Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 54
14 föstudagur 19. desember
tíðin
✽ á útopnu um jólin
DÍANA MIST
FOUR CHRISTMASES Farðu og sjáðu Vince
Vaughn og Reese Witherspoon leika parið Kate og
Brad sem langar að njóta jólanna með fjölskyldum
sínum en til þess að svo megi verða þurfa þau að fara
á fjóra staði á jóladag. Skelltu þér í bíó og komdu þér
í hátíðarskapið á bráðskemmtilegri jólamynd.
JÓLAMARKAÐUR VIÐ HRINGBRAUT Það er fátt
skemmtilegra en að rölta um jólamarkað og kaupa jólagjafirnar í
rólegheitunum á aðventunni. Skelltu þér á jólamarkaðinn í gamla
Byko-húsinu við Hringbraut, sem verður opinn frá 12 til 19 út Þor-
láksmessu. Þar er boðið upp á varning frá verslunum og einstakl-
ingum, íslenska hönnun og ýmiss konar gjafavöru.
Föstudagur 12. desember: Jólasukk
Ákvað að heimsækja miðbæinn seinni partinn. Ég var ekki búin að kaupa
neinar jólagjafir að ráði og ákvað að reyna aðeins að vinna í því. Ég arkaði
upp og niður Laugaveginn og varð bara nokkuð vel ágengt þangað til mig
var farið að svengja ískyggilega. Hringdi í vinkonu mína og plataði hana með
mér á veitingastaðinn Pisa. Þar borðuðum við dýrindis ítalska rétti og drukk-
um ógrynni af hvítvíni með. Eftir matinn vorum við komnar í svo mikið stuð
að við ákváðum að kíkja í smástund á Kultura. Þar var
svakalegt stuð. Jón Baldvin Hannibalsson og Brynd-
ís Schram sátu á einu borðinu og drukku vín. Hljóm-
sveitin Æla spilaði og Bloodgroup líka og allt í rosa
góðri stemningu. Á einu borðinu var fullt af leikurum,
Gísli Galdur, Björn Ingi, Orri Huginn, Vigga og Greip-
ur Gíslason virtust skemmta sér konunglega. Ákváð-
um að kíkja aðeins yfir á Ölstofuna eftir Kultura. Þar var
Þorfinnur Ómarsson í miklu stuði, Eiríkur Bergmann, Kalli Baggalútur
og söngdívurnar Hera
Björk, Dísella og
Eivör Pálsdóttir.
Eftir nokkra góða
snúninga, nokkr-
ar klósettferðir og
enn þá fleiri
bjóra drösl-
aðist ég heim
undir morg-
un með jóla-
gjafir í poka.
Jóla hvað?
FATASLÁIN Án efa eitt það besta og nytsamlegasta sem ég hef keypt mér.
ÆÐISLEGAR FLÍSAR Inni á baðherberg-
inu mínu eru svo ljótar flísar að ég fer
alltaf í gott skap þegar ég sé þær.
ÍS Ég kemst ekki í gegnum daginn
nema að eiga klaka.
D&G-ÚR Kærastinn minn gaf mér þetta
glæsilega D&G-úr í afmælisgjöf.
DÓTTIRIN Ég er alltaf
með passamynd af dóttur
minni í veskinu.
IPODINN Algjörlega ómissandi.
GÍTARINN MINN er svona uppáhalds
og ekki uppáhalds, fer eftir gengi og
skapi.
TOPP
10
HILDUR MAGNÚSDÓTTIR
söngkona
KJÓLL ÚR
SPÚTNIK.
ADIDAS-KJÓLL
Ég keypti kjól-
inn á eBay fyrir
nokkrum árum.
GRÆN PEYSA
ÚR GYLLTA
KETTINUM.
Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3
Ögurhvarfi 2 • Kópavogi • 565 5151
Barbados
Mikið úrval
af fl ottum og
vönduðum
regnjökkum á
jólatilboði.
Opið til klukkan
20.00 til jóla.