Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 74
58 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Benedikt Guðmunds- son, þjálfari KR, var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna gegn Stjörnunni fyrir rúmri viku og brá því á það ráð að skora á sína menn fyrir næsta leik gegn Njarð- vík í von um að þeir myndu mæta á tánum. Þjálfarinn vildi sjá sína stráka halda Njarðvík undir 70 stigum í leiknum. Fyrir hvert stig undir 70 myndu hann og Ingi Þór Stein- þórsson aðstoðarþjálfari hlaupa svokallað sjálfsmorðshlaup sem íþróttamenn kalla í daglegu máli „suicide“. Ef strákarnir fengju á sig yfir 70 stig þyrftu þeir að sama skapi að hlaupa sjálfsmorðshlaup. Sama regla, eitt sjálfsmorðshlaup fyrir hvert stig. Það verður ekki annað sagt en að þessi taktík Benedikts hafi svínvirkað því KR-strákarnir mættu betur stemmdir til leiks en áður í vetur og hreinlega slátruðu Njarðvíkingum. Lokatölur 103-48 og þjálfararnir í vondum málum enda 22 sjálfsmorðshlaup sem biðu handan við hornið. Áskorunin hafði það góð áhrif að KR slakaði ekki á klónni fyrr en leikurinn var búinn enda vildu leikmennirnir sjá þjálfarana svitna meira en þeir hafa gert í mörg ár. „Þetta var alveg svakaleg frammistaða hjá strákunum. Ég get alveg viðurkennt að síðustu mínúturnar var ég hálfpartinn farinn að vonast til þess að skot Njarðvíkinga færu niður til þess að fækka hlaupunum,“ sagði Bene- dikt en hann og Ingi Þór stóðu að sjálfsögðu við stóru orðin, mættu í æfingagallanum daginn eftir og hlupu líkt og enginn væri morgun- dagurinn. Fyrir þá sem ekki vita hvað sjálfsmorðshlaup er þá gengur það út á að hlaupa frá endalínu að vítalínu og til baka. Næst að miðju og til baka, því næst að vítalínu á hinum enda vallarins og til baka og að lokum allan völlinn fram og til baka. Það er eitt sjálfsmorðs- hlaup og er ætlast til þess að þetta sé hlaupið á fullu gasi. 22 slík hlaup urðu þjálfararnir að taka. „Jón Arnór hringdi reyndar í mig og bauð okkur samning fyrir hönd leikmannnanna. Það snerist um að þeir myndu sætta sig við að sjá okkur hlaupa bara eitt „suic- ide“ ef við værum til í að gera það á nærbuxunum. Það kom aldrei til greina af okkar hálfu og tilboðinu því hafnað snarlega,“ sagði Bene- dikt sem segir hlaupið hafa gengið ágætlega og þeir félagar hafi klárað að sjálfsögðu. „Þetta fór ágætlega af stað en strax í þriðja hlaupi voru lappirnir á mér eins og steypuklumpar og ég dró þær eiginlega bara það sem eftir var. Svo vorum við á tímabili í hálfgerðu móki og mundum ekki á hvaða línu ætti næst að fara. Þetta hafðist að lokum og strák- arnir voru alveg gáttaðir, þeir áttu aldrei von á að við gætum þetta,“ sagði Benedikt stoltur en hann hefur ekki tekið svona á því í rúm 20 ár. „Síðast þegar ég tók svona á því var þegar ég hjólaði hringveginn og safnaði peningum fyrir Krýsu- víkursamtökin árið 1987 en þá var ég 15 ára. Ég verð að viðurkenna að þetta reyndi meira á en hring- ferðin,“ sagði Benedikt léttur og bætti við að hann vonaðist til þess að mjólkursýran færi úr fótunum á honum í febrúar. henry@frettabladid.is Vildu ekki hlaupa á nærbuxunum Þjálfarar körfuboltaliðs KR, Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson, töpuðu áskorun við leik- menn sína í leiknum gegn Njarðvík á dögunum. Það þýddi að þeir þurftu að hlaupa 22 sjálfsmorðshlaup. Leikmennirnir buðu þjálfurunum samning sem hljóðaði upp á eitt hlaup á nærbuxunum. Því var hafnað. SKEMMTILEGT Fjöldi manna fylgdist með hlaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GJÖRSAMLEGA BÚNIR Benedikt og Ingi héngu hreinlega utan í veggjum og mörkum eftir hlaupið enda algjörlega búnir á því. Sjáið angistarsvipinn á Inga.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FLOTT HJÁ YKKUR STRÁKAR Jón Arnór stappar stálinu í þjálfara sína á meðan þeir kasta mæðinni á milli hlaupa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HJARTAÁFALL? Það er engu líkara en Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sé að fá hjartaáfall á þessari mynd. Skal engan undra þar sem hann hafði ekki hlaupið eins mikið í rúm 20 ár. Ingi Þór lokar augunum og reynir að hugsa ekki um mjólkursýrumynd- unina í kálfunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Það var dregið í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla í hádeginu í gær. Er ekki hægt að segja annað en að drátturinn sé afar áhugaverður. Stórleikur umferðarinnar er klárlega leikur Hafnarfjarðarlið- anna, FH og Hauka, í Kaplakrika. Þegar liðin mættust í Krikanum á dögunum var ótrúleg stemning og hátt í þriðja þúsund manns fylltu kofann. Má búast við ekki síðri stemningu nú, en FH vann þann leik sælla minninga og Haukar stefna því á hefndir. Fram og Valur mætast í Safamýrinni en lítill kærleikur er á milli þessara liða. Selfoss tekur á móti Stjörnunni fyrir austan fjall en það er varhugaverður leikur fyrir Stjörnuna sem er án margra lykilmanna. Að lokum tekur Stjarnan 2 á móti toppliði 1. deildarinnar, Gróttu. Leikirnir fara fram dagana 7. og 8. desember. - hbg Eimskipsbikar karla: Stórleikur í Krikanum HASAR Það var hart barist í Krikanum síðast og verður eflaust gert á ný í byrj- un desember. FÓTBOLTI Knattspyrnumenn hafa ýmislegt fyrir stafni utan vallar. Nýjasta nýtt er að varnarmenn- irnir Rio Ferdinand hjá Manchester United og Ashley Cole hjá Chelsea hafa tekið höndum saman og verða á meðal framleiðanda í nýrri kvikmynd með rapparanum 50 cent. Myndin heitir Dead Man Running þar sem 50 cent leikur fyrrum fanga á flótta með miklar skuldir á bakinu. Rio hefur lengi verið mikill aðdáandi 50 cent og stökk upp á svið með honum fyrir þrem árum síðan og tók með honum lagið. Sjálfur hefur Rio sagt að hann hefði viljað gerast leikari ef hann hefði ekki orðið knattspyrnumað- ur. - hbg Rio og Ashley Cole: Í slagtogi með 50 cent RIO FERDINAND Setur peninga í mynd með 50 cent. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur settu nýtt met í þriggja stiga körfum í 91-69 sigri sínum á Val á miðviku- dagskvöldið. Keflavíkurliðið skoraði nítján þrista í leiknum og bætti þar með gamla metið um heilar þrjár körfur en það met var einnig í eigu Keflavíkur. Stelpurnar slógu líka körlunum við því ekkert karlalið hefur náð að skora svona margar þrista í einum leik í Iceland Express deildinni í vetur. Það má með sanni segja að yfir- burðir Keflavíkur í leiknum hafi að stórum hluta legið í frábærri hittni heimastúlkna sem skoruðu sextán fleiri þriggja stiga körfur en Valsliðið í þessum leik en þar munar 48 stigum í leik sem liðið vinnur með 22 stigum. Keflavík vann því sannfærandi sigur þrátt fyrir að skora aðeins níu tveggja stiga körfur í öllum leiknum. Sjö leikmenn Keflavík- ur settu niður þriggja stiga körfur í þessum leik þar af voru fjórar þeirra með þrjár þriggja stiga körfur eða meira. Pálína Gunn- laugsdóttir og Svava Ósk Stefáns- dóttir voru allt í öllu þegar kom að skot- sýningu Keflavíkurliðsins. Pálína kom að tólf körfum, skoraði fjórar sjálf og átti átta stoðsendingar fyrir þriggja stiga körfur að auki. Svava átti þátt í níu þriggja stiga körfum, skoraði fimm sjálf og átti síðan stoð- sendingar fyrir fjórar að auki. Þær Ingibjörg Elva Vil- bergsdóttir og Hrönn Þor- grímsdóttir náðu síðan báðar að skora þrjá þrista hvor. Það var fyrirliðinn Ingibjörg Elva Vil- bergsdóttir sem bætti gamla metið þegar hún setti niður sautj- ánda þrist liðsins þegar rúmar 7 mínútur voru eftir af leiknum. Keflavíkurliðið átti gamla metið sem var frá 29. nóvember 2006 í 122-96 sigurleik gegn Grindavík. Ingibjörg var einn af þremur leikmönnum liðsins sem tók þátt í báðum þessum leikjum en hinir eru Svava Ósk Stefánsdóttir og Birna Valgarðsdóttir. Það hefur ekkert lið í Iceland Express deildunum skorað fleiri þriggja stiga körfur í einum leik en Keflavíkurkonur á miðviku- dagskvöldið því besti árangur karlaliðs í vetur eru 17 þristar sem KR-ingar settu niður á móti Keflavík 19. október síðastlið- inn. - óój Keflavíkurkonur skoruðu sextán fleiri þriggja stiga körfur en Valur í leik liðanna á miðvikudagskvöldið: Skoruðu 19 þrista og settu glæsilegt met KOM AÐ 12 KÖRFUM Pál- ína Gunnlaugsdóttir var allt í öllu skotveislu Keflavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MET HJÁ KEFLAVÍK Flestar þriggja stiga körfur í einum leik í efstu deild kvenna: 19 - Keflavík á móti Val 19. nóv. 2008 16 - Keflavík á móti Grindavík 29.nóv. 2006 15 - Grindavík á móti Hamar 5. jan. 2008 14 - Haukar á móti Keflavík 4. nóv. 2007 14 - Keflavík á móti Haukum 5. des. 2007 14 - Keflavík á móti KR 30. janúar 2008 14 - Keflavík á móti Breiðab.1. mars 2006 Flestir þristar í einum leik í Iceland Express deildunum í vetur: 19 - Kvennalið Keflavíkur á móti Val 17 - Karlalið KR á móti Keflavík 16 - Karlalið FSu á móti Breiðabliki 15 - Karlalið FSu á móti Njarðvík 15 - Karlalið Grindavíkur á móti Njarðvík 15 - Karlalið FSu á móti Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.