Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 19.12.2008, Qupperneq 34
34 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR „Það eru mörg tækifæri hér fyrir fólk til að gera stórkostlega hluti. Nú verður byggt upp fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf til fram- tíðar,“ segir Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital. Auður Capital og tónlistarkon- an Björk Guðmundsdóttir kynntu í fyrradag sjóð sem mun fjár- festa í íslenskum sprotafyrir- tækjum með vaxtarmöguleika. Auður Capital hefur þegar lagt til hundrað milljónir króna en vonast er til að fagfjárfestar, lífeyrissjóðir, jafnt sem áhuga- samir einstaklingar leggi í hann það sem upp á vantar. Stefnt er að því að á annan milljarð króna verði í sjóðnum þegar upp verður staðið. Halla segir sjóðinn hafa verið lengi í bígerð. Tækifærið hafi komið í kjölfar Neista, sam- starfsverkefnis Bjarkar, háskóla - samfélags ins og ýmissa sprotafyrir- tækja í kjölfar bankahrunsins. „Við sáum að við deildum þeirri sýn með Björk að vilja byggja upp fjölbreytt og áhuga- verðara Ísland,“ segir Halla og bætir við að fram undan sé að velja góð og græn fyrirtæki og fjárfesta í þeim. Sjóðurinn heitir í höfuðið á tón- listarkonunni. Er þar ekki síður vísað til trésins óhagganlega sem stendur næstum allt af sér. - jab HALLA TÓMASDÓTTIR Sprotasjóður lítur dagsins ljós „Jón Ásgeir og Malcolm Walker voru að kynna fyrirtækið og stöðu þess fyrir skilanefndum Glitnis og Landsbankans,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs. Jón Ásgeir er starfandi stjórn- arformaður Baugs og tók við stjórnarformennsku í Iceland- keðjunni í október. Malcolm Walker er stofnandi og forstjóri Iceland. Bankarnir tóku þátt í yfirtöku Baugs á bresku verslanakeðjunni Big Food Group fyrir réttum fjór- um árum og uppskiptingu hennar í kjölfarið. Upp úr því kom Ice- land, verslanakeðja sem sérhæfir sig í sölu á frystum matvælum. Viðsnúningur á rekstri verslunar- innar tókst með eindæmum vel og hefur orðið að skólabókardæmi. Eftir uppstokkun á Big Food Group situr Baugur nú á rúmum 40 prósenta hlut í Iceland. Aðilar tengdir félaginu eiga stóra hluti, stjórnendur Ice- land um fimmt- ung og bankarn- ir fimmtán prósent. Ekki mun stefnt að sölu eigna Iceland þrátt fyrir hremmingar í íslensku efnahagslífi enda hefur verslunin þótt gullnáma í eigna- safni hluthafa. Líkt og greint var frá í gær fengu þeir Jón og Walker heldur kaldar kveðjur fyrir utan 101 Hótel við Hverfisgötu eftir fund- ina. Breska viðskiptablaðið Fin- ancial Times tók málið upp í gær og sagði mótmælendur hafa gefið reiði sinni lausan tauminn vegna efnahagshrunsins á Íslandi. - jab JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Stjórnarformaður og forstjóri frystivörukeðjunnar Iceland fengu kaldar kveðjur frá mótmælendum í heimsókn sinni hingað: Iceland-keðjan kynnt skilanefndum bankanna MALCOLM WALKER Stofnandi og forstjóri Iceland-matvörukeðjunnar var með í för þegar Jón Ásgeir Jóhannesson kynnti fyrirtækið fyrir skilanefndum Glitnis og Lands- bankans í fyrradag. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Auður Capi- tal hefur stofnað sjóð sem heitir jafnt í höfuðið á tónlistarkonunni og trénu óhagganlega. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitisins sætir harðri gagnrýni fyrir slakt eftirlit. Maðurinn í brúnni verður látinn víkja fyrir konu sem þykir hörð í horn að taka. Barack Obama, sem tekur við for- setaembættinu af George W. Bush í Bandaríkjunum eftir áramót, hefur tilnefnt Mary Schapiro sem næsta forstjóra bandaríska fjár- málaeftirlitsins. Hún verður fyrsta konan til að gegna þessu embætti í Bandaríkjunum. Schapiro tekur við af Christ- opher Cox sem hefur setið í for- stjórastólnum í rúm þrjú ár en hefur sætt harðri gagnrýni upp á síðkastið. Hann er sakaður um að hafa ekki beitt sér nægilega til að skera á þær rætur sem liggja til grundvallar lausa- fjárkreppunni sem riðið hefur húsum á alþjóð- legum fjámagns- mörkuðum síð- asta árið. Spjótin hafa ekki síst beinst að Cox síðustu daga fyrir þá yfirsjón embættisins að virða að vettugi ábendingar um misferli í bókum bandaríska fjárfestisins Bern- ards Madoff. Madoff var handtekinn í síð- ustu viku fyrir að hafa komið á laggirnar svikamyllu sem skilið hefur eftir sig fimmtíu milljarða Bandaríkjadala gat í bókum banka og fjárfesta víða um heim. Þetta er viðamesta tap í heimi sem einstaklingur hefur skilið eftir sig. Schapiro er 53 ára og þykir hörð í horn að taka. Ronald Reag- an, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, skipaði hana í stjórn fjármálaeftirlitsins fyrir rúmum tuttugu árum og var hún þá yngsta konan sem þar hefur setið. Í forsetatíð Bills Clinton tók hún svo sæti stjórnarformanns Eftir- litsstofnunar með bandarískum hrávörusamningum (e. Commod- ity Futures Trading Commission) árið 1994. Schapiro ætti að kannast lítil- lega við forstjórastól fjármálaeft- irlitsins en hann vermdi hún um tveggja mánaða skeið árið 1993. Hún fór úr honum þegar Arthur Levitt, fyrrverandi forstjóri, sett- ist í hann sama ár. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hafði eftir Levitt í gær að nýi for- stjórinn hafi allt til að verða góður forstjóri. jonab@markadurinn.is Harður nagli tekur við fjármálaeftirlitinu BARACK OBAMA Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur lokið við að skipa í helstu ráðherrastóla og tengdar nefndir. Hann tekur við forsetastólnum eftir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MARY SCHAPIRO Sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson hefur samið um gerð ljós- leiðaranets fyrir heimili í Nígeríu fyrir fyrirtækið 21st Century Technologies. Í tilkynningu Ericsson kemur fram að ljósleiðaravædd heimili séu tæknibylting á Vestur-Afríku- svæðinu þar sem farsímasamband sé ráðandi tækni. „Ljósið heim“ gefi fólki kost á netvarpi, háhraða- interneti, netsíma og fleiru. Tengja á fystu tíu þúsund heim- ilin í janúar á næsta ári. - óká Ljósleiðaravæða heimili Nígeríu Í LAGOS Í Vestur-Afríku er farsíminn ráðandi fjarskiptamáti. Nú er stefnt að ljósleiðaratengingu heimila í Nígeríu. Afli erlendra ríkja við Ísland jókst í fyrra um 45 prósent frá árinu áður; var tæp 80 þúsund tonn árið 2007 og rúm 54 þúsund tonn árið 2006. Þetta kemur fram í nýútkomnu riti Hagstofu Íslands, Afli erlendra ríkja við Ísland 2007 og heimsafli 2006. Þar kemur jafnframt fram að af öðrum þjóðum hafi nær ein- göngu Færeyingar og Norðmenn stundað hér veiðar í fyrra og að uppistaðan í aflanum hafi verið loðna og kolmunni. Undanfarin ár hefur afli erlendra ríkja verið minnstur árið 1993, um níu þúsund tonn og mestur árið 2002, ríflega 148 þúsund tonn. Þá kemur í ritinu fram að heims- aflinn hafi verið 92 milljónir tonna árið 2006 og hafi minnkað um 2,2 milljónir tonna frá fyrra ári. „Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa,“ segir í ritinu. Árið 2006 veiddu Kínverjar mest allra þjóða, hátt í 18 milljónir tonna, en Íslendingar voru í 16. sæti heims- listans, með veiðar upp á 1,3 millj- ónir tonna. Litlar breytingar urðu á listanum milli ára. - óká Erlendar veiðar juk- ust hér á milli ára Samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) samþykktu í gær að draga úr framleiðslu olíu sem nemur 2,2 milljónum fata á dag, frá og með næstu áramótum. Aldrei áður hefur verið dregið jafn mikið úr framleiðslunni, en olíuverð hefur lækkað úr rúmum 147 Bandaríkjadölum í júlí niður í 40 dali nú. Verðið hefur ekki verið lægra í fjögur og hálft ár. Ríkin þrettán vonast til þess að aðgerðirnar verði til þess að verðið hækki á ný. Verðið lækkaði lítillega eftir að ákvörðun OPEC-ríkjanna lá fyrir. Það þykir benda til þess að markaðurinn hafi litla trú á að alþjóðlegri efnahagskreppu muni linna í bráð, samkvæmt Associated Press-fréttastofunni. - gb Olíuríki draga úr framleiðslu Veljum íslenskt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.