Fréttablaðið - 19.12.2008, Qupperneq 18
18 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR
ÁTTRÆÐ DÚKKA Hún er rúmlega
áttræð, þessi þýska dúkka sem
skipar heiðurssess í stóru dúkkusafni í
bænum Bad Kösen í Þýskalandi. Dúkk-
una gerði á sínum tíma Käthe Kruse,
sem var fræg fyrir vandaða dúkkugerð.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNTUN „Það er verið að eyða út hagsmuna-
samtökum framhaldskólanema á Íslandi,“
segir Hreiðar Már Árnason, stjórnarmaður í
Sambandi íslenskra framhaldsskólanema
(SÍF) um breytingartillögur við fjárlagafrum-
varpið þar sem 6,6 milljóna króna styrkur til
Iðnnemasambands Íslands er felldur niður.
Styrkurinn hefur runnið til SÍF sem tók yfir
allar skyldur Iðnemasambandsins við stofnun
þess fyrrnefnda, 4. nóvember 2007.
Hreiðar bendir á að í þjónustusamningi
milli menntamálaráðuneytisins og sambands-
ins sé kveðið á um að samningurinn sé
uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara. Þá
verði uppsögn að eiga sér stað, að minnsta
kosti sex mánuðum fyrir áramót til að hún
teljist gild fyrir næsta ár. Því vakni spurning-
ar um hvort löglega hafi verið að þessu staðið
þar sem enginn hafi haft samband við þau hjá
sambandinu vegna niðurskurðarins.
„Við munum ekki geta staðið undir kostnaði
við rekstur félagsins,“ segir Hreiðar Már.
Hann segir þó að svo lengi sem til sé fólk, sem
beri hag framhaldsskólanema fyrir brjósti,
verði félagið aldrei lagt niður. „En starfsemi
félagsins, eins og hún er í dag og sú þjónusta
sem við veitum nemum verður að öllum
líkindum ekki til staðar,“ segir hann.
Stjórn SÍF sendi í síðustu viku menntamála-
ráðherra bréf þar sem óskað er skýringa á
breytingunum. Hreiðar segir að enn hafi
engin svör borist. „Við spyrjum hvað taki við
ef stoðunum verður kippt undan þessu félagi
því okkur finnst fáránlegt að það sé ekki hægt
að reka hagsmunafélag fyrir framhaldsskóla-
nemendur á Íslandi,“ segir Hreiðar Már.
olav@frettabladid.is
Saka ráðuneytið um að
brjóta gildandi samning
Ríkissjóður hættir að styrkja hagsmunasamtök framhaldsskólanema á Íslandi, samkvæmt fjárlagafrum-
varpi. Samtökin telja menntamálaráðuneytið brjóta gildandi samning og það virði ekki uppsagnarfrest.
STANDA VÖRÐ Andrea Elín Vihljálmsdóttir, Eva Indriða-
dóttir og Hreiðar Már Árnason, stjórnarmenn í Sam-
bandi íslenskra framhaldsskólanema. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SKIPTING TEKNA SÍF
Þjónustusamningur við ríkið: 6,6 milljónir.
Aðildargjöld nemendafélaga: 1,8 milljónir.
Aðildargjöld einstaklinga: 50 þúsund.
Þjónustusamningur við Lánasjóð
íslenskra námsmanna: 800 þúsund.
Aðrir styrkir: 300 þúsund.
Birt með fyrirvara
MANNRÉTTINDI Mannréttindasam-
tökin Amnesty International hvet-
ur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) til að efla vopnasölubann til
Lýðveldisins Kongó. Milljónir hafa
látist í átökum stjórnarhersins og
vopnaðra hópa í Norður-Kivu í aust-
anverðu landinu og nálægt 300 þús-
und manns hafa hrakist á flótta.
Í bréfinu segir að þrátt fyrir að
vopnasölubann SÞ hafi verið í gildi
í mörg ár hafi vopnaðir hópar getað
keypt vopn, skotfæri og önnur
gögn. Það hafi gert þeim kleift að
fremja stríðsglæpi og stórfelld
mannréttindabrot gagnvart
almennum borgurum. Stjórnarher-
inn beri einnig ábyrgð á ýmsum
mannréttindabrotum. Þá segir að
friðargæslulið SÞ í Kongó hafi
engar starfsreglur til að styðjast
við til að tryggja að stjórnarher
landsins geymi, flytji og noti her-
búnað með eðlilegum hætti eftir að
hergögn koma til landsins. Farið er
fram á að öryggisráðið hvetji
alþjóðasamfélagið til tafarlausra
aðgerða til að aðstoða stjórnvöld í
Lýðveldinu Kongó til að efla fag-
mennsku innan hersins.
Að lokum eru aðildarríki SÞ hvött
til að eiga samstarf um alþjóðlegan
vopnaviðskiptasamning sem taki
mið af meginreglum stofnskrár
samtakanna og alþjóðlegra mann-
réttindalaga. - kóp
Amnesty International senda öryggisráði SÞ bréf:
Vopnasölu til
Kongó mótmælt
FLÓTTAMENN Milljónir hafa látist og fjöldi manns hefur lagt á flótta vegna vopnaðra
átaka í Lýðveldinu Kongó síðustu tíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Ástþór Magnússon
hefur kært til lögreglu ærumeið-
ingar sem hann telur sig hafa
orðið fyrir af hálfu notenda
spjallvefjarins
Málefnin.com.
Í tilkynningu til
fjölmiðla segir
Ástþór að
ummæli um sig á
spjallvefnum
skipti tugum
þúsunda og
þúsundir þeirra
séu ærumeiðingar
og upplognar
sakir.
Ástþór hefur sent tvær kærur á
lögreglu, með samtals 65 ummæl-
um sem hann telur ærumeiðandi.
Þar er Ástþór meðal annars
sagður veikur á geði, hann
þjófkenndur og sagður ofbeldis-
maður. Ástþór hefur farið fram á
að vefnum verði lokað. - sh
Svæsin ummæli á spjallvef:
Ástþór kærir
ærumeiðingar
ÁSTÞÓR
MAGNÚSSON
Deilt um heimasíðugerð
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Grinda-
víkur gagnrýna meirihlutann fyrir að
ætla að verja ríflega þremur millj-
ónum til endurnýjunar á heimasíðu
bæjarins og auka þar með rekstrar-
halla næsta árs. Meirihlutinn segir
að til þess að efla byggðina þurfi að
markaðssetja hana og efla alla kynn-
ingu Grindavíkurbæjar á heimasíðu
bæjarins.
GRINDAVÍK
SAMGÖNGUR Alþingi hefur falið
Kristjáni L. Möller samgönguráð-
herra að móta stefnu og áætlun um
að strandsiglingar verði á ný hluti
af vöruflutninga- og samgöngu-
kerfi landsins. Málið er til umfjöll-
unar hjá samgöngunefnd þingsins
en flytjendur tillögunnar telja að
um vannýttan samgöngukost sé að
ræða. Stendur vilji þeirra til að
almennar og reglulegar strandsigl-
ingar verði hafnar með tilstyrk
hins opinbera á grundvelli útboða.
Ráðherra er falið að láta meta
kostnað við að halda uppi regluleg-
um strandsiglingum um allt land
og gera tillögur um siglingaleiðir
sem bjóða á út. Strandsiglingar
hafa svo gott sem lagst af á undan-
förnum árum.
Þingmenn Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns framboðs hafa flutt til-
lögu þessa efnis fimm sinnum áður.
Rök þeirra fyrir að taka upp strand-
siglingar er að með auknum land-
flutningum sé losun gróðurhúsa-
lofttegunda meiri. Þá hafi það sýnt
sig að auknir landflutningar hafi
neikvæð áhrif á umferðaröryggi
og valdi miklu og kostnaðarsömu
sliti á vegum. Hagsmunaaðilar, þar
með talin flutningafyrirtæki, hafa
sagt á undanförnum árum að engin
forsenda sé fyrir strandflutning-
um hér við land, alltént ekki án
ríkisstyrkja.
Samgöngunefnd hefur sent
umsagnarbeiðnir til fjölda aðila.
Ráðherra skal skila tillögum
snemma á næsta ári.
- shá
Tillaga um strandsiglingar til umfjöllunar á Alþingi í sjötta sinn:
Vannýttur samgöngukostur
FLUTNINGAR Þegar að strandflutning-
ar lögðust af jókst álagið á vegakerfi
landsins. Umferðaröryggi og vegaslit eru
meðal raka þeirra sem vilja sjóflutninga
að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
AÐILDARFÉLÖG AÐ SÍF
■ Fjölbrautaskóli Snæfellinga
■ Fjölbrautaskóli Suðurlands
■ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
■ Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
■ Fjölbrautaskóli Suðurnesja
■ Flensborgaskólinn í Hafnarfirði
■ Framhaldsskólinn á Laugum
■ Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellsýslu
■ Iðnskólinn í Hafnarfirði
■ Iðnskólinn í Reykjavík
■ Kvennaskólinn í Reykjavík
■ Menntaskólinn í Borgarnesi
■ Menntaskólinn á Egilsstöðum
■ Menntaskólinn á Ísafirði
■ Menntaskólinn að Laugarvatni
■ Menntaskólinn Hraðbraut
■ Verkmenntaskóli Austurlands
■ Verkmenntaskólinn á Akureyri
FERÐAMÁL Gistinóttum á íslenskum
hótelum fækkaði um tæplega
fimm prósent ef bornir eru saman
októbermánuðir 2007 og 2008.
Gistinóttum fækkaði úr 108.800
í október í fyrra í 103.700 í
október síðastliðnum. Mest var
fækkunin á hótelum á Norðurlandi
þar sem gistinóttum fækkaði um
20 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu
fækkaði gistinóttum um 8 prósent
og á samanlögðu svæði Suður-
nesja, Vesturlands og Vestfjarða
fækkaði gistinóttum um 1 prósent.
Gistinóttum fjölgaði hins vegar
um 35 prósent á Austurlandi og 24
prósent á Suðurlandi.
- ovd
Færri gistinætur í október:
Mestur áhugi
á Austurlandi
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
4
43
91
1
1/
08
JÓLAGJÖFIN
SEM FLÝGUR ÚT
JÓLAPAKKAR ICELANDAIR
VERÐ FRÁ 26.900 KR.
+ Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. mars 2009.
+ Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign
upp í fargjöld með Icelandair.
+ Pantaðu jólapakkann á www.icelandair.is
I EF ÞÚ BORGAR JÓLAPAKKANN MEÐ VILDARKORTI VISA
OG ICELANDAIR FÆRÐU 5.000 AUKA VILDARPUNKTA.
I ATHUGIÐ AÐ HÆGT ER AÐ GREIÐA FYRIR HÓTELGISTINGU MEÐ VILDARPUNKTUM,
FRÁ 14.000 PUNKTUM Á NÓTT FYRIR TVO.
Traustur
íslenskur ferðafélagi
* Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2008 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. desember til og með 23. jan. 2009.
Jólapakkatilboð gildir til Boston, New York, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, London, Manchester, Frankfurt, Parísar og Amsterdam.
Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 750–11.200 Vildarpunkta.