Fréttablaðið - 19.12.2008, Side 37

Fréttablaðið - 19.12.2008, Side 37
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 HÁSKÓLABALL verður haldið á skemmtistaðnum Nasa annað kvöld, laugardaginn 20. desember. Páll Óskar Hjálmtýsson sér um að halda uppi stuðinu en húsið opnar klukkan 23.00. Aldurstakmark er 20 ár. Anna Björk Hilmarsdóttir er nem- andi í 10. bekk í unglingadeild Álftamýrarskóla og sinnir einnig starfi formanns nemendaráðs. Hún er liðtæk við piparköku- skreytingar en hún lenti ásamt liði sínu í fyrsta sæti skreytinga- keppninnar í fyrra og varð í öðru sæti í ár. „Við fengum plöturnar tilbúnar en áttum að skreyta húsin sjálf. Við höfðum 80 mínútur til að skreyta og máttum koma með aukadót og liti. Við gerðum ind- jánahús og komum með indján- astrumpa að heiman og líka auka- liti sem við blönduðum í glassúr,“ segir Anna Björk en auk hennar í liðinu voru Katrín Steinunn Ant- onsdóttir, Karen Ósk Óskarsdóttir og Soffía Lára Snæbjörnsdóttir. Allir nemendur í 8., 9. og 10. bekk skólans tóku þátt í keppninni en einu sinni í viku er öll unglinga- deildin saman í verkhring. Skreyt- ingakeppnin er hluti af þeirri dag- skrá. Miðað við árangur Önnu Bjark- ar í þeim skreytingakeppnum sem farið hafa fram mætti ætla að hún sé bakarameistari af lífi og sál og láti til sín taka við smákökubakst- ur fyrir jólin. „Nei, ég er ekki dugleg að baka. Ég er bara dugleg að skreyta, en ég baka stundum Betty Crocker. Ef foreldrar mínir baka þá hjálpa ég kannski til. Ég borða samt rosa- lega mikið af smákökum fyrir jólin.“ En ætlar Anna Björk sér stóra hluti skreytingu piparkökuhúsa í framtíðinni eftir glæstan árangur í skólanum? „Já, ég stefni á að taka þátt í heimskeppnum,“ segir hún hlæjandi en þar sem þetta er síðasti veturinn hennar í skólan- um tekur hún ekki þátt á næsta ári. „En það er aldrei að vita nema ég sendi hús í keppnina í Kringlunni.“ heida@frettabladid.is Kökuhús Pocahontas Álftamýrarskóli hefur staðið fyrir skreytingakeppni á piparkökuhúsum síðustu tvö ár. Nemendur í ungl- ingadeild skólans taka þátt í liðakeppni um best skreytta húsið. Anna Björk Hilmarsdóttir varð í öðru sæti með indíánahúsið ásamt Katrínu Steinunni Antonsdóttur, Karen Ósk Óskarsdóttur og Soffíu Láru Snæbjörnsdóttur. Sigurvegarar í keppninni voru Ástrós Arnarsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Rakel Tara Þórarinsdóttir og Sylvía Kristín Stefánsdóttir. Stúlkurnar eru allar í tíunda bekk Álftamýrarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA H ri n g b ro t Nýársveisla 1. janúar 2009 Þrettándakvöld í Perlunni, 6. janúar 2009 Fjölskyldustemmning og flugeldar! Gjafabréf Perlunnar Gefðu ein staka kvö ldstund í jólagjöf! Þórir Baldurs og Þrjár raddir spila kvöldverðartónlist & hljómsveit Þóris Baldurs spilar fyrir dansi. 9.990 kr. Verð með fjórum glösum af víni 14.500 kr. Spariklæðnaður — Húsið opnar kl. 19:00 Pantið borð í síma 562 0200 eða með tölvupósti perlan@perlan.is. Steikt hörpuskel með blönduðum skógarsveppum og blómkálsfroðu Humarsúpa Rauðvínssoðin pera með foie gras ís og portvínsgljáa Kryddlegið hreindýrafille með steiktum kantarellum, seljurótarmauki og „pomme Anna“ kartöflum Logandi „créme brûlée“ með súkkulaðiís Kaffi og heimalagað konfekt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.