Fréttablaðið - 19.12.2008, Side 32

Fréttablaðið - 19.12.2008, Side 32
32 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 113 375 -0,71% Velta: 641 milljónir MESTA HÆKKUN ICELANDAIR 0,38% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -15,58% ATLANTIC PETROL. -5,30% STRAUMUR-BURÐ. -5,02% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,10 +0,00% ... Bakkavör 2,60 -15,58% ... Eimskipafélagið 1,28 +0,00% ... Exista 0,04 +0,00% ... Icelandair Group 13,25 +0,38% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 76,30 -0,66% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur- Burðarás 2,27 -5,02% ... Össur 97,20 -0,31% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: Verðbólga í desember verður 17,8 prósent samkvæmt endurskoðaðri spá IFS-greiningar. Áður hafði verið spáð 17,2 prósentum. Fyrri spá var gerð fyrir tilkynn- ingu um skattahækkanir ríkis- stjórnarinnar. „Áhrif skattahækk- ana á vísitölu neysluverðs eru til 0,4 til 0,5 prósenta hækkunar. Einnig bætist við að olíufélögin hafa ekki verið jafngrimm í verð- lækkunum og IFS-greining gerði ráð fyrir,“ segir í nýju spánni, en áréttað um leið að nokkur óvissa sé um spár vegna gengissveiflna krónunnar. Hagstofa Íslands birtir verð- bólgumælingu sína næstkomandi mánudag. - óká IFS bætir í verðbólguspánaLáta ekki þjóðernið fæla frá Íslendingum er ekki alls varnað í Bretlandi þrátt fyrir álitshnekki vegna Icesave, hryðjuverkalaga- beitingar og deilu breska og íslenska ríkisins. Að minnsta kosti er það svo þegar kemur að mannaráðningum hjá breska ríkinu að þar á bæ láta menn þessi mál ekki hafa áhrif á sig og horfa fyrst og fremst til getu einstaklingsins. Breska ríkið var að minnsta kosti ekki lengi að veiða til starfa Þóru Helgadóttur hagfræðing sem „fyrir fallið“ starfaði hjá Kaupþingi í Lund- únaborg. Hún er nú að hefja störf sem hagfræði- ráðgjafi hjá HMRC, stofnun Breta sem annast skattheimtu og félagslegar greiðslur. Ráðdeild og skynsemi? Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar- flokks, spurði í gær viðskiptaráðherra um stöðu smærri fjármálafyrirtækja. Skuggi óvissu um veðköll Seðlabankans er yfir þeim og standa þau um margt höllum fæti í öllum fjármálaóró- leikanum. Þeim sem til þekkja í heimi fjármála kann þó að hafa hnykkt við þegar hann fjallaði sérstaklega um sparisjóðina í þessu samhengi og kvað þá hafa sýnt sérstaka „ráðdeild og skynsemi“ í rekstri. Ítrekað hefur nefnilega verið bent á að margir sparisjóðir hafa í uppgangi síðustu ára gleymt að huga að grunnrekstri sínum og látið taprekst- ur hans hverfa í hagnaði hlutabréfaviðskipta. Því er ekki nema von að sparisjóðir standi margir illa við hrun hlutabréfamarkaða. Peningaskápurinn ... „Í raun má halda því fram að við- skiptalífið hafi þrifist á vissum blekkingum sem snerust um að sýna eins góða fjárhagsstöðu fyr- irtækjanna og mögulegt var með því að færa allar eignir þeirra á hæsta mögulega verði og stuðla þannig að því að gengi hlutabréf- anna varð sem allra hæst.“ Þannig mælist Aðalsteini Hákonarsyni í grein í Tíund, tímariti Ríkisskatt- stjóra. Hann fjallar í löngu máli um skuldsettar yfirtökur og mikinn vöxt viðskiptavildar í bókhaldi skráðra fyrirtækja undanfarin ár. „Þeir keyptu fyrirtæki og létu fyr- irtækin sjálf, sem keypt voru, greiða kaupverðið í gegnum eign- arlausa samruna. Með því að hengja skuldir utan á fyrirtækin með samruna eftir kaupin, setja þau síðan á markað og selja hlutina í þeim til lífeyrissjóða og almenn- ings á enn hærra verði en keypt hafði verið á, þrátt fyrir skuldsetn- inguna,“ segir Aðalsteinn. Hann fer yfir reikningsskila- venjur og bendir á alþjóðlegan reikningsskilastaðal, IAS 38, sem segi meðal annars að ekki skuli færa viðskiptavild til eignar sem óefnislegar eignir. Það sé ekki svo að öll félög fylgi alþjóðlegum reikningsskilareglum, „en ekki verður betur séð en að minnsta kosti sum þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöllinni fari frjálslega með færslu viðskiptavildar sem myndast hefur við skuldsettar yfirtökur og samruna.“ Þá veltir hann fyrir sér hvort viðskiptavild sé eign eða úttekt af eiginfé fyrirtækis, og spyr „hvort eðlilegt sé að færa milljarðaskuld- bindingar inn í hlutafélag án þess að nokkur eign komi á móti og lýsa því yfir í opinberum tilkynningum að hagur lánardrottna hafi ekki versnað.“ 104. grein hlutafélaga- laga virki ekki við slíkar aðstæður. Enn fremur veltir hann fyrir sér áhættuvörnum banka sem hafi fokið um koll „eins og hálmhúsið sem grísinn Gepill byggði sér af miklu stolti [ … ] þegar úlfurinn blés það um koll.“ - ikh Frjálslega farið með viðskiptavild Aðalsteinn Háskonarson lýsir í grein sinni í Tíund hvernig þetta er gert: „Upphafið er að viðskiptajöfur (V) ber víurnar í eitthvert rekstrarfélag (A) sem honum finnst álitleg- ur fjárfestingarkostur, til dæmis verksmiðju, verslun eða olíufélag. Takist samningar við eigendur slíks fyrirtækis stofnar viðskiptajöfurinn sérstakt félag (B) sem fær það hlutverk að kaupa rekstrarfélagið A og B telst því vera yfirtökufélagið í þessum viðskiptum. V leggur fram hlutafé til B, kannski einn fjórða af kaupverð- inu á A, en B tekur síðan lán fyrir afganginum eða ¾ af kaupverð- inu. Kaupverðið er síðan greitt til eigenda A, það er fyrrum hluthafa A, þannig að þeir fjármunir koma A aldrei til góða. Í kjölfar kaupanna eru A og B sameinuð undir nafni A þannig að A er allt í einu orðið yfirtökufélagið í samrunaferlinu. Við samrunann flytjast skuldir B inn í A þannig að skuldir A hafa vaxið um sem nemur þremur fjórðu af kaup- verðinu án þess að nokkur eign hafi komið þar á móti því að eina eign B var eignarhlutur í A og A getur ekki átt hlut í sjálfu sér að samrunanum loknum. Til þess samt að láta ekki sjást hvernig skerðingin á eiginfé vegna skuldsetningarinnar fer með efnahagsreikning A færa menn upp eign sem þeir kalla viðskiptavild í ársreikningnum á móti skuldunum. Hér er ekki um nýja eign að ræða sem kemur inn við kaupin og sam- runann þar sem viðskiptavildin í A var til fyrir kaupin, hafi hún á annað borð verið til, þótt hún hafi ekki verið bókfærð í efnahagsreikningi A. Eftir þetta er A tilbúið til sölumeð- ferðar og hægt að skrá það á mark- aði sem álitlegan fjárfestingarvalkost á gengi sem er kannski mun hærra en gengið sem upphaflega var keypt á þrátt fyrir skuldsetninguna.“ AÐFERÐIN VIÐ SKULDSETNINGU OG VÖXT Fulltrúaráð Eignarhalds- félagsins Samvinnutrygg- inga, móðurfélags Giftar, ætlar að láta rannsaka starfsemi félagsins tvo ára- tugi aftur í tímann. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga samþykkti í gær að láta rannsaka starfsemi sína nítján ár aftur í tímann. Til þess verði fenginn sérfróður og óháður aðili, til dæmis Lagastofnun Háskóla Íslands. Kanna á „hvort starfsemin hafi verið athugaverð að einhverju leyti. Ekkert skal dregið undan sem nauðsynlegt er talið til að upplýsa og fá sem gleggsta heildarmynd af málinu,“ segir í tilkynningu frá Eignarhalds- félaginu. Félagið á fjárfestingafélagið Gift. Það var stofnað í fyrra og eignirnar fluttar þangað. Skila- nefnd var skipuð, til að skipta hluta- bréfinu í Gift, milli fólks og fyrir- tækja sem áttu réttindi í Samvinnutryggingum. Skilanefndin skilaði umboði sínu á fulltrúaráðsfundinum í gær. Það ákvað hún þegar ljóst varð að eigið fé Giftar var verulega neikvætt. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins um þar um tugi milljarða króna að ræða, en helstu eignir Giftar voru í Kaupþingi og Existu. Félagið á auk þess óbeinan eignar- hlut í Icelandair og eign í óskráðum félögum. Starfsemi félagsins og ráðstöfun eigna hefur verið gagnrýnd. Þá hefur Morgunblaðið nýlega upplýst að Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri í Skagafirði og fyrrverandi stjórnarformaður Giftar, hafi skuldbundið félagið með samingi við Kaupþing, sem gerði að verkum að félagið gat ekki ráðstafað eign- um sínum umfram 15 prósent, án samþykkis bankans. „Ég held að þessi úttekt sé alger- lega óþörf,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður. „Auk þess held ég að það væri bara best fyrir fulltrúaráðið að vísa mál- inu í heild sinni til efanahgsbrota- deildar ríkislögreglustjóra og láta kanna hvort það sé allt með felldu. Hún er eini aðilinn sem getur hvít- þvegið þessa menn eða sakfellt þá.“ Sigurður bætir því við að stjórn Giftar ætti að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. „Það er ekkert sem rekur félagið til að fara fram á skipti á því, eins og staðan er núna. menn ætla að vinna úr þeim eignum sem eru eftir í félaginu,“ segir Jafet Ólafsson, stjórnarmaður í Gift. ingimar@markadurinn.is Tveir áratugir til skoðunar FULLTRÚAR EIGNARHALDSFÉLAGSINS SAMVINNUTRYGGINGA Finnur Ingólfsson var í hópi fundarmanna, en að baki honum sést glitta í Helga S. Guðmundsson. Einnig sátu fundinn Jafet Ólafsson og Benedikt Sigurðsson, svo nokkrir séu nefndir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ár Eignir Eigið fé Viðskiptavild 2007 14.978.568 1.772.409 931.483 2006 10.755.224 .423.288 511.712 2005 5.478.183 952.816 329.860 2004 3.387.040 386.979 131.379 2003 1.694.911 182.578 62.080 * Yfirlit úr Tíund um þróun heildareigna, eigin fjár og viðskiptavildar um 20 félaga og samstæðna i Kauphöll- inni. Upphæðir eru í milljónum króna. ÞRÓUN EIGNA, EIGIN FJÁR OG OG VIÐSKIPTAVILDAR*

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.