Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 16
16 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
DÚÐAÐUR SNJÓKRAKKI Hún er ekki
nema eins árs, hún Ramona Hanson,
sem lék sér í snjónum á miðvikudag í
bænum Turnwater í Washingtonríki í
Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í sex mánaða fangelsi, í
Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir
brot gegn valdstjórninni og
ítrekuð umferðarlagabrot.
Hann var fjórum sinnum
stöðvaður við akstur án ökurétt-
inda. Í eitt skiptið var hann
undir áhrifum áfengis og var
honum vísað inn í lögreglubíl.
Þar réðst hann á lögreglukonu,
tók hana hálstaki og reif í hár
hennar. Maðurinn hafði áður
hlotið skilorðsbundinn dóm
vegna líkamsárásar. Hann rauf
skilorðið og var málið því tekið
upp aftur og dæmt í því í dag.
- jss
Sex mánaða fangelsi:
Réðst á lög-
reglukonu
NOREGUR Frystigeymslur norður
eftir allri strönd Noregs fyllast af
þorski og öðrum fisktegundum
sem enginn vill kaupa. Skortur á
lánsfé erlendis og hátt fiskverð
gerir að verkum að fiskurinn selst
ekki, að sögn norska ríkisútvarps-
ins NRK. Fiskurinn er því ekki
sendur á uppboðsmarkaðina held-
ur geymdur í frystigeymslunum.
„Það er allt stopp á markaðnum.
Ef við fáum ekki hreyfingu á
markaði innan tveggja til þriggja
vikna óttast ég um páskasöluna til
Brasilíu. Ef staðan batnar ekki
verða sjómenn að setja fiskinn í
geymslur og láta bátana liggja við
bryggju. Þetta hefur alvarleg
áhrif á greinina,“ segir Knut
Haagensen, markaðsstjóri hjá Jan-
gaard útflutningsfyrirtækinu í
Álasundi. - ghs
Fjármálakreppan hefur áhrif víða um heim:
Norskur þorskur selst ekki
ALLT STOPP „Það er allt stopp á mark-
aðnum,“ segir markaðsstjóri um söluna
á þorski.
BRETLAND, AP Jacqui Smith,
innanríkisráðherra Bretlands,
segir að sveitarstjórnir í landinu
verði að hætta að nota heimildir í
hryðjuverkalögum til að berjast
gegn smáglæpum.
Á tímabilinu mars 2007 til mars
2008 fengu stjórnvöld, sem ekki
tengjast lögreglustörfum, 9.535
sinnum leyfi til að beita leynilegu
eftirliti, meðal annars til að koma
upp um fólk sem hendir rusli á
víðavangi eða hundaeigendur sem
þrífa ekki upp saur eftir hunda
sína.Smith segir að nú verði gert
átak til að draga úr þessari
óhóflegu beitingu laganna. - gb
Bresk stjórnvöld:
Hryðjuverkalög
notuð í óhófi
MENNTUN Listaháskóli Íslands og
Háskólinn á Bifröst bregðast við
efnahagsástandinu með því að
bjóða nýja þverfaglega námsleið.
Námið, sem gengur undir nafn-
inu Prisma, verður kennt í sam-
starfi við Reykjavíkurakademí-
una. Það er nýstárlegt fyrir þær
sakir að inn í það fléttast fjölmarg-
ar námsgreinar. Burðargreinarnar
eru listfræði og heimspeki. Inn í
námið blandast svo markaðsfræði,
menningarstjórnun, frumkvöðla-
fræði, skapandi skrif, myndmáls-
saga, tónlistarsaga og -miðlun og
svo mætti lengi telja.
Yfir fimmtíu sérfræðingar víðs
vegar að úr samfélaginu koma að
kennslunni. Námið fer fram í
febrúar og mars 2009. Kennt verð-
ur í Reykjavík alla daga, utan þrjá
daga þegar kennslan mun fara
fram að Bifröst.
Búist er við að í fyrsta hópnum
sem hefur nám verði áttatíu til 120
nemendur. Hrund Gunnsteinsdótt-
ir, forstöðumaður Prisma, segir
allar líkur á að áfram verði haldið.
Ekki sé heldur útilokað að úr því
verði nýtt BA-nám. Allt fari það
eftir áhuganum, sem hún hefur
trú á að verði mikill. „Sú nálgun,
að nota aðferðafræði úr listgrein-
um til að vinna með hvað sem er
úr samfélaginu, er að mínu mati
það sem koma skal,“ segir hún.
Námið kostar 120 þúsund krón-
ur. Ýmis fagfélög og stéttarfélög
niðurgreiða nám af þessu tagi að
öllu leyti eða að hluta. - hhs
Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands snúa bökum saman:
Nýstárlegt þverfaglegt nám
AÐSTANDENDUR PRISMA Hrund Gunn-
steinsdóttir, Ágúst Einarsson, Hjálmar
Ragnarsson og Jón Ólafsson.
FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM
GLITNIR Íslandsbanki varð Glitnir í mars 2006. Breytingin kostaði 150 milljónir, auk
auglýsingakostnaðar. Nú verður Glitnir aftur Íslandsbanki. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
VIÐSKIPTI Ekki liggur fyrir hvað
væntanleg nafnbreyting ríkisbank-
ans Nýja Glitnis mun kosta. Síð-
asta breyting kostaði 150 milljónir.
Nýi Glitnir mun taka upp nýtt nafn
20. febrúar næstkomandi. Nýja
nafnið, Íslandsbanki, er þó síður en
svo nýtt, enda hafa tveir bankar
borið það áður.
Í tilkynningu frá Nýja Glitni
kemur fram að breytingin sé liður
í uppgjöri við fortíðina þar sem
nafn Glitnis hafi beðið hnekki við
efnahagshrunið.
Sú spurning hefur vaknað hvort
Ísland sé einnig skaðað vörumerki
og hvort það kunni að verða bank-
anum til trafala á erlendri grundu
að kenna sig við landið. „Auðvitað
er þetta einn af þeim þáttum sem
menn veltu mikið fyrir sér,“ segir
Már Másson, upplýsingafulltrúi
Glitnis. Íslandsbankanafnið sé hins
vegar gott og traust nafn og eigi að
endurspegla það að starfsemi nýja
bankans fari fyrst og fremst fram
hérlendis.
Íslandsbanki tók upp Glitnis-
nafnið árið 2006. Sú breyting kost-
aði 150 milljónir, fyrir utan það
sem eytt var í kynningarherferð
tengdri nafnbreytingunni. Már
segir að breytingin í febrúar verði
ódýrari. Hún muni taka lengri tíma
og í ljósi þess að Íslandsbanki sé
þekkt vörumerki hérlendis þurfi
ekki að ráðast í kynningarherferð.
„Við leggjum mikla áherslu á að
kostnaðurinn verði í lágmarki,“
segir Már.
Nafni Nýja Landsbankans hefur
þegar verið breytt í NBI, en það
hefur lítið verið notað. Þá hefur
nafnbreytingu Kaupþings borið á
góma, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins, en engar ákvarðanir
verið teknar í þeim efnum.
stigur@frettabladid.is
Vita ekki hvað
nafnið kostar
Ekki er vitað hvað mun kosta að breyta nafni Nýja
Glitnis í Íslandsbanka. Minna en síðasta breyting
sem kostaði 150 milljónir, segir upplýsingafulltrúi.
Þriðji íslenski bankinn sem ber nafnið Íslandsbanki.
Mars 1904: Íslandsbanki
hinn fyrsti tekur til starfa.
Hann er að stærstum hluta
í eigu Dana og stjórnarfor-
maður er Hannes Hafstein,
nýr Íslandsráðherra. Stofnfé
er tvær milljónir.
Febrúar 1930: Íslandsbanki
hinn fyrsti verður gjaldþrota
eftir verðfall útflutningsaf-
urða og gjaldeyrisskort.
Úr rústum hans rís
Útvegsbankinn.
Ársbyrjun 1990: Útvegsbank-
inn, Iðnaðarbankinn, Verslunarbank-
inn og Alþýðubankinn sameinast í
Íslandsbanka annan.
Maí 2000: Íslandsbanki sameinast
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins,
sem hafði orðið til tveimur árum
áður þegar hann tók við starfsemi
Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs, Iðn-
þróunarsjóðs og Útflutnings-
lánasjóðs. Nýi bankinn fær
nafnið Íslandsbanki-FBA.
Mars 2002: Nafnið Íslands-
banki er tekið upp á ný, í
þriðja sinn í Íslandssögunni.
Mars 2006: Íslandsbanki fær
nafnið Glitnir, sem fengið
er úr norrænni goðafræði.
Ástæðan er sögð sú að
bankinn sé orðinn alþjóðlegt
fjármálafyrirtæki og þurfi því
nafn sem hentar til notkunar
um víða veröld.
Október 2008: Glitnir verður
gjaldþrota. Ríkið yfirtekur starfsemi
bankans og stofnar nýjan banka,
Nýja Glitni. Skilanefnd er sett yfir
Gamla Glitni.
Desember 2008: Tilkynnt er fyrir-
huguð breyting á nafni Nýja Glitnis.
Hann mun heita Íslandsbanki.
ÍSLANDSBANKI ÞÁ OG NÚ