Fréttablaðið - 19.12.2008, Side 8
8 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
Titill Griffill Office 1 Hagkaup Eymundsson Nettó Krónan Bónus
Heimsmetabók Guinness 3D 4.342 4.921 4.990 5.200 4.053 3.749 3.748
Stórhættulega strákabókin 3.517 3.986 3.990 4.200 3.283 3.039 3.038
Ég, ef mig skyldi kalla 3.517 4.241 3.490 3.040 3.283 3.040 3.038
Myrká 3.592 4.241 3.990 4.300 3.493 2.993 2.992
Saga af forseta 5.242 5.941 5.990 6.000 4.893 4.690 4.543
Vetrarsól 3.742 4.241 3.690 4.200 3.493 3.393 3.392
Samtals 23.952 kr. 27.571 kr. 26.140 kr. 26.940 kr. 22.498 kr. 20.904 kr. 20.751 kr.
Nú í jólabókaflóðinu vildi ég athuga
verðlagið og skoðaði verð á sex bókatitlum
hjá sjö söluaðilum. Bækur fást vitanlega á
mun fleiri stöðum. Ég valdi bækurnar af
handahófi, passaði bara að þær fengjust
alls staðar, en búðirnar voru Griffill,
Office 1 í Skeifunni, Hagkaup í Kringl-
unni, Eymundsson í Kringlunni, Nettó í
Mjódd, Kringlan á Höfða og Bónus í
Kringlunni. Verðið er það sem ég hefði
fengið bækurnar á á þeim tíma sem ég
kom í búðirnar, sem var á þriðjudag og
miðvikudag. Bókaverð breytist ört þessa
dagana og bækur fara á tilboð, svo ég get
ekki ábyrgst að verðið sé það sama í dag.
Niðurstaðan er sú að bækurnar voru
ódýrastar hjá Bónus. Krónan fylgir fast á
eftir, er í mörgum tilfellum með bækurnar
aðeins einni krónu dýrari en Bónus.
Fulltrúar hefðbundinna bókabúða munu
eflaust telja að hér sé verið að bera saman
epli og appelsínur. Stórmarkaðir fleyti
rjómann af bókaútgáfunni og bjóði aðeins
upp á sirka 100 vinsælustu titlana. Bækur
séu eins konar „skraut“ hjá þeim og
framlegðinni sé náð með sölu á öðrum
vörum.
Bókabúðirnar sinni hins vegar bóksölu
allan ársins hring og séu með breiðara
úrval. Þetta ber vitanlega að hafa í huga,
þótt sparnaður upp á mörg þúsund krónur
sé vissulega lokkandi.
Neytendur: verðkönnun Dr. Gunna
Hvað kosta jólabækurnar?
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
1 Hvað hefur Þorvaldur Gylfa-
son prófessor skrifað margar
greinar í Fréttablaðið?
2 Hvað kostar bókin Flóra
Íslands eftir Eggert Pétursson?
3 Til hvaða franska félagsliðs
hyggst knattspyrnumaðurinn
Veigar Páll Gunnarsson fara?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70
LÖGREGLUMÁL Jafet Ólafsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
VBS fjárfestingabanka, hefur
verið ákærður fyrir brot gegn
lögum um fjármálafyrirtæki.
Honum er gefið að sök að hafa
árið 2006 rofið trúnað við Geir
Zoëga með því að láta Sigurði G.
Guðjónssyni í té upptöku af sam-
tali sínu við Geir.
Félag í eigu Sigurður ætlaði á
sínum tíma að kaupa hlut Geirs í
Tryggingamiðstöðinni. Sigurður
fékk Jafet til að annast milli-
gönguna. Geir hætti hins vegar
við söluna og sagði við Jafet í
símtali að hann hefði ákveðið að
selja öðrum hlutinn. Jafet hljóð-
ritaði símtalið og leyfði Sigurði
að heyra tíðindin. Sigurður taldi
maðk í mysunni, með þessu hefði
Geir skapað sér yfirtökuskyldu,
og sendi Fjármálaeftirlitinu upp-
tökuna til rannsóknar.
Geir var óánægður með að
Jafet skyldi láta hljóðupptökuna
af hendi og kvartaði yfir því við
Fjármálaeftirlitið. Fjármáleftir-
litið tók að lokum ákvörðun um
að kæra háttsemi Jafets til lög-
reglu. Ákæra efnahagsbrota-
deildar Ríkislögreglustjóra á
hendur Jafeti var svo þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur gær.
Jafet Ólafsson hafnar öllum
ásökunum um trúnaðarbrot.
Fjármálaeftirlitið hafði málið til
meðferðar í hálft annað ár og
Ríkislögreglustjóri í hálft til við-
bótar. - sh
Fjármálaeftirlitið hafði símtal Jafets Ólafssonar til rannsóknar í hálft annað ár:
Jafet ákærður fyrir að rjúfa trúnað
JAFET
ÓLAFSSON
Jafet var for-
stjóri VBS fjár-
festingabanka
þegar málið
kom upp.
SAMGÖNGUR Bæjarráð Vestmanna-
eyja bókar að ástandið í sam-
göngumálum til og frá Eyjum sé
með öllu óviðunandi. Hafi það
versnað til allra muna seinustu
mánuði.
Flug á Bakka hefur lagst af
með öllu og Herjólfur er nú orðin
það gamall og slitinn að hann
bilar nú orðið nánast vikulega og
falla þá samgöngur við Vest-
mannaeyjar niður með öllu, segir
í bókun ráðsins.
Bæjarráð samþykkti að óska
sem fyrst eftir heimsókn frá
Kristjáni L. Möller samgönguráð-
herra til að ræða samgöngumál.
- shá
Samgöngur til Eyja:
Ástandið með
öllu óviðunandi
EITTHVAÐ SEM ALLAR ELSKA
SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR!
Ný
r
Or
ku
lyk
ill
NÝ
JU
NG
5 kr.
afsláttur
þegar þú notar
Orkulykilinn í
fyrsta sinn!
Alltaf
2 kr. afsláttur
af dæluverði
Bensínorkunnar sem
kannanir sýna að er
lægra en hjá
öðrum!
www.orkan.is
SAMFÉLAGSMÁL Umsækjendur um
íslenskan ríkisborgararétt verða
að hafa staðist próf í íslensku sam-
kvæmt breytingum sem verða á
reglum um íslenskan ríkisborg-
ararétt um áramótin. Hætta er á
að ólæsir innflytjendur eigi litla
möguleika á að ná prófinu ef þeir
þurfa á lestrar- og ritunarkunn-
áttu að halda þegar þeir þreyta
prófið.
Námsmatsstofnun mun annast
undirbúning og framkvæmd próf-
anna og verða þau haldin minnst
tvisvar á ári í Reykjavík. „Þetta er
mjög opið og sett í hendurnar á
prófdómara hversu miklar kröfur
eru gerðar. Vonandi hanna þeir
þann veruleika sem útlendingar
búa við,“ segir Ingibjörg Hafstað,
verkefnastjóri í Alþjóðahúsi.
Hún bendir á að það sé miklu
erfiðara og taki lengri tíma fyrir
fólk sem talar tungumál frá Afríku
og Asíu að læra íslensku. „Ef það á
að vera einn mælikvarði fyrir alla
hópa þá þarf prófið að vera ofboðs-
lega auðvelt,“ segir hún.
Minnst eitt þúsund innflytjend-
ur eru ólæsir annað hvort á eigið
móðurmál eða latneskt letur. Fá
íslenskunámskeið hafa verið í boði
fyrir ólæsa og víða úti á lands-
byggðinni eru ekki nægilega mörg
námskeið í boði. Þetta fólk telur
Ingibjörg að eigi litla möguleika á
að standast íslenskuprófið. Að
sama skapi hljóti það að draga úr
möguleikum þeirra á að fá íslensk-
an ríkisborgararétt og jafnvel þótt
ekki séu neinar hömlur á því
hversu oft megi þreyta prófið.
Í vefriti dómsmálaráðuneytis-
ins er fjallað um nýju reglurnar.
Þar segir að þó að umsækjandi
hafi fengið búsetuleyfi og lokið
íslenskunámi eða prófi þurfi hann
samt að fara í íslenskupróf vegna
umsóknar sinnar. Undanþágur
geti þeir fengið sem hafi náð 65
ára aldri og átt lögheimili hér á
landi síðustu sjö ár og þeir sem
séu í skóla eða undir grunnskóla-
aldri.
Júlíus Björnsson, framkvæmda-
stjóri Námsmatsstofnunar, segir
að kröfurnar verði afskaplega
hógværar. Útlendingar verði að
geta lesið fyrirsagnir í blöðum,
sagt til nafns og haldið uppi ein-
földum samræðum. Ekkert verði
prófað úr málfræði. „Kröfurnar
eru afskaplega mildar og próftök-
um í hag,“ segir hann.
Júlíus segir að hugmyndin sé
alls ekki sú að einhver hópur verði
útilokaður. Þá eigi eftir að móta
undanþágurnar nánar.
ghs@frettabladid.is
Íslenskupróf til að
fá ríkisborgararétt
Innflytjendur verða að hafa staðist íslenskupróf til að geta fengið íslenskan
ríkisborgararétt. Hætta er á að ólæsir eigi litla möguleika á að ná prófinu.
Kröfurnar „próftökum í hag“ segir framkvæmdastjóri Námsmatsstofnunar.
KRÖFURNAR MILDAR „Kröfurnar eru
afskaplega mildar og próftökum í hag,“
segir Júlíus K. Björnsson, framkvæmda-
stjóri Námsmatsstofnunar.
OFBOÐSLEGA AUÐVELT „Ef það á að
vera einn mælikvarði fyrir alla hópa þá
þarf prófið að vera ofboðslega auðvelt,“
segir Ingibjörg Hafstað, verkefnastjóri í
Alþjóðahúsi.
VEISTU SVARIÐ?