Fréttablaðið - 22.11.2008, Side 63

Fréttablaðið - 22.11.2008, Side 63
LAUGARDAGUR 22. nóvember 2008 47 um. Tíminn er hér margbreytinn, birtist einnig sem rúm og maður, og rýmið tími. Höfuðskepna bókar- innar er vatnið, hinar vaka yfir og undir. Mýrin er „fenjaglöð“ og ófær mönnum. Fylgjur bókarinnar eru dul, leynd, gáta og grunur. Skynfæri hennar er hugskotið, landslag hennar er „afsíðis“, hetja hennar er ærlegt skáld með djúpa reynslu, vefari og völva. Samúðin er hjá réttlátum, spillt vald er hundspott. En skuggi fylgir allri birtu, and- stæður mætast og ýfa sig, ekki síst nándin og fjarlægðin, athvarfið og óendanleikinn, afdrepið og víðátt- an, tími og rúm, gott og vont. Fer þá tvennum sögum af því sem orðin teikna og takast þær á um að sannfæra lesandann. Síðan er eitt og annað sem ekki orkar tvímælis, heilræði og hvatningar, en stund- um er eins og skáldið keppi við þögnina hvort haldið geti lengur niðrí sér andanum af aðdáun yfir vitsmunum hins og verður þá sá sem fyrr springur að mæla fram aldýr spakmæli til að halda lífi – er það ávallt hlutskipti skáldsins, höf- uðlausn á höfuðlausn ofan. Þó er vá fyrir dyrum, líkt og undir niðri sé hvíslað án afláts: „vituð ér enn – eða hvað?“ Líkt og faðir í leiðslukvæði sem boðar komu Baugveigar og Kreppvarar án þess að nefna þær á nafn, spáir falli Fégjarnsborgar milli lína. En kemur ekki sagan alltaf of seint, hlýðir einhver sólarljóði? Umorð- un á inntaki ljóða er hæpin kúnst og hér út í hött. Í þessari bók má hvergi draga út málsgrein án þess að slíta hana úr brýnu samhengi, hér kallast allt á yfir síður og kjöl. Tunga þessarar bókar einkennist af aga og þroska sem ég á engin orð yfir, engin nema Þorsteins frá Hamri. Gjörið þið svo vel. Mér finnst þessi bók mikill við- burður. Ég mun njóta hennar ævina út. Takk. Sigurður Hróarsson palla! þeim puntudúkkulega forseta sem Vigdís Finnbogadóttir var. Þær skærur virðast í ljósi tímans harla barnalegar og sýna hvað Davíð Oddsson var mikill krakki en ófyr- irleitinn í aðferðum sínum til að deila og drottna. Þótt gott sé að eiga þetta sögulega yfirlit, sem undir lokin verður staglkennt, vaknar óneitanlega spurningin: til hvers var þetta allt? Guðjón for- vitnast lítið um í hvaða aðila Ólaf- ur sótti til að koma á öllum sínum utanlandsferðum, leitar ekki frumgagna um þá í heimalandinu, né reynir hann að meta hvort eitt- hvað hafi komið á þá króka sem forsetinn lagði á fjarlæg mið. Og ekki spyr hann hvort embættið hafi með þessum hlaupum unnið almenningi eitthvert gagn: kom það umbjóðendum Ólafs að gagni að hagur Björgólfs Thors bættist í Búlgaríu? Fátt bætist við þá mynd af einka- högum Ólafs, svo grunn sem hún er. Gagnvart því stífa viðmóti sem Ólafur hefur alla tíð búið yfir, en hverfur í návígi, var Guðrún Katr- ín honum mikilvæg með sínu bjarta fasi og alþýðlega viðmóti. Rétt eins og Dorrit hefur styrkt stöðu hans með óformlegri fram- komu og víðfeðmum viðskipta- og vináttutengslum hjá yfirstéttum heimsins. Það er hlýlegur og þekkilegur tónn í skrifum Guð- jóns um þær. Hann dáist að Ólafi, eins og margir hafa gert frá því hann var unglingur. Verk Guðjóns- skýrir ekki manninn, því undan- skilinn er stjórnmálaferillinn fyrri og væri gaman að Guðjón dembdi sér í að skoða þann part, frá Fram- tíðinni að forsetaframboði. Þegar öllu er lokið verður mat lagt á Ólaf í víðara samhengi en hér er rakið. Sá metnaðarfulli karríeristi sem hann var í stjórnmálastarfi sem hélt pólitískum hluta fræðanna frá nemendum, geymdi professor- at sitt lengst allra, en sneri sér um síðir að því að gerast pr-maður fyrir íslensk útrásarfyrirtæki. Páll Baldvin Baldvinsson Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr býður upp á franska tónlist og stemmningu á tón- leikum á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 17. Flutt verða tvö verk fyrir 10 blásara eftir Jean Françaix: 9 Pièces Caractér- istiques og Sept danses, hvoru tveggja dramatísk verk í mörgum þáttum, þar sem ólíkur karakter hljóðfæranna fær að njóta sín. Þá verður flutt verkið Oct- anphonie eftir Eugène Bozza og hinn sívinsæli blásarakvintett eftir Jacques Ibert, Trois pièces brèves. Flytjendur á tónleikunum eru: Anna Sigurbjörnsdótt- ir, Arna Kristín Einarsdóttir, Ármann Helgason, Berglind Stefánsdóttir, Darri Mikaelsson, Emil Friðfinnsson, Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Peter Tompkins og Rúnar Óskarsson. Hnúkaþeyr hóf starfsemi sína árið 2003 og hefur síðan komið reglulega fram á tónleikum í Reykjavík og á lands- byggðinni, síðast á Myrkum músíkdög- um 2008 þar sem hópurinn frumflutti tvö ný íslensk verk. Markmið Blásara- oktettsins Hnúkaþeys er að auðga menn- ingarlíf okkar með því að efna reglu- lega til tónleika þar sem fluttir eru blásaraoktettar, auk tónlistar fyrir stærri og smærri hópa þar sem blást- urshljóðfæri eru í forgrunni. Að frönskum hætti verður boðið upp á létta drykki í lok tónleikanna í sam- vinnu við Alliance Francaise. Ókeypis er fyrir börn og ungt fólk að 21 árs aldri, miðaverð fyrir fullorðna er 500 kr. - pbb Franskir lúðrahljómar TÓNLIST Hnúkaþeyr spilar á morgun á Kjarvalsstöðum hornatónlist fyrir framsækna áheyrendur. MYND FRETTABLAÐIÐ/HNJÚKAÞEYR Nýtt í Skífunni! Nýtt upphaf! Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is Stefán Hilmarsson Ein handa þér 12 gullfalleg, vönduð og grípandi lög sem vafalítið eiga mörg eftir að skipa sér á bekk með sígildum jólalögum í framtíðinni. Með Stefáni syngja dúetta þau Ellen Kristjánsdóttir, Björgvin Halldórsson og Helgi Björnsson. Plata sem fylgir þér alla aðventuna - og lengur. Gleðileg jól.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.