Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 46
6 föstudagur 19. desember núna ✽ horfðu á kvöldvaktina... Getur þú lýst þínum stíl? Ég er klárlega allar týpurnar í Spice Girls. Undanfarið hef ég tekið Þóru vinkonu mína mér til fyr- irmyndar og er farin að nota sparifötin meira hversdags. Ég á svo endalaust af sparifötum sem eru alltaf að bíða eftir jólunum og liggja síðan óhreyfð allt árið. Hvað dreymir þig um að eignast núna? Góða skó. Mig vantar hælalaus stígvél og svo ég er að reyna að mana mig upp í flotta hælaskó. Mér finnst ég alltaf vera eins og risi en mig dreymir um að vera á monster- hælum, strákunum í vinnunni til mikillar skelfingar. Hvað keyptir þú þér síðast? E-Label pallíettuleggings og kjól með leðurbelti frá E-Label. Kjóll- inn er stundum notaður sem sítt vesti en hann er opinn að fram- an. Ég er mjög hrifin af fötum sem er hægt að breyta og nota á mismunandi hátt. Uppáhaldslitapalletta? Ég elska liti en núna er ég voða mikið í brúnu og fjólubláu. Mér finnst litirnir hressa myrkrið og veturinn við. Uppáhaldsverslun? E-Label er alltaf með endalaust flott föt, Gyllti kötturinn og Rokk og rósir. Hönnunarbúðirnar eru líka æðis- legar eins og Kron Kron, Trilogia, Aftur og það er missir af Libor- ious. Það er gaman að eignast föt sem eru ekki fjöldaframleidd úr lélegum efnum. Uppáhaldshönnuður? Harpa Einars, hún er algjörlega æðis- leg. Eru einhver tískuslys í fata- skápnum þínum? Eru ekki tískuslys í öllum skápum? Ég er örugglega búin að losa mig við alla magaboli. Í hvað myndir þú aldrei fara? Mér finnst stórir axlapúðar ekki mjög klæðilegir (enn þá). Aldrei að segja aldrei. Af hvaða líkamsparti ertu stoltust og hvernig undir- strikar þú hann í klæðaburði? Ég var mjög stolt af bumbunni þegar ég var ólétt og undirstrik- aði hana með öllum ráðum. Ann- ars spái ég ekki mikið í neinum sérstökum líkamshluta. Maður fer bara í það sem manni finnst flott og þægilegt, örugglega oftar það sem er flott heldur en þægilegt. Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ER ALLAR TÝPURNAR Í SPICE GIRLS FATAMARKAÐUR Á KAFFIBARNUM Í dag halda nem- endur í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fatamarkað á Kaffibarn- um milli klukkan 15 og 21. Allur ágóðinn rennur í ferðasjóð nem- endanna ellefu, sem fara til Parísar í febrúar og vinna fyrir hönnuði á heimsmælikvarða fyrir tískuvikuna þar í borg. Mættu og nældu þér í flotta flík fyrir jólin. 3 1 1. Gervileðurjakki frá Gyllta kettinum. 2.. Gylltur og blár kjóll frá Rokki og rósum. 3. Svartur blúndukjóll frá Gyllta kettinum og glansandi leggings frá Júníform með gati fyrir hælinn og tærnar. Skórnir eru frá All Saints. 4.. Rauðir rúskinns hælaskór úr Gyllta kettinum. 5.. Brúnleitur kjóll eftir Hörpu Einars. „Þessi lítur út eins og sparikjóll en er alveg hægt að nota hversdags líka.“ 6.. Svört peysuslá frá E-Label og hvítur blúndukjóll frá Gyllta kettinum. Pallíettuleggings frá E-Label en pallíetturnar eru handsaumaðar í og frábærar bæði spari og hversdags. „Svo eru það gömlu hermannaklossarnir með stáltánni en þá keypti ég þegar ég var 14 ára. Ég fann þá inni í geymslu hjá mömmu fyrir tveimur árum við mikinn fögnuð.“ 4 2 5 Ofnæmisprófað. 100% ilmefnafrítt. Hlífðu andlitinu við einkennum öldrunar með frábæru rakakremi Á rannsóknarstofum Clinique hefur verið leitt í ljós að streita getur haft ámóta skaðleg áhrif á húðina og of mikil sólböð og loftmengun.* En nú geturðu verið áhyggjulaus. Nýja Superdefense rakakremið eflir ónæmisvarnir húðarinnar og hjálpar henni að vinna á móti viðbrögðum sem koma fram í línum, hrukkum og ójöfnum lit. Þannig geturðu litið betur út mun lengur en ella. * Sjá Journal of Experimental Dermatology 2007 EXD-07-0174, R1. Niðurstöður þessar eru hluti af rannsókn sem enn stendur yfir á vegum rannsóknarstofa Clinique og læknaskóla í fremstu röð á áhrifum streitu á húð. © Clinique Laboratories, LLC
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.