Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 28
28 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR G unnar Sigurðsson, leikstjóri og verkefnisstjóri hjá EmmEss ís er einn þeirra sem staðið hefur fyrir borg- arafundum undanfarnar vikur. Þar hefur þjóðinni verið boðið að koma og ræða ástand mála í þjóðfélaginu. „Ég byrjaði bara einn, en fékk svo í lið með mér Davíð nokkurn Stefánsson, dætur mínar og vinkonu dóttur minnar,“ segir Gunnar um upphaf borgarafundanna. „Við vorum fjögur til fimm sem skipulögðum fyrsta fundinn. Þá leigði ég bara Iðnó og greiddi fyrir það sjálfur.“ Nú er hópurinn mun stærri og segir Gunnar að það sé tutt- ugu til þrjátíu manna hópur sem skipuleggi borgarafundina. Gegnsæja ákvörðunartöku Gunnar er mjög ósáttur við hve lítið ríkis- stjórnin hefur haldið þjóðinni upplýstri og þykir skorta mjög á gegnsæi í ákvörðunar- töku í dag. Hann segir eina helstu ástæðuna fyrir því að blásið var til borgarafunda hafi verið til að fá upplýsingar, til að komast að borðinu þar sem ákvarðanir um framtíðina sem snerta okkur öll eru teknar og vegna þess að fólk hafi nú ríka þörf til að tjá sig. „Ég hef aldrei verið pólitískur, aldrei verið að eltast við að skipta mér af landsmálum. En mér fannst bara nóg komið,“ segir Gunnar. „Ég stend í þeim sporum eins og fjöldi Íslend- inga að lánin eru að rjúka upp úr öllu valdi. Ég var búin að setja mitt líf í farveg, réði við afborganir og það sem ég var að gera. Ég bara vann, borgaði mínar skuldir og stóð mig ágætlega í því. En það breytist verulega þegar allar skuldir hækka töluvert í hverjum mánuði. Og maður hefur ekkert um þetta að segja.“ Gunnar segist vilja hafa áhrif á framtíð sína og landsins, þetta sé ekki bara ákvarð- anataka stjórnvalda. „Það er ekkert verið að láta okkur vita, á einhverjum faglegum nótum, hvernig staðan er. Sérstaklega ekki með orðum sem við skiljum. Það gerir það að verkum að fólk finnur fyrir miklu óöryggi. Óöryggi skapar ótta og ótti skapar reiði. Það er kannski það sem við stöndum frammi fyrir í dag, að við vitum svo lítið.“ Búa til rödd fyrir almenning Sá fjöldi sem mætt hefur á borgarafundina, bæði í Iðnó og Nasa hefur ekki komið Gunn- ari á óvart. Fyrir næsta fund er búið að bóka Háskólabíó þannig að hann reiknar væntan- lega með enn fleira fólki næst. „Með borg- arafundunum erum við að reyna að búa til rödd fyrir fólkið, þar sem það getur komið saman og látið í sér heyra. Sumir þurfa líka að tala. Sumt af þessu fólki hefur engan til að tala við um þessi mál og skilur ekki hvað er að gerast. Viðbrögðin hafa verið mjög góð. Síðustu mótmæli á Austurvelli og síðasti fundur sem haldinn var á Nasa segja til um það. Það segir að fólk ætlar ekki og mun ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég veit ekkert hvernig heildarlausnin á þessu mun koma út, en það er lágmark að uppfræða okkur um hvernig og hvað er í gangi.“ Vill sjálfur stjórnarskipti Sjálfur vill Gunnar nýja ríkisstjórn, en legg- ur áherslu á að það sé hans skoðun, en ekki þess hóps sem stendur að borgarafundunum. Innan hópsins sé pólitískur þverskurður; sumir vilji kosningar og aðrir ekki, en allir vilji upplýsingar um almenna umræðu. „Við viljum upplýsingar og gegnsætt stjórnarfar hér á landi. Við viljum að fólki fái að fylgjast með því sem er að gerast. En stjórnvöld eru bara ekkert að tala við mig. Þess vegna krefst ég þess núna á mánudaginn að ríkisstjórn Íslands og alþingismenn mæti okkur í Háskólabíói, setjist hjá okkur og ræði við þjóðina.“ Gunnar leggur áherslu á að staða fólksins verði skoðuð og hagur fjölskyldna verði sett- ur í forgang. „Það kemur alltaf betur og betur í ljós að stjórnvöld, lífeyrissjóðir og verka- lýðsfélög eru alltaf að taka stöðu með fjár- magninu. Til dæmis að taka stöðu með verð- tryggingu, með fjármagnseigendum á móti fólkinu sem er að lenda í vandræðum. Það er búið að reikna út tap lífeyrissjóðanna ef verð- trygging yrði fryst í nokkra mánuði. En það er ekki búið að reikna út tap heimilanna.“ Nýjar lausnir en ekki sömu leið Til að koma til móts við fjölskyldurnar þurfi að hugsa lausnir upp á nýtt, en ekki að fara sömu leið og hefur áður verið reynd. „Það á bara að fara nákvæmlega sömu leið og hefur alltaf verið farin, að gefa okkur einhvern slaka í greiðslum, en þá þarf að fara bónar- leiðir í fimmtán stofnanir til að koma málun- um í einhvern farveg og leggja þín mál fyrir allt og alla. Af hverju á bara almenningur að tapa á þessu?“ Ein leið í nýrri hugsun er að endurhugsa hugtök eins og lánskjaravísitölu og verð- tryggingu og hvaða áhrif þau hafa. „Menn tala alltaf eins og lánskjaravísitala og verð- trygging séu bara eins og náttúrulögmál sem ekki megi hreyfa við. Við eigum bara að taka utan um hvert annað, gera okkar besta og standa saman. En ef við eigum að gera það, þá eiga allir að gera það. Líka stofnanir og ríkisvaldið. En þeir eru að gera hlutina alveg eins og þeir hafa alltaf gert. Þeir ætla að hundsa öll tilmæli frá almenningi og þeir ætla ekki að tala við neinn. Þeir kvarta meira að segja yfir því sjálfir að það sé ekki virkt lýðræði á Alþingi. Og við eigum að treysta þessu fólki fyrir lífi okkar í dag!“ Þannig að börnin verði stolt „Við þurfum að fara að taka afstöðu með okkur sjálfum og hætta að segja að það sé ekki hægt að gera hluti, eins og með verð- trygginguna. Það er verið að búa til verð- bólguskot þegar krónan er sett á flot, sem er algjörlega tilbúið eftir því sem mér er sagt. Þá verður einhver verðbólga sem hækkar lánin um æði mikið. Og við eigum bara að taka þessum skelli. Ég bara skil ekki þessa stefnu, að það sé endalaust hægt að horfa fram hjá því sem kæmi stærsta hluta almenn- ings best.“ Það verður líklega flókið að leysa þá erfiðu stöðu sem Ísland er komið í en það þarf að gera með sæmd. „Við þurfum að leysa þessi mál þannig að börnin okkar og barnabörnin geti verið stolt af okkur. Ég verð að segja eins og er að ég treysti ekki því fólki sem er núna til þess. Ég hefði viljað sjá miklu meiri umræður á Alþingi og gegnsærri afgreiðslu.“ Við höfum rödd, hlustið Gunnar Sigurðsson er einn skipuleggjenda borgarafundanna sem haldnir hafa verið undanfarnar vikur. Þar hefur þjóðinni verið boðið að koma og ræða saman. Næsti fundur verður á mánudag í Háskólabíói og hefur ráðherrum, þingmönnum og seðla- bankastjórum verið boðið að mæta og taka þátt í samræðunum. Svanborg Sigmarsdóttir sló á þráðinn til Gunnars. MARGMENNI Á NASA Mikill fjöldi fundargesta var á Nasa á síðasta borgarafundi. Næst verður fundur í Háskólabíói. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUNNAR SIGURÐSSON Finnst það réttara að Geir H. Haarde bjóði sér í bíó, en að hann sé að bjóða Geir í bíó. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fólk finnur fyrir miklu óöryggi. Óöryggi skap- ar ótta og ótti skapar reiði. Það er kannski það sem við stöndum frammi fyrir í dag, að við vitum svo lítið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.