Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 48

Fréttablaðið - 19.12.2008, Síða 48
8 föstudagur 19. desember Sigríður Thorlacius hefur vakið verðskuld- aða athygli fyrir söng sinn með hljómsveitinni Hjaltalín. Auk þess hefur hún sungið með Hamra- hlíðarkórnum um árabil og segir miðnæturmess- una á aðfangadagskvöld vera ómissandi part af jólunum. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Anton Brink Förðun: Björg Alfreðsdóttir með Mac Þ að var aldrei nein ákvörðun að fara í tónlistarnám, það var bara svona eðlilegur partur af skólagöng- unni,“ segir Sigríður Thorlacius sem hóf nám á blokkflautu sex ára og skipti svo yfir í píanó. „Ég hætti á píanói þegar ég var ungl- ingur, en þegar ég byrjaði í MH sextán ára fór ég í Söngskólann í Reykjavík og í Hamrahlíðarkórinn. Allar systur mínar höfðu verið í kórnum svo það kom svolítið af sjálfu sér. Seinna meir fór ég svo á djassbraut í FÍH og útskrifaðist þaðan vorið 2007,“ segir Sigríður, en hún er langyngst fimm systra. „Mamma spilar á píanó, harmón- iku og gítar svo það var mikil tón- list á heimilinu.“ Á FLANDRI UM EVRÓPU Hljómsveitin Hjaltalín vakti fyrst athygli í byrjun síðasta árs, en færri vita að hún hafði þá verið starf- andi um nokkurt skeið. „Strákarn- ir stofnuðu Hjaltalín meðan þeir voru í MH og voru líka allir með mér í Hamrahlíðarkórnum,“ segir Sigríður sem er elst í bandinu en hinir meðlimirnir eru allir þrem- ur til fimm árum yngri en hún. „Eitt sumarið vann ég með þrem- ur þeirra í Skapandi sumarstarfi á vegum Hins hússins. Það sumar fóru þeir að taka upp nokkur lög eftir Högna Egilsson söngvara þar sem þeir fengu mig til að syngja bakraddir. Fyrir Airwaves 2006 bættu þeir svo við nokkrum lögum, ég og hljóðfæraleikararnir bætt- umst við og einhvern veginn end- uðum við sem band,“ segir Sigríð- ur um Hjaltalín. Í byrjun desember 2007 kom fyrsta breiðskífa sveitar- innar út sem heitir Sleepdrunk Sea- sons og var gefin út hjá Kimi Rec- ords. Síðan þá hefur sveitin notið mikillar velgengni hér á landi sem og erlendis. „Diskurinn okkar kom út í október í Skandinavíu og nóv- ember í Bretlandi. Hann kemur svo út í Austurríki, Sviss og Þýskalandi í byrjun næsta árs svo við verðum meira og minna á flandri um Evr- ópu eftir áramót fram á sumar,“ segir Sigríður. Eitt vinsælasta lag þeirra til þessa er án efa endurgerð á laginu Þú komst við hjartað eftir tónlist- armanninn Togga, sem Páll Óskar flutti upphaflega. „Lagið var í miklu uppáhaldi hjá Högna söngvara og hann var oft búinn að tala um það. Hann ákvað bara að útsetja það og við tókum það upp. Við spiluðum það svo 17. júní niðri í bæ í sumar og fljótlega upp úr því varð það mjög vinsælt. Mér fannst reynd- ar alltaf hittaralykt af því, en það kom á óvart hvað þetta varð vin- sælt hjá breiðum hópi og allt í einu var fólk sem hafði aldrei haft hug- mynd um hver við vorum farið að mæta á tónleika,“ segir Sigríður brosandi. Spurð um framtíðaráform bands- ins vill Sigríður lítið gefa upp. „Það eru allir að reyna að hugsa þetta bara svolítið í önnum. Við erum öll í námi, tónlistarnámi eða há- skólanámi. Það er stefnan að fara að vinna að annarri plötu, hugsan- lega fyrir næstu jól, en síðasta plata tók marga mánuði í vinnslu svo við ætlum ekki að stressa okkur á því,“ útskýrir Sigríður. Spurð hvort hún hafi tíma fyrir háskólann á öllum ferðalögunum segist hún ætla að reyna að sinna því eftir bestu getu. „Annaðhvort er ekkert að gera eða þá miklar tarnir sem stressa mig upp svo ég ákvað að skrá mig í háskólann og sjá til hvernig það gengur. Mig langar að vera búsett hér á landi í nánustu framtíð því ég keypti mér íbúð í miðbænum í sumar og planið er að fara í tíma í klassískum söng til að halda fleiri leiðum opnum því mig langar ekki að einskorða mig við eitthvað eitt,“ bætir hún við og brosir. VÆMIN Í DESEMBER Talið berst að jólunum og stressinu sem fylgir gjarnan aðventunni. „Ég er mjög mikið jólabarn og líður mjög vel í desember. Mér finnst svo gott að finna hvað fólk er oft í sama gír þá, er huggulegt við hvað annað og gefur sér frek- ar tíma til að hittast. Ég verð rosa- lega væmin í desember og fer þá að hugsa hvað mér þykir mikil- vægt,“ segir Sigríður og brosir. „Ég er ekkert rosalega dugleg að jólaskreyta eða baka, heldur þykir mér best að fara niður í miðbæ, fylgjast með fólki kaupa jólagjaf- ir og ímynda mér hvað ég gæti hugsað mér að kaupa. Ég á samt svo litla íbúð í miðbænum að ég er ekki mikið að kaupa hluti, því þeir komast hvort sem er ekki fyrir. Ég á samt níu systrabörn sem ég kaupi gjafir fyrir og það getur verið þrautin þyngri. Ég vil nefni- lega ekki gefa þeim einhvers konar dót sem flest börn eiga nóg af svo ég þarf alltaf að hugsa það svolít- ið,“ útskýrir Sigríður. „Ég reyni að fara sem minnst í verslunarmið- stöðvar fyrir jólin því þá verð ég bara eins og stressuð húsmóðir og fer að kaupa hveiti án þess að ég ætli nokkuð að baka,“ bætir hún við og hlær. JÓLIN Í FRAKKLANDI Starf Hamrahlíðarkórsins er öflugt yfir hátíðarnar og Sigríður segir það vera orðinn ómissandi hluta af jól- unum. „Undanfarin átta ár höfum við í Hamrahlíðarkórnum sungið í miðnæturmessunni í Dómkirkj- unni á aðfangadagskvöld. Það er stór partur af jólunum fyrir mig því þegar ég var lítil fórum við alltaf að hlusta á systur mínar syngja með kórnum,“ segir Sigríður sem hefur sungið víða með kórnum. Síðasta sumar fóru þau til Parísar þar sem þau sungu á tónleikum og í messu í Notre Dame-kirkjunni. Auk þess voru þau viðstödd afhendingu al- þjóðlegra verðlauna sem Vigdís Finnbogadóttir hlaut frá Ladies first international-samtökunum, en afhendingin fór fram í Dass- ault-höllinni hjá Madame Dassault í París. Sigríður var þar kynnt fyrir frú Dassault, enda ein af fáum úr hópnum sem talar frönsku. „Ég lærði frönsku í MH og tók svo eitt ár í frönsku í háskólanum, en í millitíðinni fór ég til Frakklands í hálft ár með vinkonu minni eftir að við urðum stúdentar,“ útskýr- ir Sigríður sem eyddi þá jólunum í Frakklandi. „Það kom í raun ekk- ert annað til greina en að vera yfir jólin því við vorum að fara heim rétt eftir áramót. Við ákváðum því bara að reyna að hugsa ekki um þetta sem jól heldur bara einhverja skemmtun, til að við færum ekki bara að gráta. Við fengum svo sent hangikjöt að heiman og vorum með eitthvert hrikalegt gervijólatré með ljótu skrauti. Klukkan sex á aðfangadag vorum við svo komnar í spariföt, höfðum útbúið uppstúf, soðið rauðkál og héldum hátíðleg jól í 26 fermetra kompunni sem við bjuggum í. Við fórum í miðnætur- messu í Sacre Cœur-kirkjunni og þegar upp er staðið voru þetta bara ein hátíðlegustu jól sem ég hef upplifað. Nú veit maður bara að jólin koma á sama tíma á hverju ári, burtséð frá því hvar eða með hverjum maður er.“ SYNGJANDI JÓLABARN ✽ ba k v ið tjö ldi n Besti tími dagsins: Þegar mér tekst að vakna snemma, þá er það svo mikill sigur að ég nýt hverrar mínútu morgunsins. Geisladiskurinn í spilaranum: Maria með ítölsku dívunni Ceciliu Bartoli. Uppáhaldsjólalagið: Það aldin út er sprungið. Fæ alltaf eitt lítið tár í auga þegar ég heyri það. Jólamaturinn: Er ekkert mjög dramatísk yfir jólamatnum, það má alveg prófa ýmislegt. Hefði þó ekkert á móti því að fá lambahrygg. Uppáhaldsverslunin: Góði hirðirinn, þegar ég finn fjársjóði þar þá líður mér svo svakalega vel. Svo er Kisan á Laugavegi fal- legasta búðin. Þangað fer ég oft, bara til að horfa. Uppáhaldsmaturinn: Plokkfiskur og rúgbrauð. Kart- öflustappa föður míns klikkar heldur aldrei. Líkamsræktin: Mér finnst gott að fara út að labba, helst ein með sjálfri mér. Reyni að labba milli áfangastaða, en mér er bara oft boðið far og þá er það oftar en ekki of heillandi kostur. Mesta dekrið: Að eiga heila helgi í fríi, án nokk- urra skylduverka, gera ekkert af viti og hanga á kaffihúsum og láta tímann líða með góðu fólki. Ég lít mest upp til: Pabba míns. Áhrifavald- urinn? Enginn syng- ur eins fallega og af jafn mik- illi tilfinningu og einlægni og Ingibjörg Þorbergs. Myndi gefa margt fyrir svo fagra söngrödd. Draumafríið? Ferð til Istanbúl í góðra kvenna hópi. Það er alltaf á stefnuskránni. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara? Ef ég nú bara vissi það, þá ætti ég sennilega einhverja peninga. Jólabarn Sigríður segist halda mikið upp á desembermánuð og finnst fátt betra en að fara niður í miðbæ og hitta vini og ættingja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.