Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 18
18 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F yrir fáum vikum síðan voru mun meiri höft á því hvað hægt var að segja, svo tekið væri mark á því. Þetta átti til dæmis við þá sem voru taldir standa nokkuð um of til vinstri, í fornum tímum kommúnismans sem ætti ekki við lengur, og því var hægt að dæma þá orðræðu úr leik. Það sem hefur gerst á þessum örfáu vikum síðan allt fór á hvolf er ótrúleg gróska umræðunnar. Í kjölfarið hafa girðingar, sem áður höfðu það hlutverk að stjórna umræðunni, fallið. Áfram er reynt að stjórna því hvað telst eðlilegt að segja og hvað ekki. Þolinmæði landsmanna gagnvart þeim tilmælum er bara mun minni en áður. Þessi „lausung“ á umræðunni er ekki einsdæmi í sögunni. Líkt og áður mun þessi gluggi frjálsrar og óheftrar umræðu lokast. Eftir skamma hríð, þegar þjóðin er aftur lent, mun aftur myndast forræði ákveðinnar orðræðu sem útilokar aðrar og það þrengist að því sem er hægt að segja án þess að vera ýtt út í jaðarinn. Mörkin sem aðskilja jaðarinn munu færast til, sem aftur mun hafa veruleg áhrif á starf stjórnmálaflokka, ætli þeir ekki að úreldast hratt. Það er fyrirsjáanlegt að um tíma muni almenningur hafa auk- inn vara á sér hvað varðar einkavæðingu og einkarekstur. Krafist verður frekari ábyrgðar einkaaðila sem ætla að sinna þjónustu fyrir hið opinbera. Á sama hátt verður gerð krafa til hins opinbera um hvernig brugðist verði við gjaldþroti einkaaðilanna. Krafa sem ekki hefur farið hátt hingað til, því einhvern veginn var ekki gert ráð fyrir því að slík fyrirtæki gætu rúllað. Með hruni bankakerfisins fengu stjórnvöld aukin völd, sem þau höfðu áður gefið frá sér. Rökin voru þau að ríkið eigi ekki að standa í samkeppnisrekstri og að einkaaðilar geti mun betur rekið banka en ríkið. Einnig kom til vantraust almennings sem hafði um áratugaskeið upplifað pólitíska misnotkun á bönkunum, meðal annars í gegnum lánveitingar. Eitt af vandamálum bankanna nú – og stjórnvalda – er að traust á einkaaðilum í bankarekstri hefur tapast og traust á ríkisvaldinu í bankarekstri hefur ekki áunnist. Meðal þess sem nú verður að ræða, og nást einhver sátt um, er takmörkun á völdum ríkisvaldsins. Á ríkisstjórnin til dæmis að hafa möguleikann á því, í nafni neyðarráðstöfunar, að víkja frá almennum reglum réttarríkisins eins og hún virðist hafa gert á undanförnum mánuði? Á tímum lausungar og neyðarástands getur myndast sú staða að sökum óðagots, eða falskrar trúar á fáa valkosti, brjóti Alþingi og ríkisstjórn gegn grundvallarmannréttindum almennings. Ástand- ið getur jafnvel haft þau áhrif að meirihluti þjóðarinnar trúi því að það sé nauðsynlegt að gefa afslátt af slíkum réttindum. Þetta er staða sem Vesturlandabúar upplifðu í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana í New York og samþykktu í kjölfarið takmarkanir á borgaralegum réttindum. Þeim sem mótmæltu skerðingu rétt- inda var ýtt á jaðarinn. Í umræðunni nú þarf að gæta þess að þessi staða komi ekki upp aftur. Það verði varðstaða um réttindi lands- manna og réttarríkið Ísland. Frá því má ekki hvika, jafnvel þó svo einstaka reiðar raddir kalli eftir því að lög landsins eigi ekki alltaf við og frá þeim verði að víkja. Brot í hugmyndafræði Íslendinga. Í deiglunni býr nú fjölbreytileiki SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR UMRÆÐAN Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar um EES Íslensk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að hrun bankakerfisins eigi einna helst orsök í óviðráðanlegum ytri aðstæðum. Annars vegar vegna alþjóðlegu fjármála- kreppunnar og hins vegar vegna kerfisvillu í evrópsku reglugerðaverki um innstæðu- tryggingar. Þetta er einkar heppileg skýring fyrir innlend stjórnvöld því þar með bera þau enga ábyrgð. Hvítþvotturinn gengur jafnvel svo lagt að í máli sumra er látið sem skuldbindingar um tryggingar á reikningum í erlendum útibúum íslenskra banka hafi á einhvern hátt komið á óvart. Efast má um hæfni efnahagsyfir- valda sem halda slíku fram enda hefur þessi staða legið fyrir frá því Ísland undirritaði EES-samning- inn. Kerfisvandinn sem varð Íslandi að falli var heimatilbúinn. Við opnuðum fjármálamarkaðinn inn á 500 milljóna manna innri markað ESB en örgjald- miðillinn okkar var áfram varinn af aðeins þrjú hundruð þúsund Íslendingum. Í slíka stöðu hafði ekkert ríkjanna á Evrópska efnahagssvæðinu komið sér og við þessu óráði var margvarað. Fjöldi fræðimanna hefur þráfaldlega varað við að blessuð krónan gæti ekki staðið undir starfi bankanna á galopnum evrópskum fjármálamarkaði. Það er engin tilviljun að með Maastrict- sáttmálanum sem undirritaður var sama ár og EES, 1992, voru teknar tvær ákvarðanir samtímis. Annars vegar að fullklára opnun fjármálamarkaða og hins vegar að verja fjármálakerfið með sameiginlegri mynt, evrunni, og sameiginlegum seðlabanka sem yrði lánveitandi til þrautavara. Á þeim tíma óraði engan fyrir að tiltekin ríki myndu taka sig út úr því ráðslagi, eins og síðar varð raunin þegar Danir, Bretar og Svíar ákváðu að halda um sinn í eigin gjaldmiðil. Öll ríkin gerðu þó viðhlítandi ráðstafanir til að verja sína mynt. Norðmenn eru varðir af olíusjóðnum og öll nýju aðildarríki ESB hafa tekið skref til varnar. Aðeins Ísland þverskallaðist við. Eins og glöggur maður nefndi var krónan of lítil fyrir bankana en evran of stór fyrir íslenska stjórnmálamenn. Því fór sem fór. Höfundur er dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Vandinn er heimatilbúinn EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Alþjóðlega efnahagskreppan sem nú steðjar að stafar ekki einungis af hræðslukasti í fjár- málaheiminum heldur einnig af mun dýpri óvissu um framtíðar- stefnu alþjóðlegra efnahagsmála. Neytendur draga úr kaupum á húsnæði og bifreiðum, ekki aðeins vegna þess að þeir hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni út af lækkandi verði hlutabréfa og húsnæðis, heldur einnig vegna þess að þeir vita ekki hvert þeir eiga að halda. Ættu þeir að taka áhættuna af því að kaupa sér nýja bifreið þegar bensínverð gæti hækkað upp úr öllu valdi á ný? Verður þeim kleift að afla sér matar eftir hinar hrikalegu matvöruverðshækkanir sem orðið hafa á þessu ári? Ákvarðanir um fjárfestingar fyrirtækja eru enn erfiðari. Fyrirtæki eru treg til að fjárfesta þegar eftirspurn neytenda hrapar og þau standa frammi fyrir meira áhættutjóni en áður hefur þekkst vegna lántökukostnaðar. Þau standa einnig frammi fyrir gríðarlegri óvissu. Hvers konar orkuver munu teljast boðleg í framtíðinni? Verður þeim leyft að losa jafn mikið af koltvísýringi og áður? Munu Bandaríkin áfram hafa efni á úthverfalífi þar sem íbúðahverfum er dreift um allar grundir sem krefst daglegra langferða á bifreiðum? Að stórum hluta mun efnahags- bati ráðast af mun skýrari sýn en áður á framtíð efnahagslegra breytinga. Þetta er einkum verkefni stjórnvalda. Eftir hina óljósu og misráðnu forystu Bush- stjórnarinnar þá þarf Barack Obama, nýkjörinn forseti, að byrja á því að leggja drög að framtíðar- stefnu fyrir bandarískan efnahag. Bandaríkin eru þó ekki eina hagkerfið í þessari jöfnu. Við þurfum alþjóðlega sýn um sjálfbæran efnahagsbata sem felur í sér að forystan komi meðal annars frá Kína, Indlandi, Evrópu, Suður- Ameríku og jafnvel frá Afríku, sem hefur lengi verið á útjaðri alþjóð- legs efnahagslífs, en er svo sannarlega partur af því núna. Innan um óvissuna og glundroð- ann eru nokkrir fastir punktar sem augljósir mega teljast. Í fyrsta lagi geta Bandaríkin ekki haldið áfram að fá lán frá öðrum löndum eins og undanfarin átta ár. Vöruskiptajöfn- uður Bandaríkjanna þarf að verða hagstæðari, sem þýðir að vöru- skiptajöfnuður Kína, Japans og fleiri umframframleiðsluríkja þarf að verða óhagstæðari. Í öðru lagi þarf að vega upp á móti minnkandi neyslu Bandaríkjamanna að hluta til með aukinni fjárfestingu. Á hinn bóginn munu einkafyrirtæki ekki fjárfesta meira nema skýr stefna sé fyrir hendi í efnahagsmálum. Obama hefur lagt áherslu á „grænan endurbata“, það er efnahagsbata sem er byggður á sjálfbærri tækni en ekki aðeins á eyðslu neytenda. Í þriðja lagi verður efnahagsbati Bandaríkjanna ekki trúverðugur nema einnig sé fundin leið til að koma ríkisfjármálunum í lag. George W. Bush hafði þá efnahags- stefnu að lækka skatta þrisvar sinnum en auka útgjöld til stríðs- rekstrar. Útkoman varð gríðarlegur fjárlagahalli, sem verður orðinn hreint tröllslegur á næsta ári (hugsanlega þúsund milljarðar dala) þegar ofan á hann leggjast auknar byrðar vegna samdráttar, björgunaraðgerða fyrir bankana og skammtímainnspýtingar í efna- hagslífið. Meðal annars þarf að hætta stríðsrekstri í Írak, auka skatta á auðmenn og smám saman taka upp nýja neysluskatta. Í fjórða lagi verður að líta á hin fátæku svæði heimsins sem fjárfestingartækifæri en ekki sem ógn eða staði sem þarf að forðast. Meðan helstu grunnkerfisfyrirtæki Bandaríkjanna, Evrópu og Japans búa við mikla umframgetu, þá ættu Alþjóðabankinn og aðrir alþjóða- sjóðir að fjármagna stórar grunnkerfisframkvæmdir í Afríku, til að leggja vegi, reisa orkuver, byggja upp hafnir og símakerfi. Í venjulegum viðskiptasveiflum eru löndin yfirleitt látin sjálf um að ná sér á strik. Í þetta skiptið þurfum við á alþjóðlegri sam- vinnu að halda. Til þess að efnahagsbati náist er nauðsynlegt að verulegar breytingar verði á viðskiptaójafnvægi, tækniþróun og ríkisfjárlögum. Þessar víðtæku breytingar þarf að samhæfa milli stærstu hagkerfa, ef ekki í smáatriðum þá að minnsta kosti með óformlegum hætti. Hvert ríki þarf að átta sig á meginstefnu breytinganna sem gera þarf bæði innanlands og á heimsvísu, og öll ríki þurfa að taka þátt í því að notfæra sér nýja sjálfbæra tækni og sameiginlegri fjármögnun alþjóðlegra verkefna, eins og til dæmis aukna fjárfestingu í grunnstoðum Afríkuríkja. Við erum komin á þann stað í sögunni að samvinna leiðtoga á vettvangi alþjóðastjórnmála er orðin mikilvægari en nokkru sinni. Til allrar hamingju hafa Bandarík- in tekið stórt skref fram á við með því að kjósa Obama. Nú þarf að hefja verkið. Höfundur er prófessor í hagfræði við Kólumbíuháskóla. ©Project Syndicate, 2008 Sjálfbær afturbati Endurreisn efnahags JEFFREY SACHS Í DAG | Spurt í þinginu Tvær fyrirspurnir voru lagðar fram í þinginu í gær. Í annarri spyr Kristinn H. Gunnarsson viðskiptaráðherra um samskipti hans og Fjármálaeftirlitsins og í hinni vill Árni Þór Sigurðsson vita um fjölda og aðbúnað íslenskra fanga í fangelsum í útlöndum. Þá var lögð fram þingsályktunartillaga þing- manna úr öllum flokkum um að þingfundum verði útvarpað um allt land (í greinargerð er ekki gerð grein fyrir hvað slíkt kostar) og að útsend- ingar hefjist eigi síðar en næsta haust. Marklaust? Allt væri þetta gott og blessað ef gjörvöll stjórnarandstaðan, í nafni formanna stjórnarandstöðuflokk- anna, hefði ekki líka lagt fram í gær tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Er ekkert að marka þá tillögu? Er hún bara lögð fram til að komast í útvarpið? Vill stjórnarandstaðan ekki ríkisstjórnina frá og nýjar kosningar? Ætlast hún þá til að það verði síðustu verk rík- isstjórnarinnar og þess þings sem nú starfar að leita að Íslendingum í fangelsum í útlöndum og ráðast í tugmilljóna króna uppbyggingu á útvarpsdreifi- kerfi? Maður ársins Í heitu pottunum er nú skrafað um hvern hlustendur Rásar 2 kjósa mann ársins 2008. Eins og sakir standa eru Bjarni Harðarson, Egill Helgason og Hörður Torfason helst taldir koma til greina. Svandís Svavarsdóttir var maður ársins í fyrra og Ómar Ragn- arsson árið þar áður. Í gegnum árin hafa svo menn á borð við Ólaf F. Magnússon, Garðar Sverrisson og Ólaf Ragnar Grímsson verið menn ársins á Rásinni. bjorn@frettabladid.is ÍS L E N S K A S IA .I S K V I 44 05 9 11 /0 8 www.kvikmyndaskoli.is HAND RIT / LEIKS TJÓR N Kvikm ynda skóli Íslan ds er skem mtile gur og kr efjan di sk óli se m me nntar fólk til sk apan di sta rfa. Viðu rken nt tv eggja ára n ám. 100% láns hæft hjá L ÍN. SKRÁ NING STEN DUR Y FIR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.