Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.12.2008, Blaðsíða 4
4 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 15° 7° 2° 5° 6° 6° 6° 2° 6° 6° 20° 11° 0° 26° 0° 7° 9° 5° Á MORGUN 3-10 m/s, hvassast á Vestfjörðum. -10 -9 -4 SUNNUDAGUR Hvassviðri SA-til aðfaranótt sunnudags. -2 -5 -6 -4 -9 -1 -4 2 -3 -2 8 4 3 1 1 4 3 3 3 4 2 -3 -5 -5 HELGIN Á morgun verður vindur víðast hægur og fyrir hádegi má bú- ast við éljum nokkuð víða, en eftir hádegi ætti að vera orðið úrkomulaust sunnan til og þá léttir þar til. Aðfaranótt sunnu- dagsins má búast við norðaustan hvass- viðri eða stormi við SA-ströndina en með morgninum tekur að lægja. Annars staðar verður vindur hægur og nokkuð bjart verður SV-til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er mest smitandi veirusýking sem við þekkjum og auk þess lifir hún lengi í umhverfinu,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir smitsjúk- dómadeildar Landspítalans. Alvar- leg nóróveirusýking, sem er hastarleg iðrasýking, hefur komið nokkrum sinnum upp á spítalan- um á þessu ári. Ólafur segir að erfið sýking hafi komið upp á Landspítalanum í janúar sem töluverðan tíma tók að uppræta. „Þetta er alltaf sama vandamálið í rauninni. Aðstaðan í gömlu spítalahúsunum, sem byggð voru fyrir áratugum, er með þeim hætti að veiran nær auðveldlega að smitast á milli. Fólk deilir salerni sem í raun er skelfilegt þegar á að reyna að koma í veg fyrir alvarleg smit inni á sjúkrastofnun.“ Ólafur segir að enginn hafi látist vegna nóróveirusýkingar á LHS í fimm ár, eins og gerðist á sjúkra- húsinu á Seyðisfirði í nóvember. Tveir hafi hins vegar látist árið 2002 þegar nýr stofn veirunnar nam land. „Eins og áður höfum við reynt að einangra þá sem veikjast en þrátt fyrir það hefur komið upp smit á nokkrum deildum. „Fólk verður mjög veikt og aldrei er nægilega oft brýnt fyrir fólki að gæta að hreinlæti. Einnig að koma ekki undir neinum kring- umstæðum inn á sjúkrahús ef það hefur haft einkenni eins og niður- gang og uppköst dagana á undan,“ segir Ólafur. - shá Gamlar byggingar Landspítalans auka hættu á alvarlegum veirusýkingum: Nóróveiran er mest smitandi LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT Mikil áhersla hefur verið lögð á byggingu nýs spítala, ekki síst vegna smithættu í gömlu húsunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AÞENA, AP Átök brutust út milli óeirðalögreglu og mótmælenda í miðborg Aþenu, höfuðborgar Grikklands, í gær. Í kjölfar friðsamlegrar mótmæla göngu hóf hópur mótmælenda að kasta steinum og bensínsprengjum að lögreglu og byggingum í nágrenni þinghúss- ins. Lögregla brást við með notkun táragass. Vegfarendur í jólainnkaupum neyddust til að hlaupa í skjól þegar til átakanna kom. Mótmælendur reyndu einnig að kveikja í stóru jólatré í miðbæn- um. Um 7.000 manns mótmæltu í miðborginni umdeildri efnahags- stjórn landsins. - kg Mótmæli í Grikklandi: Átök í miðbæ Aþenu í gær Fíkniefnasali framseldur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að pólskur maður skuli framseldur til heimalands síns. Hann er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri fíkniefnasölu í Pól- landi. Þá hafi hann selt tilgreindum manni 200 grömm af amfetamíni. DÓMSTÓLAR DÓMSMÁL Settur ríkislögreglu- stjóri hefur ákært Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristínu Jóhannes- dóttur, Tryggva Jónsson, Baug og Fjárfestingafélagið Gaum fyrir skattalagabrot á árunum 1999 til 2003. Í ákærunni segir að Jón Ásgeir hafi vantalið til skatts launatekjur og fjármagnstekjur á árunum 1999 til 2003 og komist undan að greiða tæpar 30 milljónir í tekju- skatt og fjármagntekjuskatt. Systkinin Jón Ásgeir og Kristín eru ákærð fyrir að hafa vantalið hagnað Gaums af sölu fjórðungs hlutabréfa í félögunum Bónus, Ísþori og Bónusbirgðum og af sölu 12,5 prósenta hlutar í Baugi um samtals 669 milljónir króna. Með því að láta þessa upphæð síðan renna til kaupa á Hagkaupum hafi Gaumur komist undan að greiða tæpa 201 milljónar króna skatt af söluhagnaðinum. Kristín og Gaumur eru ákærð fyrir að hafa árið 2003 oftalið nið- urfærslu á hlutabréfum í sænska fyrirtækinu NRG Pizza um 74 milljónir króna. Einnig eru Krist- ín og Gaumur ákærð fyrir að hafa skilað inn röngu framtali fyrir Gaum vegna ársins 2002 og þar vantalið skattskyldar tekjur um 916 milljónir króna og oftalið útgjöld um 15,7 milljónir. Þá er Kristín ásamt Gaumi ákærð fyrir að hafa ekki staðið rétt skil á stað- greiðslu skatta á árunum 1999 til 2002. Um hafi verið að ræða laun, bílahlunnindi og önnur hlunnindi upp á 71 milljón króna sem af hefði átt að greiða 27,5 milljónir í skatta. Ákært er gegn Jóni Ásgeiri, Tryggva og Baugi fyrir að hafa ekki staðið skil á 10,6 milljóna króna staðgreiðslu skatta vegna launa, bílahlunninda og iðgjalda líftrygginga Tryggva og Jóns Ásgeirs á árunum 1998 til 2002. Tryggvi ásamt Baugi er ákærður fyrir að hafa vantalið tekjur um 8,4 milljónir króna á árinu 2002, meðal annars vegna launa og líf- trygginga Tryggva og fleiri stjórn- enda Baugs. Tryggvi er ákærður fyrir að hafa skilað inn röngum skatta- framtölum fyrir sjálfan sig á árun- um 1999 til 2003 og þannig komist undan að greiða 13,3 milljónir króna. Gestur Jónsson, lögmaður Baugs og Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, segir í yfirlýsingu að ákæru- valdið virðist ekki taka mark á því að Hæstiréttur hafi fundið að því að alltof langur tími hafi liðið frá upphafi rannsóknarinnar í ágúst 2002 og þar til ákæra númer tvö hafi verið gefin út í mars 2006. Nú sé þriðja ákæran komin fram þótt Héraðsdómur Reykjavíkur hafi í fyrradag vísað frá dómi ákæru vegna annmarka á málsmeðferð sem enn frekar eigi við um nýju ákæruna. „Ákærðu telja að með ákærunni séu þverbrotnar á þeim grundvall- arreglur um mannréttindi með því að ákæra margsinnis í sama máli og draga mál svo lengi að óafsak- anlegt sé,“ segir í yfirlýsingu Gests Jónssonar. gar@frettabladid.is Baugsmönnum birt ákæra um skattsvik Ríkislögreglustjóri ákærir Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónsson auk félaganna Baugs og Gaums fyrir skattsvik á árunum 1999 til 2003. Mannréttindi þverbrotin með ákærunni, segir lögmaður Baugs Group. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Gefin hefur verið út ný ákæra á hendur nokkrum af helstu eigendum og stjórnendum Baugs og Gaums. Ákæran hljóðar upp á meiri háttar brot á skattalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. GENGIÐ 18.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,2367 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,24 112,78 173,07 173,91 163,45 164,37 21,938 22,066 16,735 16,833 14,659 14,745 1,2669 1,2743 176,82 177,88 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SKIPULAGSMÁL Björgunarsveitinni Ársæli hefur verið synjað um leyfi til að ayglýsa flugeldasölu sína á kynningarskilti sem stendur við væntanlegt tónlistar- og ráðstefnu- hús við Reykjavíkurhöfn. Óskað var eftir tímabundu leyfi til að breyta innihaldi auglýsingaskiltis með því að strengja segl með áprentaðri mynd yfir skiltið. Skipulagsráð Reykjavíkur segir að upplýsingaskilti fyrir tónlistarhús- ið hafi verið samþykkt á borgar- landi með undanþágu frá skilta- reglum og einungis vegna þeirra framkvæmda. Ekki eigi að heimila almennar auglýsingar á skiltinu. - gar Björgunarsveitin Ársæll: Auglýsi ekki við tónlistarhúsið EFTIRSÓTT SKILTI Skipulagsráð vill ekki leyfa almennar auglýsingar á kynningar- skilti tónlistarhússins væntanlega. FÓLK Íslenskir friðarsinnar standa fyrir hinni árlegu blysför fyrir friði niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Þetta er 29. árið sem gangan fer fram. Að göngu lokinni verður safnast saman á Ingólfstorgi þar sem Birna Þórðardóttir flytur ávarp, en fundarstjóri er Lárus Páll Birgisson. Steinunn Þóra Árnadóttir, einn skipuleggjenda, á von á fjölmenni. „Það er vonandi að fólk mæti og sýni hug sinn til friðarmála. Það er mikilvægt að fólk þjappi sér saman á þessum óvissutímum.“ Gangan leggur af stað frá Hlemmi klukkan 18. - kóp Þorláksmessugangan: Blysför niður Laugaveginn REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segir listann vera sniðgenginn í fjárhagsáætlunarvinnu og sakar meirihlutann um valdníðslu með stuðningi Vinstri grænna og Samfylking- ar. Ólafur lagði fram bókun í borgarráði í gær. Þar segir að borgarráð sé framkvæmda- ráð borgarinnar og eigi að undirbúa fjárhagsáætlun. Sú vinna hafi nú verið færð frá borgarráði og því hafi F-listinn enga aðkomu að henni. Skaðlegt sé að Ólafi, sem fyrrverandi borgarstjóra, sé haldið utan við fjárhagsáætlana- gerðina. - kóp Ólafur F. Magnússon: Segir F-listann sniðgenginn ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Launalækkun á Álftanesi Þóknun vegna setu í bæjarstjórn og bæjarráði Álftanes hefur verið lækkuð um 25 prósent og á sú lækkun að gilda út næsta ár, samkvæmt ákvörð- un bæjarstjórnar sem jafnframt ætlar að láta endurskoða þóknanir fyrir önnur nefndarstörf. SVEITARSTJÓRNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.