Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 44
4 föstudagur 19. desember
núna
✽ syngur vitleysingur í þér?
2
jólagjöfin hennar
H
jónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmynd-
ari og Inga Elsa Bergþórsdóttir, graf-
ískur hönnuður á auglýsingastofunni
Fabrikunni, sameinuðu krafta sína í
bókinni Súkkulaðiást sem kom út á dögun-
um. Bókin er sannkölluð Biblía súkkulaðiunn-
andans enda stór og vegleg, full af girnileg-
um uppskriftum af mat, eftirréttum og kökum.
Gísli Egill og Inga eru bæði miklir matgæðing-
ar en þau segjast hafa kynnst sælkeramatar-
gerð þegar þau voru í námi í Frakklandi. Síð-
astliðin ár hafa þau séð um að gera jólabæk-
lingana fyrir Nóa Síríus og fyrir þremur árum
gerðu þau súkkulaðibók með Marentzu Poul-
sen. Í Súkkulaðiást sáu þau hins vegar um allt
frá a-ö, söfnuðu saman og unnu uppskriftirn-
ar, hann myndaði og hún stíliseraði og hann-
aði bókina.
„Við lögðumst í heilmikla heimildavinnu og
söfnuðum saman kræsilegustu uppskriftun-
um sem okkur leist best á og prófuðum okkur
áfam. Í öllum uppskriftunum notum við súkku-
laði frá Nóa Síríus,“ segir Gísli Egill.
„Við sökktum okkur ofan í þennan súkkul-
aðiheim en hann hefur verið að breytast ansi
mikið, sérstaklega á Íslandi. Íslendingar eru
hluti af þessu mjólkursúkkulaðibelti en síð-
ustu ár hefur
dökkt súkku-
l a ð i k o m i ð
s terkar inn
bæði í mat-
argerð og til
á t u , “ s eg i r
hann. Þegar þau eru spurð að því
hvort þau séu miklir súkkulaðigrísir þá segj-
ast þau svo vera. „Við kynntumst 70% súkku-
laði þegar við bjuggum í Frakklandi. Eftir að við
fluttum heim áttum við það til að koma með
troðfullar töskur af dökku súkkulaði heim til
Íslands til að eiga í búrskápnum,“ segir hún.
Súkkulaðiást var öll unnin á heimili Gísla
Egils og Ingu sem gerði það að verkum að þau
urðu ansi vinsæl meðal yngri kynslóðarinn-
ar í hverfinu þegar súkkulaðiilminn lagði um
hverfið. „Við notuðum krakkana sem smakk-
ara. Kostirnir við krakkana er að þau eru mjög
heiðarleg og fengum við það beint í æð hvort
uppskriftirnar virkuðu eða ekki,“ segir Inga og
mælir með því að leyfa börnunum að taka þátt
í eldamennskunni. martamaria@365.is
SÚKKULAÐIÁST GÍSLA EGILS HRAFNSSONAR OG INGU ELSU BERGÞÓRSDÓTTUR SLÆR Í GEGN
NOTUÐU KRAKKANA
SEM SMAKKARA
Fjölhæf hjón Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga
Elsa Bergþórsdóttir, grafískur hönnuður, eiga heiðurinn
að Súkkulaðiást.
TÓNLEIKAR Á GRAND ROKK Hljómsveitirnar Dikta, Múgsefjun, Buff og tón-
listarmaðurinn Toggi ætla að leiða saman hesta sína með tónleikum á Grand Rokk í
kvöld. Húsið verður opnað klukkan 21.30 en tónleikarnir hefjast klukkan 22. Ekki láta
þig vanta á þennan stórskemmtilega viðburð og mættu tímanlega áður en húsið fyllist.
Canon-myndavél er frábær jóla-
gjöf. Þessi fæst í verslun Nýherja.
Gefðu dömunni eitthvað fallegt.
Þetta dress er úr Andersen &
Lauth.
1
3
Konur elska
veski. Þetta
fæst hjá
Sævari
Karli.
Dreifingaraðili:
Fæst í verslunum um land allt
Nú er komið af því loksins á Íslandi
Stelpur á móti strákum
Inniheldur:
1200 spennandi spurningar fyrir stelpur og stráka
2 teningar fylgja
Hægt er að spila án spilaborðs
Hva
ð my
nda
r bó
ksta
finn
O í
plak
ati
kvik
myn
dari
nna
r Th
e sim
pso
ns M
ovie
? Hvert var söluhæsta ítalska
tískuvörumerki heims árið 2007?
Hvaða söng-og leikkona
kallaði fyrsta ilmvatnið
sitt Glow?
Hva
ða ís
lens
ka h
ljóm
svei
t
sön
g um
kind
ina E
inar
?