem þjóðarsálin jafnvel sakaði um landráð og land- sölu. Svo ekki sé talað um svikar- ana, lygarana og ómerkingana. Er nú ekki nóg komið? Er nú ekki fullreynt? Skipum utanþings- stjórn! Hvað er nú það? Það er jú stjórn skipuð fólki sem þjóðin hefur ekki kjörið á þing! Sum sé góðu fólki. En sú stjórn getur ekk- ert gert ef hún nýtur ekki stuðn- ings þingsins. Það er sú skipan mála, sem við Íslendingar höfum og kallast þingræði! Virkilega?!? Þá afnemum við þetta þingræði. Förum barasta fylktu liði inn í Alþingishúsið og hendum þessu þingliði út á götu. Lýðræðið þarf á því að halda! Þetta á sér líka fordæmi frá öðrum þjóðum. Þar var það líka gert í nafni lýðræðisins. Heimskan gegn vanhæfni og spillingu! Á leiðinni í vinnuna í morgun hlýddi ég á unga menn ræða saman í útsendingu einnar útvarpsstöðvarinnar. Þeir töluðu til skiptis um lýðræði og lýðveldi og virtust halda að þau orð þýddu slíkt hið sama og hvorugt hafði hjá þeim þá merkingu, sem mér var kennt af vondu fólki að þau þýddu hvort um sig. Þessir ungu menn voru að gefa þjóðinni ráð í þreng- ingum hennar í krafti þekkingar sinnar. Þeir höfðu auðheyrilega ekki haft jafn náin kynni af því sem vont fólk aðhefst og vesaling- urinn ég í mínu fjörutíu ára bram- bolti innan um slíkt fólk og þau heimskulegu viðhorf, sem þar eru höfð að leiðarljósi. Heimskan, sem minn gamli vinur og félagi Vil- mundur Gylfason sagði að væri áttunda dauðasyndin. Vonandi bætist nú sú höfuðsynd, heimskan, ekki ofan á spillingu og vanhæfni þess vonda fólks, sem þjóðin hefur valið úr hópi sínum til þess að leiðsegja sér það sem af er lýðveldistímanum. Fyrr má nú rota en dauðrota! Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Hér segir frá vondu fólki SIGHVATUR BJÖRGVINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.