Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 66

Fréttablaðið - 19.12.2008, Page 66
42 19. desember 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Sigurður Ragnarsson skrifar um ábyrgð Mörgum finnst sem þeir hafi verið sviknir af fjölda fólks sem ætlaði kannski ekki að illa færi en nú er raunveruleikinn sá að við sitjum í súpunni. Það hefur verið boðið upp á ægilega girni- lega og vinsæla súpu undanfarin ár, sem mörgum fannst reyndar vond. Súpan var dýru verði keypt. Margir eru með hausverk, sumir með magapínu, einhverjir þjást af þunglyndi og ótrúlega margir þjást af svefnleysi og svona mætti lengi áfram telja. Nú þurfum við meira að segja að borga reikninga fyrir aðrar þjóð- ir sem fengu niðurgang af súpunni. Súpan var jú flutt út. Uppfinningamenn súpunnar, eftirlitsaðilar, velunnarar, veitinga- stjórar, veitingahúsaeig- endur, kokkar, þjónar, skemmtanastjórar o.fl. segjast ekki hafa gert neitt rangt. Enginn vill viðurkenna mistök og bera ábyrgð á súpunni. Þegar við ölum upp börnin okkar og þau gera eitthvað rangt þá kenn- um við þeim hið kristna gildi að viðurkenna það og biðjast afsök- unar. Ef þeir sem bera ábyrgð á súpunni sem við sitjum í hafa í sér kjark og hafa heilindi að leið- arljósi þá væri hið eina rétta að axla ábyrgð, viðurkenna mistök og biðjast afsökunar. Þá væri t.d. auðveldara að trúa því að súpu- gerðarfólkið bæri hag okkar fyrir brjósti og auðveldara væri að treysta stjórnvöldum fyrir framtíðarsúpunni okkar. Veitingahúsagest- ir eru nefnilega logandi hræddir um að eina súpan á borðum í fram- tíðinni verði naglasúpa og þjónarnir muni jafn- vel af klaufaskap hella henni niður í kjöltu þeirra, sjóðheitri og með ryðguðum nöglum. Verð- ur kannski eina leiðin að sækja erlend veitingahús? Eitt af því sem einkennir afburðaleiðtoga er að þeir þekkja styrkleika og veikleika sína og viðurkenna að þeir séu mannleg- ir. Í því felst m.a. að axla ábyrgð, viðurkenna mistök og biðjast afsökunar. Ef það er gert af heilindum þá getur það aflað stuðnings og trausts meðal fylgj- enda. Málið er að fólk fylgir ekki þeim sem aldrei viðurkenna mis- tök og telja sig vera fullkomna. Afburðaleiðtogar sýna að þeir eru mannlegir, þeir gera fylgj- endum ljóst hver staðan raun- verulega er og móta framtíðar- sýn sem hefur jákvæðar afleiðingar og hægt er að útskýra með trúverðugum hætti. Það er fólkið sem skiptir máli. Það eru engir leiðtogar án fólks. Við þurfum núna leiðtoga sem starfa af heilindum, vilja berjast, þora að taka ákvarðanir og eru tilbúnir að hugsa fyrst og fremst um hag fólksins í landinu. Skyndilausnir duga ekki, við þurfum að skoða alla möguleika vel og vandlega. Við þurfum að skoða gallana alveg jafn vel og kostina. Múgæsing skilar okkur engu. Það að kenna bara einum aðila um allt saman er líka fárán- legt. Við þurfum núna að byrja á núlli og eyða allri spillingu og ósanngirni í samfélaginu. Hvar svo sem hana er að finna. Við þurfum afburðaleiðtoga og fullt af þeim! Megi Guð gefa okkur öllum gleðilega jólahátíð. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og háskólamaður sem sérhæfir sig í leiðtogafræðum. Leiðtogar viðurkenna mistök og biðjast afsökunar SIGURÐUR RAGNARSSON UMRÆÐAN Bjarni S. Einarsson skrifar um tillögu að deiliskipulagi á Vestur-Skógtjarnar- svæði Í framhaldi af frétt Fréttablaðsins dags. 16. des. sl. um að Skipulagsstofnun hafi fallið frá „kröfu“ um endurauglýsingu á deiliskipulagi Vestur-Skógtjarnarsvæðis óskar undirritaður eftir að koma eftirfar- andi á framfæri: Fundur með Skipulagsstofnun sem vísað er til var haldinn að frumkvæði og ósk undirritaðs, skipulags- og byggingarfulltrúa Álftaness, til að fá nánari skýringar og upplýsingar um álit Skipulagsstofnun- ar um að auglýsa tillöguna að nýju. Undirritaður getur ekki fallist á að vinnubrögð við beiðni um fund, né fundarefnið séu ámælisverð, enda er m.a. hlutverk Skipulagsstofnunar að veita ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál og aðstoða sveitarfélög og leiðbeina þeim við gerð skipulagsáætlana. Ástæða þess að Skipulagsstofnun taldi að auglýsa þyrfti tillöguna að nýju var vegna þeirra sem ekki gerðu athugasemdir við tillöguna, en ekki vegna þeirra sem gerðu athugasemdir, enda hefur þeim verið svarað og þeim kynnt hvernig komið var til móts við þeirra athugasemdir, m.a. með breytingum á tillögunni. Að fengnum skýringum skipulagshöfund- ar og skipulags- og byggingarfulltrúa á breytingum sem gerðar voru á tillögunni féllst Skipulagsstofnun á að ekki þyrfti að auglýsa tillöguna að nýju að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem felast m.a. í því að sveitarfélagið rökstyðji að breytingar sem gerðar voru eftir auglýsingu deili- skipulagsins séu ekki þess eðlis að kalli á sex vikna endurauglýsingu, heldur að nægjanlegt sé að birta auglýsingu um niðurstöðu sveitarstjórnar þar sem fram komi upplýsingar bæði um þær breytingar sem gerðar voru og kærufrest. Á grundvelli þess sem fram kom á fundinum lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjar- stjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vestur-Skóg tjarnarsvæðis verði lagfærð í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar og tekin fyrir að nýju í skipulags- og byggingarnefnd, til samþykktar í bæjarstjórn og til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun. Ekki var leitað til Sveitarfélagsins Álftaness við úrvinnslu fréttarinnar! Höfundur er skipulags- og byggingarfulltrúi Álftaness. Athugasemd við frétt UMRÆÐAN Ellert B. Schram skrifar um samfélagsástandið Það hefur ekki gefist mikill tími til að setj- ast niður að undanförnu. Hvorki til jólaundirbún- ings né skrifta á opinber- um vettvangi. Ég kvarta ekki undan því. Örlögin höguðu því svo að undirritaður valdist á þing og situr uppi með þá ábyrgð og þau verk sem því fylgir. Og í nógu hefur verið að snúast, sem fyrst og fremst hefur gengið út á að sitja fundi, taka ákvarðanir og vinna úr þeim vanda sem við höfum öll fengið í fangið. Frá morgni til kvölds. Á einni svipstundu breyttist þjóðarbúið í brunarúst. Tekjur rík- issjóðs til að standa undir almennri þjónustu hafa dregist verulega saman um leið og útgjöld hafa snaraukist. Hallinn var farinn að nálgast 200 milljarða króna. Verk- efnið hefur verið það mikilvæg- asta að bjarga heimilum, fyrir- tækjum og almannaþjónustu undan þessu áfalli. Þar hafa marg- ar hendur komið að verki, ekki bara á Alþingi heldur hjá stjórn- sýslunni, embættismönnum og forystumönnum stórra samtaka. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hversu mikið og margt þetta fólk hefur lagt á sig og það undir miklum þrýstingi, gagnrýni, tortryggni og jafnvel aðkasti. Sorglegt er sömuleiðis að fylgj- ast með því hvernig sumir stjórn- málamenn hafa notað ástandið til lýðskrums. Það er dapurlegt að sitja undir ræðum á Alþingi, þar sem allt er gagnrýnt. Það má ekki taka lán og það má samt ekki lækka útgjöldin og það er kvartað undan skuldasöfnun en samt má ekkert skera niður af fjárlögum. Mál- flutningur og hugsunar- háttur af þessu tagi geng- ur auðvitað ekki upp, frekar en hjá okkur öllum hinum í heimilishaldi og fyrirtækjarekstri. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Í rauninni má færa fyrir því rök að bæta eigi í niðurskurðinn, til að draga úr fjárlagahallanum og skuldun- um. Jú, þetta verður erfiður vetur. Þetta er lífróður. Það er auðvitað hægt að leggja frá sér árarnar og gefast upp. Segja bara, gjörið svo vel, vill einhver taka við? Alveg er ég tilbúinn til að gefa frá mér þingsætið ef það hjálpar til. Ég hef raunar verið síðustu dagana, allt frá því að lánið frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum var í höfn, þeirrar skoðunar að rétt sé að þjóðin fái að kjósa fyrir vorið. En menn hlaupa ekki frá björg- unarstarfi í miðjum klíðum. Og það breytir litlu sem engu að vandi þjóðarinnar hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu úr því sem komið er. Það er verkefni hverrar þeirr- ar ríkisstjórnar sem situr eða verður mynduð að draga úr skuld- unum og skera meir. Nema menn vilji fara lóðbeint norður og niður. Þetta er alvaran sem þjóðin stendur frammi fyrir. Og þrátt fyrir atvinnuleysi, skuldasöfnun heimila og gjaldþrot fyrirtækja þá er von. Ekki gleyma því að áætlað- ar tekjur ríkissjóðs fyrir næsta ár nema kr. 370 milljörðum. Það má margt gera fyrir þá upphæð. Ekki gleyma því að yfir 90% vinnu- færra manna á Íslandi hafa enn atvinnu og tekjur. Ekki gleyma að tugþúsundir manna eiga enn það sem þeir áttu fyrir fimm, sex árum, í verðgildi eigna og spari- fjár, vegna þess að það sem hefur tapast er loftbóla, reiknaður gróði og hagnaður, sem aldrei var nema hjóm eitt. Sárast er að stærsti fjöldinn sem orðið hefur fyrir tjóni og tapi var gabbaður og féflettur inn í þennan innantóma loftkastala. Lítum til annarra landa. Yfir þrjátíu lönd hafa leitað lána hjá IMF. Í Bandaríkjunum eru millj- ónir manna án atvinnu og velferð- ar. Sama má segja um atvinnu- leysið í Bretlandi og Þýskalandi. Í Simbabve er verðbólgan yfir eitt þúsund prósent. Í Grikklandi og Taílandi ríkir stjórnleysi. Í Mið- Austurlöndum nær ríkir enn styrj- aldarástand. Á Haítí vantar mat fyrir börnin. Í Afríku breiðast far- aldrar út vegna næringarskorts. Í samanburði við þessar hörm- ungar, erum við hér á Íslandi í stakk búin til að brjótast úr eigin kreppu. Sökudólgana finnum við þegar upp verður staðið og við getum hreinsað til í pólitíkinni, þegar færi gefst. Það getur orðið fyrr en margur heldur. Aðalatriðið núna og á næstunni er að halda haus, treysta því að allir séu að gera sitt besta og komast í gegn- um þennan skafl. Það kann að taka einhvern tíma. En það tekst. Ég sendi Íslendingum mínar innilegustu hátíðarkveðjur. Höfundur er alþingismaður. Ekki bæði haldið og sleppt BJARNI S. EINARSSON Eitt af því sem einkennir afburðaleiðtoga er að þeir þekkja styrkleika og veikleika sína og viðurkenna að þeir séu mannlegir. ELLERT B. SCHRAM Sökudólgana finnum við þegar upp verður staðið og við getum hreinsað til í pólitíkinni, þegar færi gefst. Það getur orðið fyrr en margur heldur UMRÆÐAN Karin Erna Elmarsdótt- ir skrifar um notkun endurskinsmerkja Nú þegar skammdegið er ríkjandi er mikil- vægt að allir vegfarendur séu með endurskinsmerki, þar sem myrkrið veldur því að ökumenn sjá oft illa í kringum sig þrátt fyrir götulýsingu og yfirleitt góð öku- ljós á bifreiðum. Endurskins- merki gera það að verkum að öku- menn taka mun fyrr eftir gangandi vegfarendum eftir að skyggja tekur en ella. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni. Sem dæmi má nefna að ökumaður sér dökkklæddan vegfaranda án endurskinsmerkja ekki fyrr en í 25 metra fjarlægð í myrkri. Ef vegfarandinn notaði endurskinsmerki sæi ökumaður- inn hann í allt að 125 metra fjar- lægð og hefur því mun meira ráð- rúm til að bregðast við. Þessi mismunur getur skilið á milli lífs og dauða. Best er að hafa endurskins- merki fremst á ermum, á úlpu- kanti, neðst á skálmum og á skóm eða stígvélum. Endurskinsmerki eiga að sjást frá öllum hliðum. Til eru margar gerðir endurskins- merkja en æskilegast er fyrir börnin að merkin séu á úlpu eða útigalla. Ef ekki er um slíkt að ræða eru til end- urskinsborðar sem hægt er að líma eða sauma á flíkurnar. Þá eru til end- urskinsvesti, endurskins- borðar, límmerki, barm- merki eða hangandi endurskinsmerki af mörg- um gerðum og stærðum. Á mörgum skólatöskum eru endurskinsmerki og gott er að líma endurskin á barnavagna, sleða, bak- poka og skíðastafi. Fullorðnir eiga að sjálfsögðu að vera fyrirmyndir barna og vera með endurskinsmerki á sínum flíkum. Nauðsynlegt er fyrir skokkara að vera í endurskins- vestum eða með gott endurskin á æfingafatnaði þegar æft er utan- dyra. Endurskinsmerki er einnig hægt að líma á hunda- og katta- hálsbönd og sjálfsagt er að bregða endurskinsborðum um fætur hestsins ef farið er í reiðtúr. Hægt er að fá endurskinsmerki í mörgum verslunum, apótekum og bensínstöðvum, en líklegt er að endurskinsmerki séu til í skúff- um eða skápum á flestum heimil- um. Endurskinsmerki gera lítið gagn á slíkum stöðum og því hvet- ur Umferðarstofa vegfarendur að finna til merkin og nota þau í myr- krinu. Höfum þetta hugfast og verum vel upplýst í umferðinni. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu. Lýsum okkur upp KARIN ERNA ELMARSDÓTTIR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.