Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 22. nóvember 2008 „Maður er búinn að vera anarkisti og pönkari öll þessi ár og núna skyndilega er maður ekki eini reiði maðurinn á landinu. Það er svolítið sérstök tilfinning,“ segir Sigurður Harðarson, eða Siggi pönk. „Fólk er byrjað að pikka í anarkista og pönkara og segja: „Kannski höfðuð þið eitthvað að segja þegar upp er staðið.“.“ Siggi ritstýrir nú tímaritinu Lífsmörk – jákvæðar hugmyndir um viðbrögð og aðgerðir á kreppu- tímum. Fyrsta tölublaðið kom út um síðustu helgi og var því dreift í tvö þúsund eintökum á mótmæla- fundinum á Austurvelli og á borg- arafundi á Nasa. „Í blaðinu legg ég til að fólk fari að skipuleggja sig sjálft fram hjá þessum kerfum sem of fáir ráða yfir,“ segir Siggi. „Í síðasta blaði mæltist ég til að fólk stofnaði heimavarnarlið með neyðarsíma sem fólk gæti hringt í þegar það ætti að reka það út úr húsinu sínu, þannig að heimilin séu varin með handafli. Þarna var líka grein til lögregluþjóna. Við vitum að þeir eru alveg jafnblank- ir og allir hinir og ef þeim er skip- að að reka fólk í burtu þá ættu þeir frekar að ganga í lið með okkur,“ segir hann og er sannfærður um að skipta þurfi um fólk í brúnni. „Grunnvandamálið er að það eru of fáir búnir að vera með of mikil völd í of langan tíma.“ Siggi, sem er hjúkrunarfræðing- ur, segir fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu ekki koma sér á óvart. „Það var búinn að vera niðurskurður í góðærinu. Heil- brigðiskerfið er búið að lifa við kreppu í langan tíma. En ég spyr: Hvernig er þetta með sendiráðin og utanríkisráðuneytið. Það er 200 milljóna hús í Japan sem er sendi- ráð en sendiráð Hollands á Íslandi er bara skrifstofa og „funkerar“ alveg. Þetta er montræfilsháttur sem við höfum ekki efni á.“ - fb Ritsýrir kreppublaði SIGGI PÖNK Tónlistarmaðurinn, hjúkr- unarfræðingurinn og anarkistinn ritstýrir tímaritinu Lífsmörk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dómnefnd Kraumsverðlaunanna, sem verða afhent í fyrsta sinn í næstu viku, hefur birt lista sem inniheldur 48 plötur sem koma til greina sem verðlaunaplötur ársins. Alls verða fimm plötur verðlaunað- ar og síðar mun ein plata hljóta titilinn Kraumsverðlaunaplata ársins 2008. Úrvalslisti með þeim tuttugu plötum sem komu oftast upp í skilalistum dómefndaraðila hefur einnig verið birtur. Gefur listinn vísbendingar um hvaða plötur verða útnefndar til verðlaunanna. Á meðal þeirra eru nýjustu plötur Sigur Rósar, Lay Low, Bang Gang, Emilíönu Torrini, Dísu, Dr. Spock og Retro Stefson. Þeir flytjendur sem komust ekki á topp tuttugu listann eru meðal annars Sprengjuhöllin, Bubbi Morthens, Reykjavík, The Viking Giant Show og Esja. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fimmtán aðilum sem hafa víðtæka reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Úrvalslisti Kraums EMILÍANA TORRINI Nýjasta plata Emilíönu, Me and Armini, komst á úrvalslista dómnefndaraðila. „Nei, það hefur aldrei hvarflað að neinum að leggja Stuðmenn niður. Þessi hljómsveit hefur verið til síðan fyrsta unglingabólan birtist á nefbroddinum á mér og verður til meðan einhverjir eru í stuði,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Stuðmenn verða með gigg í kvöld á Kaffi Duus-húsi í Reykja- nesbæ og hefst þar með formlega för hljómsveitarinnar um landið. Framlínan er ný – Jónsi og Hara- systur en að undanförnu hefur verið að kvarnast úr þessari hljómsveit allra landsmanna. Egill Ólafsson, Þórður Árnason gítar- leikari og áður Valgeir Guðjóns- son hafa sagt skilið við Stuðmenn en eftir eru, sé miðað við kjarnann sem varð til þegar plöturnar Sumar á Sýrlandi og Tívolí komu út um miðjan 8. tuginn, Jakob, Tómas Tómasson og Ásgeir Ósk- arsson. Og með þeim nú eru snill- ingarnir Eyþór Árnason og Guð- mundur Pétursson. Jakob segir enga kúvendingu um að tala. „Eins og Þórður sagði svo réttilega: Það er enginn að velta því fyrir sér hvað verður um Vínadrengjakór- inn þó einhver hætti. Engum datt í hug að karlakórinn Fóstbræður hætti þegar Kristinn Hallsson sagði sig úr 1. bassa á sínum tíma. Það er búið að prufukeyra þessa nýju framlínu með frábærum árangri. Gríðarleg orka í þessu fólki,“ segir Jakob. Og nýjum kröftum fylgir fersk nálgun. Jakob segir glaða stemningu í hópnum, spennandi tímar fram undan og nýtt efni í gerjun. „Hafa ber í huga að um tuttugu söngvarar hafa sungið með Stuðmönnum,“ segir Jakob og byrjar að þylja: Steinka Bjarna, Bó, Geir Ólafs, Leoncie, Valgeir, Addi rokk, Hildur Vala, Gylfi Kristinsson, Bubbi, Helgi Björns, Björn Jörundur, Long John Baldry og þau Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson... „Ef hægt væri að sameina þennan kór! Svo ber á það að líta að skottið er opið eins og þar stendur. Menn geta tekið sér frí og komið aftur. Eina forsendan fyrir þessum félagsskap er glaðværð, sköpunar- gleði og músíkalítet.” - jbg Stuðmenn til með- an einhver er í stuði STUÐMENN Jakob segir gríðarlega orku fylgja hinni nýju framlínu en för Stuð- manna um landið hefst í Reykjanesbæ í kvöld. Er síminn til þín? Lifðu núna Settu flottan síma í jólapakkann Nokia 5310 Xpress Music 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 3.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 34.900 kr. Nokia 2630 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 15.900 kr. F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.